Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 Fiskveiðistefha EB; Evrópubandalaginu er nauð- synlegt að afla veiðiheimilda Frá 1980 eru 35% alls yfírborðs sjávar innan 200 mflna lögsögu strandríkja. Talið er að innan þess- arar lögsögu séu 95% af öllum nýt- anlegum sjávarafla í heimshöfun- um. Við þetta misstu fiskveiðiþjóðir 16 milljóna tonna ársafla sem þær höfðu sótt á fiskimið sem lentu inn- an lögsögu annarra ríkja. í þessum hópi eru mörg aðildarríki Evrópu- bandalagsins. Samningar um veiði- heimildir skipta það því miklu máli, sérstaklega eftir inngöngu Spánar og Portúgals. Fullyrða má að takist ekki að halda í horfinu í þeim efnum og helst bæta við verði afleiðingam- ar bæði félagslega og efnahagslega mjög alvarlegar. Með fiskveiðisamningum við ríki utan EB stefnir bandalagið að því að halda þegar áunnum veiðirétt- indum, endurheimta töpuð veiði- réttindi og afla nýrra. Evrópubandalagið hefur staðið að samningum við ríki utan þess með ýmsum hætti: 1. Gagnkvæmar veiðiheimildir. Bandalagið fær veiðiheimildir gegn því að láta af hendi slíkar heimildir innan eigin lögsögu. Samningar af þessu tagi hafa verið gerðir við Svía, Norðmenn og Færeyinga. 2. Aðgangur að vannýttum stofn- um. Samið er um vpiðiheimildir úr fiskstofnum sem heimamenn full- nýta ekki. Slíkir samningar voru gerðir við Bandaríkamenn. 3. Veiðiheimildir gegn markaðs- ívilnunum, fyrst og fremst tolla- lækkunum. Margt bendir til þess að sjávarútvegsráðherrar banda- lagsins telji þetta vænlegustu leið- ina. Samningamir við Kanada voru á þessum nótum og eins nýlegir samningar við Svía. 4. Veiðiheimildir gegn styrkj- um/lánum. Þeir samningar sem bandalagið hefur gert við svokölluð ACP-ríki (ríki í Afríku og Karabíska hafinu með formlegt samstarf við EB) eru allir á þessum nótum. 5. Veiðiheimildir gegn styrkj- um/lánum og markaðsívilnunum. Samningamir við Grænlendinga em af þessu tagi. Flestir þeirra samninga sem bandalagið hefur gert á síðustu ámm em við ríki í Afríku og til skamms tíma. Samningamir em gerðir á þeirri forsendu að ríkin hafa ekki sjálf aðstöðu til að full- nýta fískistofna við strendur sínar. Það er hins vegar ljóst að þau stefna öll að því að fullnýta þessar náttúm- auðlindir og greiðslur EB fyrir veiðiheimildir munu flýta þeirri þró- un. Þegar til lengri tíma er litið er því ljóst að bandalagið verður að huga að annars konar og varan- legri samningum um veiðiréttindi. Viðskipti og veiðiheimildir Sú stefna sem talin er geta orðið notadijúg í samningum um veiði- rétt við ríki utan bandalagsins er svokölluð „aðgangur að mörkuðum fyrir aðgang að fiskimiðum“-stefna. Samningar af þessu tagi hafa verið gerðir við Kanada og nokkur EFTA-ríki. Bandalagið mun að öll- um líkindum fylgja þessari stefnu, bæði í tví- og marghliða samningum við ríki utan þess. Þess vegna m.a. hefur bandalagið haft þá fyrirvara á í sambandi við fríverslun með fisk, að aðra þætti sem snerta þessa „vöru“ verði einnig að taka með í reikninginn. í vaxandi samskiptum við EFTA hyggst EB leggja á það áherslu, að þegar rætt sé um „fish- eries“ sé bæði átt við aðgang að fískimiðum og mörkuðum. Til þess að gera samninga af þessu tagi fysilegri er lagt til innan bandalags- ins að þeir verði gerðir svo aðlað- andi sem frekast er unnt. Bent er á að þessu marki megi hugsanlega ná með því að kappkosta að veita einstakar tollaívilnanir einungis ríkjum sem veita veiðiheimildir í staðinn. Hvort þetta kemur til með að eiga við t.d. árlegar viðbótar- heimildir, m.a. innflutning á salt- físki, er ekki ljóst. Samstarfsverkefni Önnur leið sem rædd hefur verið er sú að koma á fót samstarfsverk- efnum á milli fyrirtækja í sjávarút- vegi. Samningur bandalagsins við Bandaríkjamenn var af þessu tagi og ljóst er að Falklandseyingar hafa áhuga á slíku samstarfi. í Ind- landshafi hafa Indveijar og Sómalir lýst áhuga á samvinnuverkefnum. Svipaða afstöðu hafa Alsírbúar og Júgóslavar á Miðjarðarhafi. Innan EB er þegar í gildi reglugerð sem gerir bandalaginu kleift að veita fjármunum í verkefni sem miða að samstarfi um veiðar, vinnslu og markaðssetningu og einnig að út- flutningi á þekkingu og tækni frá bandalagsríkjunum. I skýrslu sem Cardosos e Cunha, framkvæmdastjóri sjávarútvegs- mála, lagði fyrir ráðherrafund í vor var vikið að biýnustu verkefnum bandalagsins í fiskveiðisamningum á næstu misserum. í Eystrasalti hafa Pólveijar, Austur-Þjóðveijar og Sovétmenn lýst áhuga á tvíhliða samningum við EB. Viðræður við þessa aðila hófust á síðasta ári og hafa snúist um margvíslegar sam- starfsleiðir. Samningar við Sov- étríkin urðu nauðsynlegri eftir sam- komulag þeirra við Svía um „hvíta svæðið" í Eystrasalti. Rætt við íslendinga Viðræður við íslendinga um rammasamning um gagnkvæm veiðiréttindi hófust árið 1977 en hafa fram undir þetta verið árang- urslausar. Fyrir útfærslu íslensku fiskveiðilögsögunnar í 200 mflur sótti floti frá bandalagsríkjunum umtalsvert magn af þorski, karfa og ufsa á íslandsmið. í febrúar 1986 fór ráðherranefndin þess á leit við framkvæmdastjómina að hún freistaði þess að koma_ betra jafnvægi á samskiptin við íslend- inga. A grundvelli þess árangurs sem næðist í þeim viðræðum var ráðherranefndin reiðubúin til að íhuga auknar tollaívilnanir fyrir íslenskar sjávarafurðir. íslendingar hafa nýlega farið fram á auknar innflutningsívilnanir á mörkuðum bandalagsins en neitað samningum um veiðiréttindi í lög- sögu sinni. Framkvæmdastjómin hefur lagt á það áherslu að ekki verði hvikað frá þeirri stefnu að „fyrir aðgang að markaði komi aðgangur að fiskimiðum". Auðvitað er ekki ljóst við hvað bandalagið á þegar rætt er um fiskveiðiheimildir, hugsanlega er verið að tala um málamyndaheimildir, kolmunna- veiðar eða veiðar á karfa við miðlín- una milli íslands og Grænlands. Þá er náttúrlega hugsanlegt að verið sé að tala um að endurheimta hluta af þeim afla sem floti bandalagsins sótti forðum á íslandsmið. í raun- inni verður ekkert fullyrt um þetta efni fyrr en íslendingar hafa sest niður með fulltrúum EB og kynnt sér kröfur þeirra og viðhorf. Samn- ingatilraunir EB við ríki utan bandalagsins hafa gengið upp og ofan en í grófum dráttum er staðan þessi: Miðjarðarhaf: Tvíhliða samn- ingur á milli ítala og Túnisbúa rann út 1979 og sama ár var fram- kvæmdastjóminni veitt heimild til að semja við þá, en allar tilraunir til að koma á viðræðum hafa verið árangurslausar. Stjómvöld í Alsír virðast ekki hafa áhuga á samningum við EB. ! EB hefur veitt ítölum heimild til samkomuiags við Júgóslava um veiðiréttindi, en Júgóslavar hafa ekki áhuga á samningum við EB. Möltubúar hafa meiri áhuga á greiðari aðgangi að mörkuðum EB en fiskveiðisamningum við banda- lagið. Öll þessi ríki hafa hugsanlega áhuga á samvinnu eða samstarfi um nýtingu fiskistofna undan ströndum sínum. Samskipti EB og íslands: Yiljum viðræður um fisk- veiðiheimildir og markaði - seg’ir framkvæmdastj óri fískimáladeildar Evrópubandalagsins Samskipti íslands og Evrópu- bandalagsins eru sífellt til umræðu. Af hálfu bandalagsins gætir tölu- verðrar óánægju með samskiptin á sviði sjávarútvegsmála, helst kvarta bandalagsmenn undan tregðu ís- lendinga til að ganga til viðræðna um það sem þeir kalla gagnkvæma hagsmuni aðilanna. íslendingar hafa áhuga á auknum innflutn- ingsívilnunum af hálfu bandalags- ins en eru ófáanlegir til að ræða samtímis markaðsmál og hugsanleg veiðiréttindi fyrir flota EB á ís- landsmiðum. Antonio José Baptista Cardoso e Cunha situr í fram- kvæmdastjóm EB og stjómar fiski- máiadeild bandalagsins. Fréttarit- ari Morgunblaðsins átti við hann viðtal nýlega í tilefni fyrirhugaðrar heimsóknar Halldórs Asgrímssonar sjávarútvegsráðherra til Bmssel 19. til 21. september sl., en vegna stjómarkreppu varð ekkert úr ferð íslenska ráðherrans. Fyrst var e Cunha spurður að því hvað átt værí við meðþví innan EB að samningum við Islendinga væri ólokið. — Það er erfítt að skiigreina nákvæmlega hvað átt er við með því að samningum sé lokið eða ólok- ið. Það er hins vegar ljóst að sam- skipti t.d. íslands og EB em lifandi og síbreytileg eftir efni og aðstæð- um á hveijum tíma, samningum á milli þessara aðila er því í rauninni aldrei lokið. Viðræður hljóta alltaf að vera í gangi. ísland sem hluti af EFTA skiptir miklu máli vegna náinna tengsla EFTA og EB. Við megum ekki heldur gleyma því að hér í fiskimáladeildinni emm við fulltrúar hagsmuna sjómanna innan bandalagsins og af ástæðum sem allir þekkja hafa möguleikar þeirra til veiða verið mjög þrengdir bæði af líffræðilegum og pólitískum ástæðum eftir útfærslu efnahags- lögsögu ríkja um allan heim. Þetta gerir það að verkum að við verðum að vera vakandi yfir öllum tækifær- um til að auka aflaheimildir sjó- manna okkar í því skyni að tryggja afkomu þeirra. Aðeins hluti af því sem íslendingar og EB þurfa að semja um er í höfn, þ.e. aðgangur að mörkuðum okkar, enn sem kom- ið er höfum við ekki fengið neinar ívilnanir til veiða. Viðræður um þetta hafa ekki einu sinni hafíst. Þetta veldur okkur óneitanlega von- brigðum. í þessu efni ber ég sér- staka ábyrgð sem framkvæmda- stjóri fiskimála. Við viljum ekki stefna framtíð þessarar hefðbundnu atvinnugreinar innan Evrópu í hættu. Hún er í eðli sínu þannig að það er ekki auðvelt að segja þeim sem hana stunda að snúa sér að öðru. Auðvitað gerir þetta það einnig að verkum að við skiljum betur afstöðu íslendinga og íslenskra sjómanna m.a. til þess að opna fiskimiðin kringum landið fyr- ir öðrum. Ég vil leggja á það áherslu við íslenska sjómenn að við munum alltaf hafa skilning á þörf þeirra fyrir að vemda atvinnu sína og af- komu og sömuleiðis að Evrópu- bandalagið vill alls ekki sýna þeim yfirgang. — Við trúum á samstarf sem byggist á gagnkvæmum hagsmun- Antonio José Baptista Cardoso e Cunha um og teljum að tilefni til þess verði sífellt fleiri í framtíðinni, einangrun getur aldrei orðið lausn. Við emm tilbúnir til viðræðna við íslendinga um samskipti á sviði fískveiða á breiðum gmndvelli með fyllstu virð- ingu fyrir hagsmunum þeirra. Það em augljóslega ýmis atriði sem hægt er að gera samkomulag um, s.s. vegna líffræðilegra aðstæðna eða flökkustofna, án þess að hags- munir íslendinga séu skertir. Við viljum fá tækifæri til að ræða þessi efni við íslendinga með gagn- kvæmri virðingu. Þessar viðræður eiga að snúast samhliða um sam- skiptin á sviði fiskveiða og aðgang íslendinga að mörkuðum Evrópu- bandalagsins. Okkur þykir leitt að þessar viðræður hafa ekki farið fram enn sem komið er og emm tilbúnir til þeirra hvenær sem er. Ástæða þess að viðræður um þessi efni hafa ekki farið fram er þá sú að íslendingar neita að koma að samningaborðinu? — Enn sem komið er höfum við einungis orðið varir við áhuga ís- lendinga á auknum aðgangi að mörkuðum okkar. Þetta veldur okk- Framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins á fundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.