Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 17 Frá höfuðstöðvum Evrópubandalagsins í Brussel. Vestur Afríka: Heimild til samninga við Grænhöfðaeyjar var fengin árið 1977. Allar tilraunir til samninga hafa verið árangurs- lausar. Samningaumleitanir við yfirvöld í Sierra Leone hafa staðið í sjö ár án árangurs, þó er líklegt að einhvers konar samstarfi verði komið á í framtíðinni. Á síðasta ári fékk framkvæmda- stjómin umboð til að freista samn- inga við Fílabeinsströndina, Ghana, Nígeríu og Líberíu. Viðræður eru að einhveiju leyti hafnar. Indlandshaf: Markmið EB á þessu hafsvæði er að ná samningum við strandríki og eyjar sem liggja þannig að athafnasvæði EB-flotans á Indlandshafi verði sem samfelld- ast. í því skyni er nú leitað samn- inga við Kenýu, Tansaníu og Sóm- alíu. Samningar við önnur ríki við Indlandshaf eru fyrirhugaðir á næstu misserum eða ámm. I rauninni má segja að EB hafi hug á fiskveiðisamningum í öllum heimshöfum nema Kyrrahafi en á eftirfarandi lista em þau ríki sem áhersla verður lögð á næstu miss- eri eða ár. Norðaustur-Atlantshaf: ísland. Eystrasalt: Austur-Þýskaland, Pólland, Sovétríkin. Miðjarðarhaf: Alsír, Túnis, Júgóslavía, Suðaustur-Atlantshaf: Græn- höfðaeyjar, Ghana, Fflabeinsströnd- in, Líbería, Nígería, Sierra Leone. Indlandshaf: Djibouti, Indland, Kenýa, Maldfveyjar, Mauritius, Sómalía, Sri Lanka, Tansanía. Karabíska hafið: Antigua og Barbuda, St. Lucia. Texti: Kristófer Már Kristinsson ' ur engum áhyggjum. 'Við emm til- búnir til að ræða þetta mál en við viljum samhliða viðræður um fisk- veiðisamskipti sem á jafnt við um veiðar, vinnslu og aðgang að mörk- uðum með fyllstu virðingu fyrir íslenskum hagsmunum og án þess að stefna mikilvægi þessarar grein- ar fyrir íslenskt þjóðarbú í voða. Við höfum á þessu sviði góð sam- skipti við tugi ríkja utan bandalags- ins, ég trúi því ekki að sama geti ekki gilt um ísland. Mun Evrópubandalagið standa fast á þeirri afstöðu í hugsanlegum viðræðum við íslendinga að fyrir aðgang að mörkuðum komi að- gangur að fiskimiðum? , — Innan Evrópubandalagsins er alltaf talað um fiskveiðar og fisk- markaði í sömu andránni, þetta tvennt verður ekki aðskilið. Á und- anfömumþárum höfum við gert ótal samninga á þessu sviði við ríki utan EB sem hafa tryggt hagsmuni beggja, ríki hafa fengið aðgang að mörkuðum okkar og við aukin fisk- veiðitækifæri fyrir sjómenn aðild- arríkjanna. Við erum einungis að fara fram á það við íslendinga að gagnkvæmir hagsmunir verði hafð- ir til hliðsjónar á sama hátt og í samningum okkar við önnur ríki. Við viðurkennum sérstöðu íslend- inga en trúum því ekki að svo mik- ill munur sé á henni og stöðu ann- arra vinaþjóða okkar, t.d. hinna EFTA-þjóðanna, að samningar af þessu tagi séu óhugsandi. í svokallaðri bókun sex er kveðið á um sérstök samskipti íslands og EB. Er bandalagið að íhuga þann möguleika aðfella bókunina úrgildi eða sniðganga hana þangað til ís- lendingar setjast að samningaborð- inu? — Það er rétt að leggja áherslu á að það er ekki hlutverk einstakra framkvæmdastjóra að skilgreina stefnu bandalagsins, almenn sam- skipti við ísland eru á annarra könnu. Eg er einungis ábyrgur fyr- ir samskiptum á sviði fiskveiða. Tillögur til ráðherraneftidanna eru að öllu jöfnu unnar af mörgum framkvæmdastjórum, engar tillög- ur í þessa átt hafa verið til um- fjöllunar. í gildi er samkomulag um fríverslun og samskipti á sviði fisk- veiða sem ekki er fullfrágengið. Við getum ekki fallist á að slík sam- skipti einskorðist við aðgang að mörkuðum. Innan Evrópubanda- lagsins og á íslandi er umtalsverður fjöldi sem byggir afkomu sína á áframhaldandi fiskiðnaði sem ætti að auðvelda gagnkvæman skilning. Ég er ekki að tala um hvort sam- skiptin eigi að vera mikil eða lítil, slíkt hlýtur að koma út úr viðræð- um. Það sem mér finnst skrýtið er hversu erfitt er að helja viðræður. Kæmi til greina af hálfu EB að líta á önnur atriði í samskiptum við íslendinga en aðgang að fiskimið- um, s.s. samstarfsverkefni á sviði fiskeldis? — Auðvitað og af þeirri ástæðu finnst okkur óskynsamlegt að talast ekki við. Hagsmunir okkar á þessu sviði eru margvíslegir og við höfum gert alls konar samninga við ríki sem búa við ólíkar aðstæður. Okkur hefur tekist að komast að niðurstöð- um í þessum tilvikum sem báðir sætta sig við. Forsendur okkar í samningum eru margvíslegar, möguleikamir eru því mjög margir. Má hafa það eÁir framkvæmda- stjóranum að stefnan „aðgangur að mörkuðum fyrir aðgang að fiski- miðum „sé samkomulagsatriði og Evrópubandalagið sé tilbúið til að skoða aðrar leiðir? — Þú getur haft eftir mér að við höfum mikinn hug á að efla sam- skiptin, en það er erfitt fyrir okkur að standa frammi fýrir aðildarríkj- unum og réttlæta samskipti sem eru einungis á einn veg. Við erum ekki endilega að tengja annað atrið- ið hinu en við verðum að geta rétt- lætt gerðir okkar fyrir hagsmuna- aðilum og borgurum bandalagsins. Þess vegna eru samhliða viðræður, þ.e. jafnt um veiðiheimildir og að- gang að mörkuðum skilyrði af okk- ar hálfu og við eigum erfítt með að trúa því að ekki sé hægt að ná árangri á breiðum grundvelli. Okk- ur þykir mikið til Islendinga koma og þess góða velferðarþjóðfélags sem þeir hafa byggt upp, við viljum gjaman ýmislegt af þeim læra. Við kærum okkur ekki um samskipti á þeim nótum að stórveldi sé að glíma við smáríki. Það er því leitt að ekki skuli vera hægt að tala saman um sameiginlega hagsmuni okkar. Það er rétt að nokkurrar gagnkvæmrar tortryggni gætir sem byggist á skorti á upplýsingum. Á því er ekki nema ein lausn en hún er að auka samskiptin. Væri Evrópubandalagið reiðu- búið til að borga íslendingum fyrir fiskveiðiheimildir eða veita þeim lán og styrki á sama hátt og gert var í samningunum við Marokkó? — Það verður að meta þetta í samhengi. Sum lönd hafa meiri áhuga á lánum eða styrkjum, önnur vilja aðgang að mörkuðum. Samn- ingar krefjast alltaf málamiðlana og báðir aðilar verða að gefa eitt- hvað eftir. Þess vegna er óskynsam- legt að útiloka nokkuð en hafa verð- ur í huga að greiðslur geta verið margvíslegar. Það er mikilvægt að samningar séu réttlátir. Við höfum ekki áhuga á því að á okkur verði hallað frekar en að við viljum halla á íslendinga. Við viljum komast að sanngjamri niðurstöðu sem báðir geta sætt sig við. Það er útilokað að koma jafnvægi á samskipti öðruvísi en að báðir aðiiar séu sann- færðir um að hvorugur sé að hlunn- fara hinn. Á þessum forsendum getum við gert samninga við hvaða þjóð í veröldinni sem er. Eins og kunnugt er höfum við náð góðum árangri í samskiptum við kommún- istaríkin. Auðvitað eru mörg ágreiningsefni en samkomulag er fyrir hendi og hefur verið undirrit- að. Hvers vegna ekki ísland? Það er fásinna að ímynda sér að Evrópubandalagið vilji eða geti náð samningum sem ganga á rétt íslendinga og jafnvel þó svo að það væri í aðstöðu til þess þá snýst málið ekki einungis um samskipti íslands og EB, heldur og samskipti íslendinga við einstök aðildarríki Evrópubandalagsins sem myndu aldref fallast á slíkt. Sá ótti sem íslendingar kunna að ala með sér í þessu efni er með öllu ástæðulaus. Texti: Kristófer Már Kristinsson HAGGUINOS DENISON VÖKVADÆLUR ☆ Olfumagn frá 19-318 l/mín. ☆ Þrýstingur allt að 240 bar. ☆ Öxul-flans staðall sá sami og á öðrum skófludælum. ☆ Hljóðlátar, endingargóðar. ☆ Einnig fjölbreytt urval af stimpildælum, mótorum og ventlum. ☆ Hagstætt verð. ☆ Ýmsar gerðir á lager. ☆ Varahlutaþjónusta. ☆ Hönnum og byggjum upp vökvakerfi. SIG. SVEINBJÖRNSSON HF. Skelðarásl, Garðabæ Símar 52850 - 52661 Kynntu þér mjúku heimilistækjalínuna frá Blombera Hún kemur þægilega á óvart. ____________ Einar Farestveit&Co.hf. BOKOANTUN aa, BÍMANi (»1| tmi OO «22*00 - NAO BlLAtTNOI Leið 4 stoppar við dymar. Viltu auka gildi þitt? Ert þú á leið út á vinnumarkaðinn ? SKRIFSTOFUNÁM í Tölvuskóla íslands er hnitmiðað nám í skrifstofu-, viðskipta- og tölvugreinum. 250 stunda nám kostar aðeins kr. 79.000- Einn nemandi um hverja tölvu. Bjóðum einnig upp á fjölda annara tölvunámskeiða. TÖLVUSKÓLI ÍSLANDS HÖFÐABAKKA 9 ^ 671466 O 671482

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.