Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 19 Gróðurvemd á Mývatnsöræfum: Jóhannes Geir, listmálari og Þorbjörgf Jónsdótdr, taka á móti gestum við opnun myndlistasýningarinnar í Sparisjóði Reykjavík- ur og nágrennis að Álfabakka 14, Breiðholti. Sýning á verkum Jóhannesar Geirs Á SUNNDAGINN var opnuð sýning á verkum eftir Jóhannes Geir í nýju útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis að Álfabakka 14, Breiðholti. Listamaðurinn sýnir 20 mjmdir, þar af 10 olíumyndir, og eru flest- ar málaðar á sl. tveimur árum. Mikið flölmenni var við opnun sýningarinnar, sem er sölusýning og seldust 8 myndir þann dag. Sýningin verður opin til 25. nóv- ember n.k. á opnunartíma útibús sparisjóðsins við Álfabakka, en útibúið er opið mánudaga til fimmtudaga ftá kl. 9.15—16.00 og föstudaga frá kl. 9.15—18.00. Aðgangur er ókeypis. SAS flýgur eina ferð á viku til íslands Ein ferð á viku bætist við í vor „SAS flýgur hingað einu sinni i viku í vetur og Grá aprílbyrjun á næsta ári flýgur SAS hingað tvisvar í viku,“ sagði Jóhannes Georgsson, framkvæmdastjóri Scandinavian Airlines System á íslandi, í samtali við Morgun- blaðið. SAS hefixr flogið frá Kaupmannahöfn til Keflavikur á föstudögum og til baka á laugar- dögum frá því í vor. „Frá aprílbyijun á næsta ári flýg- ur SAS einnig á laugardögum til Keflavíkur og til baka á sunnudög- um. íslandsflug SAS í sumar gekk ljómandi vel og sætanýtingin var mjög góð,“ sagði Jóhannes. Vestur-þýska flugfélagið Luft- hansa flaug í sumar frá Miinchen til Keflavíkur á laugardögum með millilendingu í Dusseldorf og til baka á sunnudögum. Síðasta flugið var 11. september, að sögn sölu- skrifstofu Flugleiða. Bændur reiðubúnir að feekka um 1000 fjár Vilja fá mj ólkurframleiðslurétt í staðinn Keflavíkurflugvöllur: Þrír teknir með fíkniefiii ÞRÍR menn voru teknir með fíkniefni við komu til landsins í síðustu viku. Einn var með 150 grömm af hassi i. fórum sínum við komu frá Noregi, annar með 15-20 grömm af hassi við komu fra'Luxemborg og sá þriðji með 2-3 grömm af hassi við komu frá Amsterdam. Að sögn fíkniefnalögreglu tengjast mál mannanna ekki. Þeir voru allir látn- ir lausir að loknum yfirheyrslum. GUÐRUN Rauðarárstíg k I 11« J U t I k J \<l 1 $ i .1 t V i i \ I li 1 I b t \ t 'l k i 1 , | í' » l • i I I í J i i * U 1 J A i 1 1 i ÍI í TILLÖGUM nefndar sem falið var að leita leiða til að stuðla að vemdun gróðurfars á Mývatnsöræfiun kemur meðal annars fram að gert er ráð fyrir umtalsverðri fækkun sauðQár á þessu svæði. Hafa bændur í Skútustaðahreppi lýst sig reiðubúna til að fækka um allt að 1000 flár, en það er um tiundi hluti Qárstofnsins á svæðinu, gegn því að fá nyólkurframleiðslurétt á móti. Að sögn Níelsar Áraa Lund, deildarstjóra í landbúnaðarráðuneytinu, en hann var formað- ur nefiidarinnar, er óvíst hvort hægt verður að ganga að þessum skilyrðum, en málið er nú til umflöUunar hjá stjóravöldum. Síðastliðið vor skrifaði Land- græðsla ríkisins landbúnaðarráðu- neytinu bréf þar sem tekið var fram að vemdun þessa landsvæðis væri tvímælalaust brýnasta verkefni á sviði landvemdar í dag, og nauðsyn- legt væri að bregðast strax við vandanum áður en frekari gróður- eyðing ætti sér stað. í kjölfar þess skipaði landbúnaðarráðherra nefnd, sem falið var að kynna sér upp- blásturssvæði í Skútustaðahreppi, og gera tillögur í framhaldi af því um aðgerðir til að stöðva gróður- eyðingu á sem skemmstum tíma og gera kieift að hefja markvisst landgræðslustarf á þessu svæði. Nefndin iauk störfum síðastliðinn mánudag og skilaði þá nefndaráliti til landbúnaðarráðherra. Níels Ámi Lund sagði í samtali við Morgun- blaðið að hjá nefndinni hafi orðið að samkomulagi að leggja til að Grænalág, sem er á norðausturaf- rétti Skútustaðahrepps verði alfrið- uð og girt af, og Landgræðslan ásamt heimamönnum fjalli um frek- ari legu girðingarinnar. Jafnframt lagði neftidin til að girt verði nokk- uð stórt svæði umhverfis Þingeyri: Búið að rjúía innsigl- in hjá kaupfélaginu INNSIGLI á fyrirtæbjum Kaup- félags Dýrfirðinga á Þingeyri vora rofin í fyrrakvöld, en fyrir- tækin höfðu þá verið innsigluð frá þvi á þriðjudaginn í síðustu viku vegna vangoldinna gjalda til ríkissjóðs. Magnús Guðjóns- son, kaupfélagsstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að Ráðstefna um öldr- unarmál ÖLDRUNARRÁÐ íslands heldur námsstefiiu föstudaginn 30. sept- ember kl. 13.00 í Borgartúni 6. Er hún í framhaldi af aðalfundi Öldrunarráðs sem hefst kl. 9.30 sama dag. Framsögumenn á námsstefnunni verða sr. Sigfinnur Þorleifsson prestur á Borgarspítalanum í Reykjavík og dr. Páll Skúlason próf- essor við heimspekideild Háskóla íslands. Allt áhugafólk um öldrunarmál er velkomið á námsstefnuna, jafnt þeir sem starfa að öldrunarmálum sem og aðrir. Námssteftiugjald er kr. 500. Reykjahlíð, og það svæði verði vemdað og búfé verði þar einungis innan vörslugirðinga. Þá lagði nefndin til að auknu fjármagni verði veitt til að bæta ástand þeirra land- græðslugirðinga, sem þegar em til staðar á þessu svæði, og vel verði fylgst með þeim svæðum þar sem uppfok á sér stað og landeyðing. í stað þeirra svæða sem lenda innan girðinga er lagt til að bændur verði aðstoðaðir við uppgræðslu nýrra svæða og heimahaga. Að síðustu lagði nefndin til að fækkun sauðfjár eigi sér stað á þessu svæði. „Eitt af því sem mikið hefur ver- ið rætt um er fækkun Jjár á þessu svæði, og hafa bændur þar lýst sig reiðubúna til að fækka fé með því að skipta á fullvirðisrétti í sauð- Jjárframleiðslu fyrir fullvirðisrétt í mjólkurframleiðslu, og einhveijir bændur em tilbúnir til að leigja sinn fullvirðisrétt. Þessi staða er sú sama víða um land, og allt er óvíst ennþá um hvort unnt verður að verða við þessu. Erindi varðandi þetta hefur verið sent stjómvöldum og er það nú til athugunar," sagði Níels Ámi Lund. starfsfólk kaupfélagsins væri mætt til starfa, en hann sagðist þó ekki búast við að öll starfsem- in kæmist í eðlilegt horf fyrr en eftir næstu helgi. „Pétur Kr. Hafstein, sýslumaður, hafði samband við mig klukkan 4 á mánaudag og setti fram ákveðin skilyrði til lausnar á þessu máli, sem báðir aðilar geta sætt sig við. Ég get ekki látið uppi í hveiju þetta samkomulag er fólgið þar sem við komum okkur saman um að halda því leyndu," sagði Magnús. Þó innsigli sýslumanns hafi nú verið rofin kemst starfsemi Kaup- félags Dýrfírðinga ekki í eðlilegt horf strax að sögn Magnúsar. Ekk- ert hráefni er til staðar á Þingeyri til að vinna úr nú í vikunni, því þeim afla sem landað var þar á mánudag og verður landað í vik- unni hafði verið ráðstafað til vinnslu annars staðar. Sagði Magnús að líklega kæmi enginn fískur til vinnslu hjá kaupfélaginu fyrr en eftir næstu helgi. „Það má reyndar kalla þetta samkomulag sem nú hefur verið gert bráðabirgðalausn fyrir okkur, því þetta er aðeins lausn á þessu tiltekna vandamáli. Framhaldið byggist síðan að sjálfsögðu á því hvort einhver rekstrargrundvöllur verður fyrir fiskvinnsluna í framtíð- inni, en það er auðvitað stærsta vandamálið sem við er að etja í dag.“ INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.