Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 21 Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn í Bretlandi: Paddy Ashdown kom í veg fyrir uppreisn þingmanna flokksins St. Andrews. FVá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. PADDY Ashdown, leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins (Social and Liberal Democrat Party, SLD), sem var áður Bandalag ftjálslyndra og jafii- aðarmanna, kom í veg fyrir uppreisn þingmanna gegn sér í síðustu viku. Fyrsti ársfundur þessa yngsta stjórnmálaflokks Bretlands hófst í Blackpool um helgina. Frjálslynda lýðræðisflokknum hefur ekki gengið sérlega vel að festa sig í sessi, eftir að hann var stofnaður fyrr á þessu ári upp úr Frjálslynda flokknum og Jafnaðar- mannaflokknum. Fyrst neitaði David Owen, þáverandi leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, að ganga til liðs við hinn nýja flokk. Síðan ákvað David Steel að gefa ekki kost á sér í leiðtogakjöri, og Kosningar í Frakklandi: Flokkur Le Pens fékk innan við 5% París. Reuter. Þjóðernisfylking Jean-Marie Le Pen, sem fékk rúmlega 14% atkvæða í kosningunum í apríl, náði ekki fimm prósentum í fyrri umferð sveitarstjórnar- kosninga, er fram fóru á sunnu- dag. Kosnir voru 2.000 fulltrúar í bæjar- og sveitarstjómum og verð- ur seinni umferðin nk. sunnudag. í fyrri umferðinni var þátttakan aðeins tæp 51% og hefur aldrei verið minni í kosningum í Frakkl- andi eftir stríð. Flokkur Le Pens fékk þá aðeins 4,9% og kennir hann um fjandskap annarra hæg- riflokka, sem hann segir hatast við sig og Þjóðemisfylkinguna. Hefur hann nú ráðlagt kjósendum sínum að sitja heima næsta sunnu- dag. Billy Cart- er látinn Atlanta, Bandaríkjunum. Reuter. BILLY Carter, bróðir Jimmy Carters, fyrrver- andi forseta Banda- ríkjanna, lést í svefiii á sunnudag. Banamein hans var kransæðastífla. Hann var 51 árs þegar hann lést. Billy Carters verður líklega helst minnst fyrir ævintýra- mennsku sem skaðaði stjóm- málaferil bróður hans. Einkum þótti það skaða pólítíska stöðu Jimmy Carters þegar Billy þáði 9,2 milljón króna lán og silfursöðul að gjöf frá Gaddafí Líbýuleiðtoga. Steininn tók þó fyrst úr árið 1979 þegar Billy var neyddur til að lýsa því yfir að hann væri njósnari á mála Líbýustjómar. Jimmy Carter beið síðan mikið afhroð í for- setakosningum þar sem mót- frambjóðandi hans var Ronald Reagan. í kjölfar hneykslisins kallaði Billy sig „heimsins mesta götu- róna“ og fór í meðferð vegna áfengisfíknar. baráttan um leiðtogaembættið hófst á milli Paddys Ashdowns og Alans Beiths. Allur þessi órói hefur skaðað flokkinn. Aðalatriðið á þessu fyrsta árs- þingi verður að styrkja hinn nýja leiðtoga í sessi og kynna hann fyr- ir alþjóð. Frásagnir höfðu birst um það í blöðum síðustu vikur, að þingmenn flokksins væra óánægð- ir með hinn nýja leiðtoga og neit- uðu að skipta með sér verkum samkvæmt fyrirmælum hans. En daginn áður en ársþingið hófst birti Ashdown lista yfir embætti þing- manna, og einungis einn þeirra neitaði. Um helgina hélt Ashdown ræðu og sagði, að Bretar yrðu að nota Trident-kjamaflaugar við vamir landsins, en vamarmálastefnan var ævinlega erfiður biti að kyngja fyrir fijálslynda í samstarfí við jafnaðarmenn. Ljóst er einnig, að ekki verður hróflað við skuldbind- ingum hins nýja flokks um að styðja Atlantshafsbandalagið, sem settar vora inn í flokkslög. Hinn nýi flokkur hefur 18 þing- menn, og engar horfur era á, að hann komist til valda í næstu kosn- ingum, hvenær sem þær verða, nema enginn flokkur fái þá hreinan meirihluta. Paddy Ashdown hefur útilokað, að gert verði kosninga- samkomulag við Jafnaðarmanna- flokk Dawids Owens. Byðu þessir tveir miðjuflokkar fram hvor gegn öðram, riði það sennilega báðum að fullu. I skoðanakönnun, sem birtist í The Observer síðastliðinn sunnu- dag, era styrkleikahlutföll flokk- anna þannig: íhaldsflokkurinn 47%, Verkamannaflokkurinn 38%, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn 8% og Jafíiaðarmannaflokkurinn 5%. jNúer* • • tí tækirænd í samvinnu bjóða Gísli J. Johnsen sf., IBM á íslandi og Skrifstofuvélar hf., IBM PS/2 tölvur á stóriækkuðu verði IBM PS/2 gerð 60 — Einmenningstölva fyrirstór verkefni — netstjóri — fjölnotendakerfi Okkar IBM PS/2,30 1)2.800 98.300 IBMPS/2,5 0 291.500 212.800 IBM PS/2,6 0 353500 255.900 IBM PS/2,80 509.700 399.100 Sértaboð til Opus notenda Nú er tækifærið til að fjölga notendum og auka afköstin. Opus hugbúnaður á tilboðsverði^- GÍSLI J. JOHNSEN n i NÝBÝLAVEGI 16 - PÓSTHÓLF 307 - 202 KÓPAVOGUR - SlMI 641222 _ © llllllll! IBM PS/2 gerð 80 — Toppurinn meðal einmenningstölva — netstjóri — fjölnotendakerfi. IBM PS/2 + ^íe©ii r prentari 15% afsláttur af öllum gerðum Star prentara. IBMPS/2+ 1 15% afsláttur af öllum gerðum Facit prentara. IBM PS/2+Micmsoft £ Traust samvinna SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. ^ Hverfísgðtu 33. sími: 623737 %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.