Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 5 Iðnaðarráðuneytið: Einkaleyfa- stofinm verði komið á fót Iðnaðarráðuneytið hefiir markað þá stefiiu að sjálfstæð skráningarskrifstofa (einka- Ieyfastofiiun) verði sett á lagg- irnar. Einkaleyfalaganefiid hef- ur verið falið að semja frumvarp til laga um skráningarskrifstof- una sem tæki við verkefiium einkaleyfa- og vörumerkjadeild- ar iðnaðarráðuneytisins. Akveðið hefur verið að flytja starfsemi einkaleyfa- og vörumerkjadeild- ar í næsta mánuði úr húsakynn- um ráðuneytisins í húsnæði á Lindargötu 9. Forstöðumaður deildarinnar er Gunnar Gutt- ormsson. Umsóknum um vemd eignarrétt- inda í öllum greinum atvinnulífsins hefur fjölgað verulega á undanföm- um ámm. Um 40% fleiri vöru- merkjaumsóknir hafa til dæmis borist það sem af er þessu ári mið- að við sama tíma á síðasta ári. Iðnaðarráðherra skipaði 18. nóv- ember 1987 einkaleyfalaganefnd tii að endurskoða löggjöf um einka- leyfa-, vömmerkja- og mynstur- vemd. Nefndin mun innan tíðar skila til ráðuneytisins fmmvarpi að nýjum einkaleyfalögum og drögum að reglugerð þar að lútandi. Nefnd- inni var einnig falið að semja fmm- varp til laga um mynsturvemd og fmmvarp um réttarstöðu manna sem vinna að uppfmningum í þjón- ustu annarra. Stefnt er að því að leggja fmmvörp um þessi efni fyrir næsta þing. Formaður einkaleyfalaganefndar er Þorgeir Örlygsson prófessor en aðrir nefndarmenn em Gunnar Öm Harðarson tæknifræðingur og Jón L. Arnalds hæstaréttarlögmaður, segir í fréttatilkynningu frá iðnað- arráðuneytinu. Karvelsamdi við borgina SÆTTIR hafa tekist í dómsmáli, er Karvel Pálmason, alþingis- maður, höfðaði gegn Reykjavík- urborg í nóvember 1987. Málavextir vom þeir, að 1. ágúst 1985 gekkst Karvel undir hjartaað- gerð í London. Við aðgerðina komst sýking í skurðsárið, sem uppgötvað- ist alllöngu síðar. Var Karvel þá lagður inn á Borgarspítalann. Af hálfu Karvels var því haldið fram,. að læknar Borgarspítalans bæm alla ábyrgð á örorku hans, sem metin var 75%, en af hálfu borgar- innar var talið, að orsök örorkunnar væri hjartaaðgerðin sjálf og sýking- in í London, en ekki mistök á Borg- arspítalanum. Stefnukrafa Karvels var kr. 12.000.000 að viðbættum vöxtum frá 1. júní 1986, auk málskostnað- ar, en við þingfestingu málsins gerði hann tölulega grein fyrir um 8 milljón króna tjóni. Samkvæmt sáttinni greiðir Borgarspítalinn Karvel kr. 2.950.000 vaxtalaust og auk þess lögfræðikostnað hans. Dómsmálið hefur verið fellt niður. Með sátt þessari viðurkennir Reykjavíkurborg ekki bótaskyldu og Karvel Pálmason viðurkennir ekki lækkun bótakröfu sinnar, en aðilar em sammála um að hætta við erfið, langdregin og óviss mála- ferli með þessum hætti, segir í fréttatilkynningu frá lögmönnum málsaðila. ! £ « *!í; 1 J J New York er nefnilega hreint engu lík. Dagarnir eru fljótir að fjúka í iðu borgarlífsins á Manhattan: þegar þú nýtur útsýnisins úr Empire State, ferð í leikhús á Broadway, lætur berast með fólksstraumnum á götunum, heimsækir Museum of Modern Art, Lincoln Center eða snæðir á ítölskum veitingastað. New York rúmar allt sem þér dettur í hug og dreymir um ... og rúmlega það. Nú bjóðast helgar- og vikufargjöld til New York á hagstæðu verði: Helgarverð 3 dagar frá kr. 23.590,-* Helgarverð 5 dagar frá kr. 28.720,-** Vikuverð 7 dagar frá kr. 37.980,-*** * Gildistími frá 1/10 '88-31/3 '89, fim.-sun./ lau.-þri. ** Gildistími frá 1/10 '88-31/3 '89, fim.-þri. ***Gildistími frá 1/10 '88-31/3 '89. Gistimöguleikar: Madison Towers, Days Inn, Penta Hotel. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Fáðu nánari upplýsingar hjá sölu- skrifstofum Flugleiða, ferðaskrifstofum og umboðsmönnum um land allt. FLUGLEIÐIR Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og í Kringlunni. Upplýsingasími 25 100. INNLENT L -J jttxgiMifrliifcift Metsölublaó á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.