Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 37 Karpov öruggur sigurvegari í Tilburg: Jóhann Hjartarson er kominn í fiórða sætið Skák Margeir Pétursson HAGUR Jóhanns Hjartarsonar á stórmóti Interpolis-tryggingar- félagsins í Tilburg hefiir heldur betur vænkast síðustu dagana. Eftir tvö töp í röð var hann orð- inn neðstur i 7.-8. sæti, en eftir þrjá sigra og eitt jafntefli í Qór- um síðustu skákum er hann kom- inn upp í Qórða sætið á mótinu. Þótt ein umferð sé eftir er ljóst að Anatoly Karpov mun vinna yfirburðasigur á mótinu. Það var reyndar Jóhann sem tryggði Karpov sigurinn á sunnudaginn með því að vinna Nigel Short, sem fram að þeirri skák hafði teflt mjög vel og var taplaus. Síðustu tvær umferðir hafa verið með þeim allra æsilegustu í sögu Tilburg-mótanna og unnust allar skákimar í þeim báðum, sem er einsdæmi í mótum af þessum styrk- leikaflokki. Spánskt einvígi Jóhanns og Short Þrátt fyrir að Short sé þriðji stigahæsti skákmaður heims á eftir þeim Kasparov og Karpov þá hefur hann mjög lélegt skor gegn Jó- hanni, úr síðustu fimm skákum þeirra hefur Short aðeins fengið hálfan vinning. Á heimsbikarmót- inu í Belfort um daginn var Short einnig taplaus þangað til hann mætti Jóhanni, en þá var ekki að sökum að spyrja, það stóð ekki steinn yfír steini hjá Englendingn- um. Það er einnig merkilegt að síðustu fimm skákir þeirra hafa allar teflst eins fram í níunda leik, teflt hefur verið hefðbundið lokað afbrigði spánska leiksins og hefur engu skipt hvor hefur haft hvítt. Jóhann hefur unnið þijár skákir með hvítu, en staðið höllum fæti í báðum skákunum með svörtu. Á IBM mótinu í Reykjavík tókst hon- um að snúa á Short og vinna, en í fyrri skák þeirra í Tilburg slapp hann með jafntefli eftir mjög erfiða vöm, Short til sárra vonbrigða. Þetta spáriska einvígi þeirra Jó- hanns og Short er farið að vekja töluverða athygli í skákheiminum, og velta menn því nú fyrir sér hvort Short muni áfram þráast við að skipta um vöm, eftir þessar miklu ófarir. Staðan fyrir síðustu umferðina: 1. Karpov 10 v. 2. Short 8 v. 3. Timman 7 v. 4. Jóhann 6V2 v. 5. Nikolic 6 v. 6. -7. Hubner og Portisch 5 v. 8. Van der Wiel 4V2 v. Þegar mótið var hálfnað vom þeir Karpov og Short jafnir og efst- ir með fjóra 0g hálfan vinning, en í seinni hlutanum hefur Karpov verið alveg óstöðvandi, fengið fimm og hálfan vinning af sex möguleg- um. Það er því þegar ljóst að heims- meistarinn fyrrverandi mun hækka verulega á stigum í Tilburg og þrátt fyrir að Kasparov hafi líka hækkað síðan 1. júlílistinn kom út, þá hefur Karpov líklega eitthvað dregið á hann. 1. júlí hafði Kasparov 2760 stig, en Karpov 2725. Nú er líklega ekki fjarri lagi að áætla Kasparov með 2775 stig, en Karpov með 2755 stig þegar Tilburg-mótið hef- ur verið tekið með í reikninginn. Bilið á milli þeirra tveggja og næstu manna virðist því sífellt vera að breikka. Nigel Short var eini þátttakand- inn sem veitti Karpov keppni. Ef hann hefði unnið Jóhann á sunnu- daginn, hefði hann getað náð Karpov með því að sigra hann í innbyrðis viðureign þeirra í dag. Aðrir þátttakendur hafa verið mun gloppóttari, Timman náði sér að vísu á strik í seinni helmingi mótsins, en hann átti aldrei nokkra möguleika á því að endurtaka sigur sinn frá því í fyrra. Nikolic tefldi margar erfiðar skákir í fyrri hluta mótsins og nú virðist þreyta vera farin að há honum, því hann var taplaus fram að tólftu umferð, en hefur nú tapað tveimur síðustu skákum sínum. Þeir Hiibner og Portisch hafa báðir verið eitthvað miður sín upp á síðkastið og a.m.k. mun Ungveijinn eiga við einhver veikindi að stríða. Húbner hefur ekki eins mikla ástæðu og Jóhann til að vera ánægður með viðskipti sín við Nigel Short. í fyrri um- ferðinni gaf Þjóðveijinn óvænt eftir aðeins 23 leiki og í þeirri seinni féll hann í gryfju í byijuninni og varð sú skák aðeins 24 leikir. Van der Wiel er stigalægsti þátt- takandinn og hann hefur átt erfiða daga á mótinu. Hann var t.d. mjög heppinn að sleppa við tap í skákum sínum við Jóhann og Timman í fyrri helmingnum. Sigur hans yfir Port- isch á sunnudaginn var hans fyrsti á mótinu. Jóhann Hjartarson má nú mjög vel við sinn árangur una, ekki sízt þegar það er tekið með í reikning- inn að hann mætti til leiks næstum alveg óundirbúinn. Ef hann gerir a.m.k. jafntefli í síðustu umferð við Húbner er ljóst að hann mun ná sínum bezta árangri í rnóti af þess- um styrkleikaflokki. Á mótunum í Reykjavík (IBM-mótið) og Belgrad í fýrra, og Linares og Belfort í ár, sem slaga upp í Tilburg mótið að Ddl — Rxc3 18. — Re6 gaf svarti meiri mögu- leika á að jafna taflið. 19. bxc3 — Re4 20. Hel — Hac8 21. Db3 - DfB 22. f3 - Rd6 23. f4 - Re4 24. Da4 - a6 25. Db4 - Dd8 26. Bh3! - Ha8 27. a4 - Bc8 28. Bg2 - ffi? Svarta staðan þolir ekki þessa veikingu. Hvíti tekst nú að notfæra sér afstöðu svarta kóngsins, hróks- ins á a8 og peðsins á d5. 29. Db3! - Be6 30. f5! - Bxf5 31. Hxe4 - Bxe4 32. Bxe4 - £xe5 33. Dxd5+ - Dxd5 34. Bxd5+ - Kf8 35. Hfl+! —Ke7 36. Hf7+ - Kd6 37. Bxa8 - Hxa8 38. dxe5+ - Kxe5 39. Hxg7 - Hc8 40. Hxh7 - Hxc3 41. Hh6 - Ha3 42. Hxb6 - Hxa4 43. Kg2 - Ha2+ 44. Kh3 - a5 45. g4 — a4 46. Kg3 — a3 47. Ha6 - Hal 48. Kh4 - Kf4 49. Ha4+ og svartur gafst upp. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Nigel Short Spánski ieikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 Anatoly Karpov hefiir ástæðu til að vera brosmildur þessa dag- ana. Hann dregur á Gary Kasp- arov i stigum og nú er spuming- in hvað heimsmeistarinn gerir á heimsbikarmótinu í Reykjavík sem byijar í næstu viku. - a6 4. Ba4 - Rffi 5. 0-0 - Be7 6. Hel - b5 7. Bb3 - d6 8. c3 - 0-0 9. h3 - Rd7 í fimm skáka spánsku einvígi Jóhanns og Short hefur þrisvar sinnum verið beitt afbrigði Karpovs og Zaitsev, þ.e. 9. — Bb7 10. d4 — He8. Þannig tefldi t.d. Jóhann með svörtu í fyrri skák þeirra í Tilburg og var í miklum erfiðleikum, en hélt jafntefli um síðir. Hann notaði það einnig gegn Timman fyrir viku en tapaði þeirri skák. Það er því hart sótt að því afbrigði og Short velur fáséðari leið, sem hann beitti reyndar gegn Jóhanni í Belgrad fyrir ári. 10. d4 - Bffi 11. a4 í Belgrad lék Jóhann 11. Be3, en eftir 11. — Ra5 12. Bc2 — Rc4 13. Bcl - Bb7 14. b3 - Rcb6 15. Be3 — exd4 16. cxd4 — He8 tókst Short að jafna taflið, þótt hann léki af sér síðar. 11. - Bb7 12. axb5 - axb5 13. Hxa8 - Dxa8 14. Dd3!? i ij 2 3 s b 8 v\m 4 TÓHQNN 2620 ÍO 01 1 1 2 2 íi z u í 0 é> '!z 2 TIMMftN UHO ii B ,fí í i 1 2 Oi / / 2 2 00 7 3 PORTISCH U35 Í0 0i J_ Z 10 / / 2 'z 01 Í0 S H /VikOL/c 2610 11 2 2 Í0 1 w. 1 1 2 1 íí l 1 z 2 ÍO (0 5 VfiN T>£N U//6L 2SH0 io 1 I 01 1 1 2 í 2/22 w// 1 1 2 2 ío 00 U'/x (0 NU/3NTR 2600 1 2 io 1 1 2 z ÍO 1 1 2 2 00 j_ 1 2 2 5 ? SHONT 2665 10 1 1 2 2 íi 1 1 Z 2 ki ii T// 7/// / 2 8 8 KHNPOV 2725 H ii íi U ii 1 1 22 1 2 10 Upp úr þessu koma miklar flækj- ur. Hér hefur áður verið leikið 14. d5, sem er traustara. 14. - exd4 15. Dxb5 - Rc5 16. Bd5 - Hb8 Short ákveður að fóma peðinu á f7 fyrir mjög virkt spil á drottning- arvæng. 17. Dc4 - Ra5 18. BxH+ - Kh8 19. De2 — Bxe4 Hér kom einnig sterklega til greina að leika 19. — Ba6. Því svar- ar hvítur líklega bezt með því að gefa skiptamun með 20. Ddl — Rd3 21. cxd4 — Rxel 22. Dxel og staðan er mjög óljós. 20. cxd4 — Bxf3 21. gxf3 — Rcb3 21. — Bxd4? gekk auðvitað ekki vegna hins skemmtilega leiks svarts, 22. b4, sem vinnur mann. 22. Be3 - d5 Hér var tæplega gott að Ieika 22. — Rxd4 23. Bxd4 — Bxd4 vegna 24. b4!, en 22. — Bxd4 kom vel til greina og staðan ætti að vera u.þ.b. í jafnvægi. Leikur Short 22. — d5 virðist vera of hægfara til að mæta kröfum stöðunnar, en það er þó ekki fyrr en síðar sem hann misstíg- ur sig alvarlega. 23. f4 - c6 24. Dh5 - Rc4?? Short er furðulega grapdalaus og leyfir Jóhanni að setja upp dæmi- gerða máthótun með drottningu og hvítreitabiskup á skálínunni bl-h7. Svartur varð að leika sjálfur 24. — g6 og eftir 25. Bxg6 — Db7 og staðan er tvísýn. 25. Bg6 — vh6 26. Bc2 - Rxe3 27. Hxe3 - Rxd4 28. Bd3 - Kg8 29. Dg6 - Kf8 30. Dh7 - Da7 31. Bg6 Svartur er nú gersamlega glatað- ur, því hann verður að fóma liði til að kóngur hans sleppi út úr mátnet- inu. Short berst hins vegar af krafti örvæntingarinnar og rétt fyrir tíma- mörkin fær hann tækifæri sem hann nýtir ekki. 31. - Rf3+ 32. Khl? - Dxe3 33. 6ce3 — Hxb2 34. Bc2 — Rel 35. Ra3 - Ke7 36. Kgl - Ha2 37. Kfl - Rf3? Það hefði verið mjög erfitt fyrir hvít að knýja fram sigur eftir 37. - Hxa3! 38. Kxel - Hxe3+ 39. Kf2 — Hxh3. Hvítur hefði því ein- faldlega átt að taka riddarann í 32. leik. 38. Dd3 - Hal+ 39. Rbl - Kd8 40. e4 — Rd4 41. e5 og hér gafst Short upp. styrkleika, varð hann undir 50% mörkunum. Við skulum nú líta á vinnings- skákir Jóhanns í tólftu og þrettándu umferðunum: Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: John Van der Wiel Drottningarindversk vörn 1. d4 - Rffi 2. c4 - e6 3. Rf3 - b6 4. g3 - Bb7 5. Bg2 - Be7 6. Rc3 - Re4 7. Bd2 - Bffi 8. 0-0 - 0-0 9. Hcl - d5 Þessi staða kom einnig upp hjá Karpov og Portisch í sömu umferð. Ungveijinn lék 9. — c5 10. d5 — exd5 11. cxdö — Rxd2 12. Rxd2 — d6 13. Rc4 - Ba6 14. Db3 - Bxc4 15. Dxc4, en honum tókst aldrei alveg að jafna taflið og Karpov vann í 56 leikjum. 10. cxd5 — exd5 11. Bf4 — Ra6 12. Be5 - He8 13. Bxffi - Dxffi 14. Re5 - c5 15. e3 - De7 16. Da4 í frægri baráttuskák Korchnoi og Salov í Belgrad í fyrra lék lék hvítur 16. Hel - Rc7 17. Rd3?! - Rxc3 18. bxc3 — c4 og staðan varð mjög tvísýn, en Korchnoi vann um síðir. Leikur Jóhanns virðist vera leiktap, en til þess að reka hvítu drottninguna til baka verður svart- ur fyrst að skipta upp á d4 og það er hvíti í hag. 16. — cxd4 17. exd4 — Rac5 18. Frábær nýjung! Tig- og pinnasuða með sama rafsuðutækinu. Draumatækið fyrir þá sem smíða úr ryðfríu stáli. Power Invertig 130 og 160 eru kröftug, jafnstraums rafsuðutæki til tig- og pinna- suðu (taka 1,60-4,0 mm vír). Tækin hafa tvenns konar kveikingu (við tig-suðu), hátíðni- og snertikveikingu (Lift-arc), sem velja má um eftir aðstæðum hverju sinni. Power Invertig rafsuðutækin vega að- eins 19 kg. Hafðu samband við sölumenn okkar sem veita allar nánari upplýsingar. tig-suða pinnasuða \Al fl : 3 HEÐINN SEUAVEGI 2,SÍMI 624260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.