Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 33 Páll Þorsteinsson Jt/k TÓRÓ HF Síöumúla 32. 108 Reykjavik, a 686964 Hver gerir ekki sitt besta? eftir Pál Þorsteinsson í Morgunblaðinu laugardaginn 24. september sl. var frétt undir fyrir- sögninni „Daufheyrist landinn við landsliðinu?" Þar er haft eftir Stein- ari Berg Isleifssyni forstjóra Steina hf. að platan „Gerum okkar besta" með hvatningarlagi íslenska hand- boltalandsliðsins hafi aðeins selst í 2.000 eintökum. Steinar segir að ljós- vakamiðlar sýni þessu opinbera hvatningarlagi furðulegt tómlæti og láti það heyrast sjaldnar en „Re- sepp-ten“ sem Danir gáfu út fyrir síðustu heimsmeistarakeppni í knatt- spymu. Að ljósvakamiðlar, Bylgjan þar með talin, hafi sýnt þessu lagi tómlæti er einhver furðulegasta full- yrðing sem ég hef heyrt lengi. Greini- legt er að Steinar Berg Isleifsson hefur ekki hlustað mikið á Bylgjuna eða aðrar útvarpsstöðvar síðustu vik- umar. Þeir sem starfa við tónlistarút- varp þekkja svona ummæli frá ýms- um tóniistarmönnum sem lagt hafa mikið fé í hljómplötur sínar sem síðan seljast ekki. Tap verður auðvitað á slíkum hljómplötum, og þá finnst mörgum að beinast liggi við að kenna þáttastjómendum um hvemig fer. Þeir sniðgangi plötumar og spili þær ekki og þess vegna seljist þær ekki. Þetta á sjaldnast við og alls ekki í þessu tilviki, því lagið „Gemm okkar besta“ hefur hljómað linnulitið á út- varpsstöðvunum vikum saman. Enda er það engin tilviljun að lagið er nú aðra vikuna í röð í 1. sæti íslenska listans. Ég get minnt Steinar Berg ísleifs- son á það, að þegar umrætt lag var fyrst kynnt, þá þurfti Bylgjan að senda starfsmann sinn á veitingahú- sið Sprengisand til að sækja lagið svo hægt væri að spila það strax. Yfirleitt sjá þó útgefendur sjálfir um að koma vömnni á markað. Á Sprengisandi var platan kynnt á blaðamannafundi nokkmm dögum fyrir útgáfudag og við fengum lagið f hendur. Þá komu fram óskir frá Steinum hf. að lagið yrði aðeins spil- að tvisvar á dag fram að útgáfu- degi. Aðstæður þessa daga vom aft- ur á móti þær að Bylgjan var með tveggja daga söfnun til styrktar handboltalandsliðinu. Þar gafst hlustendum okkar kostur á að kaupa lög sem síðan vom spiluð á Bylgj- unni, og að sjálfsögðu var þetta lag keypt og spilað oftar en tvisvar á dag meðan á söftiuninni stóð. Ég get einnig minnt Steinar Berg ísleifsson á, að þegar söfnunin sem gaf á aðra milljón króna til HSÍ var afstaðin, kvartaði starfsmaður hans yfir því að lagið hafi verið of mikið spilað á Bylgjunni. Áf framansögðu má sjá að fullyrð- ingar Steinars Bergs ísleifssonar um „Ég tel að þetta stór- góða og skemmtilega lag Valgeirs Guðjóns- sonar hafí fengið eðli- lega spilun á Bylgjunni og treg sala plötunnar sé af öðrum sökum en tómlæti útvarpsstöðva og annarra ljósvaka- miðla.“ tómlæti af okkar hálfu em heldur léttvægar og gefa alranga mynd af gangi mála. Ég tel að þetta stórgóða og skemmtilega lag Valgeirs Guð- jónssonar hafi fengið eðlilega spilun á Bylgjunni og treg sala plötunnar sé af öðmm sökum en tómlæti út- varpsstöðva og annarra ljósvaka- miðla. Steinari Berg ísleifssyni og öðmm - til fróðleiks má geta þess að við at- hugun á spilun á Bylgjunni kemur í ljós að lagið „Gemm okkar besta" hefur verið spilað að jafnaði einu sinni á dag frá þvi það var gefið út. Höfundur er útvarpsstjóri Bylgj- unnar. 100 töflur m_** rntmng OSRAM jkHtóró Tyggitöflur með frískandi appelsínubragði. Vítamix er fjölvítamín fyrir börn og full- orðna. ítí OUUiXD OlfÐIMMPlR FRft 7 RRRRKiNUM I Þeir fjölmörgu sem sakna gullaldar fjörsins á SÖGU geta nú tekið gleði sína á ný! Næsta laugardagskvöld verður stemningin ógleymanlega frá árunum fyrir 70 endurvak- in með pompi og prakt - og meira fútti en nokkru sinni fyrr. Kl. 19:00 heilsar Fornbílaklúbburinn með heiðursverði og í anddyrinu bíður allra Ijúffengur FINLANDIA fordrykkur. Síðan töfrar listakokkurinn IB WESSMAN fram eftirlætis kræsingarnar . undir seiðandi tónum GRETTIS BJÖRNSSONAR. Fjörið eykst svo um allan helming þegar söngvararnir vinsælu, RAGNAR BJARNA, ELLÝ VILHJÁLMS og PURÍÐUR SIGURÐAR stíga á sviðið og v/ð syngjum, duflum, tvistum og tjúttum fram á rauöa nótt! Mætum öll. fersk og fonguleg! > Kynnir kvöldsins: MAGNÚS AXELSSON Stjórnandi: JÓNAS fí. JÓNSSON / Hljómsveit hússins leikur. Lagaútsetningar: ÁRNISCHEVING / L|ósameistan: KONRAD SIGURÐSSON Hljóömeistari: GUNNAR SMÁRIHELGASÓN / Aögangseyrir 3500 kr. með mat Sértilboö á gistingu fyrir hópa gesta!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.