Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 25 Jttargnnfcliifetfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Bajdvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Vinstri stjórn á veikum grunni Niðurstaða virðist, nú vera í augsýn á stjórnarkrepp- unni. Þrír vinstri flokkar, Al- þýðubandalag, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur, ætla að taka höndum saman þrátt fyrir allt sem á undan er geng- ið. Með tilstyrk Stefáns Val- geirssonar, sem sest ekki í ríkisstjórn af því að hann telur sig hafa betri tök á opinberum fjármunum utan hennar, ætla fulltrúar þessara flokka að setjast í ráðherrastóla. Fyrir dyrum stendur að mynda nýj- an sjóð með 4 til 5 milljörðum króna og veija honum til svo- kallaðra skuldaskila og lýtur stjórn hans formennsku Stef- áns Valgeirssonar eða manna hans. Með þessari stórfelldu millifærslu er ætlun ríkis- stjórnarinnar að beina nýju fjármagni til þeirra fyrirtækja sem að mati þeirra sem að henni standa eru helst fjár- þurfi. Hefur þegar verið vakin athygli á því, að líklega muni Samband íslenskra samvinnu- félaga eða fyrirtæki tengd því sitja þar í fyrirrúmi. Nái áformin um stjórnar- samstarfið fram að ganga verða í dag gefin út bráða- birgðalög sem að meginstefnu snúast um þessa stórfelldu millifærslu. Ríkisstjórnin stendur á hinn bóginn frammi fyrir miklum vanda við að koma saman fjárlögum fyrir næsta ár. Millifærsla breytir ekki þeirri staðreynd að mein- semd efnahagsvandans er helst að finna í ríkisfjármálun- um. Hinn 10. október kemur síðan Alþingi saman. Þá dreg- ur að því að stjórnin þurfi að fá lagafrumvörp samþykkt. Þá stendur hún frammi fyrir því að hún hefur ekki að óbreyttu nægilegan þingstyrk til að koma málum í gegnum báðar þingdeildir. Það skortir á stuðning við stjórnina í neðri deild. Hún fær ekki lagafrum- vörp samþykkt þar nema þing- menn einhverra annarra flokka en þeirra sem formlega standa að stjórninni veiti henni lið. Með hliðsjón af því, hvern- ig til stjómarsamstarfsins var stofnað, má raunar ætla að nógu erfitt verði að halda um stjómarliðið sjálft, þótt ekki bætist við leitin að varaskeifu. Hvernig sem á málið er litið er þessi vinstri stjórn reist á veikum grunni. Málefnalega hverfur hún um 30 ár aftur í tímann og stefnir að því að taka upp millifærslukerfi sem afnumið var með tilkomu við- reisnarstjórnarinnar. Hug- myndir af þessu tagi styrkja ekki samkeppnisstöðu okkar þegar til lengri tíma er litið. Millifærslan gæti hæglega orðið til þess að veikja svo innviði margra fyrirtækja að þau verði með öllu ófær að standast samkeppni á sífellt kröfuharðari mörkuðum. Þingstyrkur stjórnarinnar veitir henni lítið sem ekkert svigrúm og flest bendir til að kraftarnir muni fremur fara í að halda sundruðum hópi stuðningsmanna saman en sækja fram á nýjum sviðum. Félagsandi verður tæplega aðal þessarar stjórnar sem vill kenna sig við félagshyggju. Ben John- son úr leik Fréttin um að Ben Johnson sem hljóp 100 metrana á 9,79 sekúndum á Ólympíuleik- unum í Seoul og setti nýtt heimsmet samtímis skuli hafa fallið á lyfjaprófi kom eins og reiðarslag yfir alla heims- byggðina. Þótt þeim íþrótta- mönnum fjölgi jafnt og þétt sem lenda í vandræðum af þessum sökum, áttu líklega fáir von á því að þetta goð skyldi falla af stalli fyrir þess- ar sakir. Framganga íþróttamanna í keppni af þessu tagi hefur löngum verið deiluefni. Öllum er ljóst að til þeirra sem taka þátt í Ólympíuleikunum er far- ið að gera ofurmannlegar kröfur. Með lyfjum og aðstoð sérfræðinga á sviði' heilsu- og sálgæslu leggja keppendur harðar að sér en í raun er unnt að bjóða líkama og sál. Ekki er unnt að setja því nein- ar opinberar skorður hve hart menn leggja að sér en hitt er ekki þolað að þeir beiti brögð- um til að ná lengra en líkams- kraftarnir einir leyfa. Á þessu f'éll spretthlauparinn Ben Johnson. - STJORNARMYNDUNIN Afiiám launaftystingar ófrávíkjanlegt skilyrði - segir Guðrún Agnarsdóttir, Kvennalista „VIÐ lýstum okkur reiðubúnar til viðræðna um væntanlegar efnahags- aðgerðir og jafiivel að styðja þær á einhvern hátt, með tveimur skilyrð- eftir að við höfðum haft samráð við konur um allt land. Þau um. skilyrði eru að samningsrétti verði komið á og að launafrysting verði afnumin nú þegar,“ sagði Guðrún Agnarsdóttir, þingmaður Kvenna- lista eftir fund Kvennalistakvenna með ráðherrum Alþýðuflokks í gær. Ráðherrarnir þrír héldu einnig fúnd með Kvennalista á mánudag. Guðrún sagði að þetta væru ófrávíkjanleg skilyrði, hvórt sem um væri að ræða þátttöku í stjóminni eða að veita henni hlutleysi. Kvenna- listi myndi hins vegar alltaf styðja góð mál, hvaðan sem þau kæmu. Kvennalistanum hefði ekki borist svar við þessum kröfum. „Við teljum að það sé hægt að Yaraþing- maður Skúla kemur inn „Alþýðubandalagið mun skila átta atkvæðum í öllum lykilat- kvæðagreiðslum í þessu stjórnar- samstarfi," sagði Olafúr Ragnar Grímsson eftir þingflokksfúnd Alþýðubandaiagsins í gær. Skúli Alexandersson játti því að vara- þingmaður hans myndi koma inn á þing í mikilvægum atkvæða- greiðslum fyrir stjórnina, en Skúli hafði lýst andstöðu við stjómina. „Það sem Ólafur Ragnar segir er alveg rétt. Það hefur hins vegar ekkert breyst í sambandi við mína afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Ég hef greitt atkvæði gegn henni, en at- kvæði mitt mun skila sér ef um van- traust er að ræða. Ég hef alltaf lýst því yfir að ég muni vinna eftir sam- þykktum flokksins í sambandi við öll mál sem upp koma í þinginu,“ sagði Skúli. Alþýðubandalagið: „Forystan hefur rof- ið öll grið“ í LOK miðsfjórnarfúndar Al- þýðubandalagsins í gær létu sex miðstjórnarmenn bóka yfirlýs- ingu, þar sem segir að þeir muni aldrei styðja ríkisstjórn sem virti að vettugi rétt verkalýðshreyf- ingarinnar til fijálsra samninga. Birna Þórðardóttir lýsti aðdrag- anda þess að samþykkt var að ganga í ríkisstjóra og sagði síðan: „Nú hefúr þingflokkur og flokksforysta enn á ný rofið öll grið og gengið á bak orða sinna og leggur enn á ný fyrir mið- stjórnarfélaga á stór-Reykjavík- ursvæðinu stjórnarsáttmála sem brýtur í bága við grundvallar- stefnumið Alþýðubandalagsins og grundvallarmannréttindi borgaralegs lýðræðis.“ Birna sagði að þingflokkurinn hefði samþykkt í síðustu viku að Alþýðubandalagið færi ekki í ríkis- stjóm nema launafrysting yrði af- numin og samningsrétturinn endur- heimtur strax, en síðan hefði hann lagt fyrir miðstjórnarfund á laugar- dag drög að stjórnarsáttmála, sem hefðu falið í sér áframhaldandi af- nám samningsréttar og kjararán. Meirihluti þingflokksins hefði talið að hægt væri að stilla miðstjórn upp frammi fyrir orðnum hlut, en svo reyndist ekki vera. Fyrri sam- þykktir hefðu verið áréttaðar, mið- stjóm send heim og ekki talið nauð- synlegt að hún sýndi hug sinn með atkvæðagreiðslu. leysa vanda fyrirtækjanna og draga úr verðbólgu með öðrum hætti en að lækka laun. Það eru 45% laun- þega sem eru eingöngu á töxtum og þeir eru látnir borga fyrir þann vanda sem við blasir. Við getum ekki staðið að því, sérstaklega með tilliti til þess að í þssum hópi er fjöldi kvenna. Við höfum bent á ýmsar aðgerðir, til dæmis að koma á bindiskyldu á fjármagnsmarkaði, skattleggja fjármagnstekjur, bæta við nýju skattþrepi, ef til vill skyldu- spamað á hátekjufólk. Það eitt að draga úr eða fella niður matarskatt myndi strax minnka verðbólguna og draga úr kostnaði heimilanna. Það hafa aldrei verið neinar til- slakanir í boði í þessum viðræðum við Kvennalistann. Okkur hefur ver- ið boðið að líta á tilbúin plögg, en ekki að leggja fram neinar hug- myndir sjálfar. Við höfum engan áhuga á að sporðrenna annara manna plöggum á elleftu stundu án þess að hafa tækifæri til að móta þau. Við viðurkennum að það er vandi á ferðum og það er brýnt að taka á honum. Við teljum hins vegar að það sé hægt að gera það á annan hátt en þann sem boðið er upp á. Að því loknu finnst okkur eðlilegt og rétt að þjóðin fái að kjósa.“ - Hvernig hefur „grasrótin" getað brugðist við í þessum viðræðum? „Geysilega fljótt. Þessi valddreif- ing er virk með ótrúlegum hraða á svona álagstíma eins og núna. Um- ræðan verður kannski aðeins tíma- frekari og erfiðari, en við höfum nú betra lag á því að vinna hratt, og við stöndum þá á grunni sem er traustur. Auðvitað eru ekki ævinlega allar sammála en það fæst alltaf einhver heildarniðurstaða af hverj- um fundi, sem allar sætta sig við. Þá hefur ekki einhver minnihluti tapað í kosningum sem vill leita rétt- ar síns seinna.“ Geir Gunnarsson alþingismaður: Lá fyrir að ég myndi hlíta vilja miðsljórnar „ÉG VAR samþykkur því að ganga inn í þessa stjórn að því tilskyldu að það fengist fiillur samningsréttur strax og stjórnin tæki við völd- um. Ef það fengist ekki þá var ég andvígur því að Alþýðubandalagið tæki þátt í stjórninni. Ef miðstjórnin hins vegar samþykkti það að fara í stjórnina, þótt þetta skilyrði næðist ekki fram, þá lá fyrir að ég sém flokksmaður myndi hlíta því og styðja stjórnina," sagði Geir Gunnars- son þingmaður Alþýðubandalagsins við Morgunblaðið. Þegar Geir var spurður hvort það hefði engin áhrif haft á afstöðu hans að ýmsir verkalýðsleiðtogar væru andvígir því að samningsrétturinn yrði gefinn fijáls þegar í stað, sagði hann: „Ég þarf ekki að spyrja þá að því hver mín afstaða er. Ég álít að samningsrétturinn sé mannrétt- indi og þótt éinhverjir verkalýðs-. foringjar séu komnir á það stig að láta sig samningsréttinn litlu skipta, þá varðar mig ekki um það.“ Steingrímur Hermannsson kemur út úr Sljórnarráðinu síðdegis í gær eftir að umboð til stjórnarmyndunar hjá forseta íslands. Morgunblaðið/Sverrir hafa fengið formlegt Steingrímur fékk form- legt umboð síðdegis í gær Vona að stj órnarsam- starfið skili árangri - segir Birgir Árnason formaður SUJ BIRGIR Arnason formaður Sambands ungra jafiiaðarmanna, segist vona að sljórnarsamstarfið verði árangursríkt, þótt hann viti ekki hvað það boði að Alþýðubandalagið kom ekki mjög samhent til stjórn- armyndunarviðræðnanna. STEINGRIMUR Hermannsson formaður Framsóknarflokksins fékk í gær formlegt umboð til .að mynda meirihlutastjórn á Al- þingi. Steingrímur gekk á fúnd forseta, frú Vigdísar Finnboga- dóttur, klukkan þrjú í gærdag og tilkynnti henni að hann gæti Morgunblaðið/Svemr Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, flytur ávarp að loknum fimm tíma miðstjómar- fúndi, þar sem samþykkt var að ganga i ríkissfjórn með Framsóknarflokki, Alþýðuflokki og Samtökum um jafnrétti og félagshyggju. Olafiir Ragnar Grímsson eftir miðsfi ómarfund Alþýðubaudalags: Reisum Island úr rúst- um frjálshyggjunnar „ÉG TEL að það sé ekki kostur að svona mikilvæg ákvörðun sé tekin í einhveijum halelújakór. Auðvitað er það áiitamál, þó að úrslitin séu ótvíræð. Við heitum á alþýðubandalagsfólk um allt land, á launafólkið í landinu, á landsbyggðarfólkið sem nú ber vonir um að atvinnulífið í landinu fari aftur í gang, að taka saman höndum með okkur og heQa það erfiða verk að endurreisa Island úr rústum frjálshyggjunn- ar,“ sagði Ólafúr Ragnar Grímsson í lok ræðu sinnar eftir fimm klukkustunda fúnd miðstjórnar Alþýðubandalagsins þar sem sam- þykkt var að ganga inn í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar með 64 atkvæðum gegn 23. „Þetta hafa verið erfiðar ákvarð- anir og við höfum orðið að vega og meta. Annars vegar náðum við ekki fram kröfum okkar um fullan samn- irigsrétt og að kjarasamningarnir færu í gildi og hins vegar er nauð- syn á því að endurreisa atvinnulífið í landinu, tryggja réttinn til vinnu um allt land, tryggja réttinn til bú- setu og ýmis önnur grundvallar- mannréttindi hér á íslandi." — Hver er helstu málefnin sem Alþýðubandalagið telur sig ná fram í þessu stjómarsamstarfi? „Meginmálið er að þessi ríkis- stjóm felur í sér algjöra stefnubreyt- ingn. { stað stað þeirrar hörðu fijáls- hyggju, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert að leiðarljósi í tæpan ára- tug koma nú sjónarmið félagshyggju og jafnréttis. Flestir málaflokkar í málefnasamningi ríkisstjómarinnar endurspegla þessi sjónarmið. Stað- reyndin er sú að síðasta ríkisstjóm og drottnun fijálshyggjunnar í efna- hagslífinu í tæpan áratug skilar nú atvinnulífi heilla landshluta í rúst. Það verður hið erfiða verkefni þess- arar ríkisstjórnar að endurreisa at- vinnulífið og skapa skilyrði til þess að það náíst einhveijir áfangar í átt að samfélagi jafnréttis og aukins lýðræðis í þessu landi.“ — Hefur náðst samkomulag um álmálið eða var því sópað undir teppi með því að fella niður ákvæði um neitunarvald í stjómarsáttmálanum? „Því hefur alls ekki verið sópað undir teppið. Við ræddum það ítar- lega í dag og niðurstaðan í því máli er alveg skýr. Ég vænti þess að hún muni koma fram sama daginn og ríkisstjómin er mynduð.“ myndað meirihlutastjórn Fram- sóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags með þátttöku Samtaka um jafiirétti og félags- hyggj»- Steingrímur kvað meirihluta væntanlegrar stjómar vera nægan til að veija hana vantrausti og fá samþykkt fjárlög og lánsfjárlög, en hins vegar hefði stjómin ekki trygg- an meirihluta í neðri deild og yrði því að reiða sig á óvissan stuðning þingmanna til að ná fram málum þar. „En það þarf að semja um málin til dæmis í neðri deild og raunar held ég að það sé afar heil- brigt að stjóm ræði við stjórnarand- stöðu til að ná samstöðu um mál og við höfum gert of lítið af því,“ sagði Steingrímur þegar hann kom af fundi forseta í gær. Að sögn Steingríms em öll ágreiningsefni leyst, sem áður strandaði á í stjómarmyndunarvið- ræðum þessara flokka. Um nýtt álver sagði hann: „Það er leyst líka. Samkomulagið er um það í fyrsta lagi, sem allir vita, að þessi athugun fer nú fram og afstaða verður tekin til málsins sem slíks þegar niður- staða liggur fyrir, þannig að það er ekki tímabært að taka afstöðu til þess núna. Það liggur náttúm- lega ljóst fyrir að stjómarfmmvörp, hvort sem þau em um þetta eða annað, þau verða ekki flutt nema allir sem að ríkisstjórninni standa samþykki þau.“ Steingrímur var spurður um hvort hann bæri ekki kvíðboga fyr- ir því, að hafa ekki tryggan meiri- hluta Alþingis að báki stjóminni í báðum deildum þingsins. „Það hef- ur verið venja hér að hafa það í hendi, en ég sagði áðan að ég tel að mörgu leyti ekkert síður lýðræð- islegt að ræða um mál sem deilum valda við stjómarandstöðu og það verður gert.“ „Ég fagna því að sjálfsögðu að þessi stjómarmyndun hefur tekist og ég vona svo sannarlega að þetta verði árangursríkt stjórnarsam- starf,“ sagði Birgir Árnason við Morgunblaðið. „Á þingi SUJ fyrir rúmri viku var samþykkt eindregin ályktun þess efnis að samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn hefði mistekist og lítil von væri til þess að hann yrði samstarfshæfur um langa hríð. Leið Alþýðuflokksins til frekari áhrifa í þjóðmálum hlyti því að fel- ast í samstarfi við önnur félag- hyggjuöfl í landinu. Þessi orð standa óhögguð. Það er þó ljóst að Alþýðubanda- lagið kom ekki mjög samhent til stjórnarmyndunarviðræðnanna. Ég veit ekki hvað það boðar fyrir sam- starfið í ríkisstjórninni en ég tel það ákaflega biýnt fyrir framtíð jafnað- armannahreyfingar á íslandi að þetta samstarf verði gott og sér- staklega að ríkisstjóminni farist stjórn efnahagsmála vel úr hendi,“ sagði Birgir Árnason. Stefán Valgeirsson aðili að nýju ríkisstjórninni: Valdi formennsku í sjóðnum fram yfir ráðherraembætti STEFÁN Valgeirsson tilkynnti í gær að Samtök jafiiréttis og fé- lagshyggju hefðu tekið for- mennsku í nýjum sjóð, Trygginga- sjóði atvinnuveganna, fram yfir embætti samgönguráðherra í nýju ríkisstjórninni, en ráðherraemb- ættið hefði verið háð því skilyrði að Stefán segði af sér formennsku í bankaráði Búnaðarbankans, Stofiilánadeild landbúnaðarins og stjómarsetu í Byggðasjóði. Stefán segpr að nýi sjóðurinn fái 4-5 miHj- arða á næstu tveimur árum til ráðstöfúnar. Talið er að Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri á Raufar- höfii verði formaður sjóðsins. Stefán Valgeirsson sagði á frétta- mannafundi í gær að samtökin hefðu gert kröfu til þess að fá samgöngu- ráðuneytið ef þau ættu að vera aðili að ríkisstjóminni. í gærmorgun hefði Steingrímur Hermannson kom- ið til sín og tilkynnt sér að Stefán Laun \ega, meira í lánskjaravísitölu SAMKOMULAG er um það, með- al væntanlegra stjórnarflokka, að breyta grundvelli lánskjarav- ísitölunnar, þannig að laun vegi mun þyngra en nú er. Steingrím- ur Hermannsson segir að láns- kjaravísitalan muni léttast gífúr- lega meðan laun eru fryst. Seðlabankinn mun fá heimild til að auglýsa nýjan vísitölugrundvöll þannig að vísitala launa hafi helm- ingsvægi á móti framfærsluvísitölu og byggingarvísitölu sem hafi fjórðung hver. Steingrímur Hermannsson sagði við Morgunblaðið í gær að einnig væri samkomulag um að láns- kjaravísitalan verði afnumin þegar jafnvægi er komið á efnahagsmál- in. Hann sagði að ekki væri ákveð- in viðmiðun í því efni, en hann hefði sjálfur verið þeirrar skoðunar að það ætti að gerast þegar verð- bólga væri komin niður fyrir 10%. yrði að láta af öðrum störfum ef hann tæki við ráðherraembætti en að öðrum kosti stæði til boða for- mennska í sjóðnum nýja. „Ég stóð frammi fyrir því að þurfa velja um hvort ég vildi ráðherrastól- inn eða hvort ég vildi heldur nýta þá aðstöðu sem ég er að tala um. Minn metnaður er í því fólginn er í að reyna að gera gagn, fyrst og fremst landsbyggðinni, og lands- byggðin og atvinnulífið í landinu er flakandi eftir þá ríkisstjórn sem sat að völdum. Ég tel mig því geta gert meira gagn með því að hafa þessa aðstöðu heldur en að stitja í ráð- herrastól með takmarkaða mögu- leika til framkvæmda eins og nú horfir,“ sagði Stefán. Hann bætti því við að hann fengi að skipa menn í nefndir til að fjalla um og undirbúa frumvörp og til að geta fylgst með þeirri vinnu sem unnin er í ríkisstjórninni. Siðlaus vinnubrögð við sljórnarmyndun - segir Albert Guðmundsson „VINNUBROGÐIN við þessar stjórnarmyndunartilraunir hafa verið fiirðuleg og raunar siðlaus því þeir hafa verið að elta uppi þingmenn Borgaraflokksins til þess að fá þá til að svíkja sinn flokk,“ sagði Albert Guðmunds- son formaður Borgaraflokksins við Morgunblaðið. Albert sagði að þeir sem aðild áttu að stjómarmynduninni hefðu gert ítrekaðar tilraunir til þess að komast hjá að tala við hann beint. Rætt hefði verið beint við þingmenn- ina og stjórn þingflokksins. „Ég hef aldrei vitað um jafn furðulegar og siðlausar aðferðir í svona málum,“ sagði Albert. Hann sagðist í gær hafa rætt við alla þingmenn Borgaraflokksins og enginn þeirra ætlaði að ganga til liðs við nýju ríkisstjómina. „Ég veit ekki til þess að neinn þingmaður Borgaraflokksins láti hafa sig í lið- hlaup,“ sagði Albert Guðmundsson. Bráðabirgðalög gefin út í dag FYRSTU aðgerðir nýrrar ríkis- stjórnar eru væntanlegar síðdegis í dag, að sögn Steingríms Her- mannssonar. Þá verða gefin út bráðabirgða- lög, sem m.a. kveða á um að laun verði fryst til 15. febrúar. Lögin niunu einnig innihalda ákvæði um sérstakar aðgerðir til að bæta af- koinu útflutningsatvinnuveganna í samræmi við samkomulag Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks frá í síðustu viku. Þá mun fylga lögunum yfirlýs- ing um efnahagsmál sem m.a. fel- ur í sér að raunvextir lækki uir 3%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.