Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 „ Hún getur scigi ^Viltu sknfa. þettoJ', d 14 tungumdíum.'7 Þú átt að leysa hér af. Farðu í þetta áður en þú ferð inn á deildina ... Með morgunkaffinu Ef þú ert blankur. Hvað þá með mig, sem hef ekki efni á að eignast byssu ...? HÖGNI HREKKVÍSI • • Okuljós og umferðar- menning Til Velvakanda. í marsmánuði á þessu ári gengu í gildi ný umferðarlög hér á landi og með þessum lögum var skýrt tekið fram að ökumönnum ber skylda til að hafa ökuljósin kveikt á hvaða tíma sólarhringsins sem er þegar þeir eru í akstri. Ekki virð- ist farið eftir þessum lögum sem skyldi. Það er ótrúlegt hvað margir ökumenn virða þessi lög að vettugi. Nú þegar skammdegið fer í hönd er sérstaklega mikilvægt að öku- menn taki sér tak, spenni beltin og hafí ökuljósin kveikt. Lögreglu- menn verða að ganga hart eftir að þessu lágmarksöryggisatriði sé framfylgt. Að lokum get ég ekki orða bund- ist yfír þeirri umferðarmenningu sem tíðkast hér í höfuðborginni. Menn virðast seint geta barið því inn í hausinn á sér að vinstri ak- rein er einungis ætluð til fram- úraksturs þegar um tvær akreinar í sömu átt er að ræða. Það lítur út fyrir að margir ökumenn hafi aldrei heyrt um þessa reglu. Þegar menn eru að dóla á vinstri akrein, eru þeir að auka hættuna á hræði- legum umferðarslysum. Þeir sem eru að flýta sér fara þá að „svinga" á milli akreina og það getur verið mjög varasamt. Villi varkári Aristóteles Norðurlanda Kæri Velvakandi. Ég fékk nýlega plagg frá bóka- útgáfunni Erni og Örlygi sem gladdi mig, því þetta var tilkynning for- lagsins um það að í næsta mánuði myndi þetta forlag gefa út á íslensku eitt af öndvegisverkum snillingsins Emanuels Sweden- borgs. Ég hef árum saman verið mikill aðdáandi þessa sænska, and- lega stórmennis. Þetta verk Swedenborgs sem forlagið lofar okkur, er bókin „Him- inn og hel“ sem fjallar um framlífíð og byggist á reynslu þessa sálræna manns. Hann taldi sig hafa farið hvað eftir annað yfír landamæri þau sem aðskilja lífíð og dauðann. Sam- tíðarmenn hans kölluðu hann stund- um „Aristóteles Norðurlanda". í þessu verki lýsir hann framhaldslífí okkar eins og sá sem hefur kynnst því af eigin reynslu. Ég mun að sjálfsögðu gera nán- ari grein fyrir þessari bók þegar hún kemur út. Ég vil aðeins geta þess að ég skrifaði grein í Morgun- blaðið vegna 300 ára minningar um Swedenborg, sem ýmsir hafa lesið og haft áhuga á. Svo ég snúi mér aftur að plaggi bókaforlagsins, þá þótti mér allkyn- legt að í því var hvergi minnst á þýðanda þessa merka ritverks, en það er Sveinn Ólafsson. Sveinn sagði mér að hann hefði fyrst fengið áhuga á Swedenborg og ritum hans þegar hann las grein eftir mig, sem ég skrifaði í „Morjg- un“, rit Sálarrannsóknafélags Is- lands, þegar ég var ritstjóri þess. Þessa grein nefndi ég „Himnasýnir Swedenborgs". Síðan hefur Sveinn verið óþijót- andi í rannsókn sinni á ritverkum þessa stórmennis og veit nú vitan- lega miklu meira en undirritaður um þetta efni. Það hefur verið mik- ið vandaverk að þýða þetta merki- lega verk yfír á íslensku og því er mjög furðulegt að forlagið skyldi gleyma að geta þýðandans þegar verkið var kynnt. Ævar R. Kvaran. Víkverji skrifar riðjudaginn 20. september vék Víkvetji að því sem hann kall- aði „léttvægan atburð í pólitískum heildarleik", það er því atviki þegar Hallur Hallsson, fréttamaður ríkis- sjónvarps, setti ofan í við Guðrúnu Agnarsdóttur, þingmann Kvenna- listans, þegar hún hafði uppi dálitla gagnrýni á hlut fjölmiðla í hinum pólitísku átökum. Af því tilefni sendi Hallur Hallsson „örstutta at- hugasemd“ til Víkverja og mæltist til þess að hún yrði birt hér í dákin- um. Fer hún hér á eftir: „Örstutt athugasemd. Síðastlið- inn þriðjudag tókst þú „uppstökka fréttamenn" til umfjöllunar og nefndir Hall Hallsson og Pál Magn- ússon til sögunnar. Sagðir að ég hefði sett ofan í við Guðrúnu Agn- arsdóttur, alþingismann Kvenna- listans, þegar hún hafði uppi dálitla gagnrýni á hlut fjölmiðla í hinum pólitísku átökum undanfarinna daga og að Páll Magnússon á Stöð II hefði verið enn harðorðari í garð Guðrúnar en ég. Nú kannast ég ekki við að hafa verið harðorður í garð Guðrúnar, né sett ofan í við hana og þykir leitt að þú skulir draga þessa álykt- un af örstuttu spjalli leiðtoga þriggja stjómarandstöðuflokka í sjónvarpssal að kvöldi afsagnar Þorsteins Pálssonar. Kjaminn er þessi: þrír stjóm- málamenn, Ólafur R. Grímsson, Albert Guðmundsson og Guðrún Agnarsdóttir komu í sjónvarpssal til þess að ræða stöðuna sem upp var komin í pólitíkinni í kjölfar falls ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar. Við höfðum stuttan tíma aflögu og stjómmálamennimir urðu að halda sig við efnið. Umfjöllun fjöl- miðla var alls ekki til umræðu og ég benti Guðrúnu á það, sem hún raunar tók undir og umræðum var haldið áfram. Hitt er svo, að sjálfsagt er að ræða hlut fjölmiðla í því pólitíska umróti sem yfir okkur hefur geng- ið. Sjálfsagt er að vera með um- fjöllun um það hér í sjónvarpinu. Ég er því hlynntur og raunar hygg ég að aðrir fjölmiðlamenn séu það, — Páll Magnússon áreiðanlega ekki undanskilinn. En mergur málsins er að Guðrún fór út fyrir efni hins stutta umræðu- þáttar. Ég benti henni á það og beindi því spumingu til næsta við- mælanda. Ég var alls ekki sár eða reiður, fjarri því. Fréttamenn eru ekki hafnir yfir gagnrýni frekar en aðr- ir. Og sjálfsagt að ræða þeirra þátt í hinu pólitíska moldviðri undanfar- inna daga. Og í lokin. Oft er kvartað undan því að við fréttamenn látum stjóm- málamenn komast upp með að svara ekki spurningum, sem til þeirra er beint, — látum þá komast upp með útúrsnúninga, eins og það er kallað. Nú er ég alls ekki að halda því fram að Guðrún hafi ver- ið með útúrsnúninga, en tiltekinni spurningu var beint til hennar. Hún fór út í aðra sálma. Því var spurn- ingu beint til næsta viðmælanda. Svo einfalt var það.“ XXX íkveiji þakkar bréfið. Til þess að leiðrétta hugsanlegan mis- skilning var það alls ekki tillaga Víkveija, að efnt yrði til umræðu- þáttar í sjónvarpi eða annars staðar um hlut fjölmiðla í stjórnarkrepp- unni. Fátt finnst Víkveija leiðin- legra en slík naflaskoðun fjölmiðla- manna. í fijálsri samkeppni hafa menn kost á að velja á milli miðla og kjósa þann að lokum sem þeir telja helst að sínu skapi. Athugsemd Halls Hallssonar vakti Víkveija á hinn bóginn til umhugsunar um það, hve þröngar skorður sjónvarpsmenn eða aðrir viðmælendur stjórnmálamanna í fjölmiðlum geta sett þeim, sem þeir kalla til fundar við sig. Engar regl- ur eru til er mæla fyrir um stöðluð svör við stöðluðum spurningum. Mátti Guðrún Agnarsdóttir ekki „fára út í þá sálma“ sem hún sjálf kaus, þegar hún sat í sjónvarpssal með þeim Halli, Ólafi Ragnari og Albert? Henni hlýtur að vera fijálst eins og öðrum að nálgast stjómar- kreppu og umræður um hana úr hvaða átt sem hún kýs? Auðvitað hlýtur stjómanda umræðna um af- sögn ríkisstjórnar að vera umhugað um að menn taki ekki til við að ræða blómarækt eða íþróttir í slíkum umræðum, en á hann að setja ofan í við viðmælendur sína þegar þeir víkja að hlut fjölmiðla og þætti þeirra í stjórnarkreppunni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.