Morgunblaðið - 29.10.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.10.1988, Qupperneq 1
64 SÍÐUR B OG LESBÓK 248. tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Sigurreift ólympíulið Sigurreifir ólympíufarar lentu á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun eftir frábæra frammistöðu á leikum fatl- aðra í Seoul í Kóreu. íþróttamönnunum var vel fagnað, og var móttökunefndin flölmenn. Eins.og sjá má rigndi blómum og gjöfum yfir afreksfólkið. Á Rás 2 fór í gær fram fjársöfnun til styrktar byggingu íþróttahúss fatlaðra í Reykjavík og söfnuðust um 6 milljónir króna. Sjá bls. 3. Tékkóslóvakía: Lögreglulið sundrar fundi andófsmanna Mörg þúsund manns hrópuðu nöfii Dubceks og Masaryks á 70 ára afinæli sjálfstæðis þjóðarinnar Prag. Reuter. Sovésk íyrirtæki: Erlend meiri hluta- eign leyfð Moskvu. Reuter. SOVÉTMENN hafá ákveðið að leyfa útlendingum að eiga meiri- hluta í sameignar- og hlutafélög- um í Sovétríkjunum, að því er sovézkur ráðherra sagði í viðtali við New York Times í gær. Konstantín Katúshev, ráðherra, sem fjallar um erlend viðskiptasam- bönd í sovézku stjóminni, sagði í viðtalinu við New York Times að ný lög kæmu til framkvæmda í byij- un næsta árs og heimiluðu þau ótak- markaða eignaraðild útlendinga að fyrirtækjum í Sovétrílqunum. Yrðu þá numin úr gildi lög sem takmarka hlut útlendinga við 49%. Fíkniefiiasmygl í Noregi: Hlaut 20 ára fangelsi Ósló. Frá Rune TimberUd, fréttaritara Morgunblaðsins. HINN 34 ára gamli Gíeorg Tre- ber hefur verið dæmdur í 20 ára fangelsi í Noregi fyrir að smygla 6,5 kilóum af heróíni til landsins. Hann hlaut einnig dóm fyrir kók- ainsmygl. Treber tókst að sleppa úr haldi til Brasilíu fyrir fímm árum en var framseldur af brasilískum yfírvöld- um í maí á þessu ári. Andvirði her- óínsins, er hann smyglaði til lands- ins, er áætlað um 60 milljónir nor- skra króna (420 milljónir ísl.kr.). Dómurinn er sá þyngsti sem kveðinn hefur verið upp í fíkniefna- máli í Noregi en refsingar við slíkum afbrotum voru þyngdar fyrir nokkrum árum. Ekki virðist það hafa orðið til að hræða smyglara frá iðju sinni. FJOLDI óeirðaiögreglumanna með hunda réðst á fímm þúsund andófsmenn á Wenceslas-torgí í höfuðborg Tékkóslóvaklu, Prag, í gær. Beittu lögreglumennirnir óspart kylfum, háþrýstidælum og táragasi gegn fólkinu sem hlýtt hafði kalli mannréttinda- samtakanna Gharta 77 og fleiri andófssamtaka og þyrpst saman á torginu til að minnast sjötíu ára afmælis sjálfstæðrar Tékkó- slóvakíu. Sparkað var i fólkið og snúið upp á handleggi þess en meðal mótmælenda var Qöldi aldraðs fólks. Þetta eru hörðustu átök sem orðið hafa í iandinu milli yfirvalda og andófsfólks í mörg ár. „Hvers konar land er þetta?“, hrópaði gamall maður er lögreglu- foringi skipaði honum að hypja sig af gangstétt þar sem hann væri fyrir umferðinni. 500 manns höfðu safnast saman á tröppum þjóð- minjasafns landsins undir borða með áletruninni:„Allt vald í Tékkó- slóvakíu á að vera í höndum al- þýðunnar.“ Það tók lögregluliðið um klukku- stund að ryðja Wenceslas-torg. Alls voru 87 manns hnepptir í varðhald, að sögn tékknesku fréttastofunnar Ceteka, er kenndi „óvinum sósíalis- mans og ómerkingum" um átökin. Mótmælendumir gerðu hróp að lögreglumönnunum og söngluðu nöfn Alexanders Dubceks, leiðtoga landsins árið 1968, er reynt var að koma á viðfelldnari tegund kom- múnístastjómar í landinu, og Tóm- asar Masaryks, fyrsta forseta lýð- veldisins 1918. Fyrr um daginn höfðu yfirvöld fangelsað 60 leiðtoga andófsmanna í nokkmm stærstu borgum landsins til að reyna að koma í veg fyrir mótmælafundinn. Var fólkið tekið höndum heima hjá sér, hurðir brotn- ar upp og þóttu aðferðimar minna á Stalínstímabilið. Eftir opinber hátíðahöld I tilefni afmælisins á fímmtudag sagði Gustaf Husak for- seti að 7000 föngum yrðu gefnar upp sakir en talsmenn andófshópa sögðu ólíklegt að margir pólitískir fangar yrðu þar á meðal. ar Atlantshafsbandalagsins (NATO) um hlutverk skamm- drægra kjarnavopna í varnar- stefinu bandalagsins lauk í gær án þess að til alvarlegs klofhings kæmi. Belgíska stjórnin lýsti því yfir á fimmtudag að hún myndi ekki mæla með skýrslu um málið sem gerð var i aðalstöðvum bandalagsins en ágreiningur hef- ur ríkt um endurnýjun vopnanna. „Það er enginn klofningur. Við höldum áfram að samræma sjónar- miðin en tökum eitt skref í einu,“ sagði Manfred Wörner, fram- kvæmdastjóri NATO, að fimdinum loknum. Talið var mögulegt að Belgar, sem sögðu ekki tímabært að samþykkja ályktun um málið, Frakkland: Fósturláts- pilla verður framleidd Paris. Reuter. FRANSKA stjórnin skipaði i gær lyflafyrirtækinu Roussel Uclav að heQa aftur framleiðslu á fóst- urlátspillu sem vakið hefur mikl- ar deilur víða um heim. Fyrir- tækið ákvað síðastliðinn miðviku- dag að hætta við framleiðslu pill- unnar vegna harðra mótmæla sem borist höfðu frá ýmsum trú- arhópum og andstæðingum fóst- ureyðinga í Evrópu og Banda- ríkjunum. Fyrirtækið segir að lyfið, sem framleitt er undir heitinu Mifeprist- one og nota skal snemmma á með- göngutíma, geri fóstureyðingar á sjúkrahúsum óþarfar. Fjölmargir læknar fordæmdu ákvörðun fyrir- tækisins á miðvikudag, þ.á m. Eti- enne-Emile Baulieu, einn þeirra sem unnu að uppfínningunni. „Hugsum okkur að við fyndum upp pillu á morgun sem dygði gegn öll- um meinsemdum en hópur bók- stafstrúarmanna andmælti og segði: „Þjáningin færir okkur frels- unina." Ættum við þá að banna lyfíð?" Hann andmælti þeim fullyrð- ingum andstæðinga fóstureyðinga að pillan myndi verða til að hvetja konur til að eyða fóstri. „Kona, sem þarf að láta eyða fóstri, hefur aldr- ei gert slíkt með glöðu geði og pill- an mun engu breyta þar um.“ Claude Evin heilbrigðismálaráð- herra sagði yfirvöld hafa fyrirskip- að framleiðslu pillunnar með sjónar- mið almenns heilbrigðis í huga. Hann sagði að framkvæmdastjórar lyfjafyrirtækisins hefðu orðið fyrir „svívirðilegum þrýstingi" og makar þeirra og börn hefðu fengið nafn- laus hótunarbréf. Einn af leiðtogum kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi sagði að ákvörðun sósíalistastjóm- arinnar væri „sigur villimannlegrar frelsishyggju". Fóstureyðingar hafa verið fijálsar í Frakklandi síðan snemma á síðasta áratug. myndu láta í ljós sérálit með svo- nefndri „neðalmálsgrein" í sameig- inlegri yfírlýsingu fundarins sem vamarmálaráðherrar ríkjanna sátu, en svo fór ekki. Guy Coeme, vamarmálaráðherra Belgíu, sagði að honum hefði tekist að beina athyglinni að nauðsyn þess að taka meira tillit til afvopn- unarmála er varnarstefna banda- lagsins væri mótuð. Stjóm Vestur- Þýskalands hefur ekki viljað sam- þykkja endumýjun skammdrægu vopnanna, sem eru flest í Vestur- Þýskalandi, fyrr en búið væri að móta heildarstefnu í kjamorkumál- unum og sagðist Coeme vera henni sammála. Skoðanakannanir sýna að mikil andstaða er gegn skamm- drægu vopnunum í Vestur-Þýska- landi. Ótraust sendiráð Á myndinni sést hið nýbyggða sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu. Reagan forseti segir að rífa verði bygginguna og reisa nýja þar sem ekki sé hægt að fjarlægja allan þann Qölskrúðuga njósnabúnað sem Sovétmenn hafa komið þar fyrir en þeir sáu um að reisa húsið. Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að Sovétmenn yrðu krafinir um 29 milljónir Bandaríkja- dala (1.400 milljónir ísl.kr.) í skaðabætur vegna seinkana og fúsks í sambandi við bygginguna sem lagður var grunnur að árið 1979. Atlantshafsbandalagið: Belgar draga úr gagnrýni sinni Scheveningen. Reuter. FUNDI kjarnorkuáætlananefiid-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.