Morgunblaðið - 29.10.1988, Page 10

Morgunblaðið - 29.10.1988, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 Umsjónarmaður Gísli Jónsson Undrandi renndi ég augum með bókanna röðum: eljuverk þúsunda, varðveitt á skrifuðum blöðum; hvar sem ég fletti, við eyru mér ólguðu og sungu uppsprettulindir og niðandi vötn minnar tungu. (Jón Helgason: í Ámasafiii) Hló þá Jörmungandur, hendi drap á kampa, beiddist að bröngu, böðvaðist að víni, skók hann skör jarpa, sá á skjöld hvítan, lét hann sér í hendi hvarfa ker gullið. (Hamdismál 20) Ástar fima skyli engi maður annan aldregi. Oft fá á horskan er á heimskan né fá lostfagrir litir. (Hávamál 93) Sér hún upp koma öðru sinni jörð úr ægi iðjagræna. Falla fossar, flýgur öm yfir, sá er á fjalli físka veiðir. (Völuspá 60) En þá hóf hann tölu sína upp, er menn komu þar, og sagði að honum þótti þá kom- ið hag manna í ónýtt efni, ef menn skyldi eigi hafa allir lög ein á landi hér, og taldi fyr mönnum á marga vega að það skyldi eigi láta verða, og sagði að það myndi að því ósætti verða, er vísavon var að þær barsmíðir görðust á milli manna er landið eyddist af... „En nú þykki mér það ráð,“ kvað hann, „að vér látim ok eigi þá ráða er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á milli þeira, að hvorir- tveggju hafí nakkvað síns máls og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.“ (Ari Þorgilsson á alþingi 1000) Ef eyri átt, þann er þér ekki stoðar eða hlýtur ógagn af, gef hann burt, þótt þér góður þykki. Margt er fríðara en fé. (Hugsvinnsmál 22) Þann gel ég fyrstan, - þann kveða fjölnýtan, þann gól Rindi Rani, - að þú um öxl skjótir þvi er þér atalt þykkir. Sjálfur leið þú sjálfan þig. (Grógaldur 6) Discipulus: Hversu er einn guð í þrenningu? Magister: Svo sem þú sér þrenning í sólu, það er eldur og hiti og Ijós. Þessir hlutir eru svo ósundurskilligir, að engi má frá öðrum skilja í sólunni, svo sem guð er ósundurskilligur í þrenningu, faðir er í eldligu eðli, en sonur í ljósi, en heilag- ur andi í hita. (Elucidarius) Allar ógnir fær þú ei vitað, þær er helgengnir hafa. Sætar syndir verða að sárum hótum; æ koma mein eftir eftir munað. (Sólarljóð 68) Gæt þú, mildingur, mín, mest þurfum þín helst hveija stund á hölda grund. Send þú, meyjar mögur, málsefnin fögur, öll er hjálp af þér, í hjarta mér. (Kolbeinn Tumason) Er hvalur í sæ er heitir aspedo ... Þá er hann hungr- ar, lýkur hann upp munn sinn, og sem nokkum ilm láti hann út fara. En litlir fískar kenna ilm og samnast í munh hans. En þá er muður hans er full- 459. þáttur ur, lýkur hann saman munn sinn og svelgur þá. (Fysiologus) Upp skaltu á kjöl klífa, köld er sjávar drífa. Kostaðu huginn að herða, hér muntu lífið verða. Skafl beygjattu, skalli, þótt skúr á þig falli. Ást hafðir þú meyja. Eitt sinn skal hver deyja. (Þórir Steinfinnsson) Koma mun tíð, sú er drottinn dæmir drengjaferð, þá er heimslit verða; geysast menn úr gröfum að rísa gný óttandist lúðra dróttins. Eigi munu þá afboð nægja, eigi þing né fébýtingar, frændalið eða fegra syndir, frægja sig né aðra rægja. (Sigurður blindur Rósa) En er hljóð fékkst, þá mælti Þorgnýr: ........Þorgnýr, faðir minn, var með Bimi konungi langa ævi. Var honum hans siður kunnigur. Stóð um ævi Bjamar hans ríki með styrk miklum, en engum þurrð. Var hann dæll sínum vinum. Eg má muna Eirík konung inn sigursæla, og var eg með hon- um i mörgum herfömm. Jók hann ríki Svía, en varði harð- fengilega. Var oss gott við hann ráðum að koma. En kon- ungur þessi, er nú er, lætur engi mann þora að mæla við sig nema það einu, er hann vill vera láta, og hefir hann þar við allt kapp, en lætur skattlönd sín undan sér ganga af eljanleysi og þrekleysi... Með því að þú vilt eigi hafa það, er vér mælum, þá munum vér veita þér atgöngu og drepa þig og þola þér eigi ófrið og ólög. Hafa svo gert inir fyrri foreldrar vorir. Þeir steyptu fímm konungum í eina keldu á Múlaþingi, er áður höfðu fyllst oftnetnaðar sem þú við oss. Seg nú skjótt hvom kost þú vilt upp taka.“ Þá gerði lýðurinn þegar vopnabrak og gný mikinn. (Snorri Sturluson: Ólafe saga helga) 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON sölustjóri LÁRUS BJARNASON HDL. LÖGG. FASTEIGNASALI Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Rétt við Háskólann Aðalhœft 160 fm í tvibýlish. meö 70 fm gott ibúðarhúsn. í kj. Bflskúr. Ræktuð lóð. Óvenju hagstæð greiðslukjör. Teikning og nánari uppl. aðelns ð skrtfstofunni. Úrvalsíbúð í Kópavogi ■ 2ja hæða fjölbýlishúsi 3ja herb. á efrí hæð 86,9 fm, Sólsvalir. Tvö rúmg. svefnherb., tvöföld stofa. Öll sameign eins og ný. Húsnæðislán kr. 1,5 millj. fylgir. 4ra herb. íbúðir við Hraunbæ 1. hæð 99,3 fm. 3 herb. Innb. skáþar. Geymsla í kj. Fífuhvamm Kóp. n.hæö. Þríb. Sérhiti. Stór bílsk. Góð lán. Hvassaleiti 3ja hæð í enda. Góður bílsk. Úrvalsíb. á gjafverði 5 herb. endafb. 114 fm á 3. hæö viö Álfaskeiö í Hf. Öil eins og ný. Sérþvottah. Mikil og góð sameign. Bfiskúr. Mikið útsýni. Verðlauna- lóð. Laus í desember nk. Skipti mögul. á 3ja-4ra herb. íb. í Hf. 2ja herb. íbúðir við Miðvang Hf. 2. hæö 63,9 fm. Suöuríb. Sérhiti, sérþvottah. Álftahóla 6. hæð 60,3 fm. Lyftuh. Góð sameign. Frábært útsýni. Lindargötu iítil einstaklingsíb. 45,5 fm. Lftii útb. Glœsileg einbýlishús og raðhús meðal annars við: Ásbúö, Skógarlund, Fífuhvamm, Lyngás, Nýbýlaveg, Engjasel og viðar í borginni og nágrenni. Teikningar á skrifstofunni. Vinsamlegast kynnið ykkur söluskránna. Opið i dag laugardag kl. 11.00 til kl. 14.00. AIMENNA FASIEIGHASAUH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 ^^úglýsinga- síminn er 2 24 80 Blokk- flautu- galdur Tónlist Jón Asgeirsson Fjórðu tónleikar TUNE voru haldnir í Listasafni íslands og þar kom fram sænski blokkflautusnill- ingurinn Dan Laurin. Hann flutti gamla og nýja tónlist á ýmsar gerð- ir af blokkflautum. Fyrstu verkin sem Dan Laurin lék eru eftir van Eyck en auk þess flutti hann til- brigði eftir Marin Marais, yfir La Folía-lagið, en Marin og sonur hans, Roland, voru víðfrægir gambaleik- arar. Marin lærði tónsmíði hjá Lully og gerði ýmsar endurbætur á gömb- unni, bætti meðal annars við 7. strengnum. La Folia-tilbrigðin flutti Dan Laurin í umritun sinni. Elstu flautuverkin sem Laurin flutti voru tvö Estampie lög frá 15. öld. Flautusnillingurinn Dan Laurin. Öll gömlu lögin voru glæsilega flutt og t.d. voru Estampie lögin svo skemmtilega leikin og þrungin af dansgleði, að ekkert vantaði nema danspar, til að gefa þessum merkilegu danslögum sögulega réttan svip. Athugasemd vegna ummæla Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftirStefán Hermannsson í þeirri gagmýni sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrv. borgarfult- trúi hefur látið frá sér fara á störf embættismanna borgarinnar er að- eins eitt áþreifanlegt dæmi nefnt. í útvarpsviðtali mun hún hafa sagt, að þegar embættismenn gáfu upp það álit sitt að ráðhúsið myndi kosta 500 millj. kr. og bílastæðakjallari 250 millj., þá hafí það verið vísvit- andi blekking. Þessu hafi verið öfugt farið, eins og komið hafi í ljós er framkvæmdaáætlun borgar- hagfræðings kom út. Þessi fullyrðing Ingibjargar er á misskilningi byggð. Það er rétt að í okt. 1987 settu embættismenn fram fyrstu hugmyndir um kostnað, það var áður en fyrstu kostnaðar- áætlanir voru gerðar. Engar nýrri áætlanir lágu fyrir þegar fram- kvæmdaáætlun var gefin út. Hún var gefin út í nóv. 1987 og dreift í byijun desember það ár. Þar stendur: „Lauslegt kostnaðarmat bendir til, að ráðhúsbyggingamar kosti 500 milljónir króna og undirstöð- ur og kjallari 250 milljónir króna miðað við byggingarvísitölu 315 stig, en kostnaður af helmingi bílastæðanna telst ekki til bygg- ingarkostnaðar ráðhússins." Samkvæmt þessu átti bílastæða- sjóður Reykjavíkurborgar að kosta helming bílastæðanna, þ.e. 125 milljónir króna. Seinna kom í ljós að kjallarar myndu verða dýrari, og þá var bíla- stæðum fækkað og framangreindu hlutfalli jafnframt breytt, en hitt er af og frá að neinu hafí verið leynt í upphafi málsins. Það er mjög und- arlegt að geta misskilið texta fram- kvæmdaskýrslunnar eins og Ingi- björg virðist hafa gert, og leitt til þess að vita að tortryggnin hafi verið svo mikil að hún hafí ekki viljað leita skýringa. Höfundur er aðstoðarborgarverk- fræðingvr í Reykja vík. Húseign í Haf narfirði Nýkomið í einkasölu gamalt, fallegt og vandað steinhús á mjög góðum stað við Austurgötu, alis 190 fm. Á aðalhæð er forstofuherb., tvær stofur og eldhús. Á efri hæð eru þrjú herb. og bað. Kjallari með lofthæð 2,50 m. og sérinng. Rúml. 1000 fm lóð með fallegum klettum. Bílskúr (úr timbri). Ekkert áhvílandi. Opiðídag Árni Gunnlaugsson, hrl, frá 13-17 Austurgötu 10, sími 50764. Ritið um íslenskan jarðveg end- urútgefið Rannsóknastofnun landbúnað- arins hefur gefið út að nýju ritið „íslenskur jarðvegur“ eftir Björn Jóhannsson. Ritið er 149 blaðsíður að stærð. Menningarsjóður sá um frumút- gáfuna árið 1960. í endurútgáfunni er viðauki sem greinir í stuttu máli frá ritsmíðum síðasta aldarfjórðung varðandi eiginleika, eyðingu og myndun íslensks jarðveg, svo og um áhrif áburðarkalks og kal- skemmdir. Fyrir námsfólk og áhugafólk um ræktun og landvemd er þetta gagnleg lesning. Ritið er til sölu á skrifstofu Bún- aðarfélags íslands í Bændahöllinni og hjá Bóksölu stúdenta. (Fréttatilkynning) TÖLVUSKEYTING MEÐ CROSFIELD MYNDAMÓT HF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.