Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 29
___________________„ MQRjGUJx'BIAÐIÐj IAUGARDAG.UR 29.. QKTÓBER-1988 _B. 829 l máttkast ‘ ‘ strik, en ekki endilega í samræmi við hæfni, störf eða menntun. Þetta er dragbítur í samstarfi listamanna og listgreina, og menningarlífínu í heild. Ný menningarpólitík ætti að leggja áherslu á að eyða þessum ósóma. Eftirbátar erlendra Menningarlíf á Islandi er að stór- um hluta innflutningur. Hvað er flutt inn, hvað leikið, hvað sýnt, hvað lesið: Jú, hljómplötur erlendra tónlistarmanna, erlendar óperur, erlendar kvikmyndir, erlend leikrit, erlendar bækur, erlendir leikstjór- ar, erlendir hljómsveitarstjórar, er- lendar kennslubækur, jafnvel frægð innlendra listamanna er inn- flutt, hún er ómark komi hún ekki að utan. Það má skýra þetta nán- ar: Hinir innlendu eru taldir eftir- bátar hinna erlendu nema því að- eins að hinir erlendu segi hinum innlendu að hinir innlendu séu ekki eftirbátar hinna erlendu. Þetta er alvarlegt „ástand" og því verður að breyta. Innlend menningaröfl fá ekki rönd við reist í þessari auð- keyptu, handhægu, niðursoðnu, erlendu samkeppni. Við viljum ekki einangrast, yfirsýn okkar verður að vera fullkomin og til allra átta. En við viljum heldur ekki færast í kaf. Ný menningarpólitík ætti að leitast við að styðja sérstaklega við bak þeirra sem vinna að innlendri listsköpun sem og við bak þeirra er leitast við að koma henni á fram- færi. Islendingar hafa vantrú á lista- mönnum sínum. Þeir njóta sjáldn- ast sannmælis og afar sjaldan upp- hefðar að frumkvæði landa sinna. Menn geta starfað í áratugi og unnið stórfengleg störf en hvorki komist aftur á bak né áfram hvað veraldargengi áhrærir. Jaðar- byggðir hafa alltaf tilhneigingu til að vanmeta eigin list og mennt. Frakkar álitu sig jaðarbyggð þar til Sólkonungurinn skar upp herör gegn lágkúru og vanmætti. EINAR BENEDIKTSSON: LANGSPIUÐ Sjálfstraust og sinnuleysi íslendingar á síðari hluta tuttug- ustu aldar óttast enn að taka af- stöðu, þá skortir sjálfstraust til að vega og meta, hvað er list, hvað er ekki list, er þetta gott, er þetta vont, best að þegja, og niðurstaðan verður einskonar „limbo“, einskon- ar dýjamosi. Að sjálfsögðu er ekki til nein algild mælistika á list. En sjaldnast þurfa menn að setja upp tvöföld gleraugu til að greina snilld séu þeir á annað borð á höttunum eftir henni. Vantraust á eigin dómgreind hrjáir einnig þá sem skikkaðir eru til þess af embættismönnum og stjórnmálaforingjum að skipa ráð þau og nefndir sem veita þau „und- ur“ sem hafa verið nefnd lista- mannalaun. Kannski ættu stjóm- völd að ráða erlenda og óháða list- ráðunauta til þess að benda sér á þá sem eiga heiður skilið, og heiðra þá, fremur en að bíða eftir því að útlendingum blöskri svo sinnuleysi okkar að þeir sjá sér ekki annað fært en að leiðbeina okkur í þessum efnum. Ný menningarpólitík ætti að miða að því, að mestu lista- mennn þjóðarinnar séu strax nefndir réttu nafni, hvort heldur þeir eru ungir eða gamlir, til hægri eða vinstri, þekktir eða óþekktir, frændur eða fjandmenn, sjálf- menntaðir eða langskólagengnir, erfiðir eða léttir í taumi, og helst og skilyrðislaust áður en þeir eru komnir undir græna torfu. Öfund og örvadrífiir Listamenn eiga erfitt með að láta keppinauta njóta sannmælis. Það er að sumu leyti skiljanlegt. Afkoma þeirra er undir því komin að á þá sé ekki skyggt. Hugu Wolf hataðist út í Brahms, Brahms fýrirleit Bruckner svo ekki sé talað um Wagner. Wagner þoldi ekki Schumann, Schumann var í nöp við Liszt, Liszt átti ekki upp á pall- borðið hjá Mahler. Það var rétt á mörkunum að germanskar lendur Guðmundur Emilsson hljómsveit- arstjóri Fyrir réttum áratug reit Guð- mundur Emilsson, hljómsveitar- stjóri, viðamiklar greinar í Morgunblaðið um tónlistarlífið almennt er vöktu athygli enda var þar vikið að ýmsum mikils- verðum málum, t.a.m. aðstöðu- leysi innlendra óperusöngvara, þörf á tónlistarháskóla, tónlist- arbandalagi5 tónleikasal og tón- bókasafni á Islandi, svo að nokk- uð sé nefht. Nú víkur hann að list og menningu og tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið. nítjándu aldar væru nægilega víðfeðmar fyrir stórmenni þess, og þær voru það í raun ekki. Að þeir stæðu að heiðursgjöfum til hvers annars? Af og frá. Gluck og Picc- inni skiptust hins vegar á skotum í París átjándu aldar, og Mozart og Salieri í Vínarborg. Schönberg var svo var um sig í Vínarborg í upphafí hinnar tuttugustu, að hinn þröngi hópur er myndaði félag hans um tónskáldskap, varð að framvísa félagsskírteini með innsiglaðri ljós- mynd til að komast inn á fundi þess. Monteverdi fékk yfir sig örvadrífu frá starfsbróður í Mantua í upphafi sautjándu aldar er skaut úr launsátri í skjóli dulnefnisins. Svo mætti lengi telja. Keppinautar og kattarnef Ný menningarpólitík mun bera klæði á íslensk vopn og jafna að- I stöðumun manna, svo þeir einbeiti sér fyrst og síðast að list sinni en ekki að því að koma keppninaut fyrir kattamef. Listamenn ættu hvorki að skipa ráð þau né nefndir er fara með úthlutun opinberra styrkja til menningarstarfsemi og mótun menningarstefnu, heldur óháðir ráðunautar, drengir góðir, er eiga engra persónulega eða póli- tískra hagsmuna að gæta í upphefð einstakra listamanna. Sé þetta nauðsynlegt með stórþjóðum ætti það að vera skýlaus krafa með smáþjóð. Mannlegi þátturinn verð- ur aldrei hengdur út til þerris, allra síst á íslandi þar sem allir þekkja alla, en það má gera eitt og annað til að vinda úr honum skæðasta eitrið. Fáfræði og fáskiptni Alvarleg og almenn fáfræði um listir háir þjóðinni, ekki síst yngstu kynslóðinni, sem fer nú varhluta af gömlu heimilismenningunni og því mikla menningar- og fræðslu- starfi sem Ríkisútvarpið annaðist í áratugi. Ríkisútvarpið sem áður var sverð íslenskrar menningar og skjöldur er nú afar illa statt ef marka má yfirlýsingar forsvars- manna þeirra stofnunar. í uppsigl- ingu er menningarleg stéttaskipt- ing á íslandi sem aldrei fyrr. Fá- fræði getur af sér fáskiptni; fá- skiptni veldur andlegri fátækt; and- leg fátækt snýst upp í menningar- hatur fyrr eða síðar. Spyma verður við fótum, ekki síst með aðstoð almennra listkennara í landinu, með aðstoð móðurmálskennara, tónmenntakennara, myndlistar- kennara. Ný menningarpólitík ætti að leggja áherslu á að virkja þessi öfl og styðja' í hvívetna, sem og að endurreisa Ríkisútvarpið, nú þegar. Grasrót og glæpir Á íslandi ríkir enn ríkiseinokun í sumum listgreinum. Smáfélög í grasrót listalífsins, skipuð nýjum kynslóðum listamanna, ekki bara einni kjmslóð heldur mörgum, reyna af veikum mætti að halda úti menningarstarfsemi sem verður að bera sig fjárhagslega í sam- keppni við ríkisrekstur sem er nið- urgreiddur á bilinu 50—90%. Er þetta sanngjamt og hvað á þetta ástand að vara lengi án þessi að nokkur sýni nokkum lit á að breyta því í jafnréttisátt? Hvað ætlum við að gera fyrir og við unga fólkið? Hvað ætlum við að bíða lengi? Hver ætlar að hefja máls á þessu? Ekki svo að skilja að ríkisfyrirtæk- in séu öfundsverð af ijárframlögum þeim er þau njóta. Síður en svo. Enn einn glæpur réttlætir ekki annan. Ný menningarpólitík þarf að taka á þessum málum af ein- urð, og sjá til þess að ríkisfyrirtæk- in geti starfað af fullri reisn án þess þó að það fyrirmuni öðrum vinnu í víngarði listanna. Þá má vera að þetta ástand sé „viðun- andi“ en það þyrfti að vera „fram- úrskarandi". Onýttur þróttur og listfengi nýrra kynslóða aðstöðu- lausra listamanna æpir á stuðning. Eins ber ríkinu að styðja við bak þeirra útvarps- og sjónvarpsstöðva sem kyhnu fyrst og fremst að sinna menningarlegum málefnum. Koma þarf í veg fyrir að slíkar stöðvar visni í skugga Ríkisútvarpsins í framtíðinni. Hönd ríkisins er dauð á flestum sviðum njóti hún engrar samkeppni. Þegar þetta tvennt fer saman, ríki og einokun, er voðinn vís. Menningarlífið er þar engin undantekning. Atvinna og afþreying- Ný menningarpólitík mun einnig gæta þess að gerður sé skýlaus munur á áhugamönnum og at- vinnumönnum í listum hvað opin- beran stuðning áhrærir. Atvinnu- menn í listum eru uppalendur nýrr- ar kynslóðar. Þeir þurfa lífsviður- væri til að þrífast í þessu landi. Án þeirra er innlend list ekki til. Án þeirra verður framþróunin hæg eða engin. Styðja þarf við bak at- vinnuveitenda þeira; við bak menn- ingarfyrirtækjanna. Áhuga- mennska er tvímælalaust af hinu góða, en þegar „. . . lítið er til skip- tanna . . .“, eins og sífellt er klifað á, ber að gera þá kröfu til slíkrar starfsemi að hún standi á eigin fótum. Tökum dæmi: Það væri fá- dæma skammsýni að styðja stóran hóp „tómstundalistamanna" til ut- anlandsferða á meðan afyinnuveit- endur leiðbeinanda þess sama hóps neyðast til að leggja upp laupana hér heima á íslandi, hvort heldur það er leikhús, hljómsveit eða dans- flokkur. Þetta kann að hljóma kaldranalega gagnvart því góða fólki sem ver frístundum sínum til leiks og afþreyingar á sviði lista, en hinn kosturinn frystir í æðum blóð. Þörfin og þjóðskáldin Andmenningarlegir skæruliðar skjóta sér æ ofan æ á bak við þann lepp, að þjóðin hafí „ ... ekki þörf..." fyrir meiri menningar- starfsemi en fyrir er. Frummælend- ur þessarar skoðunar telja sig tals- menn hinns almenna borgara, og eru það því miður alltof of oft. En þetta er meinloka. Hefur hinn al- menni borgari nokkum tímann fal- ast eftir list? Það er mikill misskilningur að almenningur kalli á list. í flestum ef ekki öllum tilfellum verður list til og menningarverk vegna sköp- unargleði einstaklings. Þá fyrst er farið að falast eftir verkum hans^r oftast seint og síðar meir. íslensk þjóð hefur aldrei þarfnast sinna mestu listamanna. Nefnum nokkur þjóðskáld: Hallgrímur Pétursson. Hver bað um Passíusálmana? Hvað með Kjarval? Jón Leifs? Einar Benediktsson? Stein Steinar? Þór- berg? Kristján Fjallaskáld? Ásgrím? Bólu-Hjálmar? Sigurð Nordal? Þessir menn risu allir upp af flatn- eskjunni og yfir hana af sjálfs- dáðum, en það dugðu engin vettl- ingatök til þess. Margir komust ekki í heila höfn enda mótbyrinn ærinn. Margir áttu mikið stárf eft- ir óunnið. Margir fórust í blóma lífsins. Ný menningarpólitík þarf að hafa augastað á mönnum sem skara fram úr, falast eftir verkum þeirra og starfskröftum, styðja þá til sjálfsbjargar og sjá til þess að þeir farist ekki úr vesöld fyrst. Einar Benediktsson sagði í Dag- skrá sinni: Mesti og besti auður hverrar þjóðar er fólkið sem þar býr, hugsar og starfar. Og að lokum önnur tilvitnum í Nóbelsskáldið: „Og ef fjármála- menn þjóðarinanr kynnu ekki að sjá þjóðarbúskapnum farborða bet- ur en svo að ríkið yrði gjaldþrotá5*" á því að sjá-sómasamlega fyrir andlegri menningu landsins, þá væri það síst ver farið en að lifa þá smám að hafa ekki efni á að eiga menningu." Stór orð? Alltof stór? Tímaskekkja? Eða ættu þau að vera stærri? Stríðsdans og sannmæli Það er ítrekað, að í pistli þessum er tekið á málum þeim sem til traf- ala eru, fremur en hinum, sem vel fara. Að sjálfsögðu eru til lista- menn sem eru blessunarlega lausir við þá bresti og brotalamir sem hér er lýst og þeir eru í miklum meiri- hluta. Flestir þeirra hafa beinlínis dregið sig út úr stríðsdansi menn- ingarlífsins. En það þarf ekki nema einn gikk á hvert héraðsmót. Og því óhappasælli eru tilþrif slíkra sem dansgólf félagsheimilisins er minna. Eins höfum við ætíð átt stjóm- málamenn er hafa lagt kapp á stuðning við listamenn og menn- ingarstarfsemi hvers konar, menn úr öllum stéttum og stjómmála- flokkum. Þeim ber að njóta sann- mælis. Og miklar og sannarlegar framfarir hafa átt sér stað á sviði menningarmála á undanfömum áratugum og margri ómenningu verið útrýmt. Því verður ekki neit- að. En betur má ef duga skal. Því menning er metnaður, menning er að gera hlutina vel, hvort heldur grafínn er skurður eða mótaður tónn. Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.