Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 3 Lækkun raforku- verðs ekki ætluð fiskimj ölsiðnaðinum Starfehóp verður falið að leita mögiilegra leiða FJÓRÐUNGS lækkun á verði raforku til fiskiðnaðarins, er fyrst og fremst ætluð frystingu, en mun væntanlega að einhverju leyti ná til söltunar, þar sem raforkunotkun er jöfii allt árið. Hins vegfar er þessi lækkun ekki ætluð fiskimjölsverksmiðjum að sögn Halldórs Asgrímssonar, sjávarútvegsráðherra. Hann segir erfitt að skilja á milli raforkunotkunar í þeim tilfellum þar sem frysting og söltun sé rekin saman og þvi verði að undirbúa þetta mál vel. hóp manna frá Sambandi íslenskra rafveitna og Landsvirkjun til þess að kanna færar leiðir til lækkunar á raforkuverði til fiskvinnslufyrir- tækja. Iðnaðarráðherra sagði að nokkuð fast að orði væri komist í yfirlýs- ingu ríkisstjómarinnar um þau áform að beita sér fyrir fjórðungs- lækkun á raforkuverði til fiskiðnað- ar og þá fyrst og fremst frystihúsa. „Ég hef fyrirfram einsett mér að leita allra leiða til þess að ná sam- komulagi um þetta mál, og ég hef nú ákveðið að mynda starfshóp til að kanna þær leiðir sem færar eru. Akvörðun um aðgérðir mun bíða tillagna frá þessum starfshóp, en hins vegar hef ég einsett mér að biðja hann að hraða sínu verki, því þetta er mikið hagsmunamál tiltölu- legra fárra fyrirtækja, og kemur því misjafnlega niður á raforkufyr- irtækin og dreifífyrirtæki,“ sagði Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, sagði á vetrarfundi Sambands íslenskra rafveitna og Sambands íslenskra hitaveitna í gær, að hann hefði ákveðið að setja á fót starfs- Nepal: Aftur leit- að úr þyrlu á sunnudag Utanríkisráðuneytið hefúr feng- ið það staðfest frá sendiráði Nepal að önnur leit að íslensku fjallgöngumönnunum í Himala- yjaQölIum geti hafist úr þyrlu á sunnudag ef veður leyfir. Þyrla hefur áður leitað að fjall- göngumönnunum en án árangurs. Tollsgón hefiir lokað 221 fyrirtæki á árinu ÞAÐ SEM af er þessu ári hefur tollstjórinn í Reykjavík alls lagt fram beiðni um lokanir 221 fyrir- tækja vegna vanskila þeirra á söluskatti. Allt árið í fyrra voru þessar lokanir hinsvegar 59 tals- ins. Það stefiiir því í að þær verði fjórfalt fleiri í ár en í fyrra. Bjöm Hermannsson tollstjóri seg- ir að þessar lokanir séu mismunandi langar, eða allt frá því að vanskilin séu greidd upp einum til tveimur tímum frá því að hurðir eru innsi- glaðar og í að viðkomandi verði gjaldþrota. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu um síðustu helgi nema van- skil söluskatts á síðustu árum nú á annan milljarð króna. Af 6000 greið- endum söluskatts í borginni stendur megnið, eða 5000, við greiðslu sölu- skatts en embætti tollstjóra á í erfið- leikum með að innheimta hjá 800-1000 aðilum. Hefur ástandið aldrei verið verra hvað þetta varðar en í ár. Um helgina lá fyrir að toll- stjórinn var tilbúinn að loka 400 fyrirtækjum. Sú tala hefur lækkað aðeins því margir greiddu upp van- skil sín í framhaldi af frétt Morgun- blaðsins. f m Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Jóhanna Sigrurðardóttir félagsmálaráðherra með gullverðlaunahöfunum Lilju M. Snorradóttur og Hauki Gunnarsyni. Fatlaða íþróttafólkið heim frá Seoul: Var fagnað með dynjandi lófataki Keflavík. MIKIÐ var um dýrðir i Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærmorgun þegar fatlaða íþróttafólkið kom heim frá Ólympíuleikunum frá Seoul. Fjöldi manns var mættur í flugstöðina og tók á móti íþrótta- mönnunum með dynjandi lófataki. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra var meðal þeirra sem tók á móti íþróttafólkinu og tilkynnti að ríkisstjórain ætlaði að leggja 10 miUjóna króna fram- lag til iþróttamála fatlaðra. Jóhanna flutti stutt ávarp við þetta tækifæri og sagði að íslenska þjóðin væri ákaflega stolt yfir frá- bærri frammistöðu íþróttamannanna á Ólympíuleikunum.„Og þið hafið verið þjóð ykkar til sóma,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Meðal þeirra sem fluttu ávörp við þetta tækifæri voru Guðrún Agústsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, og Sveinn Bjömsson forseti ÍSÍ. Þá færði Kiwainsklúbburinn Katla 100 þús- und króna gjöf í söfnun fyrir íþróttahús fatlaðra. Jóhann Pétur Sveinsson formaður Landssam- bands fatlaðra var meðal þeirra sem tók á móti hópnum. Jóhann sagði þá Sjálfsbjargarmenn sér- staklega stolta yfir framgöngu íþróttamannanna og að koma heim með 11 verðlaunapeninga og þar af tvö gull væri með eindæmum glæsilegur árangur. „Þau voru okkur og þjóðinni til mikils sóma," sagði Jóhann Pétur Sveinsson. Einnig tóku á móti íþróttafólk- inu Amór Pétursson formaður byggingarnefndar íþróttahúss f atl- aðra, Gísli Halldórsson fyrrum for- seti ÍSÍ og Sigurður Magnússon sem í mörg ár starfaði að málefn- um fatlaðra. Ólafur Jensson form- aður íþróttasambands fatlaðra fór til móts við hópinn í New York. Haukur Gunnarsson og Lilja M. Snorradóttir hlutu gullverðlaun á leikunum, Haukur í 100 metra hlaupi og Iilja í 200 metra fjór- sundi. Haukur sem einnig vann bronsverðlaun í 200 og 400 metra hlaupi sagði að sigurinn í 100 metra hlaupinu hefði komið skemmtilega á óvart og það hefði verið stór stund að taka við gull- verðlaununum. Haukur sagðist ætla að taka því rólega fram yfir áramót, en þá ætlaði hann að hefla æfingar og undirbúa sig fyrir næsta stórmót sem yrði heims- meistaramót fatlaðra í Hollandi 1990. „Einnig stefni ég ótrauður að þátttöku á Ólympíuleikunum í Barcelona á Spáni árið 1992," sagði Haukur Gunnarsson enn- fremur. Lilja vann einnig tvenn bronsverðlaun auk gullverðlaun- anna. Hún sagðist hafa æft 5 3 ár og keppnin á Ólympíuleikunum hefði verið ákaflega skemmtileg og spennandi. BB Bandaríkjastjórn reynir viðskiptaþvinganir á íslendinga í gegnum Japani: Utanríkisráðherra ber fram harðorð mótmæli JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur komið harðorðum mótmælum á framfæri við Bandaríkjastjórn, vegna þess sem hann teljur gróft brot Bandaríkjamanna á samkomulagi þvi sem er á milli ríkjanna um hvalveiðar íslendinga í rannsóknarskyni. íslensk stjórn- völd hafa fyrir því fiilla vissu að starfsmaður bandaríska viðskiptaráðu- neytisins hafi reynt að beita Japani þrýstingi til þess að hætta kaupum á hvalaafurðum af íslendingum. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreið- anlegum heimildum úr utanríkisráðuneytinu. Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra mun í mótmælaskyni hafa afboðað fyrirhugað- an fiind i Keflavík með forsvarsmönnum varaarliðsins auk þess sem hann mun hafa kallað Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, á sinn fiind og mótmælt harðlega framkomu Bandaríkjamanna í garð íslendinga. Utanríkisráðherra fór eins og kunnugt er fyrir skömmu til Wash- ington til viðræna við utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, George Schultz. Utanríkisráðherrarnir ræddu meðal annars um sam- komulag ríkjanna um vísindarann- sókn íslendinga að því er varðar hvali og framkvæmd hennar. Uppi hafði verið orðrómur um að ekki yrði tekið til varna í málinu sem Grænfriðungar hafa höfðað á Bandaríkjastjórn fyrir rétti í Was- hington en þeir krefjast þess þar að slíkum samningum verði hnekkt ,nij.i.jrió'yi. itcil j.: inu u*.l og viðskiptaráðherra Banda- ríkjanna verði þvingaður til þess að setja viðskiptabann á íslendinga vegna hvalarannsóknanna. A fundi utanríkisráðherranna fullvissaði Schultz Jón Baldvin um að enginn fótur væri fyrir slíkum orðrómi og Bandaríkjamenn myndu taka til varna af fyllstu hörku og í samræmi við samkomu- lag landanna. Þeir litu á þetta mál sem milliríkjamál eins og um hefði verið rætt. Tveimur dögum eftir fund ut- anríkisráðherranna gerðist það síiif riii (síí ,ni.ciríiivulj ifiu síðan að háttsettur bandarískur embættismaður, Bill Evans, sem er yfirmaður fiskveiðideildar, fór til Tókýó til viðræðna við japanska embættismenn um áform Japana um vísindarannsóknir á hvölum. íslenska utanríkisráðuneytið hefur nú fengið staðfestar fregnir af því að þessi bandaríski embætt- ismaður hafi gert Japönum tilboð sem fól í sér ákveðin fríðindi af hálfu Bandaríkjastjómar gegn því að Japanir hættu viðskiptum með hvalaafurðir og stöðvuðu þar með kaup sín á hvalaafurðum íslend- inga. Japanir höfnuðu þessu tilboði þegar í stað, en létu utanríkisráðu- neytið hér á landi vita af því hvað þama hafði farið fram. Utanríkisráðuneytið mótmælti þegar í stað þessari framkomu Bandaríkjastjómar harðlega og var mótmælunum komið á fram- færi við varautanríkisráðherra, frú Ridgeway, auk þess sem krafist var upplýsinga um það hvort Bill Evans hefði talað í umboði Banda- ríkjastjómar eða ekki. Fyrstu svör voru á þá lund að svo hefði ekki verið, og að Evans hefði ekki haft heimild til þess að halda á málinu með þessum hætti. Utanríkisráðu- neytið fékk það á hinn bóginn stað- fest í fyrrakvöld, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins, að Evans hefði fengið fulla heimild banda- ríska viðskiptaráðherrans á fundi sem þeir áttu áður en Evans hélt til Japan og þar sat jafnframt full- trúi bandaríska utanríkisráðuneyt- isins. Utanríkisráðuneytið lítur þannig á að þetta þýði að bandarísk stjóm- völd séu að teyma íslensk stjórn- völd á asnaeyrunum. Þetta sé í fyrsta sinn sem bandarísk stjórn- völd sem slík séu að beita áhrifum sínum til viðskiptaþvingana á ís- lendinga. Það sé reginmunur á því hvort um Grænfriðunga sé að ræða eða bandarísk stjómvöld sem hafi óbeint, í gegnum Japani, reynt að beita Islendinga viðskiptaþvingun- um. Auk þess séu bandarísk stjóm- völd að ganga á bak orða sinna að þau muni viröa i ^hvív^tna ^mð^ samkomulag sem er á milli land- anna um vísindaveiðar og fram- kvæmd þeirra. í þriðja lagi hafi það verið sérstakt samkomulagsat- riði við Bandaríkin á fundi í Malmö í Svíþjóð 1986 að það væri eðlilegt að íslendingar seldu ákveðið magn af hvalaafurðunum, það sem ekki væri neytt innanlands á alþjóðleg- um markaði, til þess að afla fjár til að kosta vísindarannsóknimar. Því telur utanríkisráðuneytið að Bandaríkjamenn séu uppvísir að því að hafa gengið á bak orða sinna með margvíslegum hætti. Viðbrögð Jóns Baldvins Hanni- balssonar utanríkisráðherra voru þau að hann aflýsti fundi þeim sem hann hafði ætlað að sitja á Keflavíkurflugvelli, sem nýr ut- anríkisráðherra eins NATO-ríkj- anna. Sá háttur er iðulega hafður á þegar nýr utanríkisráðherra tek- ur við að hann heimsæki helstu ráðamenn vamarliðsins í Keflavík og á með þeim samráðsfund um stöðu mála, málefni sem varða vamarsamninginn og framkvæmd hans. Utanríkisráðherra kallaði síðdegis í gær á sinn fund Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á fs- landi, og mótmælti harðlega þess- ari framkomu Bandaríkjastjómar. Kvaðst ráðherrann hafa afturkall- að þátttöku sína á fundi með yfir- mönnum Bandaríkjahers á íslandi til þess að koma þeim skilaboðum með ótvíræðum hætti til skila að íslendingar kynnu því illa að vera hafðir að fíflum í viðræðum æðstu ráðamanna landanna." isinpjiusu e xt i.n3(<l it
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.