Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 Minning: Haraldur Jónsson frá Görðum Fæddur 30. september 1924 Dáinn 20. október 1988 „Dauðinn heyrir lífínu til líkt og fæðingin. í göngu er fætinum lyft og honum er líka stigið til jarðar.“ (Tagore) Þegar ég heyrði lát míns elsku- lega frænda, Haraldar Jónssonar, setti mig hljóða. Ég trúði því vart í fyrstu að hann væri horfinn okkur sjónum úr jarðneskum heimi hér, en fremur að hann hefði brugðið sér yfir heiði, væri trúlegra. En það var staðreynd að hlátur Haraldar hljómaði ekki lengur. Það er nú svo með okkur böm jarðarinnar að öll viljum við vera hér sem lengst, og að vita að hvort öðru líði vel veitir hamingju, þó svo að í seinni tíð hittist fólk sjaldnar en áður tíðkað- ist. Við andlát frænda míns koma upp í huga minn ótal minningar sem tengjast minni bemsku og ungl- ingsámm, en þá dvaldist ég í sömu sveit og Haraldur gekk sína lífsgöngu. Haraldur var mjög góður maður í orðsins fyllstu merkingu, fijáls og ómengaður, sem öllum vildi vel og mátti ekkert aumt sjá og fór ekki í manngreinarálit. Hann Minning: Sigurbjöm Kríst/ánsson, skipstjórí Fæddur 10. apríl 1931 Dáinn 3. október 1988 Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Okkur langar að minnast í ör- fáum orðum vinar okkar, Bjössa. Hann lést langt um aldur fram úr hinum skæða sjúkdómi krabba- meini rúmum mánuði eftir að það uppgötvaðist. Það er erfitt að sætta sig við að hann sé farinn svo fljótt því eins og hann sagði sjálfur er önnur okkar heimsótti hann fár- veikan á spítalann: „Hugsaðu þér fyrir mánuði var ég úti á sjó.“ Að hann sé ekki lengur þegar komið er í heimsókn í Stóragarð, sem til- heyrir í Húsavíkurferðum, tekur langan tíma að átta sig á. Við vilj- um þakka ánægjulegt sambýli margra ára, sém aldrei bar skugga á, og alla þá vinsemd sem Gunna og Bjössi hafa sýnt okkur og for- eldrum okkar. Elsku Gunna, börn, tengdabörn og bamabörn, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Fyrir hönd pabba.og systkina okkar. Mæja og Steina var maður frændrækinn með af- brigðum og ég minnist þess ávallt með þakklæti hvað hann var alltaf góður við mig og gott að koma til hans og Gróu, þau voru svo góð og glöð, þar voru í hávegum höfð góðmennska og mannkærleikur. Ég kveð elsku frænda minn og ég veit að góður Guð mun ávallt fylgja honum og vemda. Ég votta Gróu, eiginkonu hans, börnum hans og öðrum nánum aðstandendum mína dýpstu samúð. Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir Dáinn, horfinn mig setur hljóða. Það er svo stutt síðan við hjónin kvöddum hann frænda minn. Rúm- ir tveir mánuðir. Haraldur var fæddur á ísafirði 30. september 1924, sonur hjónanna Jónu Guðrún- ar Jónsdóttur ljósmóður frá Ytri Veðrará, Önundarfirði, og Jóns Guðmundar Guðmundssonar frá Görðum, Önundarfirði. Haraldur var fjórða bam þeirra hjóna en alls urðu systkinin sjö og einn hálf- bróður, sem Jóna átti með fyrri manni sínum, Guðmundi Franklín. En vegna veikinda móður sinnar var Haraldi komið í fóstur hjá þeim hjónum Guðrúnu Eiríksdóttur og Hinriki Guðmundssyni, föðurbróður sínum, á Flateyri. A þessu myndar- heimili ólst Haraldur upp, í miklu ástríki og glaðværð, ásamt fóstur- systur sinni, Guðfinnu Hinriksdótt- ur. Þarna var einnig á heimilinu, amman, Gróa Finnsdóttir, og frændinn, Kristján Egilsson, fyrir utan alla sumargestina, bæði skylda og óskylda. Ég minnist svo margra góðra stunda frá þessu heimili og með þessu fólki. Þegar Haraldur var orðinn fullorðinn maður, þá sagði hann mér að betri móður og föður hefði hann ekki getað kosið sér. Eftir að bamaskóla lauk fór hann í unglingaskóla á Reykjanesi við Djúp og var þar í tvo vetur. Um sumarið fór hann svo alfarinn á sjóinn. Fýrst á báta frá Flateyri, en síðan á togara. Árið 1946 fór Haraldur í Stýrimannaskólann héma fyrir sunnan og lauk físki- mannaprófi 1947. Haraldur frændi minn var harð- duglegur maður, snyrtimenni mikið, frábær sundmaður, enda vann hann oft til verðlauna í stakkasundi. Þó varð það eina sundgreinin sem hann keppti í. Það var oft gaman að hlusta á hann segja okkur sögur, þá venjulega lék hann aðalpersón- una. Samt þó þannig að við hefðum alveg rétta mynd af því atviki, sem sagan fjallaði um. Haraldur var al- veg sérstakur, hans húmor kom beint frá hjartanu án þess að særa neinn. Þann 17. júní 1953 steig hann sitt mesta gæfuspor er hann gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Gróu Bjömsdóttur frá Mosvöllum. Þau vom svo sannarlega samstíga, ekki í einu heldur öllu. Enda er heimili þeirra rómað fyrir gestrisni og myndarskap. Árið 1975 keyptu þau gamla húsið á Görðum fyrir sumarbústað, en þetta hús byggðu amma og afi okkar beggja, um alda- mótin, úr timbri frá Ellefsen. Þama setti Haraldur upp harðfiskverkun, sem er ein sú stærsta á Vestfjörð- um. Á Görðum undi Haraldur sér vel og var búinn að koma sér vel fyrir í gamla húsinu. Bæði em þau hjónin gestrisin og höfðingjar heim að sækja og var því oft gest- kvæmt. Það er ekki nóg að við borðum eða drekkum kaffi, við er- um nestuð líka. Og fyrir þetta allt þökkum við af heilum huga. Að endingu kveðjum við hjónin þennan höfðingja og þökkum fyrir allt og alla. Þar sem góðir menn fara em guðs vegir. Við biðjum guð að gefa ástvinum hans styrk. Jónína Finnsdóttir t Móðir okkar, ÓLAFÍA EYJÓLFSDÓTTIR, Lönguhlfð 3, andaöist þann 27. október. Fyrir hönd vandamanna, Pótur Pótursson, Magnús Þorsteinsson. t Dóttir okkar og systir, ODDNÝ JÓNASDÓTTIR, Þrúðvangl 10, Hellu, lést á Vífilsstaðaspítala fimmtudaginn 27. október. Guörún Árnadóttir, Jónas Helgason og systkini. ÆTTFRÆÐINAMSKEID í næstu viku hefjast námskeið hjá Ættfræðiþjónustunni í Reykjavík. Þátttakendur fá fræðslu um ættfræðileg vinnu- brögð, leitaraðferðir, uppsetningu ættartölu, niðjatals o.s.frv. Ákjósanleg skilyrði til rannsókna á eigin ættum. Unnið úrfjölda heimilda m.a. öllum manntölum til 1930, kirkjubókum og öðr- um verkum. Auk sjö vikna grunnnámskeiðs (18 klst.) er boðið upp á 12 klst. framhaldsnámskeið. Helgarnámskeið í Borgar- nesi verður 4.-12. nóvember. Ættfræðiþjónustan tekur einnig að sér að semja ættartölu fyrir einstaklinga og fjölskyldur m.a. 4-6 kynslóða ættartré á tilboðsverði. Opið í dag frá kl. 9-21 og á sunnudag frá kl. 16-20. ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN - sími27201.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.