Morgunblaðið - 29.10.1988, Page 26

Morgunblaðið - 29.10.1988, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 Uruguay: Leiðtogafimdur átta Ameríku- ríkja gagnrýnir Bandaríkin Punta del Este. Reuter. LEIÐTOGAR átta Ameríkuríkja, sem funda í Uruguay, kvöddu i dag ríkisstjórn Ronalds Reagans, sem lætur senn af völdum, og sögðust vænta betri samskipta við næsta Á fundinum, sem er haldinn í sjávarbænum PUnta del Este, gagn- rýndu leiðtogar Argentínu, Brasilíu, Kólombíu, Mexíkó, Perú, Uruguay og Venezúela stefnu Bandaríkja- manna í málefnum Suður-Ameríku og líktu Bandaríkjunum við hroka- fullan risa sem neitar að líta á ná- granna sína í suðri sem jafningja. forseta Bandaríkjanna. „Við teljum að nú sé rétt að kaflaskipti verði í samskiptum okk- ar heimssvæðis við Bandaríkin," sagði Raul Alfonsin, forseti Arg- entínu, á fyrsta degi þessarar þriggja daga ráðstefnu. „Við leggjum til að bætt pólitísk samskipti Bandaríkjanna og róm- önsku Ameríku verði forgangsverk- Umdeildum frönskum hnetti skotið á loft efni næstu ríkisstjórnar Banda- ríkjanna," sagði Miquel de la Madrid, forseti Mexíkó. Ráðamenn í ríkjunum sjö telja að ríkisstjóm Ronalds Reagans hafi ekki unnið að framgangi friðar í álfunni og að hún hafí ekki staðið sig sem skyldi gagnvart eiturlyfja- vandanum heima fyrir sem leitt hefur til aukins eiturlyfjasmygls Suður-Ameríkubúa. Þá hafa leið- togamir kvartað undan miklum toliamúmm í Bandaríkjunum. Alaska: Björgun gráhvalanna úr vökínni Prudhoe Bay ALASKA \ KANADA Svettsker leib sifi ustu 400 metrana Fyrstu holurnar Hvallmlr voru tæpum tvelm km frá hafi Sovéskur (sbrjótur braust gegn- um (shrygg og ruddl 1*16 þar til 400 m voru tll hvalanna Ishryggur á hæ6 vlb hús Gráhvalirnir tregir til að yfirgefa ísinn Barrow, Moskvu, New York. Reuter, Daily Telegraph. TVEIR gráhvalir, sem bandarískir vísindamenn og áhöfin sovésks ísbrjóts hafa reynt að bjarga úr ís skammt frá strönd Alaska-ríkis, voru horfinir á braut í gærkvöld, að sögn bandarískra vísinda- manna. Töldu þeir að hvalirnir hefðu synt á braut um leið sem sov- éskur ísbijótur braut út úr isnum seint á Smmtudag. Ljóst er að björgunarstarfíð hefiur kostað Bandaríkjamenn, Sovétmenn og Qöl- Paría. Reuter. FYRSTA franska gervihnettin- um, sem gerður er fyrir beinar sjónvarpssendingar, var skotið á loft í velheppnaðri geimferð vestur-evrópsku geimflaugar- innar Ariane-2 í fyrrinótt. Var það sjötta ferð Ariane-flaugar- innar á árinu og er sjöunda geim- skotið fyrirhugað 9. desember næstkomandi. Ariane-flauginni var skotið á loft frá frönsku geimferðastofnuninni í Kourou í Frönsku Guiana klukkan 1:17 að íslenzkum tíma í fyrrinótt. Um borð var TDF-1 sjónvarps- hnötturinn, sem skotið er fjórum árum seinna en fyrirhugað var vegna deilna í Frakklandi um gildi hans. Ýmsum þótti hann úreltur og afkastalítill, en hann var hannaður árið 1979. Tuttugu mínútum eftir geimskot hafði flaugin komið hnettinum á braut. Um miðjan dag í gær opnuð- ust síðan hlerar sem hafa að geyma rafhlöður, sem nota geisla sólarinn- ar til að framleiða raforku. Þykir það gefa vonir um að hnötturinn muni starfa eðlilega. Sams konar vestur-þýzkur hnöttur, sem skotið var á loft í fyrra, reyndist ónothæf- ur þar sem rafhlöðuhleramir opnuð- ust aldrei. Nokkur frönsk sjónvarpsfyrir- tæki og eitt vestur-þýzkt hafa lýst áhuga sínum á að fá afnot af hnett- inum. Sérstakir diskar til að taka við sendingum frá hnettinum eru þó ekki komnir á almennan markað í Frakklandi. í næstu ferð er fyrirhugað að Reuter Frá geimskoti Ariane-2 flaugar- innar í frönsku geimferðastofli- uninni í Kourou í Frönsku Guiana í fyrrinótt. Um borð var franskur sjónvarpshnöttur. Var þetta sjötta ferð Ariane-flaugar á ár- inu. flaug af gerðinni Ariane-4 flytji tvo hnetti á braut um jörðu. Annars vegar hnöttinn Astra, sem er fyrsti vestur-evrópski sjónvarps- og út- varpshnötturinn í einkaeign, og hnöttinn Skynet, sem er f eigu brezka vamarmálaráðuneytisins. miðla milljónir dala. Sovéski ísbijóturinn Vladímír Arsenev kom ásamt fylgiskipinu Makarov aðmíráll að fsnum á mið- vikudag og braut leið í átt að vök hvalanna til að þeir gætu synt út á haf. Hvölunum lá hins vegar ekk- ert á og svo fór að ís myndaðist í leiðina á ný áður en þeir komust burt. Á fimmtudag brutu eskimóar um 50 vakir í ísinn í átt til opins hafs og ginntu hvalina svo langt að einungis 275 metra leið var eft- ir. Sovéski ísbrjóturinn mddi leið að nýju fyrir hvalina í gær og hval- imir sjmtu um hana en snem brátt til baka í vökina sem eskimóamir höfðu brotið. íbúar eskimóabæjarins Barrow, sem era 3.300 talsins, fyrirhuguðu að halda veislu fyrir skipveijana á sovésku skipunum. Þeir ætluðu meðal annars að dansa fyrir þá þjóðdansa og á matseðlinum var hvalkjöt. Skipveijamir afþökkuðu boðið því að þeir vildu komast heim sem fyrst, enda höfðu þeir verið sex mánuði á sjó. Gífurlegnr kostnaður Annar sovésku skipsljóranna áætlaði að ferð skipanna tveggja til Alaska hefði kostað um 50.000 dali (um 2,4 milljónir ísl. kr.) á dag þá sjö til tíu daga sem ferðin tók. Björgunin mun hafa kostað Banda- rílqamenn rúmlega milljón dali (um 47 milljónir ísl. kr.). Kostnaður fjöl- miðla var einnig gífurlegur, að minnsta kosti ein milljón dala, en um hundrað fréttamenn fylgdust með hvölunum og offjár var eytt í gervihnattarsendingar. Hringt var þrisvar á dag úr Hvíta húsinu í Washington til stjómanda björgunarsveitanna til að spyijast fyrir um gang mála. Dagblöð í Al- aska sögðu að stjómvöld í Wash- ington hefðu ekki sýnt eins mikinn áhuga þegar sjö eskimóa, sem týnd- ust við hvalveiðar, var leitað í Al- aska í fyrra. Sumir talsmenn alþjóðlegra nátt- úravemdarsamtaka hafa fordæmt umstangið í kringum hvalina og sagt að það beri vott um tvískinn- ung stórveldanna. „Það er í raun- inni engin vistfræðileg ástæða til að bjarga þessum hvölum. Það em um 22.000 gráhvalir á þessu haf- svæði,“ sagði Cindy Lowry. fulltrúi Grænfriðunga í Alaska. „Á hveiju ári drukkna eða kren\jast tugir hvala af völdum hafíss, en engin virðist vita það,“ sagði George Cra- ig, sjávarlífífræðingur í Alaska. Ekkert um hvalveiðar í sovéskum Qölmiðlum Sovéskir ijölmiðlar hafa mikið fjallað um björgun hvalanna en at- hygli vekur að þeir hafa ekki minnst á baráttuna gegn hvalveiðum sem varð til þess að Sovétmenn hættu að drepa hvali í fyrra. Þeir hafa ekki heldur minnst á það að Sovét- menn, ásamt Japönum, vora til skamms tíma mestu hvalveiðimenn í heimi. Þessi ríki veiddu 75 prósent af þeim hvölum sem veiddir vora í heiminum þar til í fyrra. Vestur-Þýskaland: Nýr flug- vallarskattur Bonn. Reuter. VESTUR-Þjóðveijar hafa sam- þykkt að leggja skatt á þær flug- vélar sem fara um flugvelli landsins til að standa straum af auknum kostnaði við flugum- ferðarstjórn. Innheimta skattsins hefst í byij- un ársins 1990 og verður tekið gjald fyrir lendingu og flugtak, miðað við stærð flugvéla. Nýi skatturinn leggst ofan á þau flugvallargjöld sem fyrir era. Eurocontrol, samtök sem sam- ræma flugumferð yfír Belgíu, Lúx- emborg, Hollandi og norðurhluta Vestur-Þýskalands, munu sjá um innheimtu nýja flugvallarskattsins. Eru breskir rithöfiindar leiðinlegir? The Daily Telegraph. BRETAR virðast almennt ekki ánægðir með rithöfunda sína um þessar mundir ef marka má bókmenntagagnrýnenda The Daily Telegraph, Nicholas Shakespeare. Hann skrifar langa ádrepu í blaðið á breska rithöfunda og tilefiiið er yfirlýsing annars bók- mennt«g«gmrýn»nHn, D. J. Taylors, í dagblaðinu Sunday Times og tímaritinu The Spectator þess efiiis að nýjustu skáldverk eft- ir bresku rithöfunduna Kingsley Amis, Frederic Raphael, Margar- et Drabble og John Waynes séu „undantekningarlaust slæmar bækur“. Shakespeare segir að breskir rithöfundar séu haldnir þeirri ár- áttu að skrifa skáldsögur þar sem sögusviðið er flarlæg fortíð meðan j'afn mörg áríðandi málefni era í raun í brennidepli og bókmennta- verðlaunin í landinu era mörg. Undanfama tvo mánuði hef ég lesið býsnin öll af bókum því ég á sæti í dómnefnd tveggja af fjöl- mörgum bókmenntastofnunum þessa lands,“ segir Shakespeare í grein sinni. „Ég hef samvisku- samlega lesið skáldsögur sem flestar virðast rýrar að efnis- gæðum. Þær hafa ekki heldur verið skemmtilegar aflestrar, þær hafa ekki verið fræðandi og þær hafa jafnvel ekki verið vel skrifað- ar. Ef það er rétt sem haldið er fram að rithöfundar hneigist öðr- um fremur til frjálslyndra skoðana hvers vegna kjósa þá svo fáir þeirra að skrifa um samtímann?" spyr Shakespeare. „Ekkert bitastætt skáldverk þar sem gallað er um samtíma- vandamál hefur komið út undan- farin ár að undanskilinni bók Davids Cooks um kynferðislega mÍ8notkun bama (Crying out lo- ud). Enginn sér sig knúinn til að flalla um atvinnuleysi á Bret- Iandseyjum, eyðnisjúkdóminn eða róstumar á Norður-írlandi," segir Shakespeare. Þá telur hann að frásagnar- tækni breskra höfunda sé ábóta- vant, fáir þeirra skrifí bækur sem lesendur sýni áhuga. Það sjáist best ef bomar séu saman tölur Margaret Drabble jrfír bóksölu á Bretlandsejjum annars vegar og í Frakklandi hins vegar. í Frakklandi seljist „bók- menntaleg" skáldsaga í 50.000 innbundnum eintökum en í Bret- landi þyki mjög góður árangur að selja 10.000 eintök. „Það dapuriegasta við breskar nútímabókmenntir er þröngsýn- in,“ segir Shakespeare. Breska rithöfunda skortir lifsþrótt, sér- Kingsley Amis stöðu og þeir hafa ekkert að segja og ná ekki til lesenda. Þetta seg- ir e.t.v. eitthvað um stöðu rithöf- unda í samfélaginu og hvemig rithöfundurinn metur stöðu sína. Viðbrögð rithöfunda við róttæk- um samfélagsbreytingum felast e.t.v. í því að hverfa til baka til allt annars timabils," segir í ádrepu Nicholas Shakespeares, bókmenntagagnrýnanda The Da- ily Telegraph.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.