Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 BÓKAÚTGÁFAN í VETUR: MORGUNBLAÐIÐ hefur fengið upplýsingar frá útgefendum um bókaútgáfuna í vetur. Hér birtist yfirlit, sem unnið er upp úr þessum upplýsingum. Þrjár bækur frá Æskunni ÆSKAN gefur út þijár bækur fyrir þessi jól. Fyrst má nefiia „Baráttusögu athafiiamanns" ævisögu Skúla Pálssonar á Lax- alóni sem Eðvarð Ingólfsson skráði. Aðrar bækur frá Æskunni eru: „Óvænt ævintýri", unglingabók eft- ir Ólaf M. Jóhannesson, mynd- skreytt af höfundi og „Meiriháttar stefnumót", sem einnig er ungl- ingasaga, eftir Eðvarð Ingólfsson. Akranes: Ellefii bækur frá Hörpuútgáfiinni hf. Akranesi. Hörpuútgáfan hf. á Akranesi mun gefa út ellefu bækur nú í haust og hafa þær fyrstu nú þegar komið á markaðinn. Ut kemur annað bindi af viðtals- bók Hjartar Gíslasonar blaða- manns, __ Aflakóngar og athafna- menn. í bókinni er rætt við Öm Þór Þorbjömsson, Homafirði, Sig- uijón Óskarsson, Vestmannaeyj- um, Willard Fiske Ólason, Grindavík, Arthur Öm Bogason, Vestmannaeyjum, Snorra Snorra- son, Dalvík og Jón Magnússon, Patreksfirði. „ Landamótun og byggð í fimmtíu ár“ heitir bók, sem gefin er út í samstarfi við Landmælingar íslands. í henni eru 50 valdar loft- myndir sem sýna náttúru og stað- hætti víðs vegar á landinu og sýna breytingar sem orðið hafa sl. 50 ár. Þorvaldur Bragason og Magnús Guðmundsson landfræðingar tóku saman efnið og völdu myndirnar. Texti bókarinnar er bæði á ensku og íslensku. A síðasta ári kom út hjá útgáf- unni bókin Lífsreynsla í samantekt Braga Þórðarsonar og kemur ann- að bindi út nú. Meðal annarra útgáfubóka Hörpuútgáfunnar er handbók um siði og venjur á merkum tímamót- um, sem Hermann Ragnar Stef- ánsson hefur tekið saman og þýdd bók, um litaval í fötum og farða, þar sem Unnur Amgrímsdóttir hafði umsjón með útgáfunni. í útgáfu Hörpuútgáfunnar eru flórar þýddar bækur eftir höfund- ana Jack Higgins, Duncan Kyle, Bodil Fossberg og Erling Poulsen. Fyrr á þessu ári komu út í nýrri útgáfu bækumar Lilja Eysteins Ásgrímssonar og Ljóðaþýðingar Yngva Jóhannessonar. - JG Setberg gefur út ellefíi bækur SETBERG sendir frá sér ellefú bækur, þar af fimm barna- og unglingabækur. Fyrst má nefna æviminningar Sigurbjöms Einarssonar, biskups sem Sigurður A. Magnússon hefur skráð og nefnast „Sigurbjörn biskup - ævi og starf". Þá kemur út ný skáldsaga eftir Isaac Bas- hevis Singer, sem heitir í íslenskri þýðingu Hjartar Pálssonar „Jöfur sléttunnar". „Vetrarstríðið" er skáldsaga eftir finnska rithöfundinn Antti Tuuri, sem hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs 1985. Það er Njörður P. Njarðvík sem þýðir bókina. Ástarsaga eftir Danielle Steel og spennusaga eftir Robert Ludl- um eru meðal útgáfubóka Set- bergs og auk þess matreiðslubók- in „Úrvalsréttir í örbylgjuofni" sem Dröfn Farestveit þýddi og staðfærði. „Bráðum koma blessuð jólin" er safn jólasagna og vísna sem Stefán Júlíusson semur þýðir og endursegir og Ámi Elvar hefur valið og útsett íslensk lög í „Söng- og píanóbók bamanna". Tvær Heiðubækur koma út í nýrri myndskreyttri útgáfu; „Heiða heimsækir afa“ og „Heiða fer til borgarinnar". Fyrir börn og unglinga kemur bókin „Lifandi heimur dýranna" í þýðingu Óskars Ingimarssonar, þar sem fjallað er um dýralíf hverrar heimsálfu fyrir sig. Þrettán bækur •• frá Krni og Qriygi Fjöldi bóka frá Iðunni ENDANLEGUR ^öldi útgáfú- bóka Iðunnar liggur ekki fyrir. En meðal þeirra er bók sem nefnist „Á forsetavaktinni - dagar í lífi Vigdísar Finnboga- dóttur“ skrásetjari er Steinunn Sigurðardóttir, rithöfúndur. Ný bók í flokknum „Öldin okk- ar“ kemur út og nær hún yfir tíma- bilið frá 1981 - 85. Eyvindur P. Eiríksson er með sína fyrstu skáldsögu og nefnist hún „Múkkinn". „í §ömborðinu“ em sjálfstæðir þættir um líf ungs drengs á Vestfjörðum eftir Njörð P. Njarðvík og Garðar Sverisson skráir endurminningar Leifs Mull- er, sem iifði af vist í fangabúðum Akureyri: Attabækur fráBOB Bókaforlag Odds Björnssonar sendir frá sér átta bækur i ár. Meðal þeirra er tuttugasta og áttunda bók Ingibjargar Sigurð- ardóttur, ástarsagan „Snæbjörg í Sólgörðum“. Aðrar bækur frá BOB em: „Jó- dynur - hestar og mannlíf í Aust- ur-Skaftafellssýslu“ skrif 17 höf- unda um ættir, kyn og notkun hesta í Austur Skaftafellssýslu gegnum árin. Guðmundur Birkir Þorkelsson bjó til 'prentunar. „I frásögur færandi" em ferða- þættir frá ýmsum löndum eftir Richardt Ryel, íslending sem bú- settur hefur verið erlendis í ára- tugi. Fyrsta skáldsaga Jóns Gísla Högnasonar nefnist „Æskuást og önnur kona“,. Þijáf bækur fyrir yngstu kyn- slóðina em á útgáfulista BOB: „Hamingjublómin", átjánda bók Guðjóns Sveinssonar með mynd- skreytingum Péturs Behrens, og tvær bækur um Depil; „Depill fer í útilegu" og „Depill fer í sjúkravitj- un“. Þýðandi er Geir S. Bjömsson. Auk þessa gefur BOB út eina bók á ensku „Ripples from Ice- land“ þar sem Amalía Líndal-Webb er var búsett hérlendis frá 1949—72 lýsir kynnum sínum af iandi og þjóð. Nasista á stríðsáranum. Þriðja bókin í flokknum um íslenska athafnamenn „Þeir settu svip á öldina" eftir Gils Guðmunds- son kemur út og endurútgefnar verða tvær Ijóðabækur Hannesar Péturssonar „Heimkynni við sjó“ og „Kvæðasafn". Fýrsta skáldsaga Iris Murdoch „Nunnur og hermenn" kemur út í íslenskri þýðingu Sigurðar G. Tóm- assonar. Bækur eftir Alistair Mac- Lean, Hammond Innes og David Morell og ástarsögur eftir Phyllis A. Whitney og Chaterine Gaskin koma út hjá Iðunni að vanda. Stóri kvennafræðarinn er ný bók eftir Miriam Stoppard höfund Stelpnafræðarans sem verður end- urútgefín. Ingimar Jónsson hefur skrifað alfræðibók um skák og einnig koma út ijölfræðibók um nudd og tvær handbækur um sjúk- dóma önnur um hjartasjúkdóma og hin um bakverki. Önnur bókin um spádóma Nostradamusar eftir Guðmund S. Jónasson kemur út og einnig bók um stjömuspeki eftir Gunnlaug Guðmundsson sem nefnist „Hver er ég?“. Þá kemur út ný íslensk - ensk orðabók, ísl-þýsk, þýsk-íslensk orðabók, Rímnaorðabók, Rúnabók og íslensk bamaorðabók sem er ætlað að venja böm við notkun uppflettirita. Fjöldi bamabóka, unglingabóka, teiknimyndasagna og fræðibóka er einnig á útgáfulista Iðunnar fyrir þessi jól. FRÁ Emi og Örlygi koma þrett- án bækur á markaðinn. „Fegurð íslands og fomir sögustað- ir“ hefur að geyma svipmyndir og sendibréf W.G.Collingwoods frá ís- landsferð hans 1897. Formála rita Haraldur Hannesson, Bjöm Th. Björnsson og Janet Coílingwood Gnosspelius. Ásgeir S. Bjömsson fór í slóð Collingwoods og kannaði myndefnið. „Reykjavík - sögustaður við Sund“ er þriðja og síðasta bindi með texta Páls Líndal, ritstjóri er Einar Amalds og myndaritstjóri Örlygur Hálfdanarson. „Þjóðhættir og þjóðtrú" heitir bók, sem Þórður Tómasson, safn- stjóri í Skógum skráði eftir Sigurði Þórðarsyni frá Bmnnhól. Sveinn Ólafsson þýðir „Himinn og hel - undur lífsins eftir dauðann“ eftir Emanúel Swedeborg. „Undirheimar íslenskra stjóm- mála" eftir Þorleif Friðriksson, sagnfræðing er sjálfstætt framhald „Gullnu flugunnar" og „Saga Þor- lákshafnar til loka áraskipaútgerð- ar“ er þriggja binda ritverk eftir Skúla Helgason sem rekur atvinnu og menningarsögu Þorlákshafnar til ársins 1929. Ólafur Halldórsson hefur þýtt „Lækningahandbókina" eftir Erik Bostmp og Guðjón Magnússon, aðstoðarlandlæknir, ritar formála. „Mývatn - A Paradise for Nature Lovers" eftir David Williams fjallar um Mývatn og Mývatnssvæðið á ensku og í henni em 133 litmyndir og kort auk teikningar af öllum Ijallahringnum við Mývatn eftir Sigurð Val Sigurðsson. Þriðja bindi „Minninga Huldu Á. Stefánsdóttur" ber undirtitillinn „Skólastarf og efri ár“ og þar fjall- ar Hulda um skólastjóraár sín og lætur hugann reika á efri ámm. Nítjánda bindi björgunar- og sjó- slysasögu íslands „Þrautgóðir á raunastund" eftir Steinar J. Lúðvíksson fjallar um árin 1972, 1973 og 1974 og er síðasta bindi flokksins í bili. „Ógnir Alpakastalans" er njós- nasaga eftir Colin Forbes í þýðingu Snjólaugar Bragadóttur. Óg loks koma frá Emi og Örlygi tvær barnabækur: „Gólfleikjabók Amar og Örlygs" eftir Caroline og John Astrop í þýðingu Jóns Skaptason- ar,sem inniheldur margs konar leiki og þrautir og „Lítill ísbjöm einn í vanda“ saga fyrir yngstu börnin eftir Hans de Beer. Helga Einars- dóttir þýddi. Sjö bækur frá Tákni Frá Tákni koma sjö bækur á þessu hausti. I bókinni „íslenskir nasistar" er saga Þjóðemishreyfingar íslend- inga og Flokks þjóðernissinna rak- in; af Illuga og Hrafni Jökulssonum. „Á miðjum vegi í mannsaldur" heit- ir bók Guðmundar Daníelssonar um Ólaf Ketilsson og „Ástvinamissir" er skrásetning Guðbjargar Guð- mundsdóttur á upprifjun tíu íslend- inga á reynslu sinni af ástvinamissi. Geir Svansson er ritstjóri hand- bókar fyrir kylfinga. „Krabbamein" nefnist reynslu- saga Heidi Tuft, norskrar konu, sem Eiríkur Brynjólfsson þýddi. Skáldsaga Vitu Andersen „Hvora höndina viltu?“ kemur út í íslenskri þýðingu Ingu Birnu Jónsdóttur og loks kemur bók um sifjaspell „Böm- in svikin - tortímingarmáttur si§a- spella" í þýðingu Guðrúnar Einars- dóttur, sálfræðings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.