Morgunblaðið - 29.10.1988, Side 23

Morgunblaðið - 29.10.1988, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 23 Prentiðngreinar sameinast: Sýnir framsýni bókagerðar- manna að tileinka sér nýja tækni •• # # - segir Orn Jóhannsson formaður Félags íslenska prentiðnaðarms MIKIL tækniþróun hefur orðið í prentiðnaði á síðastliðnum árum. Sú þróun hefixr leitt til þess, að iðngreinar í bókagerð og verksvið manna hafa skarast í ríkari mæli en áður var. Félag íslenska prentiðnaðarins og Félag bókagerðarmanna hafa náð samkomulagi um sameiningu einstakra iðngreina innan prentiðnaðarins og menntamálaráðuneytið hefúr sam- þykkt þær breytingar. Nú eru prentiðngreinarnar þrjár í stað átta áður, þær eru prentsmiði, prentun og bókband. I framhaldi af þessum breytingnm á skipan prentiðngreina breytist einnig prentnámið í iðnskólanum. Ennfremur verða skipulögð endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi meistara í eldri prentiðngreinunum. Morgunblaðið/RAX Þórir Guðjónsson formaður Félags bókagerðarmanna t.v. og Örn Jóhannsson formaður Félags íslenska prentiðnaðarins. Á undan þróuninni — segir Þórir Guðjónsson formað- ur Félags bókagerðarmanna Forsvarsmenn prentiðnaðarins og bókagerðarmanna lýstu ánægju sinni með þessar breyt- ingar í samtali við Morgunblaðið, en jafnframt töldu þeir áhyggju- efni hve vanbúinn Iðnskólinn er að tækjum og búnaði til að kenna þessi fræði og fylgjast með örri þróun í prenttækni. Frumkvæði FBM ogFÍP Síðastliðið vor sendu Félag íslenska prentiðnaðarins og Félag bókagerðarmanna bréf til þáver- andi menntamálaráðherra, Birgis ísleifs Gunnarssonar. Þar er greint frá svohljóðandi samþykkt aðalfunda félaganna: „Aðalfund- ur FBM/FÍP óskar eftir því við menntamálaráðuneytið að það flýti eins og kostur er reglugerð- arsmíð vegna nýskipunar iðn- greina í bókagerð." Þess er farið á leit við ráðherra, að hann hlut- ist til um að ráðuneytið verði við þessari bón félaganna hið allra fyrsta. Góðar undirtektir Menntamálaráðherra svarar erindinu þann 18. júlí og heimilar breytingar á skipan iðngreina í prentiðnaðinum eins og gerð er grein fyrir í bréfi Iðnfræðsluráðs frá 3. maí. Ráðherra lofar að breytingamar verði settar inn í nýja reglugerð sem byggir á nýj- um lögum um framhaldsskóla. Á fundi Iðnfræðsluráðs 14. september síðastliðinn var sam- þykkt, að frá og með 15. septem- ber væri einungis heimilt að gera námssamninga í hinum nýju iðn- greinum bókagerðar. Eldri náms- samningum lýkur hins vegar sam- kvæmt reglugerðinni eins og hún var fyrir breytingu. Breytingarnar Breytingarnar fela í sér, að setning og umbrot, filmuskeyting og plötugerð, offsetljósmyndun, prentmyndaljósmyndun og prent- myndasmíði sameinast í eina grein sem kallast prentsmíði. Hæðarprentun og offsetprentun sameinast í eina grein sem nefn- ist prentun. Bókband verður óbreytt. I kjölfar þessara breytinga samþykktu stjómir FBM og FIP eftirfarandi sem varðar réttinda- mál: Öll áunnin réttindi haldast óbreytt. Sveinar í einhverri af þeim fimm greinum sem sameinast í prentsmíði hafa réttindi til að vinna á því sviði sem prentsmíðin afmarkar. Sama gildir um prent- greinar. Meistarar í einhverri af hinum eldri iðngreinum geta gert samn- ing við iðnnema, en skuldbinda sig jafnframt til að sjá nemunum fyrir kennslu meistara í þeim þátt- um sem viðkomandi hefur ekki réttindi í, annaðhvort hjá öðrum meisturum innan sama fyrirtækis, í öðrum fyrirtækjum eða í skóla. Vilji meistari í einhverjum af hinum eldri iðngreinum fá full réttindi í hinni nýju iðngrein verð- ur hann að sækja viðurkennd end- urmenntunarnámskeið í þeim þátfym sem á vantar. Einnig er heimilt að læra verklegu þættina hjá meisturum í því fyrirtæki sem viðkomandi vinnur hjá, en bóklegu þættina á námskeiðum. Náminu skal í öllum tilfellum ljúka með prófi. Stórt skref á undan þróuninni Morgunblaðið ræddi við for- svarsmenn FBM og FÍP í tilefni af þessum breytingum. „Það má segja að með þessu erum við að stíga ansi stórt skref og, má kannski segja, að vera á undan þróuninni," sagði Þórir Guðjónsson formaður FBM. „Við erum kannski með þessu að fyrir- byggja hugsanleg vandræði sem upp kynnu að koma innan örfárra ára, eftir því sem fyrirtækin fara að tileinka sér þau framleiðslu- tæki sem nú er boðið upp á, þann- ig að ekki komi til árekstra eins og urðu til dæmis þegar offsetið var að koma inn með mestum þunga á sínum tíma. Það eru að koma og jafnvel þegar komin hérna í vinnsluna tæki, þar sem efnið kemur umbrotið út úr tælq- unum. Þú lagar það kannski til á tölvuskermi, síðan er það keyrt út. Þú ræður því núna hvort þú keyrir þetta út á pappír eða á filmu. Hægt er að setja myndimar inn um leið á skermum og þá er það keyrt út í endanlegri gerð.“ Víðfeðmari þekking’ „Ég held að þessi breyting komi óhjákvæmilega til með að leiða til þess að fólk fær, ef vel tekst til, víðfeðmari þekkingu eða yfír- lit yfir allt forvinnslusviðið, en sérhæfist held ég óneitanlega töluvert mikið innan sviðsins eins og raunar hefur átt sér stað und- anfarin ár. Þá kom þetta óneitan- lega þannig út, að einn neminn stóð sig mjög vel í að teikna strikaforma og annað slíkt og hann kannski einangraðist í því. Af þessu leiddi að lítil hreyfing varð á fólki á milli einstakra verk- þátta, að minnsta kosti í stærri fyrirtækjum. En þetta er að minnsta kosti gott skref í þá átt að fólk verði sér betur meðvjtandi um hvað gerist á öðmm stigum í framleiðslunni. Það er kennt eftir þessu núna á þessari haustönn í tilraunaskyni og samstarfshópur hefur verið settur á fót á vegum menntamála- ráðuneytisins til þess að fylgjast með þesari kennslu. I hópnum em fulltrúar FBM, FÍP, bókagerðar- nema, Iðnskólans og mennta- málaráðuneytisins," sagði Þórir Guðjónsson,- Framfaraspor „I fyrsta lagi ber að fagna þeim áfanga sem náðst hefur með sam- einingu iðngreinanna," sagði Örn Jóhannsson formaður Félags íslenska prentiðnaðarins. „Fyrir góða samvinnu FÍP og FBM hefur tekist að stíga þetta framfara- spor. Ég lít á þetta sem viðurkenn- ingu og skilning beggja aðila á allri þeirri tækni sem komin er og væntanleg er. Það sýnir fram- sýni bókagerðarmanna að tileinka sér og aðlagast nýrri tækni. Þeir em að gera það sem þarf, en ekki að streitast á móti. Þetta ber vott um aukna samvinnu félag- anna. Það er gífurleg breyting, að framvegis geta þeir sem unnu við allar þessar sjö greinar gengið hver í annars störf. Þetta skapar miklu rýmra og fjölbreyttara verksvið fyrir þá sem vom í þess- um afmörkuðu greinum.“ Iðnskólinn vanbúinn Báðir lýstu þeir Þórir og Örn nokkmm áhyggjum af vanbúnaði Iðnskólans til að takast megi að fylgja tækniþróuninni eftir í iðn- náminu. „Ég lýsi áhyggjum mínum af tæknilegum vanbúnaði prentdeildarinnar í Iðnskólanum," sagði Örn. „Eftir því sem mér er tjáð stefnir Iðnskólinn meira í það að kenna fræðin og það verði lagt meira í hendur fyrirtækjanna að kenna tæknina." „Það er meginatriði, að kennsl- an í Iðnskólanum verður að efl- ast, annars hrynja þessi mark- mið,“ sagði Þórir. „Skólann vant- ar bæði tæki og önnur gögn, þetta er hið eilífa spursmál um krónur og aura. Því miður er skólinn frek- ar illa í stakk búinn til að sinna sínu hlutverki í þessari samein- ingu iðngreinanna. Það er hábölv- að ef þetta gengur til baka fyrir það að skólinn geti ekki rækt sitt hlutverk." Sjónvarpsmynd talsett í fyrsta sinn hér á landi TALSETNING á myndaflokkn- um Nonna, sem gerður er af þýskum framleiðslufyrirtækj- um í samvinnu við íslenska sjón- varpið og þýskar, austurrískar, svissneskar og spænskar sjón- varpsstöðvar, hefur að undan- fornu staðið yfir á vegum Ríkisútvarpsins-Sjónvarps. Þetta er í fyrsta sinn sem sjón- varpsmyndaflokkur er talsettur á íslensku. Ágúst Guðmundsson leikstjóri stjórnar því verki, sem unnið er í hljóðveri Júlíusar Agn- arssonar. Myndaflokkurinn Nonni er byggður á alkunnum bókum Jóns Sveinssonar og segir frá æsku hans og uppvaxtarárum. Upptök- ur fóru að verulegu leyti fram á íslandi sumarið 1987. Verkið er í 6 þáttum, u.þ.b. klukkustundar- löngum. Það verður sýnt í desem- ber í Þýskalandi, Sviss og Aust- urríki. p H Áskriftarsíminn er 83033 Áætlað er að sýningar á mynda- flokknum Nonna hefjist í íslenska sjónvarpinu á jóladag kl. 20.30 og verður síðan sýndur einn þáttur á dag á sama tíma uns flokknum lýkur 30. desember. Morgunblaðið/Ámi Sœberg Garðar Þór Cortes og Einar Örn Einarsson vinna að hljóðsetningu Nonna undir stjórn Agústs Guðmundssonar leikstjóra. iri6ATa§9viítti»vája .noaernrsggA L~«—...... M/TSUB/SH/ J*.LAN BILL FRÁ HEKLU BORGAR IHIHEKLAHF Laugavegi 170 172 Simi 695500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.