Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 NORRÆNT TÆKNIÁR 1988 N áttúrufræ ð i sto fti - anir — Opið hús Hér við Hlemm í Reykjavík eru Náttúrufræðistofnun íslands og Veiðimálastofiiun til húsa. í tilefni af Norrænu tækniári 1988 verða náttúrufræðistofnanir og náttúrugripasöfn víða um land með Opið hús, sunnudaginn 30. október, milli kl. 13 og 17. Fólki er boðið að koma, skoða stofnanim- ar og kynna sér það sem þar fer fram. Náttúrufræði- stofnun Islands Stofnunin er til húsa við Hlemm í Reykjavík (í sama húsi og Veiði- málastofnun). Starfslið stofnunar- innar er 8 háskólamenntaðir starfs- menn og alls eru starfsmenn 11. Auk þeirra vinna margir við stofn- unina tímabundið. Stofnuninni er skipt í þijár deild- ir; dýrafræðideild, grasafræðideild og jarðfræðideild. Af langtímaverk- efnum deildanna má nefna: A dýrafræðideild er unnið að al- mennum fuglamerkingum, teg- undaskrá fugla og skráningu varp- útbreiðslu. Fylgst er með ástandi ijúpnastofnsins og fylgst er með flækningsfuglum og öðrum sjald- gæfum fuglum í samvinnu við áhugamenn. Þá hafa verið rannsak- aðar tegundir og útbreiðsla §öl- margra íslenskra landdýra. A grasafræðideild hafa m.a. farið fram rannsóknir á tegundum og útbreiðslu mosa og háplantna, land- nám plantna og þróun plöntusam- félaga, einkum á jökulskeijum í Breiðamerkutjökli. Fylgst hefur verið' með breytingum á gróðri í þjóðgarðinum í Skaftafelli. A jarðfræðideild hefur m.a. verið rannsökuð jarðfræði nútímagosefna á Suður- og Vesturlandi og myndun móbergs í Surtsey. Einnig hefur verið unnið að gerð jarðfræðikorta af íslandi. Auk langtímarannsókna er á Náttúrufræðistofnun unnið að fjölda skammtímaverkefna, oft í samvinnu við aðrar stofnanir eða aðila. Þjónusta og fræðslustarfsemi er viðamikill þáttur í starfsemi stofn- unarinnar og margvísleg fyrir- greiðsla og leiðbeiningar eru veittar almenningi og stofnunum. Stofnunin er með sýningarsal, og eru þar uppstoppaðar allar ís- lenskar fuglategundir, allmörg spendýr og nokkuð af erlendum dýrum. Einnig er þar nokkurt safn sjávardýra, íslenskar plöntur og steinasafn. Á sunnudaginn verður opinn nýr viðbótar sýningarsalur, þar sem ýmis dýr verða sýnd í sínu eðlilega umhverfi. Náttúrugripasafin Borgarfjarðar Safnið er til húsa í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4—6, Borgarnesi, ásamt bókasafni, byggðasafni, skjalasafni og lista- safni. Náttúrugripasafnið á flesta varp- fluga íslands uppstoppaða og fjölda erlendra flækningsfiigla, alls 358 fugla. Þar er einnig gott steinasafn. Náttúrufiræðistofinun Norðurlands Stofnunin er til húsa í Hafnar- stræti 81. Hún er rannsóknastofnun í náttúrufræði, með áherslu á grasafræði. Af sérmenntuðu fólki eru í fullu starfi við stofnunina, tveir grasafræðingar, einn garð- yrkjufræðingur og einn jarðfræð- ingur, auk eins líffræðings í hluta- starfi. Stofnunin hefur sérhæft sig inn- an grasafræðinnar í íslenskum há- plöntum, fléttum og sveppum og innan jarðfræðinnar í setlagarann- sóknum. Rannsóknimar eru ýmist grunnrannsóknir á náttúm íslands, eða hagnýtar útseldar rannsóknir. Aðalviðfangsefni grunnrann- sóknanna eru útbreiðslukort íslenskra blómplantna og byrkn- inga, fléttuflóra íslands, rannsóknir á íslenskum sveppum og kortlagn- ing jökla í lok siðustu ísaldar. Stofnunin selur rannsóknir og þjónustu til ýmissa aðila. Einnig veitir hún ýmsa fyrirgreiðslu og upplýsingaþjónustu í náttúrufræði til almennings án endurgjalds. Stofpunin sér um rekstur Lysti- garðs Akureyrar, sem jöfnum hönd- um er skrúðgarður og grasagarður opinn almenningi. Einnig sér stofnunin um rekstur Opið hús Geislasteinn. í tilefni af Norrænu tækniári 1988, verður Veiðimálastofiiun með Opið hús, sunnudaginn 30. nóvember, milli kl. 13 og 17, í aðalstöðvum sínum við Hlemm i Reykjavík (sama stað og Nátt- úrufræðistofiiun íslands). Fólki er boðið að koma og skoða stofn- unina, kynna sér það sem þar fer fram og þiggja veitingar. Starfssvið Veiðimálastofnun er stjómunar- og rannsóknastofnun í laxarækt, laxeldi og hafbeit. Hún hefur einnig umsjón með tilraunastarfsemi í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði, sem verið hefur brautryðjandi í eldi laxaseiða og hafbeit undanfarin 20 ár. Stofnunin starfar á sviði, sem er í mjög örri þróun og verkefni stofn- Ráðstefiia um siðfræði og störf tæknimanna í tilefiii af Norrænu tækniári heldur Háskóli íslands nám- stefiiu er ber heitið „Siðfræði og störf tæknimanna". Nám- stefiia þessi verður haldin í Norræna húsinu, föstudaginn 4. nóvember, kl. 13—17.30. Á námstefnunni verður fjallað um siðfræði og siðfræðileg álita- mál, sem tengjast tækni og störf- um tæknimanna. Bæði verður íjallað um mál sem tengjast störf- um einstakra tæknimanna og mál sem tengjast tækniþróun al- mennt. Eyjólfur Kjalar Emilsson lektor mun fjalla um „Hvað er siðfræði?" Páll Skúlason prófessor fjallar um „Veröld tækninnar og mann- leg verðmæti". Egill Skúli Ingibergsson verk- fræðingur hjá Rafteikningu hf. Qallar um „Siðfræðileg vandamál í störfum íslenskra tæknimanna". Dean Abrahamsson prófessor við Háskóla íslands mun fjalla um „Limits to growth, a national re- sponsibility". Öllum er heimilt að taka þátt í námstefnu þessari. Skráning fer fram á aðalskrifstofu Háskóla ís- lands, sími 694306. Verð er kr. 1200. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu endurmennt- unarstjóra Háskólans í símurrt 23712 og 687664. unarinnar eru sífellt að aukast. Hún sér t.d. um flestar rannsóknir í ám og vötnum hér á landi auk margvís- legra rannsókna í fískeldi og haf- beit. Rannsóknaverkefíii Of langt mál er að telja upp öll þau rannsóknaverkefni sem stofn- unin vinnur að, en nefna má for- rannsóknir í Blöndu í Húnaþingi vegna væntanlegrar virkjunar, rannsóknir á heimtum villtra gönguseiða í Miðfjarðará og Elliða- ám, rannsóknir á lífsferli sjóbirtings í Skaftafellssýslum og fæðuval laxaseiða á fyrstu vikum í sjó. Á fiskeldissviði ber hæst könnun á möguleikum kynbóta í hafbeit, stór- seiðaeldi á laxi og aukningu á arð- semi hafbeitar með framleiðslu ódýrari gönguseiða. Fiskeldisverk- efnin fara að mestu fram í Kolla- fjarðarstöðinni og eru unnin í sam- vinnu við aðrar ríkisstofnanir og eldisfyrirtæki í einkaeign. Deildir á landsbyggðinni Fyrir um það bil 10 árum síðan var mótuð sú stefna að flytja hluta af starfsemi stofnunarinnar út á landsbyggðina og nú eru starfandi deildir frá henni í Borgamesi, á Hólum í Hjaltadal, Egilsstöðum og Selfossi. Þessi starfsemi hefur V eiðimálastofiiun reynst vel, þar sem viðkomandi sér- fræðingar eru nær sínum viðfangs- efnum og rannsóknir og ráðgjöf geta því oft orðið markvissari. Yfirlit um laxveiði og fískeldi Veiðimálastofnun heldur saman skýrslum um lax- og silungsveiði hér á landi og gerir um það árlegt yfirlit. Hún hefur einnig safnað saman upplýsingum um fiskeldis- framleiðsluna, sem hefur farið ört vaxandi undanfarin ár. Stofnunin er einnig leiðandi í setningu reglu- gerða til að minnka hættu á út- breiðslu fisksjúkdóma og óæskilegri kynblöndun laxfiska vegna ört vax- andi fiskeldisstarfsemi. Unnið við veiðar og merkingar laxaseiða á vatnasvæði MiðQarðarár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.