Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 33 AF INNLENDUM VETTVANGI FRIÐRIKINDRIÐASON Skuldugustu frystihúsin: Ný lán bjarga litlu í rekstrinum Umsóknir um Lán úr Atvinnutryggingasjóði eru nú byrjaðar að berast til sjóðsins. Aðallega er um fiskvinnslufyrirtæki að ræða enda markmiðið með sjóðnum einkum að aðstoða þau við að kom- ast úr erfiðri skuldastöðu. Hinsvegar virðist ljóst að hvað skuldug- ustu fiskvinnslufyrirtækin varðar, og þá einkum í frystingu, að ný lán til þeirra bjarga litlu um reksturinn. í raun hafa mörg þessi fyrirtæki verið með mjög erfiðan rekstur um árabil en ver- ið haldið á floti með úthlutunum á Qármagni úr ýmsum sjóðum. Til hliðsjónar hafa legið sjónarmið byggðastefiiu enda oft um að ræða nær eina atvinnuskapandi fyrirtækið f viðkomandi byggðar- lagi. Iúttekt sem Þjóðhagsstofnun gerði nýlega á afkomu frysting- ar annarsvegar og söltunar hins- vegar á síðasta ári kemur fram sláandi munur á stöðu hinna 17 verst settu frystihúsa og hinna 16 best settu þegar litið er á afkomu- tölur. 17 verst settu húsin hafa aðeins 0,4% verga hlutdeild fjár- magns, það er aðeins 0,4% af rekstrartekjum eru eftir til að mæta fjármagnskostnaði og af- skriftum. Hjá hinum 16 best settu er þetta hlutfall viðunandi eða 13,9%. Til að líta á þetta dæmi frá öðrum sjónarhóli þá skiluðu 17 verst settu frystihúsin á síðasta ári aðeins 11 milljón krónum upp í Qármagnskostnað og afskriftir af 2,5 milljarða króna tekjum. Hjá hinum 16 best settu voru þetta 739 milljónir af 5,3 milljarða króna tekjum. I söltuninni er þessi munur enn meiri. 21 af verst séttu fyrirtækj- unum þar skiluðu aðeins 12 millj- ónum króna upp í fjármagnskostn- að og afskriftir af 1,3 milljarða króna tekjum eða 0,9%. 21 af best settu fyrirtækjunum skiluðu hins- vegar 320 milljónum króna af 1,5 milljarða króna tekjum eða 20,9%. í úttekt sem Byggðastofnun gerði fyrir Morgunblaðið á skulda- stöðu 7 fyrirtækja úr hópi þeirra 17 verst settu kemur fram að að meðaltali skortir þau 9,6 milljónir króna til að eignir dugi fyrir heild- arskuldum á síðasta ári. Og ef reksturinn á því ári er skoðaður skorti þau að meðaltali 17,6 millj- ónir króna til að endar næðu sam- an. Því er ljóst að ekkert viðskipta- vit er í að lána þessum fyrirtækjum áfram. Skynsamlegra er að gera þessi fyrirtæki upp svo nýir eigend- ur geti byijað með hreint borð. Slíkt mun að sjálfsögðu kosta gífurlegar upphæðir fyrir lánar- drottna þeirra og lenda mikið til að lokum beint eða óbeint á ríkis- sjóði. Á móti stendur að áfram- haldandi lánsfjáraustur í þau hefur nákvæmlega sömu áhrif til lengri tíma litið. Skellurinn verður aðeins stærri er hann loksins kemur. Hvað veldur? En hvað veldur því að 17 frysti- hús eru svo gott sem gjaldþrota meðan rekstur annarra er í viðun- andi horfi eða betri? Ýmsir þættir spila inn í það dæmi, stærð, afla- samsetning, staðsetning á landinu, hvort þau hafi aðrar greinar til að létta undir með rekstrinum, svo sem söltun eða bræðslu, og einnig skiptir oft máli hvort viðkomandi hús á eigin skip eða verður að kaupa fisk af öðrum. Ef litið er í fyrrgreinda úttekt Þjóðhagsstofnunar kemur í ljós að stærð fyrirtækjanna skiptir verulegu máli hvað afkomuna varðar. Heildarúrtakið sem Þjóð- hagsstofnun studdist við var 65 ffystihús og voru þau flokkuð í 17 verst settu, 32 með meðalaf- komu og 16 best settu. í ljós kom að þau 16 best settu höfðu 41% hærri tekjur en allt úrtakið. Hlut- fall vinnulauna í kostnaði þeirra var 22% á móti 28% hjá hinum verst settu og þau greiddu minnsta hráefnisverðið. Hlutfall vinnulauna sýnir að vinnuaflið nýtist mun betur í stærri húsunum en þeim minni. Ekki er erfitt að koma auga á orsakir þess þar sem stærri húsin geta yfirleitt haldið jafnri og stöð- ugri vinnu í framleiðslu sinni en hætta er á meiri sveiflum hjá þeim minni. Þetta kemur til þar sem stærri húsin hafa útgerð sam- fÆsiaiHJ ■ Kéc Jti TtmS .*atssss* SEjaiM >F»l|Od __ m hliða rekstrinum en þau minni verða oft að treysta á aðkeypt aðföng. Mismunur á hráefnisverði liggur einnig í þessu. Þá má einn- ig nefna að hús sem hefur 50 manns í vinnu þarf að kosta hinu sama til í fastan skrifstofukostnað og hús sem hefur 100 manns í vinnu. Hvað vinnuafl varðar má einnig nefna að á þenslusvæðum eins og á Reykjanesi hefur gengið illa að manna húsin en á Norðurlandi eystra til dæmis er það ekki vandamál. Staðsetning- og aflasamsetning Staðsetning frystihúsanna á landinu hefur töluvert að segja hvað afkomuna varðar. í úttekt Þjóðhagsstofnunar kemur fram að hin verst settu er einkum að finna á Reykjanesi og Austfjörð- um. Hvað síðamefnda svæðið varðar er þó rétt að taka fram að frystingin er meira aukabú- grein en aðal þar sem fiskvinnslur þar byggjast mikið á bræðslu og síld. Staðsetning á aflasamsetningu haldast nokkuð í hendur. Þannig er unnið meira af karfa og ufsa á Reykjanesi en á Vestfjörðum þar sem togaramir skila meira af hreinum þorskafia svo dæmi sé tekið. Þá má einnig nefna að vetrarvertíð hefur bmgðist á Reykjanesi á undanfömum ámm. Og hvað bolfiskaflann á Aust- flörðum varðar byggist hann mik- ið á smáum þorski sem ekki er eins hagkvæmur í vinnslu og sá stóri, þar að auki er mikið um lokanir á veiðisvæðum út af Aust- fjörðum. Uttekt Byggðastofiiunar Hvað fyrrgreinda úttekt Byggðastofnunar varðar á sjö skuldugum fyrirtækjum er ljóst að þar er um „ljót“ dæmi að ræða. Oll fyrirtækin í úttektinni reka bæði fiskvinnslu og útgerð og flest em þau burðarásar atvinnulífs á sínum stað. Úttekin sýnir hinsveg- ar að dæmið gengur engan veginn upp þótt þau fái áffarn lán til starfsemi sinnar. Meðaltalsfyrirtækið í þessum hópi skuldar 411 milljónir króna í bæði skammtíma- og langtíma- skuldum en á eignir að verðmæti 401 milljón króna upp í þær skuld- ir. Á árinu 1987 hafði þetta fyrir- tæki 371 milljón krónur í tekjur en tapið á rekstrinum nam 17,6 milljónum króna. Fyrir utan að erfitt er að sjá hvaða veð þetta fyrirtæki getur sett fyrir nýju láni er ljóst að slíkt lán leysir ekki vanda þess í þessari stöðu. Þvert á móti eykur nýtt lán vandann sökum þess að það eykur §ár- magnskostnað fyrirtækisins sem er þó ærinn fyrir. Að vísu má segja að ef veruleg hækkun verð- ur á fiskafurðum okkar á erlend- um mörkuðum í náinni framtíð sé möguleiki á að dæmið gangi upp. Hinsvegar er ekkert sem bendir til þess nú að svo verði. Samband ungra sjálfstæðismanna: Svavar ómerk- ingur orða sinna STJÓRN Sambands ungra sjálf- stæðismanna samþykkti svo- hljóðandi ályktun á fiindi sínum, 21. október: „Yfirlýsingar Svavars Gestsson- ar menntamálaráðherra undan- fama daga um málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna sýna áþreif- anlega að stefna og tillögur flokks- ins í málefnum sjóðsins eru ekkert annað en blekkingarleikur. Svavar Gestsson hefur undanfar- in ár gefíð út stóryrtar yfirlýsingar um lánamál námsmanna. Hafa yfir- lýsingar hans aðallega snúið að reglugerð þeirri sem þáverandi menntamálaráðherra, Sverrir Her- mannsson, setti árið 1986, en sú reglugerð nam úr gildi vísitöluteng- ingu námslána og stóð þessi afteng- ingá nokkra mánuði, þ.a. námslán skertust verulega. Svavar hefur sagt að hæpið sé að reglugerðin standist lög. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar ætlar Svav- ar ekki að fella reglugerðina úr gildi. Hlýtur það að teljast sérkenni- legt að ráðherra ætli að halda í gildi reglugerð sem hann sjálfur telur hæpið að standist lög. Eða skipti hann um skoðun við að setj- ast í ráðherrastólinn? Nú þarf hinnn „örláti“ stjóm- málamaður sem sagði árið 1987 að veita þyrfti til lánasjóðsins 360 milljónum aukalega til að standa við lög um LÍN, að standa við stóm orðin um aukin útlát af hálfu ríkis- ins til námsmanna. Fáir stjómmálamenn hafa látið eins stór orð falla um málefni náms- manna og Svavar Gestsson og hef- ur aðalmál hans verið að afnema áhrif frystingarinnar. Hafa hann og félagar hans í Alþýðubandalag- inu reynt að krýna sig sem sérstaka verndarengla og málsvara náms- manna. Nú þegar Svavar og hans félagar eru komnir í fyrirtaks að- stöðu til þess að ná fram leiðrétt- ingu er öllum stóru loforðunum gleymt. Gríma Svavars Gestssonar er fallin og hans rétta ásjóna tæki- færismennskunnar er fram komin. Stjóm Sambands ungra sjálfstæðis- manna lýsir yfír samstöðu með námsmönnum í baráttunni gegn menntamálaráðherra." Leiðrétting f Morgunblaðinu í gær var frétt um fyrirhugaða kirkjubyggingu á ísafirði. Þar var þess getið að líkan af ísafjarðarkirkju væri eftir Guð- laug H. Jömndsson frá Hellu. Hið rétta er að líkanið var unnið á módelvinnustofu Guðlaugs H. Jör- undssonar í Reykjavík en módel- smiðurinn er Guðjón Sigurbjöms- son. Morgunblaðið/Bjami Ellert A. Ingimundarson og Helgi Skúlason í hlutverkum sinum í Marmara. Þjóðleikhúsið: Síðustu sýningar á Marmara SÍÐUSTU sýningar á leikgerð Helgu Bachmann á Marmara eftir Guðmund Kamban verða laugar- dagskvöldin 29. október og 5. nóvember. Helga Bachmann er jafnframt leikstjóri, tónlist er eftir Hjálmar H. Ragnarsson, leikmynd og bún- inga gerir Karl Aspelund og ljósa- hönnuður er Sveinn Benediktsson. Aðalhlutverkið, Robert Belford, leik- ur Helgi Skúlason. Marmari var forsýndur á Lista- hátíð sl. sumar og fmmsýndur 23. september. Með sýningunni er Þjóð- leikhúsið að minnast Guðmundar Kambans, en í ár em 100 ár liðin frá fæðingu hans. „Tónlistarveisla“. í Víðistaðakirkju EFNT verður „tónlistarveislu“ í Víðistaðakirkju í Hafiiarfirði helgina 29.—30. október. Fyrri daginn, laugardag, heQast tón- leikarnir kl. 13.30 með söng Kórs Öldutúnsskóla, undir stjórn Egils R. Friðleifssonar. Síðan rekur hver stórviðburður- inn annan fram til kl. 18.00. Meðal þeirra sem koma fram em Álftaneskórinn, John Speight, Signý Sæmundsdóttir, Jónas Ingi- mundarson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Skólakór Garðabæjar, Gunnar Gunnarsson, María Guðmundsdótt- ir, Oliver Kentish, Kór Hafnarfjarð- arkirkju og Helgi Bragason, Rann- veig Fríða Bragadóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Á sunnudaginn hefjast tónleik- amir kl. 14.00 með því að kór Víði- staðasóknar undir stjóm Kristínar Jóhannesdóttur flytur kafla úr Requiem eftir Gabriel Fauré. Ein- söngvari með kómum er Sigurður S. Steingrímsson. Fram til klukkan 18.00 koma m.a. fram Inga J. Backman, Dúfa Einarsdóttir og Sigurður P. Bragason, sem flytja messu eftir Gmber, Karlakórinn Þrestir, Þorvaldur Steingrímsson, Bjöm R. Einarsson og Herbert Ágústsson, Jónas Þórir og Jónas Dagbjartsson, Petrea Óskarsdóttir og Krystyna Cortes. Eftir kvöldverð hefjast tónleik- amir aftur kl. 20.00 og þá koma m.a. fram sönghópur ungs fólks, Gunnlaugur Stefán Gíslason hannaði merki „tónlistarveisl- unnar“ sem verður í Víðistaða- kirkju um helgina. Hrönn Hafliðadóttir, Kór Flens- borgarskóla og Margrét Pálma- dóttir, Jóhanna Linnet, Ema Guð- mundsdóttir, Ingibjörg Marteins- dóttir, Ásta Valdimarsdóttir, Magnús Magnússon, Vigdís Klara Aradóttir og Kristinn Sigmunds- son. Eins og mörgum mun þegar kunnugt hefur Víðistaðakirkja reynst gott hús til tónleikahalds. Brýn nauðsyn er að kirkjan eignist sem fyrst vandaðan konsertflygil sem hæfir þessu glæsilega húsi. Hópur áhugafólks hefur hafið sókn að þessu marki og er „tónlist- arveislan" fyrsta skrefið í þá átt. Hafnfirski listmálarinn Gunn- laugur Stefán Gíslason hefur hann- að merki tónlistarveislunnar. Ekki verður seldur aðgangur að tónleik-' unum en frjáls framlög þegin til styrktar tónlistarveislunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.