Morgunblaðið - 29.10.1988, Side 31

Morgunblaðið - 29.10.1988, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 31 Dregur saman með sjónvarpsstöðvunum Bylgjan sækir í sig veðrið, Útvarp Rót mælist varla í fjölmiðlakönnun, sem Fé- lagsvísindastofnun Háskóla ís- lands gerði á notkun sjónvarps 17.—19. október og hljóðvarps 19. október kemur fram að Stöð 2 dregur sifellt á Ríkissjónvarp- ið. Á svæðinu, þar sem báðar stöðvar nást, er nú nánast jafii- ræði með fréttatímum stöðv- anna. Á heimilum, þar sem mynd- lykil að dagskrá Stöðvar 2 er að finna, tekur heimilisfólk fréttir stöðvarinnar fram yfir Ríkissjón- varpið. Könnunin náði til 820 íslendinga á aldrinum 15 til 70 ára og náði um allt Iand. Svör fengust frá 603. Af svarendum ná 82% sendingum Bylgjunnar og Stjörnunnar og 61% sendingum Rótar. 82% ná sending- um Stöðvar 2 en 52%, eða 64% þeirra sem stöðin nær til, eiga myndlykla. Fréttir Stöðvar 2 eflast Á svæðum, þar sem báðar sjón- varpsstöðvamar nást, horfðu 42-47% á fréttir Ríkissjónvarpsins en 39-45% á fréttimar í 19.19. Minnsti munurinn var 47% á móti 45%. Á heimilum þar sem er mynd- lykill horfðu heimilismenn hins veg- ar mun meira á fréttir stöðvarinn- ar. Minnsti munur var 43% á móti 34% sem horfðu á Ríkissjónvarpið. Á svæði, þar sem báðar stöðvam- ar nást, var vinsælasti sjónvarps- þátturinn “Ævi og ástir kvendjöf- uls“ á Ríkissjónvarpinu, en á hann horfðu 39-46% aðspuríðra. Næst- flestir vom áhorfendur “Stríðsvinda" á Stöð 2, 28-31%. Mun fleiri stilltu einhvem tímann á Ríkissjónvarpið, 66-70%, en á Stöð 2 stilltu 51-61%. Þar hefur Stöð 2 þó einnig bætt stöðu sína frá könn- unninni í maí, en þá horfðu 51-60% svarenda einhvem tímann á útsend- ingar stöðvarinnar á móti 58-63% sem horfðu á RÚV. Stjarnan fellur Útvarpshlustun var mæld 19. október. Daginn þann stilltu 49% einhvem tímann á Rás 1, 24% á Rás 2, 30% á Bylgjuna og 19% á Stjömuna á svæðum þar sem stöðv- amar fjórar nást allar. Frá könn- unninni í maí hefur Rás 1 bætt stöðu sína um 9%, Rás 2 um 4% °g Bylgjan um 7%. Þeim, sem ein- hvem tímann hlusta á Stjömuna fækkaði hins vegar um 16%. Rót varla á blaði Hlustun á Útvarp Rót mældist vart í könnunninni. Á langflesta dagskrárliði stöðvarinnar hlustuðu svo fáir að þeir komust ekki á blað í könnunninni. Tveir dagskrárliðir náðu þó eyrum eins prósents hlust- enda; “Spiluð lög“ og “Leikin tón- list“. Á svæði stóm stöðvanna íjögurra var mest hlustað á Rás 2 á morgn- ana milli kl. 7 og 9 (10-11%). Þá komu Rás 1 (6-8%), Bylgjan (6-8%) og Sijaman rak lestina (5-6%). Frá 9- 12 fyrir hádegið hafði Bylgjan 10- 14% hlustun, Stjaman 6-7%, Rás 1 5-7% og loks Rás 2, sem fékk 4-5% hlustun. Eftir hádegið var enn mest hlustað á Bylgjuna, þá Stjömuna, Rás 2 og Rás 1, en Selfoss: Leikfélagið frumsýnir Mávinn eftir Tsjekov Selfossi. LEIKFÉLAG Selfoss frumsýnir leikritið Mávinn eftir Anton Tsjekov næstkomandi laugar- dag, 29. október, klukkan 20,30 i leikhúsi félagsins við Sigtún á Selfossi. Leikstjóri er Eyvindur Erlendsson sem einnig sá um leikmyndina. Æfingar hafa staðið jrfir frá þvi í byijun september og era leikarar alls þrettán, allt áhugafólk. Eldri og reyndari leikarar félagsins koma nú til starfa ásamt unga fólkinu og era miklar vonir bundnar við að vel takist til. Burðarhlutverk leik- ritsins era í höndum Daviðs Krist- jánssonar, Helenu Káradóttur, Þóra Grétarsdóttur og Sigurgeirs Hilm- ars Friðþjófssonar. Únnið er að þvi að setja upp- hækkanir í áhorfendasal leikhússins sem tekur um 100 manns í sæti. „Þetta er að verða mjög notalegt leikhús sem allir öfunda okkur af,“ sagði einn leikaranna. Búist er við góðri aðsókn þar sem í gangi er nokkur umræða um höfundinn og verk hans auk þess sem hér er á ferðinni stórverk sem aðeins einu sinni hefur verið fært upp áður. Önnur sýning á leikritinu verður á mánudag, sú þriðja á miðvikudag og fjórða sýning á fóstudag. Frek- ari sýningar verða ákveðnar síðar. — Sig. Jóns. Útvarpshlustun á fjórar stærstu stöðvarnar. Topparnir tveir sýna hlustun á aðalfréttatima Rásar 1. Samanburður á horfun á fréttir '86 til '88 Svæði beggja stöðva (15-70 ára) % 10 n----------------------------------------------- dcs. 86 mars 87 júlí 87 okL 87 mars 88 maí 88 okt 88 Horfirn á fréttir sjónvarpsstöðvanna frá stofnun Stöðvar 2. Eins og sjá má hefiir stöðin dregið verulega á keppinaut sinn. hlustun á Rás 2 eykst eftir því sem líður á daginn. Fréttatímar Ríkisút- varpsins í hádegi og að kvöldi hafa nokkra sérstöðu; þeir era langvin- sælasta útvarpsefiiið með um og yfir 30% hlustun þar sem næst til stöðvanna fjögurra. Samkeppnin hlustendum til góða Ólafur Hauksson, útvarpsstjóri Stjömunnar, sagði að vissulega sýndi þessi könnun dvínandi vin- sældir stöðvarinnar. „Þessi niður- staða staðfestir endanlega að yngsti aldurshópurinn sveiflast mjög á milli Bylgjunnar og Stjömunnar. Sveifla í eldri hópunum er miklu minni," sagði Ólafur. „Núna eram við með allar klær úti að ná þessum hóp aftur og við munum fljótlega kynna breytingar og endurbætur á dagskránni. Þetta sýnir að sam- keppnin er óvægin, en yið stingum ekki höfðinu í sandinn. Á endanum era það auðvitað hlustendur sem græða, af því að við verðum stöð- ugt að bæta okkur." Páll Þorsteinsson, útvarpsstjóri á Bylgjunni, sagði að hlustendum hefði fjölgað í samræmi við áætlun, -sem stöðin væri að framkvæma. „Við fengum slæma útreið í könn- unum í vor og skildum skilaboðin frá hlustendunum," sagði Páll. „Vinnubrögðum var þess vegna breytt og allur rekstur stöðvarinnar endurskipulagður. Þetta hefur verið stíf og mikil vinna, en þessi árang- ur er enginn sigur, heldur aðeins áfangi á leiðinni. Áætlun okkar um betra útvarp er ekki lokið." Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, sagðist í raun hissa á að fréttatímar stöðvarinnar væra ekki löngu búnir að eignast fleiri áhorfendur en fréttir Ríkissjón- varpsins. „Það er auðvitað erfitt að vera hlutlaus í þessu efni, en sam- kvæmt mínu faglega mati höfum við verið með betri fréttir en Ríkis- sjónvarpið í tæpt ár. Það tók lengri tíma en ég átti von á að bora gat á þetta tuttugu ára gamla fjall, en það er ánægjulegt að það hefur tekist, og nú ætlum við framúr þeirn." Bogi Ágústsson, fréttastjóri Ríkissjónvarpsins, sagði að sér hefði þótt tímavalið á könnuninni sér- kennilegt; hún hefði farið fram um leið og Stöð 2 hefði hlotið verð- skuldaða athygli fyrir Heimsbikar- mótið í skák, sem hefði dregið hlust- endur að tímabundið eins og Ólympíuleikamir hefðu aukið áhorfim Ríkissjónvarpsins. „Við er- um ánægð með okkar hlut. Sjón- varpið er ennþá sá fréttamiðill, sem mest er horft á og þótt Stöð 2 hafí bætt við sig frá síðustu könnun höfum við gert það líka,“ sagði Bogi. Hann tók það hins vegar fram að hann vildi gjaman sjá könnun, sem gerð væri út frá forsendum fjölmiðlanna sjálfra og fram kæmi hvað fólki þætti um sjónvarpsefni, undir hvaða kringumstæðum menn horfðu á sjónvarp og fleira í þeim dúr. INNLENT Finnskir listamenn í Garðakirlgu TÓNLEIKAR verða í Garða- kirkju nk. sunnudag kl. 17.00. Þar leika og syngja orgelleikar- inn Dan Lönnqvist og tenór- söngvarinn Bill Ravall frá vinabæ Garðabæjar í Finnlandi, Jakobstad. Bill Ravall hefur starfað sem kantor Lúkasarkirkjunnar í Hels- inki og sem lektor við Sænsku kons- ervatoríuna í Jakobstad frá árinu 1987. Dan Lönnqvist var kantor Mark- úsarkirkjunnar í Helsinki 1984— 1985. Frá árinu 1985 hefur hann verið lektor í orgelleik við sænsku konservatoríuna í Jakobstad. - Lönnqvist hefur haldið tónleika víða, bæði í heimalandi sínu og er- lendis. Á efnisskrá tónleikanna á sunnu- daginn era verk eftir Kaj-Erik Gust- afsson, Erik Fordell, Mauri Viitala, Johannes Brahms, Bengt Granstam og J.S. Bach. Morgunblaðið/Þorkell Hafdís Ólafsdóttir. ' Hafdís Ólafs- dóttir sýnir í Gangskör HAFDÍS Ólafsdóttir opnar í dag, laugardag, sýningu á grafíkniyndum í Gallerí Gang- skör Amtmannsstíg 1. Á sýning- unni eru tréristur, sem allar eru unnar á þessu ári. Hafdís stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands frá ** 1975—1981. Þetta er fyrsta einka- sýning hennar, en hún hefur áður tekið þátt í fjölda samsýninga á íslandi og erlendis. Má þar nefna Alþjóðlegu grafíklistasýninguna í Frechen í Þýskalandi árið 1986, Intergrafík í Berlín 1987, Nordisk Grafik Union í Finnlandi 1987, Graphica Atlantica í Reykjavík 1987 og í Gailerí Arctandria í Oslo 1988. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12—18 og um helgar frá kl. 14—18. Lokað er á mánudögum. Sýningin stendur til 13. nóvember. Fiskverð ð uppboðsmörkuðum 28. október. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Laagata Meðal- Magn Heildar- ' verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 54,00 30,00 47,40 33,744 1.599.398 Ýsa 76,00 35,00 56,20 9,424 529.651 Ufsl 15,00 12,00 13,29 0,219 2.912 Karfi 18,00 15,00 17,70 1,060 18.767 Steinbítur 38,00 5,00 36,49 1,696 58.199 Hlýri 12,00 12,00 12,00 0,144 1.737 Langa 15,00 16,00 16,00 0,361 5.265 Lúöa 305,00 115,00 197,04 0,400 78.983 Keila 14,00 14,00 14,00 0,560 7.846 Undirmál ýsa 15,00 15,00 15,00 0,052 780 Samtals 48,44 47,552 2.303.538 Selt var aðallega úr Núpl ÞH, Arnarnesl Sl, Sandafelli HF og Halldóri Jónssyni SH. Á mánudag verður selt úr bv Otri um 100 tonn, aðallega þorskur, úr Stakkavík ÁR, blandaður afli, og úr ýmsum smábótum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 37,00 34,00 36,10 21,876 789.621 óflokkaður Þorskur ós- 30,00 30,00 30,00 0,089 2.870 laegður Þorskur undir- 10,00 10,00 10,00 1,188 11.880 mál Ýsa 57,00 10,00 32,22 4,694 151.229 Karfi 15,00 15,00 15,00 1,218. 18.280 Ufsi 14,00 11,00 11,22 2,945 33.032 Steinbítur 20,00 15,00 19,74 2,939 58.024 Blálanga 20,00 20,00 20,00 0,648 12.960 Blandað 10,00 10,00 10,00 0,115 1.150 Samtals 30,21 35,710 1.078.836 Selt var úr Skipaskaga AK, Hjörleifi RE og Bassa ST. Næstkom- andi mánudag verða seld 18 tonn af ufsa, 7 tonn af ýsu, 3 tonn af undirmólsþorski og úr ýmsum bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 51,00 43,00 46,33 7,044 326.342 Þorskhausar 2,50 2,50 2,50 5,000 12.500 Ýsa 83,50 63,50 71,74 6,180 443.330 Keila 13,00 12,00 12,26 2,702 33.126 Sild 8,05 8,05 8,05 6,580 52.969 Karfi 17,00 15,00 16,87 0,156 2.632 Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,110 1.650 Langa 33,50 15,00 22,74 0,991 22.538 Samtais 31,12 28,763 895.087 Selt var úr Eldeyjar-Boöa GK, Þorsteini Gíslasyni GK, Sigrúnu GK og Hrappi GK. í dag verður selt úr dagróðrabátum og tals- vert af sild. Uppboð hefst klukkan 14.30. GENGISSKRÁNING Nr. 208. 28. októbar 1888 Kr. Kr. Toll- Eln. Kl. 08.16 Kaup Sala Oangl Dollari 46,33000 46.45000 48,26000 Sterlp. 81,79600 82,00700 81,29200 Kan. dollari 38,48000 38,58000 39,53100 Dönsk kr. 6,76100 6,77850 6,70320 Norsk kr. 6,98950 7,00760 6,96140 Sœnsk kr. 7,48950 7,50890 7,48740 Fi. mark 10,98650 11,01490 10,92320 Fr. franki 7.64460 7,66400 7.54240 Belg. franki 1.24390 1,24710 1,22570 Sv. franki 30.97550 31,05570 30,32360 Holi. gyllini 23.13490 23,19480 22.78460 V-þ. mark 26.08010 26,14770 25,68110 ít. líra 0,03504 0,03513 0.03444 Austurr. sch. 3,70940 3,71900 3,65010 Port. escudo 0,31540 0,31620 0,31140 Sp. peseti 0,39350 0,39460 0,38760 Jap. yen 0,36784 0,36880 0,36820 (rskt pund 69,72400 69,90500 68,85000 SDR (Sérst.) 62,07290 62,23370 62,31140 ECU, evr.m. 54.02800 54.16070 53,29110 Tollgengi fyrir október er sölugengi 28. september. Sjólfvirkur slmsvari gengisskráningar er 62 32 70.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.