Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 I >> i Bæjarfélögin á Norðurlandi varla aflögufær um flármagn Félagsstofiiun stúdenta á Akureyri stofnuð: - segja fulltrúar bæjarfélaga á Norðurlandi Félagsstofnun stúdenta á Ak- ureyri var formlega stofhuð á Hótel KEA í fyrrakvöld að við- stöddum um tuttugu stofnfélög- um, fulltrúum háskólans, full- trúum frá Skildi og fulltrúum sveitarfélaga á Norðurlandi. Undirbúningsstjórn var falin stjórn félagsins þar til fyrsta stjórn þess verður kjörinn, en fyrst þarf svokallað fulltrúaráð að fjalla um málið, en það er að mestu skipað sveitarstjórna- mönnum á Norðurlandi. Litil- lega hefur málið verið rætt í bæjarráðum á Norðurlandi, en engin ákvörðun hefur verið tek- in þar um hvort bæjarfélög muni styrkja húsnæðiskaup stúdenta á Akureyri með Qár- framlögum. Þeir fulltrúar bæjarstjóma, sem mættir voru á fundinn, voru sam- mála um að brýnt væri að leysa úr húsnæðismálum stúdenta ef háskólinn ætti að lifa áfram. Hins- vegar efuðust þeir um að bæjar- og sveitarfélög á Norðurlandi væru aflögufær um fjármagn því víða kreppti skórinn að og næg verk- Passíukórinn á Akureyri æf- ir nú af kappi fyrir aðventutón- leika, sem haldnir verða í des- ember nk. Viðfangsefni þess- ara tónleika eru tvö, firá Frakklandi og Þýskalandi: „Messe de minuit" eftir Marc Antoine Charpentier og „Meine Seele erhebt den Herm“ eftir Georg Philipp Telemann. Fyrra verkið er messa, sem byggð er á gömlum frönskum jólalögum. Höfundurinn var uppi á sautjándu öld. Verkið er skrifað fýrir bland- aðan kór, einsöngvara, hljómsveit og orgei. Passíukórinn hefur áður flutt þessa messu og var þeim tónleikum útvarpað. Kórinn hefur að undanförnu flutt nokkur verka Telemanns og síðari hluti tónleik- ana verður eitt þeirra, „Magnific- at“, sem er fyrir kór, hljómsveit og fjóra einsöngvara. Verkið er einnig af kirkjulegum toga og er textinn lofsöngur Maríu meyjar, „Önd mín lofar Drottin". Passíukórinn hefur um árabil staðið fyrir tónlistarflutningi á Akureyri og heldur ótrauður áfram á sömu braut, segir í frétta- tilkynningu frá kómum. Að jafn- aði hefur hann haldið tvenna tón- leika árlega þar sem hljóðfæra- leikarar og einsöngvarar hafa með kómum flutt mörg tónverk. Það er ánægjuleg þróun að á síðustu árum hefur að mestu leyti verið hægt að fá tónlistarfólkið hér á heimaslóðum sem gerir tónleika- hald auðveldara viðfangs. Áhugi á þátttöku í kór- og tónlistar- starfi fer nú vaxandi hér á Akur- eyri. í framhaldi af því má geta þess að Passíukórinn getur enn efni væru heima fyrir sem á þyrfti að taka og fjármagna. Þorbjörn Jónsson, nemi við Há- skólann á Akureyri, og formaður undirbúningsnefndar rakti í upp- hafl fundarins hvemig málefni stúdentagarða á Akureyri hefðu þróast. Hann sagði að framtíðar- draumurinn væri auðvitað skipu- legt svæði stúdentagarða á framt- íðarlóð háskólans, en þar til háskó- lanum hefur ekki verið fundinn staður og fjármagn væri af skom- um skammti litu menn helst til þess möguleika að kaupa nokkrar litlar einingar víðsvegar í bænum til bráðabirgða. Félagið hefur fengið lánsloforð frá Húsnæðis- stofnun ríkisins. Gert hefur verið ráð fyrir kaupum á allt að 20 stúd- entaíbúðum á fijálsum markaði og er kostnaðarverð á hverri þeirra áætlað um 3 millj. kr. Heildarverð- ið yrði því um 60 millj. kr. Af því myndi lán Húsnæðisstofnunar verða 85%, eða 51 milljón kr. Stofnuninni sjálfri er því gert skylt að greiða 15% kostnaðarverðs, eða um 9 millj. króna í því sambandi bætt við sig fólki í allar raddir og allir þeir, sem áhuga hafa, geta haft samband við stjóm kórs- ins sem gefur allar nánari upplýs- ingar um kórstarfíð, verkefni, æfmgatíma og framtíðaráætlanir. Á aðalfundi Passíukórsins fyrir skömmu vom eftirtaldir kosnir í í ÁLYKTUN aðalfimdar Út- vegsmannafélags Norðurlands, sem haldinn var á Akureyri á fimmtudaginn, segir að fiindur- inn iýsi yfir fullum stuðningi við stefiiu sjávarútvegsráð- herra varðandi rannsóknir á hvalastofhinum. í ályktuninni, sem samþykkt var samhljóða, segir einnig: Veru- lega skortir á það í allri þeirri umræðu, sem á sér stað um hval- veiðar, hvaða afleiðingar stækkun hvalastofnsins hafí hugsanlega á stærð fískistofnanna við landið. Það er samdóma álit sjómanna á Norðurlandi að hrefnu og hnúfu- baki hafi fjölgað vemlega á fiski- miðunum og menn óttast þær breytingar sem það kann að hafa á lífríki sjávar. hefur stofnunin leitað liðsinnis sveitarfélaga á Norðurlandi. Þá hefur Byggðastofnun lofað 500.000 króna styrk til kaupa á stúdentaíbúðum. Þorbjörn sagði að gert yrði ráð fyrir því að leigu- tekjur af íbúðunum stæðu alfarið undir rekstri og afborgunum af lánum Húsnæðisstofnunar. Þá er óvíst með hvort ríkissjóður sjái ástæðu til að styrkja íbúðakaupin á einhvem hátt. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, sagði að bæjarráð Akur- eyrar hefði samþykkt í sl. viku að gerast aðili að stofnuninni. Hins- vegar hefði engin ákvörðun verið tekin um fjárframlög frá bænum 'til þessa verkefnis. „Það kemur ekki í ljós fyrr en við afgreiðslu fjárlaga bæjarins í janúar eða febr- úar. Það getur verið að einstaka bæjarfulltrúi hafí lofað einhveiju fjármagni, en hann verður þá bara að eiga það við sig.“ Sigfús sat í nefnd, sem leysa átti úr húsnæðis- eklu háskólans sjálfs, það er skóla- húsnæðisins, og varð niðurstaða þeirrar nefndar að hraða bæri stjóm: Sólveig Hallgrímsdóttir, Amheiður Eyþórsdóttir, Auður Ámadóttir, Harpa Amardóttir og Jos Otten. Kórinn er nú á sínu sautjánda starfsári og hefur Roar Kvam stjómað honum frá upphafi af fádæma eljusemi, segir jafn- framt. byggingu Verkmenntaskólans svo háskólinn gæti lagt undir sig allt húsnæði hans við Þórunnarstræti. Síðasta verk fyrrverandi fjármála- ráðherra, Jóns Baldvins Hannib- alssonar, var að afgreiða 16 millj- óna króna aukafjárveitingu til VMA svo hraða megi framkvæmd- um við nýja skólann. Aukafjárveit- ing ríkissjóðs er þó óháð mót- framlagi Ákureyrarbæjar, en hon- um ber að greiða 40% á móti ríkinu við uppbyggingu skólahúsnæðis. Það fé þarf ekki að greiðast fyrr en árið 1990, samkvæmt sam- komulagi sem undirritað var í gær. Þá kom fram í máli Sigfúsar að heimavistin á Þelamörk stæði ónotuð. Þar væm 24 herbergi í 12 km fjarlægð frá bænum, sem stúdentum háskólans stæði til boða. Hinsvegar kæmi það ein- hleypingum aðeins að notum og helst þeim, sem ættu bíl. Ekki væri þó loku fyrir það skotið að hægt væri að koma á föstum ferð- um strætisvagna þangað, tvisvar til þrisvar á dag. Bjarni Þór Einarsson, bæjar- stjóri á Húsavík, sagði það Norð- lendingum mikið ánægjuefni að á Akureyri skuli kominn háskóli. Hinsvegar vildi hann fá nánari skýringar á máli þessu og sagðist álíta að hér væri eina ferðina enn vérið að koma verkefnum yfir frá ríki til sveitarfélaganna sem í raun væri mál ríkissjóðs. Snorri Bjöm Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðár- króki, sagði að sveitarfélögin væru misjafnlega í stakk búin til að leggja málinu lið. „Ég álít að sá fjárstuðningur, sem kann að berast frá bæjar- og sveitarfélögum kunni, fremur að vera táknrænn heldur en hitt. Við höfum nóg annað við peningana að gera.“ Trausti Þorsteinsson, bæjarfulltrúi á Dalvík, sagði að bæjarráð Dalvík- ur liti á málið sem mál háskólans sjálfs. Hinsvegar varðaði háskólinn sveitarfélögin i kring og væri hann vissulega þýðingarmikill liður í valddreyfingu. Hann sagðist vænta þess að Dalvíkurbær muni verða aðili að því starfí sem hér væri að hefjast. Aðalfimdur Utvegsmannafélags Norðurlands: Lýst yfir fullum stuðn- ingi við hvalarannsóknir Morgunblaðið/Rúnar Þór Fulltrúar á fiindi Útvegsmannafélags Norðurlands. Við borðs- endann sitja Sverrir Leósson, Halldór Ásgrímsson og Kristján Ragnarsson. Passíukórinn á Akureyri: Æfír af kappi á sínu sautjánda starfsári .T£nnuIaÍ9viBl8ÍInöJ aB-lJ'iyía ,a>l!öl 8gnu -luqödgnöa msxt .s.m .enerf ugni69sl k& i > LlXU‘iL t i Cl lt. .noa niMnci Eftirlit með einstökum stöðvum í lágmarki GUÐMUNDUR Bjarnason, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, hefiir svarað fyrirspum Hjörleifs Guttormssonar um mengun við fiskeldi. Fyrirspurn Hjörleifs var í sex lið- um. I fyrsta lagi var spurt hveijir ijölluðu um mengun við fískeldi þeg- ar starfsleyfi fyrir fískeldisstöðvar eru undirbúin. I svari ráðherra kem- ur fram, að umsóknir skuli sendar til Hollustuvemdar ríkisins, sem ávallt skal leita umsagnar Náttúru- vemdarráðs, auk þess sem leita á umsagnar hjá Ríkismati sjávaraf- urða, Vinnueftirliti ríkisins, Eitur- efnanefnd, Siglingamálastofnun, yfírdýralækni og öðmm sérfróðum aðilum, eftir því sem við á hveiju sinni. Hjörleifur spurði einnig hvaða reglur hefðu verið settar um meng- unarvamir vegna fiskeldis og kom fram í svarinu, að kröfur um meng- unarvamir em háðar umhverfisað- stæðum og stærð stöðvanna. Gert sé ráð fyrir ákveðnum hreinsibúnaði en nokkur misbrestur sé á að því hafí verið fylgt eftir. Fram kemur, að á vegum Hollustuvemdar sé unn- ið að breytingum á reglugerð um málið. í svari ráðherra er einnig greint frá því, að eftirlit varðandi mengun frá fiskeldi sé í höndum Hollustu- vemdar, en eftirlit hennar með ein- stökum fískeldisstöðvum sé í lág- marki. Sagt er, að mengun frá físk- eldi sé lítil hér á landi, en fari vax- andi og þörfín á eftirliti vaxi óneitan- lega samhliða vexti í greininni. Hjörleifur spurði hvaða reglur giltu um notkun lyfla og rotvamar- efna við eldið og svaraði ráðherra að hvorki ráðuneytið né Hollustu- vemd hefðu kannað þetta mál eða ijallað um það sérstaklega. Heil- brigðisyfírvöld séu þó meðvituð um nauðsyn á reglum og eftirliti í þessu efni í framtíðinni. í svari heilbrigðis- og trygginga- ráðherra segir að lokum, að víða hafí verið unnið að forrannsóknum vegna mengunarhættu við fiskeldi. Hins vegar fari engar kerfísbundnar rannsóknir fram á vegum Hollustu- vemdar og ekki liggi fyrir áætlun um slíkt. Kemur fram, að íjárskortur hafí háð Hollustuvemd í sambandi við þessar rannsóknir og meðal ann- ars hafí Rannsóknarráð hafnað um- sóknum um styrki vegna rannsókna er tengjast hreinsun frárennslis frá fiskeldisstöðvum. Mengnnar- varnir í ósamræmi við reglur Guðmundur Bjarnason, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, sagði mengunarvarnir álversins í Straumsvik ófullnægjandi, í svari við fyrirspurn Kristínar Einars- dóttur á fiindi sameinaðs þings á fimmtudaginn. Kristin Einarsdóttir (Kl/Rvk) beindi fyrirspum til Guðmundar Bjamasonar heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra um mengunarvamir álversins. Ráðherra svaraði á þá leið, að mengunarvömum álversins væri ábótavant í ýmsum efnum. Ástandið hefði batnað hvað rykmengun snerti, en mengun hjá fyrirtækinu væri í ósamræmi við reglur um mengunar- vamir. Ebnsla 5b lil figohíilufi munö'(llirn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.