Morgunblaðið - 29.10.1988, Síða 52

Morgunblaðið - 29.10.1988, Síða 52
 52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 HCEAAim V |0|Z4- ©1987 Universal Press Syndicale nWat\r\ er hmá-le^arL-" Með moí’gnnkaffinu — Nei, þeir eru ekki að reyna _ Þolirðu enga gagnrýni? að veiða okkur. HÖGNI HREKKVISI Aftiemið lánskjara- vísitöluna Til Velvakanda. Eg er einn þeirra fjölmörgu sem tóku húsnæðislán fyrir nokkrum árum en nú er svo komið að ég klýf varla að borga af því. Þótt skilvíslega hafi verið greitt af láninu þessi ár vex skuldin sífellt. A tíma- bilinu október til nóvember hækk- aði lánskjaravísitalan um 8 stig, úr 2.264 í 2.272. Þetta þýðir að skuld mín við Byggingasjóð Ríksins hækkar um rúmlega 50 þúsund krónur. Um þessa upphæð hækkaði skuldin á einum einasta mánuði, 30 dögum, miðað við verðbólgu- hraða síðasta mánaðar. En launin standa alveg í stað, fara reyndar lækkandi sökum þess að nætur- vinna hefur minnkað. A saman tíma standa laun í stað, launavísitalan er 2187 stig fyrir bæði október og nóvember. Hvernig á þetta dæmi að geta gengið upp? Eg vil eindregið beina því til stjómvalda, sem kenna sig við fé- lagshyggju, að afnema lánskjara- vísitölu af húsnæðislánum strax. Það má ekki dragast miklu lengur. Til skamms tíma hefur fólk náð að borga af þessum lánum með því að leggja á sig óhóflegan þrældóm myrkranna á milli. Nú fer þeim fækkandi sem hafa tækifæri til að þræla sér út í næturvinnu, því mið- ur. Mikill samdráttur hefur orðið í þjóðfélagi okkar að undanfömu og hefur hann mest bitnað á þeim sem síst skyldi, láglaunafólkinu sem alla jafna vinnur nauðsynlegustu störf- in. Ekki sér á að þeir sem betur mega sín hafi neitt þurft að minnka sína neyslu þrátt fyrir yfirvofandi kreppu. Stjórnmálamennirnir passa líka uppá sig, það sýnir dæmið með Stefán Valgeirsson sem Iætur sér ekki nægja minna en nokkur hundr- uð þúsund króna hým á mánuði. Þessi spilling verður að taka enda. Stjómmálamennimir lofuðu hús- byggjendum og þeim sem stóðu í íbúðarkaupum öllu fögm fyrir síðustu kosningar. Hvernig væri að efna þó ekki væri nema brot af lof- orðunum. Skuldari LITIL VISINDI Til Velvakanda. Hver er munurinn á því að drepa hval og því að drepa hval í vísinda- skyni? Árið 1982 þegar alþjóðahval- veiðiráðið samþykkti bann við hval- veiðum vom engar efasemdir um að ákvæðið um vísindaveiðar sem Islendingar fengu samþykkt væri aðeins leið til þess að geta haldið áfram hvalveiðum. Pjölmiðlar og forsvarsmenn okkar á þinginu fóm ekki leynt með það. Nú sex ámm seinna er hinsvegar annað upp á teningnum, reynt er að telja fólki trú um að hvalveiðar okkar íslend- inga séu eingöngu vísindanna vegna. Er ekki tímabært að fá birt- ar niðurstöður úr þessum rannsókn- um nú þegar búið er að útrýma þremur hvalategundum við ísland, eða er það kannski meiningin að gera vísindalega könnun á því hve langan tíma það tekur að útrýma þeim tegundum sem eftir em? Hvalir em stórmerkilegar skepn- ur og ef við lítum til framtíðarinnar þá efa ég að nokkur Islendingur vilji hafa það á samviskunni að hafa útrýmt þeim. Við viljum ekki að síðasti hvalurinn verði veiddur við Island eins og gerðist með síðasta geirfuglinn. Þá vom nátt- úmvemdarsinnar ekki famir að láta í sér heyra en í dag gerast raddir þeirra sem láta sér annt um lífríki jarðarinnar sífellt háværari. Það er því tímabært að við íslendingar tökum bananana úr eymnum á okkur áður en hvalveiðar okkar draga stærri dilk á eftir sér en þær hafa nú þegar gert. Sigurður Sigurðsson Víkverji skrifar u/B, Æ, E(3 GLEZVMPl A£> KAUPA KATTAMAT/• Fyrir mörgum áratugum keypti frammámaður í sjávarplássi norður í landi amerískan fólksbíl. Þetta var á þeim tíma þegar farar- skjóti af þessu tagi var ekki hvers manns eign hér á landi — og vakti hann óskipta ahygli. Eigandi bílsins var nokkuð við aldur. Ok hann gjaman svo hægt að fótgangandi gekk auðveldlega bílinn uppi. Eitt sitt stoppaði hinn aldni ökuþór við hlið kunningja síns, sem var á morgungöngu, og bauð honum far. Ekki núna, þakka þér fyrir, sagði kunninginn, ég er nefni- lega að flýta mér! Nú er öldinn önnur og ein bifreið á hverja tvo Islendinga, að sögn. Á mesta álagstíma í umferðinni hér í Reykjavík, til dæmis á MiklUbraut og í Skógarhlíð svo dæmi séu nefnd, er ökuhraði bílalestarinnar svo hægur, að hann minnir helzt á öku- lag hins aldna heiðursmanns fyrir mörgum áratugum. Fótgangendur fara hraðar en þessir aflmiklu benzínfákar, sem stöðvast tíðum nokkra stund (og langt finnst þeim sem bíður) og mjakast síðan agnar- ögn áleiðis áður en þeir stöðvast á nýjan leik. Þetta gengur vel, það mjakast, sagði kerlingin forðum. Gatnakerfið ber vart umferðar- þungann þegar hann er mestur. Þó em gatnaframkvæmdir mjög mikl- ar og stanzlausar í borginni. Og víða skortir bílastæði, ekki sízt í miðbænum. Víkverji gerir sér grein fyrir því að allt stendur þetta til bóta — og að enginn gat séð fyrir þá ofvöxnu bílavelmegun þjóðarinn- ar, sem við blasir. Bílaflotinn óx einfaldlega fram úr gatnafram- kvæmdunum — og þurfti þó meira en lítið til. En hófsemd er nú einu sinni ekki sterkasta hliðin á okkur Mörlöndum. Þegar ekin er Þingvallaleið blas- ir við orkuverið á Nesjavöllum. Þar er mikil orka leyst úr jörðu. Sjóðheitir gufustrókar streymu upp í vetrarkulið. Þama standa Reyk- víkingar í stórframkvæmdum, sem Ijúka á árið 1990. Orkuverið á Nesjavöllum á að tryggja íbúum á höfuðborgarsvæðinu, sem Hitaveita Reykjavíkur þjónar, heitt vatn langt fram á næstu öld. „Við munum opna virkjunina við hundrað mega- vatta afli, en allar leiðslur og mann- virki duga til fjögur hundruð mega- vatta flutnings,“ sagði Davíð Odds- son, borgarstjóri, í blaðaviðtali fyrir fáeinum dögum. Víkveiji er þeirrar skoðunar að orkuverið á Nesjavöllum sé eitt þarfasta verkefnið sem Reykjavík- urborg, eða stofnun á hennar veg- um, stendur að um þessar mundir. Framkvæmdin tryggir ekki einung- is heitavatns-öryggi Reykvíkinga til langrar framtíðar. Hún stóreykur alla nýtingarmöguleika á heitu vatni í borgarlandinu. Þannig má efalítið hita upp götur í ríkara mæli en þegar er gert, t.d. brattar götur, gangstíga, yfirbyggð torg, bílastæði, húsatröppur, garðhýsi, o.sv.fv., o.sv.fv. Þá má sjálfsagt nýta heita vatnið til ýmiss konar atvinnustarfsemi, ekki sízt ylrækt- ar, að ógleymdu nýju bláu heilsu- bótarlóni. Víkveija kom í hug, þegar hann las fréttina um orkuverið á Nesjavöllum, að ekki er sjálfgefið að heitavatnsforði náttúrunnar sé viðvarandi sá sami um aldur og ævi. Það eyðist flest sem af er tek- ið. Að vísu tryggir úrkoman, sem okkur þykir stundum meira en nóg um, að endurnýjun á sér stað — í einhveijum mæli — í varmageymum jarðlaganna, en í hve stórum mæli? Fróðlegt væri ef einhver kunnáttu- maður á þessu sviði, og þá eigum við sem betur fer allnokkra, gerði hinnum almenna blaðalesanda grein fyrir því í stuttri frásögn, hvern veg þessi endurnýjun heita vatnsins gengur fyrir sig, sam- kvæmt líkum og/eða staðreyndum. Oft hefur verið stunguð niður penna af minna tilefni. U ___ ■____ Min hí i ■ i HHMfn m ■ waiwwi—iwmniBimimr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.