Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 17 Þrjátíu og ein bók frá Máli og menningu HJÁ Máli og menningu kemur út Jirjátíu fjórar ljóðabækur, m.a. síðustu ljóð Ólafs Ji lokum“. Aðrar ljóðabækur eru „Lágt muldur þrumunnar" eftir Hannes Sigfússon, sem inniheldur 30 frum- ort ljóð auk nokkurra þýðinga, „Undir hælum dansaranna" nýjar ljóðaþýðingar Geirs Kristjánssonar úr rússnesku og „Hvarfbaugar" úrval ljóða Sigurðar A. Magnússon- ar. „Mín káta angist" er fyrsta skáldsaga ' Guðmundar Andra Thorssonar. Eftir Gyrði Elíasson kemur bókin „Bréfbátarigningin" sem inniheldur fjórar tengdar smá- sögur. Þýddar skáldsögur eru: „Húsið með blindu glersvölunum“ eftir Herbjörgu Wassmo í þýðingu Hann- esar Sigfússonar. Þetta er fyrsta bókin í sagnabálki um Þjóðveija- barnið Þóru, en fyrir þriðju bókina hlaut Wassmo Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1987. „Á vegum úti“ nefnist þýðing Olafs Gunnarssonar á bókinni „On the Road“ eftir Jack Kerouac og „Hroki og hleypidómar“ er íslenskt heiti „Pride and prejudice" eftir Jane Austen í þýðingu Silju Aðal- steinsdóttur. Berglind Gunnars- dóttir þýðir „Ást og skuggar" eftir Isabel Állende og þýðing Kristjáns Oddssonar á „Brave New World“ eftir Aldous Huxley ber nafnið „Veröld ný og góð“. Einnig kemur út þýðing Álfheiðar Kjartansdóttur á spennusögu eftir P.D.James er nefnist „Heltekinn". „Minningarmörk í Hólavalla- kirkjugarði" eftir Bjöm Th. Björns- son fjallar um tákn, steinhögg og fólk í gamia kirkjugarðinum við Suðurgötu. Ljósmyndir era eftir Pétur Maack. I bókinni „Sjómenn og sauða- bændur" segir Tryggvi Emilsson frá forfeðram sínum úr Grímsey. „Hremmingar" era viðtöl Sigrún- ar Júlíusdóttur um nauðgun og „Föt á krakka“ er saumabók eftir Sigrúnu Guðmundsdóttur. Sex myndabækur fyrir yngstu bömin koma út Hjá Máli og menn- ingu: „100 fyrstu orðin“, „ísak óán- og ein bók. Af þeim eru Jóhanns Sigurðssonar; „Að ægði“ og „Nikkolína og villiköttur- inn“. „Friðþjófur forvitni" og „Frið- þjófur forvitni á hjóli“ era þýðingar Þórarins Eldjáms á sígildum barna- bókum og „í ævintýralöndum" er safn tólf ævintýra frá jafnmörgum löndum í þýðingu Siguijóns Guð- jónssonar, myndskreytt af Nikolai Ustinov. Fjórar nýjar íslenskar ungl- ingabækur era væntanlegar; „Eg veit hvað ég vil“, framhald „Með stjömur í augunum", og „Alveg milljón“ eftir Andrés Indriðason, „Jóra og ég“ saga frá þjóðveldisöld eftir Guðlaugu Richter og „Gaura- gangur“ frásögn af nútímaunglingi eftir Ólaf Hauk Símonarson. „Ferð Eiríks til Jötunheima" er síðari hluti verðlaunasögu eftir Lars Henrik Olsen í þýðingu Guðlaugar Richter og „Jói og unglingaveikin“ er þýðing Jórannar Sigurðardóttur á bók eftir Christine Nöstlinger. Endurútgefnar verða „Anna í Grænuhlíð" og „Emil og leynilög- reglustrákamir". Loks er bók eftir Ragnheiði Gestsdóttur og Björgu Árnadóttur er nefnist „Ég á afmæli í dag“ og hefur að geyma hugmyndir og til- lögur um uppátæki, leiki, bakstur og annað sem við á í afmælisveisl- um bama. Skjaldborg gefur út tuttugu bækur SKJALDBORG gefúr út tuttugu bækur á haustmánuðum þar af sex barnabækur. „Klukkumar" nefnist bók eftir Agöthu Christie í þýðingu Steingríms Péturssonar. Jóhanna G. Erlingsson þýðir ástar- og spennusögu eftir Mary Higgins Clark og heitir sú „Uti regnið grætur" og Ásgeir Ingólfsson þýð- ir sögu eftir Howard Fast sem heitir á frammálinu „Dinner- party“ en hefur ekki hlotið íslenskt heiti ennþá. „Samankomin í mínu nafni“ er framhald bókarinnar „Ég veit af hveiju fuglinn í búrinu syngur" eftir Maya Angelou. Gissur Ó. Erlingsson þýðir. „Ambáttin" er ástarsaga eftir Denise Robins í þýðingu Jóhönnu G. Erlingsson og tvær nýjar íslenskar ástarsögur „Dagur hefndarinnar“ eftir Birg- ittu Halldórsdóttur og „Hættulegt hlutverk“ eftir Soffíu Jóhannes- dóttur koma út. „Hestar og menn“ er árbók hestamanna 1988 eftir Guðmund Fimmtán bækur frá Forlaginu FORLAGIÐ gefúr út fímmtán bækur á þessu hausti. Trúin, ástinn og efínn nefnist fyrra bindi minningar séra Rögn- valds Finnbogasonar á Staðastað í skrásetningu Guðbergs Bergs- sonar. Einnig kemur út smá- sagnasafn eftir Guðberg Maður- inn er myndavél og þýðing hans á spænskri verðlaunaskáldsögu Andrúmsloft glæps eftir Juan Benet. Tvær nýjar ljóðabækur era á útgáfulista Forlagsins fyrir þessi jól; Ljóð námu menn er annað bindi Ljóðnámusafns Sigurðar Pálssonar og Hvíti trúðurinn er sjöunda ljóðabók Nínu Bjarkar Ámadóttur og geymir 30 ljóð. Nýjar sögur um snáðann Kugg koma út í bók, sem heitir Kuggur til sjávar og sveita og er Sigrún Eldjám höfundur máls og mynda, sem era 40 talsins. íslenskir utangarðsunglingar nefnist viðtalsbók Sigurðar Á Friðþjófssonar með tíu frásögnum af „lífsbaráttu óhamaðra ungl- inga.“ Pulitzer-verðlaunasagan Ást- kær eftir Toni Morrison kemur út í íslenskri þýðingu Úlfs Hjörvar og Dagbók góðrar grannkonu eft- ir Doris Lessing í þýðingu Þuríðar Baxter. Kærleikur, lækningar, krafta- verk er bók eftir bandaríska skurðlækninn Bemie Siegel sem fjallar um reynslu hans af hæfí- leikum krabbameinssjúklinga til að læknast af sjálfsdáðum. Helga Guðmundsdóttirt þýddi bókina og einnig matreiðslubókina Grænt og gómsætt eftir Colin Spencer, sem er um jurtafæði. Forlagið gefur einnig út Tón- listarsögu æskunnar, sem er íslenskt heiti fræðiritsins The Oxford First Companion to Music eftir Kenneth og Valerie McLeish í þýðingu Eyjólfs Melsteð. Heimur í hnotskum er fjölfræðibók fyrir böm og unglinga eftir Jane Élli- ot, sem Bjami Fr. Karlsson þýddi. Hann þýddi einnig Lifandi heimur - Lífíð í kringum okkur, sem er fræðslubók um náttúrana í mynd- um og máli eftir Marit Claridge og John Shackell. Jólagjöfin nefnist saga um bú- álfínn Grástakk gamla, sem Þor- steinn frá Hamri hefur þýtt og loks gefur Forlagið út nýjan bóka- flokk fyrir yngstu börnin, „Ævintiýri barnanna“ og era Rauðhetta, Pétur Pan og Hans hugprúði þijú þau fyrstu. Jónsson og Þorgeir Guðlaugsson og í flokknum „Aldnir hafa orðið" í ritstjórn Erlings Davíðssonar kemur út sautjánda bindið. Þriðja bindi minningaþátta Þorsteins Matthíassonar „í annríki fá- breyttra daga“ geymir þætti um íslendinga lífs og liðna. „Um hjambreiður á hjara heims“ eftir Monicu Christensen kom út í bókaklúbbi í september, en kemur nú á almennan markað. Og í samvinnu við alþjóðleg dýra- vemdunarsamtök gefur Skjald- borg út „Lífríki náttúrunnar" þar sem sérstök áhersla er lögð á að fjaila um dýr sem era í útrýmingar- hættu. David Attenborough skrifar formála og á aðild að útgáfunni. „Matreiðsla í örbylgjuofni" er þýdd og staðfærð af Helga B. Helgasyni, matreiðslumeistara. „A flækingi" er ný bamabók eftir Indriða Úlfsson og einnig er væntanleg ný bamabók eftir Heiðdísi Norðfjörð. Þijár fyrstu bækumar í nýjum flokki Bækur fyrir byijendur koma út í litprentuðum útgáfum og eru það ævintýrin „Gullbrá og bimim- ir þrír“, „Rauðhetta“ og „Grísirnir þrír“. Éinnig gefur Skjaldborg út „Bamið okkar“ dagbók bamsins frá fæðingu til fermingar. Tólfbækur frá AB ALMENNA bókafélagið sendir frá sér tólf bækur og eru sumar gefíiar út bæði í klúbbum félags- ins og á almennum markaði. Má þar nefúa nýja ljóðabók eftir Matthías Johannessen; „Dagur af degi“ og smásagnasafn Einars Más Guðmundssonar „Leitin að dýragarðinum" Aðrar bækur frá AB era: „Fer- skeytlan“ safn lausavísna sem Kári Tryggvason tók saman, „Við byggðum nýjan bæ“ endurminning- ar Huldu Jakobsdóttur skráðar af Gylfa Gröndal og önnur minninga- bók; Eðvald Hinriksson - endur- minningar, skrásetjari er Einar Sanden. „Víst er ég fullorðin" er ungl- ingabók eftir Iðunni Steinsdóttur sem fjallar um líf unglingsstúlku úti á landi um 1950. „Hesturinn og drengur hans“ nefnist ný bók eftir C.S.Lewis í þýðingu Kristínar . R. Thorlacius. Ný útgáfa af jlti.. ., |J- „Nonna" eftir Jón Sveinsson kemur út og Sr. Sigurður Pálsson hefur safnað bænum frá ýmsum löndum í bókina „Börn og bænir" auk þess sem þar er að fínna kafla fyrir for- eldra um skírn, böm og bænir. „Þjóð í hafti" eftir Jakob F. Ás- geirsson er saga þijátíu ára verslun- arfjötra á Islandi, 1931—1960. „Gengið í guðshús" er litprentuð bók með fjölda mynda, eftir sr. Gunnar Kristjánsson sem ijallar um kirkjur og kirkjulist og er sameigin- leg útgáfa AB og Iceland Review. Loks kemur út hjá AB handbók fyrir ungt fólk sem er að flytja að heiman og nefnist hún „Mamma, hvað á ég að gera?“. Það er Jón Karl Helgason sem safnað hefur efni í bókina. Svartá hvítu með eina bók SVART á hvitu sendir aðeins frá sér eina bók fyrir þessi jól. Það er bók sem Bríet Héðinsdóttir hefúr unnið uppúr bréfíun Brietar Bjarn- héðinsdóttur. Samkvæmt upplýsingum út- gefandans er í biókinni dregin upp mynd af stjómmálaástandi og kvennabaráttu á fyrri hluta aldarinnar, auk þess sem varp- að er ljósi á einkalíf þessarar baráttukonu. Tuttugu og níu bækur frá Vöku-Helgafelli VAKA-Helgafell sendir frá sér tuttugu og níu bækur. Fyrst ber að telja nýja bók eftir Halldór Laxness, ýmislegt efíii sem Hall- dór skrifaði á árum áður og enn hefúr ekki birst á bók. Bókin hefúr ekki hlotið endanlegt nafn. „Markaðstorg guðanna" er fyrsta skáldsaga Ólafs Jóhanns Ól- afssonar, en áður hefur komið út eftir hann smásagnasafnið „Níu lyklar". Kristinn R. Einarsson þýðir sígilt spænskt verk „Paskval Dvarte og hyski hans“ og út kemur þriðja skáldsaga Jean M. Auel „Mamm- útaþjóðin“. Minningasaga Hemingways „Veisla í farangrinum“ í þýðingu Halldórs Laxness kemur út í nýrri útgáfu. „Reimleikar í birtunni" er ljóðabók Hrafns Gunnlaugssonar, „Þorpið" eftir Jón úr Vör kemur í nýrri útgáfu, lífshlaup Bryndísar Schram er skráð af Ólínu Þorvarð- ardóttur og Jóhanna Kristjónsdóttir minnist ferða um framandi slóðir í nýrri bók. Ástarsaga eftir Victoriu Holt og spennusaga eftir Ken Follet koma út og einnig handbók fyrir bíleig- endur, fjölfræðibók um steinaríkið og tvær bækur um stjómun og sölu- mennsku auk átta handbóka um inniplöntur. Verðlaunabók Kristínar Lofts- dóttur „Fugl í búri“ kemur út hjá Vöku-Helgafelli og einnig bamabækur eftir Kristínu Steins- dóttur og Margareta Stömstedt, sænskan verðlaunahöfund. „Gull- skipið fundið" eftir Ármann Kr. Einarsson verður endurútgefið og loks kemur ævintýrabók fyrir böm- in sem nefnist „Ævintýraferðin". Einnig koma fjórar ævintýr- abækur frá Walt Disney í Bóka- klúbbi barnanna. Minnisbók og tvær aðrar frá Bókrún BÓKRÚN h.f. — útgáfúfélag sendir frá sér á bókamarkaðinn tvær bækur og almanaksbók með sögulegu ívafí. Auk almanaksbókarinnar, „Minnisbókar Bókrúnar" kemur einnig út í kilju „í nafni jafnrétt- is“, greinasafn eftir Helgu Sigur- jónsdóttur. Sjálfsævisaga Goldu Meir í þýð- ingu Bryndísar Víglundsdóttur kemur út í nóvembermánuði. Böm Goldu tvö sem búsett era í ísrael hafa valið myndir úr einkasafni sínu til birtingar í bókinni. Jafn- framt senda þau íslenskum les- endum nokkur ávarpsorð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.