Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 Minning: Eiríka S.P. Sigur- hannesdóttir iðjuþjálfí Fædd 9. júní 1936 Dáin 17. október 1988 Eitt af því besta sem fyrir mann kemur í lífinu er að kynnast fólki sem manni fer að þykja vænt um vegna eðliskosta þess. Þær manneskjur hafa til að bera þá eiginleika að kalla fram það besta í okkar eigin fari og gera okkur betri menn þá stundina með nærveru sinni einni saman. Návist þeirra fylgja einhveijir töfrar kátínu og gleði, sem á ekk- ert skylt við sýndarmennsku og látalæti, heldur hressileika og sak- lausa glettni en stundum allt eftir blæbrigðum stundarinnar. Eirika var ein af þessum mann- eskjum. Ævinlega var hún að gera eitthvað skemmtilegt eða nýstár- legt, enda hæfileikarík á mörgum sviðum og skapandi í starfi, ötul og ósérhlífin. Því var ætíð tilhlökkun að hitta hana. I dagsins önn líður tíminn eins og örskot, viðfangsefni líðandi stundar virðast ein skipta máli hverju sinni, en þegar litið er til baka verður flest gleymskunni að bráð. En Eirika mun ekki gleymast, svo ljóslifandi eru minningarnar um samverustundir þar sem rædd voru menningarmál af ýmsu tagi, og skipst á skoðunum um það sem efst var á baugi hveiju sinni. Góð vinkona hefur kvatt þennan heim. Ég kveð hana með söknuði. Astvinum hennar votta ég mína dýpstu samúð. Ásta M. Eggertsdóttir í dag er kvödd hinstu kveðju í Hvanneyrarkirkju í Andakíl Eiríka P. Sigurhannesdóttir. Leiðir okkar lágu saman í Kvennaskólanum í Reykjavík en þar hóf hún nám í 3. bekk haustið 1952. Við Eiríka vorum nágrannar sem unglingar en þekktumst ekki nema af afspum. Mér er það minnisstætt þegar hún vorkvöld eitt bankaði upp á heimili mínu og kynnti sig. Erindi hennar var, eins og hún komst að orði, „að forvitnast um Kvennaskól- ann í Reykjavík og námið þar“ en hún var þá búin að sækja um skóia- vist þar. Af mínum fundi fór hún þetta kvöld með upplýsingar um það efni sem lesið hafði verið í 1. og 2. bekk auk nokkurra námsbóka sem hún falaði að láni yfir sumar- mánuðina. Hafði hún hug á að nýta þá til að búa sig sem best undir skólavistina sem hún og gerði eins og fljótt kom í ljós. Ég rifja upp hér þessi fyrstu kynni okkar vegna þess að mér finnst þau lýsa einkenn- um sem vom svo ríkjandi í skap- höfn hennar alla tíð en það var framtakssemi, fróðleiksþorsti og vilji til að vinna vel. Eiríka giftist ung Jóni Bergs- syni, bifreiðasmið. Hann var fæddur og alinn upp í Danmörku en fluttist til íslands undir tvítugt ásamt föður sínum og bróður að móður sinni látinni. Eignuðust þau þrjá syni, Berg, tölvunarfræðing, Hafstein, tæknifræðing, og Agnar Má, bankastarfsmann. Þegar drengirnir vom komnir vel af höndum má segja að kaflaskil hafí orðið í lífi hennar. Þau hjónin höfðu slitið sam- vistum og hélt Eiríka heimili með sonum sínum. Hafði hún er hér var komið stundað skrifstofustörf með heimilinu í nokkur ár en í henni blundaði alltaf löngun til náms og þegar öldungadeild var stofnuð við Menntaskólann við Hamrahlíð var hún í hópi þeirra fyrstu sem þar innrituðust. Stúdentsprófí lauk hún svo vorið 1976. Ekki var látið þar við sitja heldur tók hún sig upp og hélt til Svíþjóðar með yngsta son- inn. Dvaldi hún þar í þrjú ár og kom heim með háskólapróf í iðjuþjálfun upp á vasann. Á þessum ámm gift- ist hún Magnúsi Eymundssyni en þau skildu. Eiríka hóf störf á vinnustofu Öryrkjabandalags íslands. Hún var metnaðarfull í starfí sínu. Atvinnu- sjúkdómar, orsakir þeirra og afleið- ingar, áttu mjög hug hennar. Hafði hún oft á orði að fyrirbyggjandi aðgerðum til varnar þeim væri ekki nægilega sinnt hér á landi. Veit ég að það var m.a. ástæða þess að fyrir þremur ámm gerðist húri kennari við Iðnskólann í Reykjavík. Fór hún þar inn á hin ýmsu verk- stæði skólans og leiðbeindi um vinnustellingar, líkamsbeitingu o.fl. Kennsla átti vel við Eiríku, þar nutu sín vel stjómsemi hennar og skipulagsgáfur. Tvo undanfama vetur stundaði hún nám, jafnhliða starfi, í uppeldis- og kennslufræð- um við Kennaraháskóla íslands og útskrifaðist þaðan með kennslurétt- indi sl. vor. Ég get ekki ætternis Eiríku í þessum skrifum þar sem ég veit að því em gerð skil af öðmm. Hef ég kosið að stikla á stóm um starfsævi hennar því mér finnst hún sýna að þar sem Eiríka fór var engin hversdagsmanneskja. Það er með ólíkindum hversu miklu hún fékk áorkað, sérstaklega þegar þess er gætt að hún bjó við skerta heilsu. Um það vissu þeir einir sem þekktu hana náið enda andstætt skaphöfn hennar að bera slíkt á torg. Það var samheldinn hópur sem útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík, 4. bekk C, vorið 1954. Mótast höfðu vináttubönd sem vara fram á þennan dag. Eiríka var um margt þroskaðri og sjálfstæðari en við skólasystur hennar þegar hún kom í skólann. Hún kom inn ári eldri, hafði eftir unglingapróf, sem í þá daga var tekið að loknum tveimur ámm í gagnfræðaskóla, farið út á vinnumarkaðinn í þeim tilgangi að afla sér fjár til frekari skólagöngu. Við bekkjarsystur Eiríku eigum um hana ógleyman- legar minningar. Ég mæli fyrir munn þeirra þegar henni em þakk- aðar allar samvemstundimar í skóla, á heimili hennar sem og utan þess. Við getum sagt með sanni að oft reif hún okkur upp úr hvers- dagsleikanum. Alltaf var eitthvað að gerast hjá henni, alltaf var hún að takast á við stórvirki. Það var tilhlökkunarefni að eiga von á að hitta hana. Hún var lifandi persónu- leiki og áhugasvið hennar mörg. Frásagnargleði var henni í blóð borin oftast blandin léttri kímni. Persónulega þakka ég henni órofa vináttu og tryggð í minn garð og minna frá okkar fyrstu kynnum. Fyrir nokkmm ámm stofnaði Eiríka heimili með Hauki Engil- bertssyni, bónda að Vatnsenda í Skorradal, og áttu þau saman ham- ingjurík ár. Mikill harmur er við lát hennar. Hauki, sonum hennar, systmm og öðmm ástvinum em sendar einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Eiríku. Elín Skarphéðinsdóttir Vinkona mín Eiríka Sigurhann- esdóttir verður kvödd í dag frá H vanney rarkirkj u. Fyrstu kynni okkar vom þegar Eiríka bað mig fyrir son sinn, Agn- ar, í leikskólann í Tjarnarborg. Hún vann þá í Norræna húsinu, á elli- heimili og víðar til að ná endum saman með drengjunum sínum. Nokkm síðar heimsótti ég hana, þá var hún nýflutt í nýja íbúð í Rjúpufelli og var mjög ánægð að hafa náð þeim áfanga að vera kom- in í eigið húsnæði eftir erfið ár á leigumarkaði. Og var hún ákveðin að halda heimili sínu saman. Fundum okkar bar saman enn á ný í Öldungadeild Menntaskólans í Hamrahlíð' Ekki var kraftur og dugnaður Eiríku síðri þar. Við fylgdumst að og var seigla hennar ótrúleg — hún hafði ekki svo góða aðstöðu eða frjálsræði eins og margir þeir, sem vom með okkur í námi. Én hún lauk stúdentsprófi og var ákveðin að halda námi áfram. Störf hennar og nám við snyrti- fræði em ekki gleymd, enda sýndi hún vandvirkni þar sem annars staðar. Leiðir okkar lágu aftur saman er hún var í námi í iðjuþjálfun í Jönköping og ég í félagsvísindum í Stokkhólmi. Húnn gekk að venju ákveðin til verks allt fram yfir námslok og þar með komin með þetta prófið. Hún var með yngsta soninn með sér og sem oft áður í lífí hennar hafa erfíðleikamir verið miklir. Aldrei heyrði ég hana tala um námsleiða — en aftur á móti var hún uppfull af áhuga á námi sínu og framtíðarhorfum heima. Við vomm hvomgar kornungar, en áhugasamar og bjartsýnar á það, sem við vomm að gera. Eiríka kom heim að loknu námi og hóf störf að nýju á mörgum vígstöðvum að venju. Síðast var hún farin að kenna í Iðnskólanum og lauk þá einu próf- inu enn, réttindaprófi frá Kennara- háskóla íslands. Við hittumst oft og alltaf var jafn hressandi að tala við hana og gátum við alltaf glaðst saman er við minnumst námsára okkar, sem Jón Þórðarson, Selfossi — Minning Fæddur 9. nóvember 1942 Dáinn 23. október 1988 Jón Þórðarson var fæddur á Sól- bakka í Villingaholtshreppi, en þar bjuggu foreldrar hans, Þórður Kristinn Jónsson frá Syðri-Gróf og Vigdís Kistjánsdóttir frá Forsæti þar í sveit. Rannveigu áttu þau hjón annað bama. Þegar Jón var 12 ára fluttist ljölskyldan að Selfossi og bjó þar síðan. Kona Jóns var Gróa Sigurbjörns- dóttir frá Eyrarbakka, en þau slitu samvistum. Böm þeirra em Jakob- ína Lind, f. 1974, og Þórður Krist- inn, f. 1979. Jón lauk námi við Iðnskólann á Selfossi 1961 og varð meistari í húsasmíði og húsgagnasmíði. Alla tíð síðan vann hann að þeim störfum og rak með föður sínum trésmíða- verkstæði hér á Selfossi. Þó varð þetta ekki aðalstarf Jóns, því að árið 1976 var hann kallaður til kennslu við iðnskólann hér og varð kennslan hans aðalstarf síðan. Til marks um traust það er Jón ævin- lega naut má nefna, að í forföllum skólastjóra, Bjama heitins Pálsson- ar, fékk hann Jón nýútskrifaðan úr skólanum til þess að gegna teiknikennslu fyrir sig um skeið. Þegar iðnskólinn varð að íjölbrauta- skóla árið 1981 varð Jón einn af föstum kennumm hans og starfaði hér við mikinn orðstír til dauða- dags. Nú er þar skarð fyrir skildi. Jón var af ættum þjóðhagasmiða. í Villingaholtshreppi em nokkrir bæir þar sem búið hafa mann fram af manni fágætlega hagir menn, bæði á tré og jám, og oft upp- fínningamenn að auki. Faðir Jóns, þórður á Sólbakka, svo og Forsætis- bræður, móðurbræður Jóns, og syn- ir þeirra em landsfrægir smiðir og hugvitsmenn á tré, jám, kopar, silf- ur, gull, rokka, orgel og nú síðast vindmyllur. Við hné föður síns hóf Jón galdur rennibekkjarins í þann mund hann fékk, fyrir æsku sakir, hamri lyft. Á þeim bæjum vom bömin ekki hrakin frá hinum flókna búnaði á verkstæðum feðranna, enda máttu kennarar þeirra síðar af þeim læra, hvort sem var í smíðum bamaskólans eða enn meira smíðum iðnskólans. Jón var enginn eftirbátur frænda sinna og forfeðra. Hann kenndi smíðar og teikningu, bæði grunnteikningu og fagteikningu. Alveg gilti einu hvort viðfangsefnið var trésmíði, múrverk eða raflagnir. Alls staðar viðhafði hann hina einu sönnu kröfu hins góða kennara: Hið fullkomna verk, ekkert minna. Þetta kostaði reynd- ar oft yfirlegur og vökur, má vera að Jón hafi stundum gengið of nærri sér í þeim efnum, enda mikil geðshræring jafnan tengd sterkri viðleitni til fullkomnunar. Hin mis- kunnarlausa krafa listarinnar var honum ofar öllu, hvað sem verald- legu endurgjaldi leið, enda var hann listamaður að skapferli, dulur, djúp- ur, hlýr, glettinn, viðkvæmur. Sumir söngvarar eru sagðir hafa til að bera hið absólúta tóneyra. Jón átti hið fullkomna smiðsauga. Þeg- ar skóla vorum var, fyrir nokkrum árum, reist hús til viðbótar, undar- lega hymt og skásneitt, bar svo við þegar vesturgaflinn birtist upp- steyptur, reyndar bæði skáhallur og skakkstæður eins og til stóð, að Jóni varð ekið framhjá við annan mann. Jón gjóaði augum að gafli, stöðvaði bílinn og sagði: Hliðar- hallinn á gaflinum þeim arna er nú ekki alveg réttur. Félagi hans, byggingatæknifræðingur, sá ekkert athugavert við gaflinn en kannaði samt málið í forvitnisskyni. Hönn- unarverkfræðingar, mælingamenn og aðrið tæknimenn byggingunni viðkomandi sáu heldur ekki né vissu neitt athugavert við gaflinn þann. En þegar leggja skyldi að honum raftana stóru kom í ljós, öllum til undrunar nema Jóni, að höggva þurfti ofan af gaflinum rönd, sem vár 4 tommur á hæð í annan end- ann og fór niður í ekkert í hinn endann. Til em augu og augu. Fleiri sögur þessari líkar mætti segja, hvemig hann t.d. smíðaði á augabragði járnfestingu smáa á myndvarpatjöldin nýju, sem dönsk- um framleiðendum þeirra hafði aldrei tekist að festa almennilega og þægilega við vegginn, þannig að hallinn héldist réttur og tjaldið þó stöðugt. Enginn endir er á hans fallegu verkum, nema nú þessi. Jón er fallinn langt fyrir aldur fram. Harmur er að oss kveðinn, samstarfsfólki hans, við þökkum honum fyrir allt og allt. Megi minn- ing um góðan dreng sefa þunga sorg foreldra, systur, barna og að- standenda allra. I nafni Fjölbrauta- skóla Suðurlands tjái ég þeim sam- úð okkar hugheila. Þór Vigfússon vom svo ólík flestra annarra, en heillandi og gefandi. Þessi upptalning lýsir vinkonu minni Eiríku á ámm, er hún þrátt fyrir margvíslega erfiðleika braust til náms og starfa og lýsir lífsorku hennar og bjartsýni. Ég þakka henni samfylgdina, vináttuna og sameiginlegar gleði- stundir. Sendi eiginmanni, sonum og öðmm nákomnum innilega sam- úðarkveðju mína. Elín Torfadóttir Ég varð harmi slegin er ég frétti um lát vinkonu minnar, Eiríku. Við kynntumst fyrir sex ámm, þegar ég flutti aftur til íslands. Það vom sameiginleg áhugamál okkar um vinnuvernd, sem gerðu það að við byrjuðum að halda fyrir- lestra saman og kenna réttar starfs- stellingar á vinnustöðum og í félög- um. Hún Eiríka var alltaf svo hress og skemmtileg og gaman að vinna með henni. Hún átti líka sínar erf- iðu stundir og þjáðist hún í mörg ár af asma. Eiríku var margt til lista lagt, heimili hennar bar vott um það, hún var einstaklega smekkleg og hafði gaman af fallegum málverkum og listmunum. Eiríka bjó lengi í Torfu- fellinu, en eftir að hún kynntist Hauki Engilbertssyni bónda á Vatnsenda í Skorradal, þá bjó hún hjá honum á sumrin og um helgar. Saman keyptu þau hús í Mosfellsbæ og þar bjó Éiríka á vetuma, því hún kenndi m.a. atvinnuheilsufræði við Iðnskólann í Reykjavík. Eiríka var alltaf jafn glæsileg, við vinnu sem iðjuþjálfun eða snyrtifræðingur eða þegar hún var að taka á móti lömb- unum í sveitinni og hlúa að þeim, alltaf geislaði af henni. Hún gekk í öll störf í sveitinni og tók á móti gestum með myndarskap og alltaf var jafn gaman að heimsækja hana. Eiríka hafði yndi af ferðalögum jafnt erlendis og á Islandi. Hún kunni að meta íslenska náttúru og naut þess að afla sér meiri vitn- eskju um hana. Það er mikill söknuður við frá- fall Eiríku. Ég sendi Hauki og son- um hennar innilegar samúðarkveðj- ur. Hvíl þú í friði. Guðrún Hafsteinsdóttir í dag fer fram frá Hvanneyrar- kirkju í Borgarfirði útför æskuvin- konu minnar Eiríku. Eiríka Steinunn Petersen Sigur- hannesdóttir hét hún fullu nafni og var yngst fjögurra dætra hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Sigurhannesar Petersen, er lést þegar Eiríka var aðeins nokkurra vikna gömul. Seinni maður Ingi- bjargar var Elíseus Jónsson og áttu Þegar við horfum á skóginn, þá tökum við sjaldan eftir einstökum tijám, en við sjáum strax ef eitt þeirra hverfur og söknum þess. Góður vinur og samstarfsmaður, Jón Þórðarson, var skyndilega burtu kallaður að kvöldi 23. október sl. Við sem höfum starfað með hon- um við Fjölbrautaskóla Suðurlands, hvort sem er lengur eða skemur, þökkum honum samfylgdina. Fimm úr okkar hópi hófu ásamt Jóni svokallað réttindanám sl. haust. Allir kviðu þessu námi og Jón ekki síður, en þegar til kom og námið var hafið — en það er stundað samhliða kennslustörfum — kom það á daginn að Jón var orðinn einhver sá áhugasamasti i hópnum og varð fljótt ljós hve dýr- mætt var að hafa hann með í ráðum í náminu, sem byggist mikið á hóp- vinnu. Við minnumst Jóns sem hægláts manns og trausts félaga. Hann var dulur og hafði ekki mörg orð um eigið ágæti né handaverk. Um góða handverksmenn er gjaman sagt að þeir séu laghentir og smiðir góðir. Jón Þórðarson var meira en það — hann var völundur, þjóðhagi, því allt lék í höndum hans. Kennslu- störf slíkra manna eru ómetanleg þeim sem fá að njóta, og skarðið vandfyllt. Með þessum fáu orðum kveðjum við Jón. Aðstandenum hans vottum við' okkar dýpstu samúð. Megi minning- in um hann vera þeim styrkur. Samstarfsfólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.