Morgunblaðið - 29.10.1988, Side 12

Morgunblaðið - 29.10.1988, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 rrrrrr* 'mœmmt'r-rrTT Morgunblaðið/KGA Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt. Hulda Jósepsdóttir fyrir framan Staðlakot. Morgunbiaðið/Bjami Gamall steinbær verður sýningarhúsnæði Sagt frá Stöðlakoti og rætt við Huldu Jósepsdóttur textflhönnuð Þegar skólasveinar úr menntaskólanum og tómthúsfólk sem bjó í grenndinni þar sem nú er Bókhlöðustígur fylgdust af áhuga með smíði lítils steinbæjar í landi Stöðlakots skömmu eftir 1880 þá óraði engan fýrir þvi að það ætti fyrir þessu litla húsi að liggja að verða sýningarsalur rúmum hundrað árum seinna. En stundum verða hinir síðustu fyrstir, nú hefiir þessi litli steinbær skotið miklu stærri og veigameiri samtímahúsum ref fyrir rass því nú er verið að opna í Stöðlakoti sýningu á handunnum munum úr íslenskri ull. Þar verður ekki látið staðar numið heldur er í ráði að Stöðlakot verði leigt út til sýningahalds sem tengist islenskum listiðnaði hér eftir. Það eru hjónin Hulda Jósepsdóttir textílhönnuður og Þorgrimur Jónsson tannlæknir sem eiga Stöðlakot og hafa látið endurnýja þetta gamla hús svo rækilega að þar er sennilega mun glæsilegra umhorfs en var í upphafi þegar húsið var nýbyggt. Arkitekt breytinga og nýbygginga er Vilhjálmur Hjálmarsson en byggingameistari Valgeir Þórðarson. Um innréttingar sá Felix Þorsteinsson. Múrarameistari var Snæjörn Þór Snæbjörnsson, rafvirkjameistari Magnús Lárusson, málarameistari Jónmundur Gíslason og rörfiagningameistari Ólafiir Guðmundsson. Árið 1881 var Alþingishúsið reist og þá öðluðust íslenskir tómthúsmenn þá dýrmætu þekk- ingu sem dugði þeim til þess að Frá vinstri: Valgeir Þórðarson byggingameistari og Jónmundur Gíslason. reisa sjálfir litla steinbæi með því að kljúfa grjót úr holtunum umhverfís Reykjavík. Það var Jón Runólfsson frá Arabæ í Gijótaþorpi sem reisti stein- bæinn í Stöðlakoti sem nú er orðinn sýningarhúsnæði. Jón þessi starfaði lengi hjá Bryde og var sagður mesti dugnaðarmað- ur. Hann dó árið 1915 og þá komst steinbærinn í annarra eigu. Hulda og Þorgrímur eign- uðust þennan litla bæ fyrir sex árum en í húsinu við hliðina hafa þau haft atvinnurekstur sinn sl. 20 ár. í samtali við blaðamann sagði Hulda Jósepsdóttir að tilgangur- inn með þessari fyrstu sýningu í Stöðlakoti væri að varpa ljósi á stöðu íslensku ullarinnar í dag. „Saga íslensku ullarinnar er samofín sögu þjóðarinnar," sagði Hulda. „Fólk og fé hefur fengið sérkenni sín af sambýli við hijúfa og ögrandi náttúru landsins frá Bltl' Morgunblaðið/Bjami Séð inn í sýningarsalinn. #ÍÍ upphafi byggðar og sjálfstæðis- barátta okkar snýst um að varð- veita og rækta þessi sérkenni. Á byggðasöfnum landsins má víða sjá gamlan útsaum, vefnað og pijón, sem ber vitni um ótrúlega þróaða og fjölbreytta þráðagerð úr íslenskri ull. Við undirbúning þessarar sýningar leitaði ég til Emmu Eyþórsdóttur búijárfræð- ings á Rala og Inga Garðars Sigurðssonar tilraunastjóra á Reykhólabúinu með val á ull til handvinnslu. Tilraunir með ræktun á ullarfé hófust á Reyk- hólum á Barðaströnd árið 1958 undir stjóm Dr. Stefáns Aðal- steinssonar. Hafa þessar tilraun- ir skilað mjög athyglisverðum árangri, bæði hvað varðar vel hvítan lit, ullargæði og pels- gærur. Einnig leitaði ég sam- starfs við Kristínu Jónsdóttur Schmidthauser, en hún er sú af yngri kynslóðinni sem hvað mesta reynslu hefur í hugmynda- ríkri þráðagerð. Um margra ára skeið hef ég gert tilraunir með handpijón úr því efni sem íslensku ullverk- smiðjumar Gefjun og Álafoss hafa framleitt á þeim tíma. Pijónatilraunir mínar hafa verið jöfnum höndum tilraunir með þráðagerð því efni og tækni eru samofin. Mér fannst ég ekki fá eins finan og mjúkan þráð og er í mörgum hinna gömlu muna sem ég hafði séð t.d. á söfnum. En svo kynntist ég Sigurbjörgu og Bóthildi Benediktsdætrum á Amarvatni og hjá þeim sá ég ótrúlega gott safn textílverka sem þær og formæður þeirra höfðu unnið og vitnuðu um mjög þróaða verkmennt. Sá hjá þeim hespur af mjög fíngerðu og fjöl- breyttu bandi, alls konar vefnað og pijón úr hinum ýmsu þráðar- gerðum og einnig fullunninn fatnað. íslenska ullin er sérstæð. Hún skiptist í þel og tog. Öldum saman var þetta aðskilið og unn- ið úr því sitt í hvom lagi. -Þelið er mjúkt, létt, fíngert og ákaf- lega hlýtt en togið er hins vegar gróft og stinnt og afar slit- sterkt. Enn er til fólk sem kann að kann hin gömlu vinnubrögð en því fer ört fækkandi. Sá þráð- ur sem hefur gengið í gegnum íslandssöguna er ekki slitinn enn, en hann er nú orðinn mjög þunnur, ef svo má að orði kom- ast. Það þarf að kenna hér ullar- vinnslu meira og fyrr en gert er. Handverkið hefur svo lengi verið í skugga af bóknáminu. Einnig væri nauðsynlegt að koma sem fyrst á fót listiðnaðarskóla hér á landi, svo og listiðnaðarsafni," sagði Hulda að lokum. GSG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.