Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 13 Fríkirkjan HafiiarjSrði: Kaffisala Kvenfélags- ins á sunnu- daginn NÆSTKOMANDI sunnudag, 30. október, verður hin árlega kaffi- sala Kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfírði. Bamasamkoma verður að venju í kirkjunni kl. 11 og guðsþjónusta kl. 14. Strax að lokinni guðsþjón- ustu, um kl. 15 hefst svo kaffisalan og verður hún að þessu sinni í fé- lagsheimili íþróttahússins við Strandgötu og stendur fram eftir degi. Eins og komið hefur fram í frétt- um hefur Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði nýverið fest kaup á glæsilegri húseign í nágrenni kirkj- unnar sem ætlunin er að verði safn- aðarheimili. Mun kvenfélag kirkj- unnar því veija ágóða af kaffisöl- unni að þessu sinni til hins nýja safnaðarheimilis sem tekið verður í notkun um næstu áramót. Það skiptir því miklu máli að safnaðarfólk og velunnarar kirkj- unnar bregðist vel við á sunnudag- inn og mæti í kaffisamsætið en þangað eru allir boðnir velkomnir. Einar Eyjólfsson, saftiaðarprestur. KAKTUS Daihatsu Charade var upphaflega hannaður til að mæta gífurlegri hækkun bensínverðs í orkukreppu og að draga úr útgjöldum heimilanna. Nú, þegar kreppir að í íslensku efnahagslífi og bensínverðshækkun liggur í loftinu, ásamt öðrum auknum álögum, sannar Charade enn einu sinni ágæti sitt sem einn albesti kosturinn á markaðnum þegar hugað er að bílakaupum. Kynntu þér hönnun, útlit og rekstrargrund- völl Daihatsu Charade áður en þú velur annað. Daihatsuþjónustan er svo í kaupbæti, sú besta sem völ er á. Við eigum fyrirliggjandi árgerð 1988 á besta verði sem við höfum nokkrum sinni boðið uppá. í því eru engar blekkingar um vexti, einfald- lega lágmarksverð á gæðabíl. Við bjódum kjör við allra hæfi og erum opnir fyrir alls konar skiptum. Úrval notaðra bíla. BRIMBORG HF. VA-- SKEIFUNNI 15 - SlMI 685870. Daíhatsu - Volvo - Viðurkennd gæðamerki Árgerð 1989 er á leiðinni fyrir þá sem vilja bíða, en á töluvert hærra verði. Verðfrákr. W K f||| & Innifalið hágæða útvarps- og segulbandstæki. Ýmsar tegundir af kaktusum. og þroskast og margir þeirra blómstra ríkulega. Bestu pottarnir fyrir kaktusa eru leirpottar, moldin í þeim þornar tiltölulega fljótt og eins eru þeir nokkuð stöðugir. Marg- ir kaktusar verða þungir og því hætt við að léttir plastpottar velti um koll. Kaktusa þarf ekki að um- potta nema þriðja til ljórða hvert ár og besti tíminn til þess er snemma vors áður en nýr vöxtur hefst. Það er ekkert unnið við það að setja kaktusa í mjög stóra potta, það getur leitt til ofvökvunar sem er eitt viðsjárverðasta atriðið í hirðu þeirra. Lesendum skal á það bent að myndir af flestum þeim kaktusum sem minnst er á í þessari grein má fínna í blómabókinni, 350 stofu- blóm, útg. 1981, og er þar einnig nokkru nánar sagt frá ýmsum af þessum tegundum. Frh. næsta laugardag. — Fyrrihluti — Grein sú um kaktusa sem birt verður í tvennu lagi, þ.e. í dag. 29. okt. og nk. laugardag 5. nóv., er skrifuð af hinni landskunnu ræktun- arkonu Sigurlaugu Árnadóttur, Hraunkoti í Lóni. Kaktusar eru fyrirhafnarlítil inniblóm sem jafnan njóta vinsælda og sífellt virðast í tísku. Þeir þola misjafna meðferð en gera þó sínar lágmarkskröfur. Fjölbreytni kakt- usa er gífurleg og tegundirnar skipta þúsundum. Hér ætla ég að nefna fáeina sem mælt er með fyrir bytjendur í kaktusrækt. Cereus peruvianus er hávaxinn súlukaktus, auðveldur viðfangs. Hann blómstrar ekki fyrr en hann er orðinn um það bil tveggja feta hár. Blómin eru næstum ótrúlega stór, hvít að lit, en þau standa stutt. Echinocactus grusonii — „gyllta tunnan". Þetta viðurnefni hefur hann hlotið vegna fínna gulra brodda sinna. Einnig nefndur ígul- kaktus. Gymnocalcium stundum nefnd- ur „hökukaktus“ vegna þess að litl- ar hökur skaga framundan hverri broddaþyrpingu. Einnig nefndur „rifjakaktus". Þessir kaktusar blómstra ungir. Mammilaria kaktusar eru oftast stuttir og kringlóttir. Afbrigðin M. hahniana, M. plumosa og M. poly- hedra eru skemmtileg. Blóm þessara kaktusa, sem oft eru nefndir „vörtu- kaktusar", eru ekki sérlega ásjáleg en þeir eru blómsælir. Opuntia rufída er flatur kaktus með mjög litla brodda en argvítuga fyrir hendumar. Best er að láta hann standa bakatil við hina svo að enginn glepjist til að snerta hann. Opuntia paediophylla hefur langa meinlausa brodda (pappírs- brodda). Hann er skemmtilegur í kaktusahópnum. Opuntia kaktusar nefnast einu nafni „fíkjukaktusar“. Oreacereus celsianus og O. trolli eru báðir ræktaðir vegna langra silfurhára sinna (sbr. einnig Cephalocereus). Þeir þurfa mikla birtu því hárin hindra mjög að sólin nái vel til þeirra. Þessir kaktusar em jafnan nefndir „öldungar" og hafa sinn sérstaka sjarma. Kaktusar þola ótrúlega mikla vanrækslu og fá þá einnig stundum hugsunarlitla meðferð, líða t.d. æði oft fyrir það að eigendurnir taka nafnið „eyðimerkurblóm" of bók- staflega, og vökva þá alls ekki nóg yfir vaxtartímann. Áfleiðingin verð- ur veiklulegar plöntur sem lítið fer fram og blómstra sjaldan. Kaktusar þurfa eins og önnur blóm sína hirðu, rétta vökvun og birtu, heppilegan jarðveg og skilning á þörfum þeirra. Ef þessi atriði em í lagi vaxa þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.