Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 „Vor list hún skaJ Pltrgi Otgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, eími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Tuttugn ára starf Norræna hússins Norræna húsið í Reykjavík hefur sannarlega risið undir nafni. Það hefur verið miðstöð norrænnar menningar á Islandi í tuttugu ár. Sjálft er Norræna húsið fag- ur vitnisburður um fínnska byggingarlist, þar sem það stendur í Vatnsmýrinni, i næsta nágrenni höfuðstöðva íslenzkrar menningar og sögu: Háskóla íslands, Stofnunar Arna Magnússonar, Þjóðar- bókhlöðunnar, Þjóðminja- safnsins og Listasafns Islands. Mestu varðar þó það starf, sem stundað hefur verið í Norræna húsinu; þau menn- ingarlegu markmið, sem það þjónar. Það hefur verið og er farvegur fyrir hvers konar norræna menningarstrauma. Arið um kring efnir það til tónleika, sýninga, fyrirlestra, upplestra og alls kyns menn- ingarviðburða, auk þess sem það býr að vönduðu samnor- rænu bókasafni. Á það má minna að það var fyrsti for- stjóri Norræna hússins, ásamt Valdimir Ashkenazy, sem átti frumkvæðið að fyrstu Lista- hátíð í Reykjavík. Og núver- andi forstjóri hússins átti stór- an þátt í hugmynd og fram- kvæmd bókmenntahátíða 1985 og 1987. Norræna húsið er í raun ómissandi hlekkur í menningarlífi landsmanna. Sú hlið á starfsemi Norræna hússins, sem snýr út á við, skiptir ekki síður máli fyrir íslenzka menningu og sam- skiptin við bræðraþjóðir okkar. Norræna húsið hefur átt við- amikinn þátt í því að kynna íslenzka menningu, íslenzka list og íslenzka listamenn á hinum Norðurlöndunum. Það kynningarstarf hefur borið rflculegan ávöxt. Norræna húsið hefur jafn- framt, ekki sízt í seinni tíð, staðið fyrir alþjóðlegri Iist- kynningu og alþjóðlegum menningarviðburðum, þar sem ýmis heimsþekkt ljóðskáld, rit- höfundar og aðrir listamenn hafa komið fram. Þessi starfs- þáttur er mjög mikilvægur. Norræn list og norræn menn- ing er hluti heimsmenningar, í senn gefandi og þiggjandi, en ekki einangrað fyrirbæri. Efniviðurinn í þá brú sátta og samhugar, sem vonandi verður einhvem tíma traustlega byggð yfír heimshöfín, milli kynþátta og þjóða, verður ekki sízt sóttur til sameiginlegrar þekkingar og menningar mannkynsins. Og listin er full- komnasta tjáningar- og sam- skiptaform, sem þjóðir heims eiga sameiginlega — og vísar veg að þessu leyti. Því má hinsvegar aldrei gleyma að heimsmenning sam- anstendur af mörgum gamal- grónum þáttum, sem felast í sérstæðri þjóðmenningu hverr- ar þjóðar, íslenzkri þjóðmenn- ingu, finnskri, þýzkri, kínverskri o.s.frv. Það er heil- ög skylda hverrar þjóðar að varðveita og þróa þjóðmenn- ingu sína, tungu og menning- ararfleifð; það sem gerir þjóð að þjóð. Það er og mjög mikil- vægt, að þjóðir sem eiga ná- skyldar menningarhefðir, eins og Norðurlandaþjóðimar, styrki menningarlega stöðu sína með góðu samstarfí eins og því, sem Norrænu húsin standa fyrir. Og reynslan hefur fært okkur sanninn um, að það var vel ráðið þegar ákvörðunin var tekin um byggingu og starfsemi Norræna hússins í Vatnsmýrinni. í tilefni af tuttugu ára starfi Norræna hússins í Reykjavík verður efnt til sérstakrar há- tíðardagskrár í dag, laugar- dag. Hún hefst með ávarpi KnutS Ödegaards, forstjóra þess. Dansk-íslenzki listamað- urinn Erling Blöndal Bengts- son leikur einleiksverk á selló eftir Bach. Hukon Randal fylk- isstjóri, formaður stjómar Norræna hússins, ávarpar gesti. Norskur óbóleikari, Brynjar Hoff, leikur. Gylfí Þ. Gíslason, prófessor, flytur há- tíðarræðu. Hamrahlíðarkórinn frumflytur, undir stjóm Þor- gerðar Ingólfsdóttur, tvö verk eftir íslenzk tónskáld, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjömsson. Öll er þessi glæsilega og forvitnilega hát- íðardagskrá, sem er öllum op- in, í góðu samræmi við hefðir og tilgang Norræna hússins. I tilefni tuttugu ára starfs- afmælis Norræna hússins í Reykjavík er ástæða til að þakka forsjármönnum þess og starfsiiði, fyrr og síðar, gott og' árangursríkt starf. Morg- unblaðið ámar Norræna hús- inu — og hvers konar norrænu samstarfí — giftu og gengis um langa framtíð. eftir Guðmund Emilsson Ef litið er um öxl er ljóst að fram farir hafa orðið á sviði menningar- mála hérlendis á áratug. Það er óþarft að tíunda þær hér, við skynj- um að okkur hefur miðað fram á við. Afturför væri óeðlileg. En jafn- framt vitum við mæta vel, að fylgj- ast þarf með listum og listamönn- um og veita þeim stuðning í hvívetna, ekki af og til heldur sífellt, því án öflugra lista- og menningarstarfa er nútímaþjóð varla annað en hlekkur í alþjóðlegu neyslukerfí. Umræða um menning- armál er nauðsynleg, hún heldur okkur við efnið. Á undanfömum árum hefír und- irritaður á stundum hyllst til þess að tjá sig opinberlega um menning- arlíf okkar. Þetta er í raun van- þakklát iðja, því jafnvel þótt mönn- um gangi gott eitt til getur alltaf einhver beint eða óbeint orðið fyrir barðinu á gagnrýnum skrifum, jafnvel skrifum sem í eðli sínu eru jákvæð og ætlað að styrkja fremur en hitt. En fram hjá þessari tvíegg verður ekki komist. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð, en orð eru jafn- framt til alls fyrst. Til alls fyrst! Hin nýja stofnun Sigurðar Nordal efndi til málþings á dögunum um framtíð íslenskrar menningar. Það var þarft verk og leiddi hugann að rótum mennta okkar og að komandi tíð. Undirrit- uðum var boðið að ávarpa þingið frá sjónarhomi þess sem hrærist í dægurmálum tónlistarlífsins, og impra á því sem þar mætti betur fara í innra starfí og ytri aðbún- aði. Málþingið varð undirrituðum tilefni frekari hugleiðinga um vog- arskálar menningarlífsins. Fyrirbæri og fílósófía Fyrirbæri stríða mönnum. ís- lensk menning er fyrirbæri. Hún laðar menn til umhugsunar um sig enda tvinnuð úr ýmsum kitlandi og sérkennandi þáttum. Við getum „fílósóferað" um þá, sem kannski jafngildir því að gera ekki neitt, því samkvæmt skilgreiningu franska heimspekingsins Paul Val- éry em hugleiðingar ónauðsynleg- ar, við getum þraukað hugsunar- laust lílct og við getum tórt án lista. Umræða og menning eiga þetta sameiginlegt. Halldór Laxnes reit í Morgun- blaðið 23. janúar 1925 og hafði þá sömu hugsun á prjónunum: „List er meir eða miður óhagnýtt starf hverjum einstakling er þar á köllum að rækja, og svo er um hvað annað sem fjöldanum er unnið til andlegra hagsmuna." En skáldið bætir við athugasemd sem er hvort tveggja í senn hvati að og málsbót í um- fjöllun hans, Valéiys og minni spá- manna, um menningarmál: „ ... á bölvegum er hver sú þjóð sem eigi metur yfír annað fram starfsemi sinna andlegu höfðingja, eða lætur undir höfuð leggjast að gera þeim líft, og væri sanngjamt að sú þjóð liði undir lok í skepnuskap." Með þessi orð að leiðarljósi er þess nú freistað að leggja orð í belg hversu haldlaus sem þau kunna að reynast. Metnaður menningarþjóðar Skáldið talar um andlega höfð- ingja og skepnuskap, höfðingja sem með list sinni auðvelda mönnum að skilja sjálfa sig, samfélagið, og jafnvel breyta því þótt síðar verði, list sem býr yfír galdri sem er og verður óskiljanlegur og óaðskiljan- legur hluti hennar, og skepnuskap sem ekkert skilur og ekkert metur nema það svali lægstu hvötum og hversdagsþorsta. Er þetta svona einfalt? Eru and- stæðumar í mannfélaginu svona skarpar? Ef til vill í sinni alvar- legstu mynd, og margan grunar, að innlendur „skepnuskapur" sé í sókn fremur en hitt og „andlegir höfðingjar" á nokkru undanhaldi. Við getum einnig snúið dæminu við, og sagt, að framþróun menn- ingarmála hér á landi hafí ekki orðið eins ör og efni stóðu til, eða hægari en ytri aðstæður leyfðu. Enn getum við mildað tóninn og sagt, að „viðunandi" menningarlíf sé óviðunandi; að allt annað en „framúrskarandi" menningarlíf sé ósamboðið metnaði menningar- þjóðar. Hér er ekki svigrúm til að ræða í smáum atriðum fjölmargar hliðar íslenskrar menningar og ómenn- ingar. Hér verður látið nægja að benda á örfá sérkenni, ekki síst þau sem em til trafala, og þau skoðuð frá sjónarhóli þess, sem reynir að sækja lífsnauðsyn sína og andlegt viðurværi í hringiðu listalífs lítillar borgar. Það skal og tekið fram, að undirritaður er síður en svo hafínn fyrir þá gagnrýni sem fram kemur á innra starfí listamanna. Greinar- höfundur er allt eins að tala yfír eigin hausamótum; allavega á köfl- um... Forgangnr og Qársjóðir Samfélag okkar er smátt í snið- um, dvergvaxið, það takmarkar okkur á marga vegu og sérkennir mjög. Auk þess erum við í viðjum úthafs. Oflugt menningarlíf er kostnaðarsamt, segja menn. Við stöndum ekki undir þessu öllu, við erum fámenn. Þýðir ekki að kvarta. Þiggja menn ekki listamannalaun? Er þeim ekki hampað af veikburða þjóð? Þegar málflutningur þessi heyr- ist, og það er ósjaldan, er á móti sagt, að eigi hafí Aþenuborg verið fjölmenn þegar menning hennar reis hæst né hafí íbúar hennar slig- ast undan fjársjóðum; forgangsröð málefna þeirra hafí einungis verið önnur en okkar. Rök þessi, fram sett til stuðnings kröfunni um enn öflugra menningarlíf á íslandi á tuttugustu öld, hafa dugað skammt. Styrkur menningarafla hefur ekki aukist í réttu hlutfalli við klifur íslensku þjóðarinnar upp alþjóðlega velmegunarstiga. Hann hefur ekki aukist í takt vð velsæld þjóðarinnar. Steinhissa stjórnendur Því verða framkvæmdastjórar leikhúsa, hljómsveita, listasafna, útgáfufyrirtæja og annarra menn- ingarfyrirtækja, forviða þegar embættismenn tilkynna eftir dúk og disk, að þetta árið eða hitt hafi verið sérstakt góðæri, stórkostlegt aflaár. Hissa. Steinhissa. Af hveiju? Því frá sjónarhomi þeirra hafa öll góðæri íslands siglt hrað- byr framhjá menningaröflum þess. Frá sjónarhomi þeirra hafa öll fjár- lög íslands verið „hallærisleg“ hvað menningarfyrirtækin varðar. Þrengingar, niðurskuður, óáran og erfíðleikar hafa verið viðkvæði hvers árs, hvers þings, á báða bóga, til hægri og vinstri. Erum við ef til vill að tala um hugarfar fremur en fjármuni? Ef svo er ætti ný menningarpólitík fyrst og síðast að leggja áherslu á að breyta því. Gemm tillögu. Ráð- um mann til þess eins að upplýsa stjómmálamenn, embættismenn og reyndar þjóðina alla, um gildi öflugs menningarlífs. Sönnum með súluritum, töflureiknum og sneið- myndum að menningarlíf sé þjóð- hagslega hagkvæmt, að það skili þjóðinni arði í krónum talið. Það em því miður einu rökin sem sum- ir skilja. Stofnum embætti umboðs- manna menningarafla. Sundurlyndir smákóngar Fámenni íslands getur verið til trafala á annan hátt. Einstaka menn geta komist til slíkra valda í menningarlífi þess, að enginn fái rönd við reist. Sorgleg dæmi sanna þetta. Við getum nefnt einsöngv- ara, tónskáld, hljóðfæraleikara, rit- höfunda og myndlistarmenn sem hafa beinlínis hrökklast úr borg og úr landi. Einstaklingar era gerðir útlægir ef þeir láta illa að stjóm, eða hafa aðrar skoðanir en for- sprakkar hveiju sinni, eða hverfa á braut í nauðvöm. Undirmál loga dátt í listalífi okkar. Sundurlyndir smákóngar bítast urh mola í stað þess að snúa bökum saman. Er þetta óhjákvæmilegt? Eins geta tveir Ijölhæfir menn og hámenntaðir sótt um sömu stöð- una og einu stöðuna sem í boði verður á viðkomandi sérsviði í heil- an mannsaldur á þessu skeri fast uppi við heimskautsbaug. Þetta á við um störf innan vébanda leik- húsa, dansflokka, hljómsveita, listasafna og annarra menningar- og menntastofnana. Annar fær en hinn ekki. Hvert snýr hann sér þá? Ný menningarpólitík ætti að leitast við að nýta til fulls þá hæfíleika og þá dýrkeyptu menntun sem býr með einstaklingum þessarar fá- mennu þjóðar. Hún hefur ekki efni á öðm. Smæðin setur okkur skorð- ur. En þær má teygja og toga í ýmsar áttir ef vilji og mannúð ráða ferð og skynsemi. Prinsar og pólitík Á íslandi er rekin menningar- pólitík, en áherslur em æði oft rangar, falla á pólitík en ekki menn- ingu. Menn em skipaðir í störf, ráð, stjómir og nefndir fram í rauð- an dauðann, og.....ganga meira að segja aftur.. .“ eins og Thor Vilhjálmsson hefur sagt, og þiggja laun og upphefð eftir því hvom megin þeir em við eitthvert pólitísk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.