Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 Minning: Unnur Halldórs- dóttir frá Gröf Fæoid 13. ágúst 1913 Dáin 22. október 1988 Elskuleg föðursystir okkar, hún Unnur í Gröf er dáin. Síðasti tengi- liður við gamla góða daga, þegar flölskylda mömmu og pabba, Unnar og Helga voru sem ein heild. Óijúf- anleg vinátta og kærleikur batt þessar tvær flölskyldur saman, þær studdu hvor aðra bæði í gleði og sorg. En alltaf eru það gleðistund- Laugarásvegur 39-75 Langholtsvegur 45-108 Sunnuveguro.fi. Njörvasund GRAFARVOGUR Dverghamrar imar sem geymast og lifa þegar horft er til baka. Við sem böm dvöldum mörg sumur í Gröf, æsku- heimili pabba, eins bjuggu Unnur og Helgi á heimili okkar þegar þau vom fyrir sunnan. Við systur kölluðum Unni og Helga sumar pabba og mömmu, svo náin voru kynnin og samverustund- imar margar sem aldrei verða full þakkaðar. Unnur stórfrænka var listakona Stekkir MIÐBÆR Gamli bærinn Ýmsargötur KOPAVOGUR Sunnubraut í höndum sérstaklega við sauma, og nutum við systur góðs af, hún saumaði á okkur gullfallega kjóla á hveiju ári og oft fleiri en einn. Það var gleði hjá litlum stúlkum við að eignast svo fallegar flfkur. Á þessum árum var alltaf sólskin og gott veður í Gröf. Mikið hlegið og mikil kæti, farið var í marga leiki og ekki var fullorðna fólkið neinir eftirbátar í þeim, sérstaklega tókst pabba og Unni upp í vatns- og grautarslag, en þar voru þau alltaf fremst í flokki. Unnur og Helgi vom glæsileg og hamingjusöm hjón en ekki síður góðar manneskjur, t.d. eitt árið í stríðsbyijun var mikið um atvinnu- leysi hér í bæ og þau vissu að pabbi hafði ekki haft vinnu allt haustið þá kom Helgi í bæinn og sótti okk- ur öll rétt fyrir jól og þar dvöldum við fram yfir áramót. Heimilis- bragur í Gröf var mjög formfastur; matartímar og háttatímar var nokkuð sem við krakkamir urðum að fara eftir. Þar var Þómnn mamma Unnar, staðföst, þessi stór- merka og gáfaða kona sem var eins og vemdari heimilisins öll árin sem við dvöldum í Gröf. Og ekki má gleyma Guðnýju, móður Helga, sem annaðist okkur eins og hún ætti i okkur hvert bein. Þegar við fómm að rifja upp komu svo ótalmörg nöfn upp í hugann og viljum við aðeins minnast á Pétur föður Helga sem hljóðlega vann sín störf á heim- ilinu, Sigga Biynka sem alla tíð var í Gröf og var okkur krökkunum ómetanlegur vinur og félagi. Unnur var hamingjusöm kona og hún átti miklu láni að fagna, drengimir hennar vom henni ómetanlegir og þegar dóttirin loksins kom eignaðist Unnur þann stæsta gimstein sem völ var á, svo góð var hún móður sinni og hennar besta vinkona. Unnur var vinsæl og vinheppin kona. Æskuárin í Gröf em okkur óglejrmanleg og á Unnur ást og virðingu okkar systra fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur, bæði sem böm og ekki síður hin seinni ár. Guð blessi hana og hafi hún þökk fyrir allt. Kollý, Auður, Þura. Sumarið er búið að kveðja, síðustu dagar þess hafa verið óvenju hlýir og bjartir. Þannig heilsuðu einnig fyrstu dagar nýbyijaðs vetr- ar, logn og heiður himinn, sem minnti mestum á bjartan vordag í veðurfarslegu tilliti. Einmitt á fyrsta sólarhring þessa nýbyijaða vetrar er mér tilkynnt lát góðrar vinkonu, en þar skal tekið fram að Hótel Saga Siml 1 2013 Kransa-og kistuskreytingar. Heimsendingarþjónusta. Sími 12013. OpiA laugardaga tilkl. 18.00. JMinrgtittMafrife m M Metsölublaó ú hverjum degi! f Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR ■ BREIÐH0LT heilsa hennar var búin að vera mjög tæp um nokkum tíma. Svo að and- látsfregn kom mér ekki á óvart. Öll vitum við að líf okkar er hverf- ult, og enginn ræður sínum nætur- stað. Því finnst okkur, sem enn stöndum í varpa og fögnum góðum vini, að lífsþráður þessarar góðu vinkonu, sem ætíð fagnaði vinum með hlýju viðmóti og blíðu brosi, er á enda. Þannig eru oft tekin af okkur ráðin, fátækleg vamarorð fá litlu um þokað, slíkt er alræðisvald þess sem líf okkar hefur í sinni hendi. Þegar skyndilega kemur að kveðjustund, eftir langa samleið, góð kynni, trausta og einlæga vin- áttu er margs að minnast. Eitt sinn skal hver deyja og eftir lifir minn- ing um góða konu vammlausa sem nú hefur lokið miklu og farsælu dagsverki, en unni sér lítillar hvfldar í hinni sífelldu lífsönn. Unnur Halldórsdóttir fæddist 13. ágúst 1913 í Gröf í Miklaholts- hreppi. Foreldrar hennar voru Þór- unn Sigurðardóttir frá Skeggstöð- um í Húnavatnssýslu og Halldór Bjamason bóndi og hreppstjóri í Gröf. Þórunn var seinni kona Hall- dórs, böm Halldórs frá fyrra hjóna- bandi vora Qögur; Sigmundur, Guð- mundur, Sigurborg og Johanna. Áður en Þórann giftist Halldóri átti hún son, Sigurð Ólason hæsta- réttarlögmann. Oll vora þessi systk- in mikið manndómsfólk, einlæg og traust í bestu merkingu þess orðs. Er nú Unnur sfðust þeirra að kveðja jarðvist hér í heimi. Æskuheimili Unnar var rómað fyrir myndar- og rausnarskap á öllum sviðum, enda stendur Gröf við þjóðbraut þvera, þangað áttu margir erindi við húsráðendur, um langt skeið var þar póstafgreiðsla og símstöð. Sá andi manndóms og mannvinar hefur grópast fljótt í hugarheima Unnar, alltaf var hún boðin og búin til þess að rétta fram hjálparhönd, ef hún sá þörf fyrir að geta gjört góðverk. Þá var ann- að sem eftirtektarvert var í fari Unnar, sem gefur kynni um þann heimilisbrag er mótað hefur hug hennar, að aldrei hef ég heyrt Unni tala lastyrði til nokkurs manns. Lífið var henni sá skóli, sem dugði, lffið gaf henni þá reynslu, að hún mátti ánægð vera þegar ævikvöldinu lýkur. Unnur var þeirr- ar gerðar, að hún leit mannlífíð með ástúðlegu þeli, móðurlegri við- kvæmni og samúð, sem gerir engan greinarmun á stóram eða smáum. Hún var heilshugar trúkona, sem sótti sálu sinni ljós og yl í lindir trúarinnar, guðs orð og bænina. Kom það sér vel fyrir hana er veik- indi ásóttu hana, að hún var sterk í stríði, með sterka trú. Þann 4. mars 1933 giftist Unnur æskuvini sfnum, Helga Péturssyni frá Borg. Hófu þau fljótlega búskap í Gröf. Þeim varð 5 bama auðið. Þau era: Halldór, kvæntur Johönnu Sigurbergsdóttur, Pétur Haukur, kvæntur Guðbjörgu Þorsteinsdótt- ur, Hilmar, kvæntur Erlu Sverris- dóttur, Ásgeir, búsettur í Ástralíu, kvæntur Guðrúnu Ingimarsdóttur, Kristín, gift Marteini Bjömssyni. . Öll era bömin vel af guði gjörð, framúrskarandi gott og traust fólk, sem ber þann vott hvaða veganesti þau hafa hlotið í heimahúsum. Helgi dó 22. maí 1969. Við fráfall hans hlaut Unnur stórt sár, sem lengi var að gróa, en hún átti góð böm og vini sem hjálpuðu henni að milda sorgina. Helgi gjörðist fljótlega mikill brautryðjandi í samgöngu- málum, því öll störf sem hann tók að sér vora rekin með forsjá og dugnaði. Sérleyfi til fólksflutninga var honum veitt árið 1935. Þá voru ekki miklir eða góðir vegir á Snæ- fellsnesi. Endastöð áætlunarbflanna var þá fyrst í Borgamesi, síðan á Akranesi, og loks þegar vegur kom fyrir Hvalfjörð var endastöð í Reykjavík. Þá annaðist Helgi einnig mjólkur- og vöraflutninga, þegar byijað var að senda mjólk til Borg- amess. Við fráfall Helga færðust umsvif þessarar starfsemi í hendur sona þeirra, sem hafa sýnt framúr- skarandi dugnað og fyrirhyggju í þessu starfí og hafa veitt okkur hér á Snæfellsnesi farsæla og trausta þjónustu. Nú er fyrirtækið rekið sem hlutafélag og heitir Sérleyfís- og hópferðabflar Helga Pétursson- ar. Mikil umsvif og flarvera frá heimili fylgdu þessu starfí, og stóð Unnur sem styrk stoð við hlið bónda sfns í þessu sem og öðra. Vegna mikillar vinnu og fjarvera, fluttu hjónin Unnur og Helgi til Reykjavíkur keyptu sér þar íbúð, en lögheimiii þeirra var þó áfram í Gröf. I þessari grein hef ég stiklað á nokkram punktum úr kynningu okkar Unnar, eftir um flöratíu ára tímabil. Margt fleira væri hægt að tína til, en efst í huga er sá vinskap- ur, góðvild og gleði sem ætíð fylgdi henni. Aldrei hefur nokkum skugga borið á vinskap okkar, fyrir það skulu færðar heilshugar þakkir. Því er á kveðjustund efst í huga góð- vildin og traustleikinn, sem með fómfúsum verkum mótaði þá mannlífsgerð, sem verður okkur vinum hennar dýrmætur minninga- sjóður. Unnur mátti telja sig gæfumann, og það gjörði hún líka. Hún getur horft yfir farinn æviveg, með þá birtu fyrir augum, sem jafnan er góðs manns gifta og gleðivaki. Hún var sú lánsmanneskja að hún átti góðan mann, sem unni henni hug- ástum, skildi hana alltaf og um- vafði hana umhyggju með sinni stilltu, karlmannlegu forsjá. Bömin hennar og tengdaböm vora henni hvert öðra Ijúfara og vildu að henni liði sem allra best, þegar heilsan bilaði og lífsföranauturinn var horf- inn. Ömmubömin og langömmu- bömin vora henni sem bjartir geisl- ar í kringum hana þegar kvöld- húmið færðist yfir. Ævikveldi Unn- ar f Gröf er lokið og þar með lífsbók hennar éinnig. Ég, kona mín og böm eigum dýrmætar minningar um Unni og Helga í Gröf. Guð blessi minningu þeirra. Ástvinum hennar öllum sendum við samúðarkveðjur og guð gefí þeim styrk á sorgarstund. Páll Pálsson, Borg Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Maigs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Amma mín, Unnur Halldórsdótt- ir, lést á heimili sínu 22. október sl. Þegar kemur að leiðarlokum er margs að minnast. Það era margar stundimar sem ég hef átt með ömmu sitjandi með kaffíbolla að ræða um lífið og tilverana, því allt- af var mjög vel tekið á móti mér þegar ég kom til ömmu á Birkjó. Oft fór ég til ömmu til að fá hjálp við saumaskapinn. Amma var mjög handlagin við saumavélina og var saumaskapurinn líf hennar og yndi alla tíð. Það vora því ófáar ferðim- ar sem ég fór til Unnar ömmu til að fá hjálp með jakkahornin og hnappagötin. Og aldrei stóð á hjálp- inni og að liðsinna mér. Amma var sérstaklega vandvirk í öllu sem hún gerði og minnti mig oft á vandvirkn- ina. Ég á eftir að minnast þess lengi þegar hún sagði við mig: Nafna mín, það er ekki eins gaman að flíkinni ef hún er illa gerð, og þó svo að gallinn sjáist ekki, þá veist þú alltaf af honum, og það er því full ástæða til að laga misfeliuna. Amma fylgdist alla tíð mjög vel með því sem var að gerast í kring- um hana. Hún vildi alltaf líta vel út og fylgdist vel með tískunni. Amma hafði alla tíð mikla trú á okkur unga fólkinu, og hvatti okkur alla tíð til að spjara okkur. Hún fylgdist af áhuga með því sem við voram að gera og trúði alltaf á all- ar okkar gerðir. Ég vil að lokum þakka ömmu fyrir allar stundimar sem ég átti með henni. Minningarnar um allar þessar samverastundir verða aldrei frá mér teknar og koma til með að ylja mér um ókomna tíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Guð blessi minningu elsku ömmu minnar. Unnur Halldórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.