Morgunblaðið - 29.10.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 29.10.1988, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 Morgunblaðið/Bjami Auglýsingaskiltið við bensínaf- Hraðfrystihús Keflavíkur: Öllu landverkafólki heftir verið sagt upp Keflavfk. ÖLLU landverkafólki hjá Hraðfrystihúsi Keflavíkur sem er á milli 90 til 100 manns vai' sagt upp störfum í gær. Ingólfúr Falsson, sem unn- ið hefúr að skipulagsbreytingum hjá frystihúsinu, sagði að uppsagnirn- ar miðuðust við miðjan desember, og að áhöfoum á tveimur togurum sem frystihúsið gerir út, 30 manns, yrði einnig sagt upp störfúm um mánaðamótin. Starfsmannafélag Hraðfiysti- hússins hafði áður sent frá sér ályktun þess efnis að það skoraði á stjóm Hraðfrystihúss Keflavíkur að hætta nú þegar við þau áform að selja skip fyrirtækisins, Aðalvík og Beigvík, og kaupa í staðinn Drangey og gera að frystitogara. Ef af þessum áformum verði sé fyrirsjáanlegur atvinnumissir hjá um 100 mans. Ingólfur Falsson sagði að kaup- in á Drangey væru ekki ný af nálinni og hefðu verið í athugun frá því í ágúst. Ingólfur sagði að það væri nöturleg staðreynd um afkomu fiystihúsanna að ein kon- an sem nýlega hefði hafíð störf hjá HK væri nú að fá uppsagnar- bréf í þriðja sinn á sama árinu. BB Lagttilað leggja niður Fiskmarkaðinn 1 Eyjum: Tap á rekstri IV2 milljón Vestmaniiaeyjum. Aðalfúndur Fiskmarkaðs Vest- mannaeyja verður haldinn í dag. Rekstur markaðarins hefúr geng- ið illa og mim stjórn hans leggja fram tillögu um það á fundinum að starfsemi fyrirtækisins verði Hættir Jóhanna varaformennsku í Alþýðuflokki ? JÓHANNA Sigurðardóttir, varaformaður Alþýðuflokks- ins, mun að öllum likindum ekki gefa kost á sér til endur- kjörs til varaformanns flokks- ins á landsfúndi Alþýðuflokks- ins f næsta mánuði. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er Jóhanna mjög óánægð með samstarfið við formann flokks- ins, Jón Baldvin Hannibalsson. Heimildir Morgunblaðsins herma að Jóhanna hafi þegar tekið ákvörðun um að vera ekki í framboði til varaformanns og mun hún telja að formaður flokksins hafi sniðgengið hana og ekki borið undir hana ákvarð- anir sem hún telji eðlilegt að formaður og varaformaður hafí samráð um. Ekki tókst að ná sambandi við Jóhönnu ( gær, en Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins sagðist ekkert vilja segja um málið að svo stöddu. hætt. Fiskmarkaðurinn var stofnaður í lok síðasta árs, en hóf ekki sölur fyrr en í janúar sl. Á þessum t(ma hafa verið seld 4.200 tonn af fiski og nemur brúttóverð hans 128 millj- ónum. Að sögn Sigurðar Einarssonar, stjómarformanns markaðarins, nam tap á rekstri hans fyrstu 9 mánuði ársins einni og hálfri milljón króna. Starfsemi markaðarins hefur verið í iágmarki að undanfömu og mun ekki vera útlit fyrir breytingu í þeim efnUm' G.G. greiðslu Olfufélagsins hf. við Tryggvagötu. Á innfelldu mynd- inni sést klukkan sem vakið hef- ur athygli vegfárenda. Auglýsingaskilti vekur athygli AUGLÝSINGASKILTI sem nýlega hefúr verið komið fyrir við bensínafgreiðslustöð Olfufélagsins hf. við Tryggvagötu hefúr vakið athygli fyrir það að á þvf er tölvuskjár, sem sýnir meðal annars hvað tímanum lfður, en á ameríska vfsu. Á eftir sýndum tíma eru skammstafanimar AM og PM, sem tákna hvort um er að ræða fyrir eða eftir hádegi. Samkvæmt upplýsingum frá Olfufélaginu hf. hafa menn þar á bæ ekki sætt sig við þessa framsetn- ingu, og hefur umboðsmanni skiltisins verið falið að gera viðeigandi breytingar á tölvubúnaði skiltisins. Mun þeim breytingum væntanlega verða lokið í næstu viku. Utanríkisráðherra um Sovétviðskipti: Niðurstaða um síldarkaup þarf að fást í næstu viku Hundahald: 2.500 hafekosið 465 MANNS kusu í gær f at- kvæðagreiðslu um hundahald f Reykjavík. Þá hafa 2.508 greitt atkvæði, eða um 3,65% borg- arbúa. Síðasti dagur atkvæðagreiðsh unnar er á morgun, sunnudag. í dag og á morgun er kjörstaðurinn í anddyri Laugardalshallar opinn frá kl. 14 til kl. 20. „SENDIHERRANN tók þessu afar vel og kvaðst mundu leggja sig allan fram nm að hraða ákvörðunum," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanrfltisráðherra f gær að afloknum fondi sfnum með Krasnavin, sendiherra Sovétrfkj- anna á íslandf, um viðskiptasamn- ing landanna. „Við ræddum um sfldarsamninga, ullarviðskipti og freðfiskviðskipti," sagði utanrikisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að þessi fundur hefði verið haldinn vegna þess að hér væri stödd til viðræðna við Sfldarútvegsnefnd allfjölmenn sendinefnd frá Sovétríkjunum til við- ræðna um síldarkaup. „Við lögðum á það áherslu í við- ræðum við sendiherrann að sfldveiði- tímabilið væri stutt á íslandi og það væri nú þegar að mestu búið að veiða upp í þá kvóta sem samið hefði verið um, en enn skorti talsvert á að tekist hefðu samningar við Sovét- menn sem fullnægðu lágmarksá- kvæðum langtímasamnings um magn sem á að vera 200 þúsund tunnur," sagði utanríkisráðherra. Auk þess bæri enn allmikið í milli í verðhugmyndum, en aðalatriðið væri það að það þyrfti að binda enda á óvissu um veiðamar og hraða þessu. „Það þarf að ná niðurstöðu ekki seinna en í næstu viku.“ Jón Baldvin sagði að þeir hefðu einnig rætt ullarsölusamninga, en samkvæmt langtímasamningum skuldbinda Sovétmenn sig til þess að kaupa ullarvörur að lágmarki fyrir 5 milljónir dollara og að há- marki fyrir 6,5 milljónir dollara. Aðeins hefði verið samið um við- skipti sem næmu tveimur milljónum doliara. Það hefði gengið mjög treg- lega að fá Sovétmenn til þess að taka ákvarðanir um að standa við Morgunblaðið/Þorkell Viðræðunefadir Síldarútvegsnefadar og Sovrybflot. Frá vinstri eru Sigurður Stefánsson stjómarmaður í Sfldarútvegsnefod, Einar Bene- diktson aðstoðarframkvæmdastjóri Sfldarútvegsnefodar, Birgir Finnsson varaformaður Síldarútvegsnefodar, Ermolov verslunarfoll- trúi Sovétríkjanna á íslandi, Martinov og Russov, folltrúar Sovryb- flot, og Alexander folltrúi verslunarskrifstofú Sovetríkjanna á Is- landi. Kirkjuþing ftallar um breyttan guðsþjónustutíma á sunnudögum: Forsendur taldar brostnar fyrir guðsþjónustum kl. 14 FRUMVARP til laga um helgi- dagafrið var lagt fram á Kirkju- þingi í gær. í fyrsta kafla fmm- varpsins segir að tilgangur þess sé að vernda guðsþjónustu og almannafrið á helgidögum. Þá var m.a. lögð fram tillaga til þingsályktunar um að kannað verði hver sé heppilegasti tími til guðsþjónustu á sunnudögum. í greinargerð með tillögu til þingsályktunar um að kanna heppi- legasta tíma til helgihalds á sunnu- dögum kemur fram, að flutnings- menn telja forsendur fyrir því að halda guðsþjónustur á sunnudögum kl. 14 brostnar, vegna breyttra þjóðfélagshátta. Bent er á að fólk sem stundar íþróttaiðkun hvers konar eðá fer í fjölskýlduferðir til nálægra staða um helgar noti gjam- an miðjan daginn til slíks og það rekist á guðsþjónustutfma. „Oll fé- lög leggja sig í líma við að velja hentugan tíma til félagsstarfsemi og má kirlg'an ekki vera eftirbátur annarra með að láta gera úttekt á hvaða tími myndi henta best“, seg- ir í greinargerðinni. samninginn á þessu ári. Hann hefði sagt sendiherranum að ullariðnaður- inn hér á landi ætti í erfiðleikum og hvað svo sem öðru liði um þessa samninga þá væri okkur lffsnauðsyn á að fá úr því skorið hvort það ætti að verða framhald á þessum við- skiptum eða ekki. „Ég sagði að ef ekki yrði samið nú þá væri allt í óvissu um framtíð þessara fyrir- tækja og framtíð þessara viðskipta." „Ég benti sendiherranum á að forsætisráðherra Sovétrfkjanna hefði sent forsætisráðherra vorum mjög hlýlegar heillaóskir um leið og hann tók aftur við forsætisráðherra- embætti. Um leið og forsætisráð- herra íslendinga svaraði honum og þakkaði fyrir hlýlegar óskir þá not- aði hann tækifærið til þess að árétta nauðsyn þess að svör bærust og endanlegar niðurstöður í samninga um ullarviðskiptin," sagði utanríkis- ráðherra. Hann sagði að freðfisksölumál til Sovétríkjanna hefðu einnig verið rædd. Lágmarkskaup Sovétmanna á ári, samkvæmt samningum, væru 20 þúsund tonn, en aðeins hefðu tekist samningar um tæplega 11 þúsund tonn. Kvaðst utanríkisráð- herra hafa greint sendiherranum frá því að fslensk stjómvöld hefðu ástæðu til þess að ætla að heimild væri til staðar í Spvétríkjunum að keypt yrði allnokkurt viðbótarmagn freðfisks. Þvf hefði hann óskað eftir því að nefnd sú sem hér væri stödd til þess að semja um kaup á síld, hefði einnig heimild til þess að ganga til samninga um viðbótarkaup á freðfiski. Að sögn utanríkisráðherra tók sendiherrann þessari málaleitan afar vel og kvaðst mundu leggja sig allan fram um að hraða ákvörðunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.