Morgunblaðið - 29.10.1988, Side 54

Morgunblaðið - 29.10.1988, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 KORFUKNATTLEIKUR / ISLANDSMOT Taplausu liðin mætast í Keflavík Fyrsti stórleikur vetrarins í körfunni verður á morgun LIÐIN tvö sem ekki hafa tapað leik á íslandsmótinu í körfu- knattleik, ÍBK og Njarðvík, mætast á morgun í Keflavík. Segja má að þetta sé fyrsti stórleikur vetrarins enda hafa viðureignir þessara liða ávailt verið mjög spennandi. Tveir lykilmenn Keflvíkinga munu ekki leika með vegna meiðsla. Það eru Axel Nikulásson og Falur Harðarson. Þeir hafa ekki leikið síðustu leiki en það hefur ekki bitnað á árangri liðsins. Iþróttir um helgina Handknattleikur Evrópuk. bikarhafa UBK-Stavanger.....Digranesi kl. 15 Blak Laugardagur 1. deild karla Þróttur R.-Þróttur N.Hagask. kl. 14 KA-HSK..........Glerársk. kl. 14.30 1. deild kvenna Þróttur R.-Þróttur N. Hagask. kl. 15.15 Sunnudagur 1. deild karla HK-ÍS.............Digranes kl. 14 Körfuknattlelkur Laugardagur 1. deild karla UMFS-Snæfell.Borgarnesi kl. 14 ÚÍA-Reynir.....Egilsstöðum kl. 14 1. deild kvenna Haukar-ÍR......Hafnarfirði kl. 16 ÍBK-ÍS............Keflavík kl. 14 Sunnudagur íslandsmótið Þór-UMFT..........Akureyri kl. 20 UMFG-ÍR..........Grindavík kl. 20 KR-ÍS............Hagaskólakl. 14 Valur-Haukar.Hlíðarenda kl. 20 ÍBK-UMFN..........Keflavík kl. 20 1. deild kvenna UMFN-UMFG.........Njarðvfk kl. 16 1. deild karla Léttir-UBK.......Hagaskóla kl. 20 Ösk|uhlíAarhlaup Hið árlega öskjuhlíðarhlaup ÍR fer fram í dag og hefst kl. 14 við Hótel Loftleiðir, en skráning, sem fer fram á staðnum, verður kl. 13-13.30. Kvennaflokkar og karlar yngri en 17 ára hlaupa einn hring ( um 4 km ), en aðrir hlaupa tvo hringi. Aldursflokk- ar 12 ára og yngri, 13 og 14 ára, 15 og 16 ára, 17-34 ára og 35 ára og eldri. Skfði Skíðafélag Reykjavíkur heldur sitt ár- lega námskeið í meðferð gönguskíða að Amtmannsstíg 2 á mánudag og fímmtudag í næstu viku kl. 20-22 bæði kvöldin. Ágúst Björnsson kennir og eru allir velkomnir. Golf í dag verður haldið opið golfmót á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði ef veður leyfir. Mótið er haldið til styrktar a sveit Keilis, sem keppir í Evrópukeppn- inni á Spáni í lok nóvember. Keppt verður eftir Stabelford 7/8 punktakerfi og ræst út frá kl. 9.30. Fólagsmál Uppskeruhátíð knattspymudeildar Þróttar verður haldin í veitingahúsinu Glæsibæ á morgun, sunnudag, og hefst kl. 14. Hátíðin er öllum opin og sérstak- lega eru foreldrar boðnir velkomnir. Njarðvíkingar verða með sitt sterk- asta lið. íslenska landsliðið í körfuknatt- leik lék æfingaleik gegn Njarðvík- urliðinu í gær í Njarðvik. Leikmenn Njarðvikur hafa ekki æft með landsliðinu og kemur nokkuð á óvart að þeir skuli leika æfmgaleik, svo skömmu fyrir leikinn gegn ÍBK. Keflvíkingar eiga þijá leikmenn í landsliðinu en þjálfari þeirra, Lee Nober, tók ekki í mál að leyfa þeim að spila í gær. Annar athygliverður leikur fer fram annað kvöld. Haukar og Vals- menn mætast í Hafnarfírði kl. 20. Fyrlrilðar glíma. Jón Kr. Gíslason, Keflavík og Isak Tómasson, Njarðvík. KNATTSPYRNA Þjálfari eða dómari? ER rétt staðið að uppbygg- ingu knattspyrnunnar á Is- landi? Þessari spurningu velta menn fyrir sér eftir að hafa séð ummæli unglinga- landsliðsþjálfara íslands, eft- ir að að unglingaliðið tapaði, 0:3, fyrir írum f Evrópukeppn- inni. Lárus Loftsson, þjálfari liðsins, sagði þetta eftir leik- inn í Dublin: „Þeir eru í betri líkamielgri æfingu og knatt- spyrna þeirra er í öðrum gæðarflokki." Þessum orðum er erfítt að kyngja og upp vaknar spurn- ingin: Er unglingastarfið á íslandi komið á villigötur? Og það þrátt af fyrir að aldrei hafí INNLENDUM verið meira starf- að í sambandi við unglingamál. Það er mál margra þeirra manna sem hafa fylgst með unglingaknatt- spymunni á und-. anfömum árum, að hún sé að vissu marki komin á villigötur. Keppnin um hina ýmsu titla sé orðin svo mikil að grunnþjálfunin hefur gleymst í látunum um sigra og aftur sigra. Auðvita er það alltaf svo, að það er skemmtilegast að keppa. Það á við hvaða íþrótt sem er. „Til hvers erum við að þessari vitleysu. Á ekki að fara að skipta liði og spila," má oft heyra þegar þjálfarar bjóða mönnum sínum upp á að æfa ýmsar knattþrautir. Ungir drengir hafa ekki orðið þolinmæði til að æfa og þjálfa upp knatttækni sína. Þeir vilja stöðugt vera í keppni og á hlaupum eftir knettinum, sem þeir hafa ekki náð valdi á - af því að þeir hafa ekki gefíð sér tíma til að umgangast knöttinn, með því að glíma við ýmsar knattþrautir. Aðra sögu er hægt að segja frá hjá flestum þjóðum í Evrópu og víða. Þar er ungum drengjum kenndur galdur knattspymunnar áður en þeim er att út í stöðuga keppni. Þar af leiðandi hafa þeir riðið feitari hesti frá viðureign VETTVANGI SigmundurÓ. Steinarsson skrifar sinni við jafnaldra sína hér á landi. Ég ræddi við einn fyrrum ung- lingalandsliðsþjálfara í gær. Hann sagði mér frá því að þegar hann var unglingalandsliðsþjálfari, hefði hann orðið var við það, þeg- ar hann ferðaðist um landið, að ungir knattspymumenn væru að leika sér í átta mánuði á árinu. „Strákarnir vilja alltaf skipta í tvö íið og spiia. Þjálfari þeirra er frek- ar dómari en þjálfari, sem á að sjá um grunnþjálfun. Ég hef oft sagt að það ætti því frekar að ráða dómara heldur en þjálfara, til að sjá um æfíngamar. Þá myndu strákamir segja um mann- inn með flautuna: „Þetta er góður þjálfari. Við fáum að leika okkur eins og við viljum." Þessi þróun hefur orðið til þess að það er ekki fyrr en í öðrum flokki eða jafnvel meistaraflokki, sem leikmenn eru að fá grunnþjálfun. Þá er það ein- faldlega orðið of seint," sagði unglingalandsliðsþjálfarinn fyrr- verandi. Foreldrar hafa lengi kvartað yfír hinni hörðu keppni, sem ræð- ur nú ríkjum í yngri flokkunum. Þeir hafa bent á að þeir geti ekki lengfur farið með syni sína í sum- arfrí, því að þeir séu hræddir um að missa sæti sín í keppnisliðunum - með því að fara frá félagssvæð- um félaganna í eina til tvær vikur. „Knötturinn gekk strðka á mllll“ Nú vikunni hitti ég mann, sem hefur fylgst mikið með unglinga- starfínu á undanfömum árum. Hann var þá nýkominn frá V- Þýskalandi, þar sem hann brá sér á völlinn til að sjá leik Frankfurt og Hamburger. „Ég var mættur tímalega á hið glæsilega keppnis- svæði í Frankfurt. Fyrir utan aðal- völiinn voru fjölmargir æfínga- vellir og á þeim voru ungir dreng- ir að leika. Ég settist niður og fór að fylgjast með því sem fór fram. Það var stórkostleg upplifun. Strákamir sem voru þama að leika, voru ekki eins líkamlega sterkir og jafnaldrar þeirra hér heima, en það sem þeir höfðu fram yfír var skilningur á knattspym- unni. Það var leitast við að leika knattspyrnu frá upphafi til enda. Ekki eins mikið um iangspörk og hlaup og hér heima. Strákamir voru alltaf að líta upp til að leita að meðspiiara til að senda knött- inn til. Knötturinn gekk stráka á milli," sagði þessi ágæti maður og bætti svo við: „Þegar ég sett- ist niður á aðalvellinum og fór að horfa á leik Frankfurt og Ham- burger, sá ég hvaða ávöxt ungl- ingastarfið í V-Þýskalandi heftir borið. Leikmenn Frankfurt og Hamburger buðu upp á knatt- spymu eins og hún getur best orðið. Eftir að hafa upplifað einn dag á félagssvæði Frankfurt, þá Iít ég öðmm augum á ensku knattspymuna sem hefur hingað til verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Knattspyman í V-Þýska- landi er önnur íþrótt.“ Þegar ég fór að ræða nánar um þetta við manninn, benti hann réttilega á, að öll aðstaða sem ungum knattspymumönnum I V-Þýskalandi væri boðið upp á, væri önnur en hér á landi. „Vegna veðurfars geta ungir leikmenn í V-Þýskalandi leikið knattspymu lengur á grasvöllum heldur en á íslandi. Aðstöðumunurinn þar er svipaður og hjá ungum leikmönn- um út á landsbyggðinni og leik- mönnum á suð-vestur hominu. Knattspymumenn á Stór- Reykjavíkursvæðinu fara af stað einum til tveimur mánuðum fyrr heldur en knattspymumenn úti á landsbyggðinni," sagði Frankfurt- farinn. Keppnlaof mikil Þeir erlendu þjálfarar sem hafa komið hingað tii lands til að þjáifa, hafa margir hveijir verið mjög undrandi á unglingaþjálfun hér. Fyrir nokkrum árum var Pólverji þjálfari hjá 1. deildarliði Fram. Hann átti ekki orð yfír, hve mikil áhersla var lögð á að vinna titla í yngri flokkum. Það gekk allt út á keppni og aftur keppni - og að ungu strákamir myndu sigra og aftur sigra. „Þetta er ekki rétt uppbygging. Það á að leggja miklu meiri áherslu á knattþraut- ir og tækniþjálfun hjá yngri leik- mönnunum. Gegndarlaus keppni til sigurs skaðar," sagði pólski þjálfarinn, sem benti á að aðalat- riðið væm ekki sigrar hjá þeim yngri, heidur að ala upp knatt- spymumenn sem byggju yfír tækni. Hann sagði að félög ættu að vera ánægð með að tveir til þrír leikmenn úr hverjum árgangi myndu skila sér upp í meistara- flokk, sem góðir leikmenn - held- ur en að vinna verðlaunabikara. Bikara sem skildu ekkert eftir þegar fram sækir. Meistarakeppni yngri flokka þekkjast ekki í nágranalöndum okkar. Það er ekki fyrr en leik- menn em búnir að ganga í gegn- um gmnnþjálfun í mörg ár, að þeir fara að leika í meistara- keppni - þá 15-16 ára. Fram að þeim tíma taka þeir þátt í héraðskeppnum og keppnum á við Tomma-mótið i Vestmannaejjum, þar sem gleði og ánægja er látin sitja í fyrirrúmi. Keppnin er orðin svo hörð í yngri flokkunum, að það er orðið mikið um það að ungir menn fót- brotni í leik. Þá er grimmdin orð- in svo mikil, að dómarar þurfa að sýna leikmönnum gul og rauð spjöld fyrir grófan leik. Þegar út í óefni er komið skella forráða- menn félaganna, foreldrar og leik- menn, skuldinni á dómara. For- ráðamennimir hafa þá gleymt því að það er liður í félagsstarfínu að ala upp menn til að dæma. Dómaramir koma frá félögunum sjálfum. Þarf að taka 6 vandanum Nú er stutt þar í ársþing Knatt- spymusambands íslands, sem verður á Selfossi. Þar fá for- ráðamenn knattspymuhreyfíng- arinnar tækifæri að ræða um unglingaþjálfun og mótafyrir- komulag yngri flokka. Er ekki kominn tími til að leggja meiri áherslu á grunnþjálfun og skipu- leggja héraðsmót fyrir drengi sem eru yngri en 15 ára. Keppni um meistaratitla yngri flokka er gengin út í öfgar. Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar verður haldin í veitingahúsinu Glæsibæ sunnu- daginn 30. október og hefst kl. 14.00. Ávörp Skemmtiatriði Veitingar Afhending viðurkenninga Allir félagar velkomnir og eru foreldrar sérs- taklega boðnirvelkomnir. Stjórnin. KNATTSPYRNA / V—ÞYSKALAND Leverkusen besta sóknarliðið Udo Lattek, fyrmrn þjálfari Bayem Múnchen, stillti upp fyrir skömmu hvaða lið væru með bestu framheijana í deildinni að hans mati. 1. Leverkusen - fímm mjög góða úr að velja, Herbert Waas, Pólvetj- j«ia: iii inn Lesniak, Táuber, Kastl og Fein- bier. 2. Bremen - Riedle, Burgsmúller, Ordenewitz og Neubarth. 3. Stuttgart - Klinsmann, Walt- er; þeir eru besta parið í deildinni .nni í dag, en Stuttgart hefur ekki góð- an framheija á bekknum sem hægt er að skipta inn á. Schutterlee, sem er þriðji framherjinn, er langt fyrir neðan varamenn Leverkusen og Bremen. go Jyuu boiíi -Tíl I11.SVJJ9V

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.