Morgunblaðið - 29.10.1988, Page 24

Morgunblaðið - 29.10.1988, Page 24
38GI íiaaÖTJlO ,6S HUOAOHAOUAJ .QIQAJaMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 14 skæruliðar handteknir í Vestur-Þýskalandi: Fyrirhugnðu líklega árásir í Israel og Bandaríkjunum Bonn. Reuter. TALIÐ er að fjórtán skæruliðar úr Þjóðfrelsunarher Palestínu, PLFP, sem handteknir voru á miðvikudag og fimmtudag í Vestur- Þýskalandi, hafi fyrirhugað hermdarverk í ísrael og Bandarikjunum fyrir kosningarnar í þessum löndum í næsta mánuði. Við leit sem gerð var i fjórum vestur-þýskum borgum fannst Qöldi vopna og sprengiefha, meðal annars handsprengjur. Heimildarmenn Reuters sögðu frelsunarherinn hefði þannig viljað að skæruliðamir gætu hafa áform- gera Frelsissamtök Palestínumanna að hermdarverk í ísrael fyrir kosn- tortryggileg og koma í veg fyrir ingamar þar 1. nóvember. Þjóð- að þau kæmust að samkomulagi Filippseyjar: Rannsókn hafín á orsökum ferjuslvssins Tarloban. Rputer. ^ NEFND á vegum öldungadeildar Filippseyjaþings hóf i gær rann- sókn á orsökum feijusiyssins út af ströndum eyjanna á mánudag og ástæðum þess að Dona Marilyn lét úr höfii í Manila þrátt fyrir viðvaranir um fellibyl. 203 far- þegum hefúr verið bjargað og yfirmenn Sulpicio skipafélagsins segja að minnsta kosti 282 fórnar- lamba feijuslyssins sé enn saknað en þeir hafa neitað staðhæfingu nokkurra eftirlifenda að um 1000 farþegar hafi verið um borð þegar feijan fórst. Hafnarmálayfirvöld segja að þeg- ar feijan lét úr höfii f Manila hafi verið heiðskírt og að spá veðurstof- unnar um fellibylinn Ruby hafi enn hefur gefið út fyrirmæli til sam- gönguráðuneytisins um að orsakir þess verði kannaðar, strandgæslan er að hefla rannsókn sem og báðar deildir þingsins. Tveir skipveijar sem komust lífs af sögðu að fiskimenn á eyjunni Al- magro hefðu drepið gjaldkera skips- ins, Irwin Lim, þegar þeir komust að því að hann bar á sér afrakstur- inn af farmiðasölunni. Þeir sögðu að Lim hefði deilt út peningunum til íbúa Almagro til að launa þeim lífsbjörgina. „Síðan drápu þeir hann og köstuðu Ííkinu í sjóinn," sagði einn þeirra. við ísraela. Þeir sem ynnu að rann- sókn málsins teldu einnig að skæru- liðamir hefðu fyrirhugað hermdar- verk í Bandaríkjunum til að hafa áhrif á forsetakosningamar þar 8. nóvember. Friedrich Zimmermann, inn- anríkisráðherra Vestur-Þýska- lands, fagnaði handtökunum og sagði þær mikinn sigur fyrir vest- ur-þýsku leynilögregluna. Skæm- liðamir vom handteknir í Hamborg, Frankfurt, Vestur-Berlín og Diiss- eldorf. Heimildarmenn sögðu að svo virtist sem skæruliðamir hefðu ekki verið í tengslum við vestur-þýska hermdarverkamenn eða Mohamed Ali Hammadi, sem gmnaður er um að hafa orðið farþega að bana í bandarískrí þotu sem hann tók þátt í að ræna árið 1985. Höfuðstöðvar Þjóðfrelsunarhers Palestínu em í Damaskus og leið- togi hans er Ahmed Jibril, sem er fyrrum höfuðsmaður í sýrlenska hemum. Þjóðfrelsunarherinn telur vopnaðar árásir bestu leiðina til að endurheimta hemumdu svæðin í ísrael. Jibril hefur sakað Yasser Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínumanna, um að ætla að við- urkenna ísraelsríki til að geta lýst yfir sjálfstæðu ríki Palestínumanna á svæðunum. Reuter Stúdentamótmæli íSeoul Stúdentar við KonKock-háskólann í Seoul í Suður-Kóreu efndu til mótmæla gegn stjómvöldum þar í landi á föstudag. Á myndinni má sjá einn námsmannanna munda sverð eitt mikið til að höggva síðan höfuðið af eftirmynd „Sáms frænda", persónugervings Bandarílqanna. verið óáreiðanleg. Formaður öld- unganefndarinnar, John Osmena, sagði að skipstjórínn hefði ranglega túlkað veðurhorfumar og nokkrir öldungadeildarþingmenn kröfðust þess að Sulpicio skipafélagið yrði svipt siglingaleyfi. Það er þó ekki heiglum hent því það gæti torveldað mjög alla flutninga um eyjaklasann þar sem Sulpicio skipafélagið á næst- Ungyeijaland: um fjórðung alls kaupskipaflota Filippseyja. I kjölfar slyssins hafa komið upp deilur milli strandgæslunnar og veð- urstofunnar á Filippseyjum. Strand- gæsluliðar saka veðurfræðinga um að gefa ekki ótvíræðar viðvaranir um fellibylinn. Ramon Kintanar, veð- urstofustjóri, sagði við yfirheyrslu öldunganefndarínnar að kenna mætti galla í reglum strandgæslunnar um það að feijan lét úr höfn í Manila. Búast má við að flórar aðskildar rannsóknir fari fram á slysinu. Corazon Aquino, forseti Filippseyja, Grosz ætlar aðláta af embætti forsætisráðherra BúdapesL Reuter. KAROLY Grosz, aðalrítari Kommúnistaflokks Ungveijalands, til- kynntí I gær að hann ætlaði að.láta af embætti forsætisráðherra í næsta mánuði. í viðtali við Magyar Hirlap, málgagn stjórnvalda, sagðist Grosz vera mjög óánægður með árangur vinnu sinnar sem forsætisráðherra. Mátti skilja orð hans svo að íhaldsmenn tefðu fram- gang umbótastefnu aðalritarans. Hann sagði að persónulegar deilur væru innan stjóramálaráðsins, æðstu valdastofiiunar landsins, frem- ur en ágreiningur um stefiiu. Hann kvartaði t.d. undan því að ræða sem hann hélt til varaar menntamönnum hefði ekki verið birt opin- berlega. Stjómmálaskýrendur túlka um- ins. Hannhefureftirlitmeðfjölmiðl- mæli Grosz sem gagnrýni á Janos um og er talinn helsti íhaldsmaður- Berecz, hugmyndafræðing flokks- inn innan stjómmálaráðsins. Grosz sagðist ekki sjá neina sér- staka ástæðu fyrir því að hann væri aðalritari eða forsætisráð- herra. „Samkvæmt minni hyggju þá gæti auðveldlega fundist betri maður í þessi embætti og ég vona áð svo verði," sagði Grosz og bætti við að hann myndi víkja um leið og honum fyndist hann standa í vegi .jákvæðrar þróunar“. Grosz þykir mikilhæfur leiðtogi með svipaðan stíl og Míkhaíl Gor- batjsov Sovétleiðtogi. Áður en Bretland: Stuttby lgj usendingar breska útvarpsins í nýtískulegra form Lundúnum. Frá Andrúsi Magnússyni, fréttaritara Morgunblaðsins. EIN AF síðustu leifiun breska heimsveldisins verður senn tekin af dagskrá, en það er lúðrasveit- arlagið Heimsveldisbergmál (Imperial Echoes), sem hefiir i meira en 50 ár verið leikið á nndnn fréttaþættinum Radio Newsreel í stuttbylgjusending- um BBC World Service um viða veröld. Þess i stað verður leikið tilbrigði um sama stef á hljóð- gervil, en það er einn liðurinn i áætlun BBC, sem miðar að þvi að hressa upp á ímynd heims- þjónustunnar. Breytingar þessar voru kynntar á miðvikudag og einnig að á annan tug nýrra þátta kæmu til sögunn- ar, en breytingin verður þegar um þessa helgi. Jafnframt hafa þulir stöðvarinnar verið beðnir um að taka upp fijálslegra fas en verið hefur. „Við jöðruðum við að vera merki- legir með okkur,“ segir John Tusa, framkvæmdastjóri Heimsþjón- ustunnar. „Það kom fram í máli fjölda hlustenda. Reyndar töldu margir þeirra þetta okkur til tekna, en ég Ift á það sem gagnrýni." Hann sagði að öllum bæri saman um að Heimsþjónustan væri hið merkasta þing, en sagði jafnframt að hætta væri á að hún yrði of gamaldags. Heimsveldisbergmál var tekið upp árið 1930 og flutt af lúðra- sveit Konunglega flughersins og hefur í margra eyrum verið eitt af kennimerkjum Heimsþjónustunn- ar. Öðrum hlustendum hefur hins vegar þótt heimsveldisbragur lags- ins tilgerðarlegur og lítt hæfa Bret- landi nútímans. Meðal hinna nýju þátta, sem kynntir verða um þessa helgi, er klukkustundarlangur frétta- og fréttaskýringaþáttur — Newshour — sem sendur verður út klukkan tfu að fslenskum tíma á hveiju kvöldi og er ætlað að vera e.k. flaggskip fréttastofu Heimsþjón- ustunnar. Þá verður aukin áhersla LONDON CALLING Forsíða dagskrárblaðs Heims- þjónustu breska útvarpsins BBC. lögð á flármálafréttir, sem sendar verða út á sömu tímum og hinum ýmsu fjármálamörkuðum heims er lokað. Einnig verða kynntir þættir um stjómmál, tónlist og fjölmiðla og auk þess þættir, sem sérstak- lega verða sniðnir fyrir ungt fólk. Að sögn BBC voru ákvarðanir um breytingar þessar teknar eftir að fram höfðu farið ýtarlegar hlust- endakannanir. Þær leiddu í ljós að hlustendur Heimsþjónustunnar eru yfirleitt ungir, innan við 30 ára gamlir, borgarbúar, menntaðir og tala ensku sem annað eða þriðja mál. Mikil hlustun reyndist vera í þróunarheiminum og er það í sam- ræmi við þá áherslu sem BBC hef- ur lagt á útsendingar þangað. En þrátt fyrir að Heimsþjónust- an hafi lagt lög á borð við Heims- veldisbergmál á hilluna má enn heyra sama gamla góða stefið leik- ið fyrir venjulegar fréttir þjón- ustunnar, en það heitir Uliburlero og var upphaflega baráttusöngur þeirra sem aðhyllast trú mótmæ- lenda. Sagði Tusa, að það stef væri svo tengt ímynd BBC World Service að ekki kæmi til álita að útrýma því. Grosz varð forsætisráðherra fyrir 16 mánuðum var embættið valdalít- ið en hann hefur jafnt og þétt auk- ið áhrif sín. Aðhaldsstefna hans f efnahagsmálum þykir minna á stefnu Margaretar Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, en Grosz hefur margoft lýst yfir aðdáun sinni á henni. Frá 23. maí þegar auka- þing Ungverska kommúnista- flokksins rak gömlu ráðamennina með Janos Kadar í broddi fylkingar hefur Grosz bæði gegnt stöðu for- sætisráðherra og aðalritara flokks- ins. Hann hyggst gegna síðar- nefnda og valdameira embættinu áfram. Grosz hafði margoft gefið í skyn að hann hygðist láta af öðru hvoru embættinu en yfirlýsing. hans nú kemur á óvart því búist hafði verið við því að hann gegndi forsætisráð- herraembættinu fram til ársins 1990 þegar kosið verður til þings og haldið verður næsta flokksþing. Grosz sagðist myndu biðja mið- stjóm flokksins að tilnefna nýjan forsætisráðherra fyrir 24. nóvem- ber. Hann sagði að stjómmálaráðið og Þjóðemisfylking alþýðu, sem er samband hreyfínga utan flokksins, hefðu velt fyrir sér fimm hugsanleg- um eftirmönnum hans í forsætis- ráðherrastóli. Grosz nefndi engin nöfn en heim- ildarmenn innan flokksins og meðal vestrænna stjómarerindreka í Búdapest segja að líklegastur til að hreppa embættið sé Miklos Nem- eth, fertugur félagi í stjómmála- ráðinu. Hann er einnig ritari mið- stjómarinnar með efnahagsmál á sinni könnu. Nemeth dvaldist lengi í Bandaríkjunum og þykir hæfi- leikamikill umbótasinni. Áður hafði Grosz minnst á Imre Pozsgay, utanríkisráðherra, sem hugsanlegan eftirmann en talið er að hann hafi hafnað forsætisráð- herraembættinu með þeim skilyrð- um sem sett voru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.