Morgunblaðið - 29.10.1988, Síða 27

Morgunblaðið - 29.10.1988, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 27 Kanada: Kemur aðeins kraftaverk í veg fyrir afhroð Frjálslynda flokksins? Ottawa. Reuter. FÁTT annað en kraftaverk virðist geta bjargað Fijálslynda flokkn- um frá slæmri útreið í þingkosningunum í Kanada 21. nóvember næstkomandi, að sögn stjórnmálaskýrenda. Flokkurinn, sem á sínum tíma laut forystu Pierres Trudeaus, hefúr haft forystu í ríkisstjórn Kanada mikinn hluta aldarinnar. Skoðanakann- anir benda til þess að íhalds- flokkur Brians Mulroneys, for- sætisráðherra, vinni stórsigur, og Nýi lýðræðis- flokkurinn (NDP), verði Brian Mulroney helzti flokkur stjómarandstöðunn- ar. Stjómmálaskýrendur eru efins um að frjálslyndum, undir forystu Johns Tumers, takist að snúa við blaðinu og auka við fylgi sitt á þeim stutta tíma sem er til stefnu. Þeir era þó flestir sammála um að Tumer hafi tekizt vel upp í sjón- varpskappræðum stjómmálaleið- toganna S vikunni. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvaða áhrif það hefur á kjósendur, sem hefur ekki þótt mikið í Tumer spunnið hingað til. „Að sýna forystuhæfileika er mikilvægt og Joím Tumer hefur ekki uppfyllt þær vonir sem við hann vora bundnar," segir Jean- Pierre Gaboury, prófessor í stjóm- málavísindum við háskólann í Ottawa. Auk þess sem flokkinn þykir vanta forystu hafa aðrir flokkar fengið á sig miðflokksstimpil, sem Fijálslyndi flokkurinn hafði einn um langt skeið. Undan fæti tók að halla hjá Fijálslynda flokknum þegar Pierre Tradeau, fyrram forsætisráðherra, lét af flokksformennsku árið 1984, eftir að hafa setið 16 ár á stóli for- sætisráðherra. Skildi hann eftir sig tómarúm, sem Tumer, fyrram fjár- málaráðherra í stjóm Tradeaus, hefur mistekizt að fylla. Á sínum tíma töldu fijálslyndir og fjölmiðlar landsins að Tumer John Turner Ed Broadbent væri hinn fullkomni arftaki Trade- aus. Ekki þótti útlitið spilla fyrir en hann þykir fríður maður. Hann hefur hins vegar virkað óöraggur og ótraustvekjandi í sjónvarpi og í umræðum um hitamál í þinginu. Skömmu eftir að Tumer tók við af Tradeau efndi hann til kosninga, þ.e. áður en kjörtímabilið rann út. Fór flokkur hans halloka fyrir íhaldsflokki Mulroneys, sem fékk 211 þingsæti. Fijálslyndi flokkur- inn fékk aðeins 40 sæti og NDP 30. Eriðfleikamir hrönnuðust upp hjá Tumer, sem hefur verið gagn- rýndur fyrir að bjóða upp á veika og óspennandi kosti í skiptum fyrir stefnu ríkisstjómarinnar. í eigin flokki hefur hann sætt gagnrýni og gerðar hafa verið tilraunir til að koma honum frá. Hann þótti hins vegar sýna snilli þegar honum tókst að koma í veg fyrir samþykkt laga um fríverzlun- arsamning við Bandaríkin. Sagði hann að Mulroney þyrfti að fá stuðning þjóðarinnar við samning- inn í kosningunum. Tumer tókst að koma f veg fyrir að efri deild þingsins samþykkti hann fyrr en í fyrsta lagi eftir kosningamar. Talið er ótvírætt að Tumer hafi unnið á fyrir andstöðu sína við fríverzlunar- samninginn, sem hann segir að muni gera Kanada að bandarískri nýlendu. Nýleg Gallup-skoðanakönnun leiddi þó í ljós að aðeins 10% Kanadamanna telja hann efni í góð- an forsætisráðherra, miðað við að 35% gáfu Mulroney þá einkunn og 33% Ed Broadbent, leiðtoga NDP. Bíði Fijálslyndi flokkurinn afhroð í kosningunum er fastlega búist við því að skipt verði um formann að þeim loknum. Ýmsir stjómmála- skýrendur segja rejmdar að of snemmt sé að afskrifa flokkinn vegna rangrar og litríkrar sögu hans. Hvalrekiá Nýja-Sjálandi Reuter Mörg hundruð sjálfboðaliðar drógu 50 marsvín á haf út á litlum bátum í gær nálægt borginni Auckland á Nýja-Sjálandi. 34 marsvin drápust aðfararnótt föstudags á leirum Mangawhai-árinnar þeg- ar tilraunir til að halda þeim á lífi fóru út um þúfúr. Umhverfis- vemdarmenn og ibúar á svæðinu jusu vatni yfir marsvinin og lögðu blaut dagblöð á skráp þeirra. Að sögn umhverfisvemdar- manna er hvalreki algengur á þessum árstíma á Nýja-SjálandL Æðsta ráðið í Sovétríkjunum: Hópur fulltrúa greiðir atkvæði gegn samþykktum stj órnmálaráðs Moskvu. Reuter. SÁ sögulegi atburður gerðist í Æðsta ráðinu í Sovétríkjunum í gær að hópur fúlltrúa i ráðinu greiddu atkvæði gegn tveimur umdeildum samþykktum stjórn- málaráðsins. Meirihluti ráðsins Sovétríkin: Dobrynin fær nýjan starfa Moskva. Reuter. ANATOLY Dobrynin, sem var sendiherra Sovétríkjanna í Wash- ington i valdatið fimm Sovétleiðtoga, hefúr verið útnefndur ráð- gjafi Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, að sögn opinbers talsmanns i gær, föstudag. Gennadij Gerasimov, talsmaður Utanríkis- ráðuneytisins, sagði að Dobrynin og Vadim Zagladin væru nú pólití- skir ráðgjafar Sovétleiðtogans. Dobiynin, sem er 68 ára gamall, var vikið úr stöðu ritara miðstjómar Kommúnistaflokksins 30. septem- ber síðastliðinn og í opinberri til- kynningu var sagt að hann væri sestur í helgan stein. En hann birt- ist á ný meðal sovéskra embættis- manna í síðustu viku þegar Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, heimsótti Sovétríkin. Stjómmálaskýrendur segja að útnefning hans í gær sé merki um að ráðamenn telji þekkingu hans á bandarískum stjómmálum mikil- væga nú þegar nýr forseti verður kosinn í Bandaríkjunum. greiddi atkvæði með samþykkt- unum, en venjan er að Æðsta ráðið, sem kemur saman tvisvar á ári og þingar í nokkra daga, samþykki ákvarðanir stjórn- málaráðsins einróma. Þrettán fulltrúar í Æðsta ráðinu greiddu atkvæði gegn samþykkt stjómmálaráðsins sem kveður á um að sækja þurfi um leyfi yfirvalda fyrirfram til að efna til götumót- mæla. Fjórir fúlltrúar sátu hjá. 31 fulltrúi greiddu atkvæði gegn samþykkt sem kveður á um að her- menn innanríkisráðuneytisins megi fara inn á heimili manna og he§a leit þar. 26 sátu hjá. 1.350 fulltrúar eiga sæti í ráðinu. Fulltrúi frá eistneska bænum Tartu mælti gegn samþykktunum og sagði að þær takmörkuðu lýð- ræði og fékk ræða hans góðar und- irtektir hjá fundarmönnum. AðfÖr sovéskra harðlínumanna að Níkíta Khrústsjov Fékk viðvörun en ákvað að veita enga mótspyrnu NÍKÍTA Khrústsjov var varaður við áformum félaga sinna í stjórn sovéska kommúnistaflokksins um að koma honum frá völdum. í fyrstu neitaði hann að trúa þessu en þegar honum varð ljóst hvert stefndi ákvað hann að veita enga mótspyrnu. Þetta kemur fram í greinarflokki sem sovéska vikuritið Ogonjok birti í þessum mán- uði og byggður er á dagbókum sonar Khrústsjovs, Sergei. F(jót- lega eftir fráfall Josefs Stalíns tók Khrústsjov við embætti aðalrit- ara og opinberaði grimmdarverk hans í frægri ræðu árið 1956. Þann 14. október 1964 samþykkti miðstjórnin afsagnarbeiðni Khrústsjovs og Leoníd Brezhnev varð aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Almennt er litið svo á að harðlinumönnum hafi þótt nóg um viðleitni Khrústsjovs til að koma á endurbótum í Sov- étríkjunum. Siðla kvölds í septembermánuði árið 1964 hringdi síminn á heimili Khrústsjovs í Lenín-hæðum í Moskvu. Sonur aðalrítarans, Ser- gei, sem þá var 33 ára að aldri, svaraði og heyrði óþekkta rödd segja: „Það era uppi áform um að koma Níkíta Sergeievitsj frá völd- um“. Sergei fór á fund mannsins dularfulla í skógi einum skammt ftá Moskvu og reyndist hann vera lífvörður Nikolajs Ignatovs, sem Khrústsjov hafði vikið úr stjóm- málaráði flokksins. Ignatov afréð þá að ganga til liðs við andstæð- inga Khrústjovs en þekktastir þeirra vora Leonfd Brezhnev og Nikolaj Podgomíj, sem báðir áttu sæti í stjómmálaráðinu, Vladimír E. Semftjsastníj, yfirmaður sov- ésku öiyggislögreglunnar, KGB, og flokksritarinn Alexander Sje- lepin. Lffvörðurinn, Vasilí Goljúkov, kvaðst hafa óyggjandi heimildir fyrir því að andstæðingar aðalrítarans hygðust láta til skarar skríða í nóvember. „Þetta fær ekkl staöist" Khrústsjov hafði ávallt bannað syni sfnum að ræða um einstaka valdamenn sovéska og því liðu nokkrir dagar þar til Sergei áræddi loks að skýra foður sínum frá svik- ráðum félaga hans. „Nei, þetta fær ekki staðist," sagði Khrústsjov. „Brezhnev, Sjelepin og Podgomíj era mjög ólíkir menn. Þetta getur ekki verið satt. Ignatov kann hins vegar að brugga launráð. Hann er illmenni. En hvað getur hann hugsanlega átt sameiginlegt með hinum þremur?" Aðalaritarinn kvaðst ætla að taka sér frí S sumar- húsi sínu við Svartahafið eins og hann hafði ráðgert auk þess sem hann afréð að fela Anastas Míkoj- an, forseta Sovétríkjanna, rann- sókn málsins. Míkojan var að öllum Ifkindum í vitorði með andstæðingum Khrústsjovs. Hann tjáði aðalritar- anum að ásakanir þessar væra til- hæfulausar með öllu. En þann 12. október varð Khrústsjov ljóst hvert stefndi. Þann sama dag var geim- fari með þremur mönnum skotið á loft sem þótti mikill sigur fyrir geimvísindaáætlun Sovétríkjanna. Khrústsjov var hins vegar ekki skýrt frá því að geimskotið hefði heppnast með miklum ágætum. Loks afréð hann að hringja sjálfur til að afla frétta og sagði aðstoðar- forsætisráðherrann honum þá að ekki hefði gefíst tími til að skýra valdamesta manni Sovétríkjanna frá atburði þessum. Neyðarfúndur í Moskvu Sama kvöld hringdi Míkhaíl Súslov, hugmyndafræðingur flokksins, i aðalritarann og sagði honum að halda til Moskvu næsta dag því boðað hefði verið til neyð- arfundar í stjómmálaráðinu. Þá gerði Khrústsjov sér ljóst að upp- lýsingar Sergei hefðu verið á rök- um reistar. Khrústsjov var þá sjö- tugur að aldri og baráttuþrek hans tekið að dvína. „Ef ræða á framtíð mína mun ég enga mótspymu veita," sagði hann. Fundarmenn kröfðust þess að Khrústsjov segði af sér. Að sögn Sergei, var það Alexander Sjelepin sem stjómaði aðförinni að föður hans. Khrústsjov var gagnrýndur fyrir valdníðslu og ruddalega stjómarhætti auk þess sem hann var sagður hafa gert alvarleg mis- tök á sviði landbúnaðarmála. Khrústsjov sagði gagniýni þessa óréttmæta og minnti á að æðsta yfirstjóm flokksins hefði ævinlega samþykkt tillögur hans mótat- kvæðalaust. Míkojan reyndi, að sögn Sergei, að bera klæði á vopn- in og lagði til að Khrústsjov segði af sér embætti aðalritara en gerð- ist þess f stað forsætisráðherra Sovétríkjanna. Þessari málamiðl- unartillögu höfnuðu fundarmenn. Khrústsjov ritaði þá formlega af- sagnarbeiðni þar sem sagði að hann þyrfti að láta af störfum sök- um hrakandi heilsu. Daginn eftir, þann 14. október, samþykkti mið- nefnd flokksins, sem þá gegndi sama hlutverki og stjómmálaráðið nú á dögum, afsagnarbeiðni aðal- ritarans. Leitin að arftaka var hafín Sergei Khrústsjov sagði í viðtali sem birtist í síðustu viku að foður sfnum hefði verið ljóst að valda- skeiði hans væri lokið. „Hann var þegar tekinn að leita að yngri manni til að taka við,“ sagði sonur- inn sem nú er 58 ára að aldri. „En hann gat ekki sætt sig við hvemig staðið var að því að koma honum frá völdum og þá þögn sem umlukti hann eftir að öllu var lokið“. Nafn Khrústsjovs var í raun afináð af spjöldum sögunnar og öllum brögðum var beitt til að fá almenn- ing til að gleyma tilvist hans. Hon- um vora tryggð allgóð eftirlaun og fékk tóm til að sinna hugðarefn- um sínum í ellinni. Síðar er Khrústsjov ræddi við son sinn um fundinn afdrifaríka í stjómmálaráðinu sagði hann: „Stjómarhættir forystunnar hafa tekið algjöram stakkaskiptum. Hefðum við nokkum tíma getað sagt Stalfn að hann væri til hinnar mestu óþurftar og að honum bæri að segja af sér? Því hefði lyktað með ósköpum. En nú er allt með öðram hætti, óttinn er ekki lengur til staðar. í þessu felst framlag mitt“. Heimildin Time, The New York Times.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.