Morgunblaðið - 29.10.1988, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 29.10.1988, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 15 Verjum rétt ReykvOánga efitir Guðmund H. Garðarsson I byijun þessarar viku var af Stefáni Valgeirssyni, . alþingis- manni, lögð fram á Alþingi til- laga til þingsáiyktunar sem er algjört einsdæmi í þingsögunni. Tillagan felur í sér þvílíka skerð- ingu á lýðræðislegum réttindum Reykvíkinga til athafna í eigin málum, að því verður ekki unað. Efni hennar er í stuttu máli það, að Stefán Valgeirsson vill með nýrri lagasetningu stöðva fram- kvæmdir við byggingu ráðhúss Reykjavíkur, sem efnt hefur ver- ið til á grundvelli gildandi laga og reglna. Það út af fyrir sig er alvarlegt mál, að alþingismaður skuli ætla að grípa til jafn harkalegra að- gerða til að klekkja á Reyk- víkingum í skjóli löggjafarvalds- ins, eins og Stefán Valgeirsson vill gera. Því verður að sjálfsögðu mætt af meginþorra alþingis- manna og tillagan felld eða henni vísað frá. „Þingsályktunartil- laga Stefán Valgeirs- sonar er ólýðræðisleg. Tillagan felur í sér alvarlega skerðingu á sjálfsforræði Reyk- víkinga. Tillagan er þess eðlis að flestallir landsmenn hljóða að sameinast gegn því til- ræði að Reykvíking- um, sem felst í henni. Það er hins vegar áhyggjuefni og vekur ugg, að umræddur al- þingismaður, Stefán Valgeirs- son, er guðfaðir ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar, og hefur líf hennar í hendi sér. A atkvæði hans, Stefáns Valgeirs- sonar, ráðast örlög ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar. Hér er því á ferðinni alþingismaður, sem eins og á stendur, hefur Guðmundur H. Garðarsson mikil völd og áhrif. Ekki skal því haldið fram, að Stefán Val- geirsson hafí alla stjómarsinna að baki sér í þessari atlögu að Reykjavík, en á meðan þeir lýsa ekki yfír andstöðu sinni við til- lögu Stefáns, hljóta menn að búa við nokkra óvissu um örlög þessa máls. Þingsályktunartillaga Stefáns Valgeirssonar er ólýðræðisleg. Tillagan felur í sér alvarlega skerðingu á sjálfsforræði Reyk- víkinga. Tillagan er þess eðlis að flestallir landsmenn hljóta að sameinast gegn því tilræði að Reykvíkingum, sem felst í henni. Alþingi ísiendinga getur ekki og mun ekki Ijá því máli lið, að Reykvíkingar fái ekki sjálfir að ráða því, hvort þeir byggi ráðhús eða ekki. Löglega kjörinn meiri- hluti borgarstjómar Reykjavíkur hefur ákveðið að reisa höfuð- borginni ráðhús. Olýðræðislegri tillögu Stefáns Valgeirssonar á Alþingi mun verða hafnað. Ráðhús Reykjavíkur mun rísa af gmnni Ráðhúsið mun verða stolt Reykvíkinga og þeim til sóma er stóðu að byggingu þess. Höfundur er einn afalþingis- mönnum SjálfstæðisOokks fyrir Reykjavíkurkjördæmi. Jónína Björg Gísladóttir Silkilist í Gallerí List JÓNÍNA Björg Gísladóttir opnar sýningu á handmáluðum silki- slæðum í Gallerí List í Skipholti 50b laugardaginn 29. október. Jónína hélt einkasýningu á verk- um sínum í Viðey sumarið 1987 og hefur tekið þátt í myndlistarsýning- um í Safnahúsinu á Selfossi árin 1981 og 1985. Hún var við nám í Myndlista- og handíðaskólanum og Myndlistarskólanum í Reykjavík. Sýning Jóninu verður opnuð kl. 14 á laugardaginn og stendur til sunnudagsins 6. nóvember. Opið er kl. 10—18, nema laugardaga og sunnudaga kl. 14—18. 1 L. Félagsfundur f | ÆTTFRÆÐIFÉLAGINU I verður haldinn á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, miðvikudaginn 2. nóvember 1988 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Halldór Bjarnason, sagnfræðingur, flytur erindi: SAGNFRÆÐIOG ÆTTFRÆÐI. 2. Kaffihlé. 3. Friðrik Skúlason, tölvufræðingur, kynnir: TÖLVUROGÆTTFRÆÐIFORRIT. e*.. . Stjornin. VETRARHJÓLBARÐAR Nýir fólksbílahjólbarðar HANKOOK frá Kóreu 155R12 135R13 145R13 155R13 165R13 175/70R1 3 185/70R1 3 175R14 185R14 185/70R14 195/70R14 165R15 kr. 2.370,00 kr. 2.370,00 kr. 2.480,00 kr. 2.580,00 kr. 2.670,00 kr. 2.950,00 kr. 2.990,00 kr. 3.180,00 kr. 3.570,00 kr. 3.480,00 kr. 3.850,00 kr. 2.980,00 Mjög lágt verð. Gerið kjarakaup Barðinn hf., Skútuvogi 2, R, símar: 30501 og 84844. .///// Veldu HITACHI Iog þú hefur tæknina í hendi þér z o i Utborgun aðeins kr 10 000 mánuðum! 12 KRINGLUNNI 8-12/1 rH0 BiLVANGUR SfF '-““HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687BOO Umboösmenn: Borgarnesi, Bílasala Vesturlands - isafiröi, Vólsmiöj- an Pór hf. - Sauðárkróki, Nýja Bílasalan - Akureyri, Vóladeild KEA - Reyðarfirði, Lykill - Vestmannaeyjum, Garðar Arason. JIMMY/ BLAZER ABENDING Við bendum á að áður en nýjar árgerðir af GMC Jimmy/BIazer koma til landsins,bjóðum við tvo síðustu bflana á mun hagstæðara verði. Þessir bflar eru mjög fullkomlega búnir. ___ Góð greiðslukjör. miuturi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.