Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda: Hátíðarfundur Heimilisiðnað- arfélagsins Heimilisiðnaðarfélag ís- iands á 75 ára afmæli á þessu ári. í tilefni afmælisins e&ir félagið til hátíðarfundar í Átthagasal Hótels Sögn nk. sunnudag. Starfsemi félagsins hefur verið með ýmsum hætti þessi 75 ár en aðalmarkmiðið er og hefitr verið að stuðla að vön- duðum heimilisiðnaði og nýj- ungum á því sviði, varðveislu gamaila hefða, fræðslustarf- semi og margvíslegri útgáfu- starfsemi ásamt verslunar- rekstri. Félagið er einnig þátt- takandi í norrænni samvinnu. Eldur í dúni Alyktun Sjómannasambandsins: Ekki verði hvikað í hvalveiðimálinu Á SEXTÁNDA þingi Sjómanna- sambands Islands var samþykkt ályktun þar sem meðal annars er skorað á stjórnvöld að hvika hvergi frá hvalveiðimálum okkar íslendinga og láta ekki undan fyrir öfgahópum eða íhlutun annara þjóða. „Menn eru ósáttir við að erlendir aðilar séu að segja þessu veiðimannaþjóðfélagi hvernig við eigum að haga okk- ur,“ sagði Guðmundur Hallvarðs- son, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur um ástæðu þess að ályktað var um hvalveiðimálið. Undirmenn á hvalveiðiskipunum eru í Sjómannasambandinu, og sagði Guðmundur að sambandinu væri skylt að gæta hagsmuna þess- Leiðrétting í FRÉTT um áhuga þýska kvik- myndaleikstjórans Wim Wend- ers á að taka hluta af næstu mynd sinni hérlendis mátti mis- skilja eitt atriði. Talað var um að eitt af þvi sem stæði I vegi fyrir þessu væri hversu hátt verðlag væri í kringum mynda- tökurnar hérlendis. Átt var við að Wenders þætti verðlag al- mennt of hátt í landinu en ekki vinna íslenskra kvikmynda- gerðarmanna ef til kæmi. Smábátum hefur fjölgað um 222 frá áramótum Verðlaunagripur úr sam- keppni sem Heimilisiðnaðar- félagið efiidi til árið 1966. ara félaga sinna. Hann var spurður hvort hagsmunir meirihlutans væru ekki í hættu vegna hvalveiðimálsins þar sem hætta væri á lokun mark- aða fyrir fisk erlendis. Guðmundur sagði að enginn á þinginu hefði mótmælt þessari ályktun. Menn teldu þá röksemd að hætta eigi hvalveiðum til að stofna mörkuðum ytra ekki í hættu, að taka eigi „meiri hagsmuni fram yfir minni", ekki vera kjarna málsins. Hugsan- lega væri þarna verið að fóma hags- munum meirihlutans fyrir minni- hlutann, en meginmálið væri að láta ekki aðrar þjóðir segja okkur fyrir verkum. Menn ættu ekki að beygja sig fyrir erlendum þrýstingi í hvalveiðimálinu fremur en í land- helgismálinu. Morgunblaðið/Þorkell Frá setningu aðalfundar Landssambands smábátaeigenda. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvejgsráðherra, í ræðustól, en nær á myndinni eru þeir Arthur Órn Bogason, formaður sambandsins og Öm Pálsson, framkvæmdastjóri þess. ELDUR kom upp í dúnhreinsun Sláturfélags Suðurlands við Kirkjusand í gærmorgun. Nokkr- ar skemmdir hlutust af. Tilkynnt var um eldinn kl. 10.17. Eldsupptök reyndust í þurrkara, sem hafði ofhitnað vegna bilunar. Dúnninn og þurrkarinn skemmdust nokkuð. sagði Halldór Ásgrímsson. Arthur Öm Bogason, formaður Landssambandsins, flutti einnig ræðu við setningu fundarins. Mann minntist fyrst tveggja látinna fé- laga, en rakti síðan gang mála frá síðasta aðalfundi. Sfðan ræddi hann um fjárhagsörðugleika í útgerðinni og sagði svo: „Margir aðilar hafa ráðizt í útgerð smábáta af mikilli bjartsýni og sumir vafalaust af meira kappi en forsjá. Þegar líða tók á árið 1988, hávaðinn frá kvó- taumræðunni var að mestu þagnað- ur, kom upp ný umræða. Ljóst var að margir smábátaeigendur voru í miklum fjárhagsörðugleikum og fjölmiðlar fjölluðu um þessi mál. Mitt í þessari umræðu sukku nokkr- ir smábátar og varla hafa þeir ver- ið komnir í botninn, þegar sagan fór á kreik; þeim hlyti að hafa ver- ið sökkt. í lýðræðisríkjum eru það grundvallarréttindi hvers manns að hann er saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Eitthvað er þetta samt ekki á hreinu hjá mörg- um þeim mönnum, sem frekar skyldu hlífa en höggva. Þannig gengur sjálfur formaður Rannsókn- amefndar sjóslysa svo langt að taka að sér dómarahlutverkið í málunum, án þess að hann hafi hið minnsta fyrir sér í málinu. Ég er sammála þessum sama manni, að það á að sjálfsögðu að reyna að komast að því hvers vegna þessir bátar sukku. En einhvem veginn hef ég það á tilfínningunni að það verði gert til að reyna að sakfella viðkomandi menn, en ekki til að ná vitneskju, sem gæti orðið öðrum til bjargar." Holiday Inn: Sýning á verk- umSnorra Arinbjamar SÝNING á verkum eftir Snorra Arinbjamar verður opnuð á Holiday Inn i dag. Á sýningunni eru um 100 verk, vatnslita-, pa- stel- og svartlistarmyndir, sem ekki hafa verið sýnd áður. Öll verkin eru til sölu. Margir hafa farið ógætilega í flárfestingum, segir sjávarútvegsráðherra Halldór Ásgrímsson AFLI smábáta hefiir meira en tvöfaldazt á siðastliðnum Qórum árum, en bátunum hefiir Qölgað verulega líka. Fjöldi báta undir 10 tonnum var 1.500 fyrsta jan- úar á síðasta ári, fyrsta janúar á þessu ári voru þeir 1.716 og í haust 1.938. Fjölgun frá síðustu áramótum er 13%, en aukning í stærð 19%. Þessar upplýsingar komu fram í erindi sjávarútvegsráðherra, Hall- dórs Ásgrímssonar, á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í gær. Hann sagði enn fremur að afli smábátanna hefði meira en tvö- faldazt á slðastliðnum fjórum árum. Afli smábáta 1984 var tæplega 21.000 tonn og þorskur af því um 16.000 tonn. Á síðasta ári varð þorskafli þessara báta hins vegar um 36.000 tonn og heildaraflinn um 43.000 tonn. Bráðabirgðatölur benda tii að afli smábáta fyrstu 9 mánuði þessa árs hafi verið heldur meiri en sömu mánuði í fyrra, þrátt fyrir samdrátt í heildarafla. „Umróti hið ytra fylgir umrót f hugum manna. Uppgrip í sjávarút- vegi og aukin hagsæld þeim sam- fara hafa gert menn bjartsýna. Menn draga dám hver af öðrum og margir smábátamenn, sem aðrir í þessu þjóðfélagi, hafa farið ógæti- lega í Qárfestingum. Það bitnar mest á þeim sjálfum og gerir af- komu þeirra verri. Jafnframt verða menn að hafa í huga að þeir, sem bætast í þessa atvinnugrein taka veiðimöguleika frá öðrum - með einum eða öðrum hætti - og þrengja þannig að þeim, sem fyrir eru,“ Þjóðsagna- og ævintýramyndir í Safiii Ásgríms Jónssonar SAFN Ásgríms Jónssonar, áður Ásgrímssafii en nú deild í Lista- safiii íslands, verður opnað aft- ur laugardaginn 29. október eftir nokkurt hlé vegna lagfær- inga sem gerðar hafa verið á húsi þess i Bergstaðastræti 74. Safnið verður opnað með skóla- sýningu á myndum eftir Ásgrím úr níu þjóðsögum og ævintýrum um samskipti manna og trölla auk sögunnar um Djáknann á Myrká. Á sýningunni eru olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar. í frétt frá Listasafni Islands segir: „íslensku þjóðsögurnar voru Ásgrími dijúg uppspretta á löng- um listamannsferli og skipta þjóð- sagnamyndir hans hundruðum. Ungur hreifst hann af efni þeirra og má eflaust rekja þann áhuga til táknhyggju, sem ríkti í norr- ænni myndlist í lok síðustu aldar, og enn fremur vaknandi þjóðemis- vitundar hér á landi. í þjóðsagna- myndum sínum heldur Ásgrímur sig jafnan við ákveðnar sögur, en víkur þó stundum eilítið frá sög- unni eða leggur áherslu á viss atriði og skapar þannig meiri spennu í samskiptum sögupersón- anna. Á þetta ekki síst við um myndir hans við tröllasögur. Margar eldri mynda Ásgríms hafa Djákninn á Myrká, olíumynd frá 1931 eftir Ásgrím Jónsson. jrfír sér ævintýrablæ og þar má fínna dulúð sem síðar víkur fyrir því stórbrotna og dramatíska í seinni myndum hans, enda þær unnar á öðrum tímum og við aðrar aðstæður." Á sýningunni eru bæði eldri og yngri myndir Ásgríms úr einstök- um sögum svo sem Nátttröllinu, Djáknanum á Myrká og Skessunni á steinnökkvanum og enn fremur nokkrar myndir úr sögum eins og Búkollu og Mjaðveigu Mánadóttur sem urðu kveikjan að röð mynda. Sýningin stendur til febrúarloka á næsta ári og er opin sunnudaga, þriðjudaga, fímmtudaga og laug- ardaga kl. 13.10—16.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.