Morgunblaðið - 29.10.1988, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.10.1988, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 RÍKISFJÁRMÁL í BRENNIDEPLI eftirFriðrik Sophusson Fyrir skömmu notaði Ólafur Ragnar Grímsson tækifærið til að koma höggi á Jón Baldvin Hanni- balsson vegna óstjómar í ríkisfjár- málum, þegar sá síðamefndi tók sér nokkurra daga hvfld á Flórída eftir átökin við stjómarskiptin. Ástæðumar fyrir þessum árásum Ólafs em augljósar. Ólafur Ragnar notaði stór orð þegar Jón Baldvin áformaði að leggja söluskatt á matvæli. Hann sagði í þingræðu fyrir nákvæmiega ári: „Það stendur þess vegna, hæst- virtur fjármálaráðherra, enn þá á þér krafan um að draga matar- skattinn til baka. Þegar þú ert bú- inn að því getur þú komið og rætt við samtök launafólks. Fyrr en þú gerir það ertu brennimerktur sem maður sem ekki er hægt að treysta." Nú er Ólafur Ragnar orðinn Qár- málaráðherra. Ekkert er amast við launastöðvun og skerðingu á samn- ingsfrelsi launþega. Ekki em heldur áform um að lækka, hvað þá af- nema matarskattinn. Þvert á móti boðar nýi fj ármálaráðherrann stór- kostlegar skattahækkanir og kennir óstjóm gamla ráðherrans um. Nýi ráðherrann er að eigin áliti ekki „brennimerktur sem maður sem ekki er hægt að treysta". Hvað segja samtök launafólks um það? Fjárlag’aundirbúningurinn Langstærsti hluti tekna ríkis- sjóðs fæst með söluskatti og tekju- skatti. Ríkissjóður fær þess vegna mikið í sinn hlut á þenslutímum, en tekjur hans minnka að sama skapi á samdráttarskeiðum. Ríkis- sjóður fær einnig sinn hlut af við- skiptahallanum og oftar en ekki hefur góð staða ríkissjóðs átt rætur að rekja til umframeyðslu þjóðar- innar. Á síðustu mánuðum í valdatíð fyrri rfkisstjómar dró verulega úr þenslu, útflutningstekjur minnkuðu og verðbólga hjaðnaði. Verðbólgan í september mældist um 9% á árs- grundvelli og 13% miðað við tíma- bilið ágúst til október. Slíkur sam- dráttur í ríkisumsvifum var óhjá- kvæmilegur. Því miður dróst allur Qárlagaundirbúningur úr hömlu og um miðjan september var orðið ljóst, að fjármálaráðuneytið var mánuði á eftir sínum eigin áætlun- um um undirbúning fjárlagagerðar fyrir næsta ár. Erfíðleikar fjármála- ráðherrans birtust í ýmsum mynd- um. Þegar hann lagði fram fyrstu drög að frumvarpi í ríkisstjóm af- greiddi Jóhanna Sigurðardóttir, varaformaður Alþýðuflokksins, til- lögur formanns síns sem „óraun- hæfar og óframkvæmanlegar". Sá, sem þetta ritar, er ekki í neinum vafa um að staðan í ríkis- fjármálum var ein aðalástæðan, ásamt slæmri útkomu í skoðana- könnunum, fyrir því að formaður Alþýðuflokksins kúventi í stjóm- málum, kastaði stefnumálum sínum fyrir róða og kaus að fást fremur við heimsmálin en fjármálin. „Rangfærslur að yfirlögðu ráði“ Fj'árlög fyrir yfírstandandi ár vom samþykkt með 26 milljóna króna rekstrarafgangi. Á miðju ári taldi fjármálaráðherrann að rekstr- arhallinn yrði innan við 600 milljón- ir í ár. Og snemma í síðasta mán- uði skilað Jon Baldvin greinargerð til fyrrverandi ríkisstjómar, þar sem endurskoðuð áætlun gerði ráð fyrir 693 miiljóna króna halla. Nokkmm dögum síðar áætlaði hann hallann u.þ.b. 1 milljarð króna. í ljósi þessara staðreynda er at- hyglisvert að rifja upp umræður, sem urðu á síðasta sumri um ríkis- fjármálin. Þjóðhagsstofnun birti þjóðhagsspá um miðjan júlí og var- aði við halla á ríkissjóði. Jón Bald- vin sagði niðurstöður stofnunarinn- ar vera „rangfærslur að yfírlögðu ráði“. í ágúst komu vamaðarorð frá Ríkisendurskoðun. Fjármálaráðuneytið gerði vero- legar athugasemdir og taldi hallann enn verða innan við 700 milljónir króna. Ólafur Ragnar notaði tæki- færið og lýsti því yfír, að Jóni Bald- vin hefðu orðið á „hrikaleg mistök í stjóm ríkisfjármála". Það er athyglisvert, að Ólafur Ragnar Grímsson lét það verða sitt fyrsta verk í fjármálaráðuneytinu að taka ákvörðun um að auka stór- kostlega við ríkissjóðshallann á þessu ári. Jafnframt hefur ríkis- stjómin ákveðið að efna til gífur- legra millifærslna, sem fyrst um sinn á að fjármagna með erlendum lánum, sem síðan falla á ríkissjóð eins og sjávarútvegsráðherra stað- festi fyrir skömmu. Þetta ætlar Ólafur Ragnar að sjálfsögðu að skrifa á reikning Jóns Baldvins og nota sem forsendu fyrir nýjum álög- Friðrik Sophusson „Fyrsta próf ríkis- stjórnarinnar verður í næstu viku, þegar fjár- lagafrumvarpið verður lagt fram á Alþingi. Núverandi Qármála- ráðherra gaf fyrirrenn- ara sínum núll í ein- kunn. Nú er að sjá hvort hann verður hærri á sínu fyrsta prófí.“ um á almenning. í raun hefur Ólaf- ur Ragnar engar áhyggjur af þessu, enda hafði málgagn hans gefíð Jóni Baldvin einkunnina núll fyrir fjár- málastjóm. Veik Qármálastjórn Því verður vart á móti mælt, að fjármálastjóm Jóns Baldvins hefði mátt vera traustari. Ráðherrann lenti t.d. snemma í vandræðum með starfsfólk. Reyndir menn í flárlaga- gerð yfírgáfíi ráðuneytið. Ekki fækkaði samt starfsmönnum, sem heyra til Qármálaráðuneytinu. Þeim fjölgaði vemlega — einkum í skatt- kerfínu. Rejmdar fjölgaði fólki nema á sviði iðnaðar- og sjávarút- vegsráðuneytanna. Þar fækkaði stöðugildum. Jón Baldvin átti við erfíðleika að etja í eigin flokki vegna skattkerfis- breytinganna. Virðisaukaskatts- frumvarpið var lagt fram með lægri skattprósentu en hefði dugað til að ná sömu tekjum og söluskatturinn gaf. Ástæðan var andstaða í eigin flokki. Áður hefur í þessari grein verið sagt frá móttökum Jóhönnu Sigurðardóttur, þegar ráðherrann sýndi fyrstu drög fmmvarps til fjár- laga fyrir næsta ár. í stað þess að afla sjónarmiðum fylgis meðal samráðherra áður en mál vom birt á opinbemm vett- vangi virtist áherzlan vera lögð á að segja frá „hugmyndum" ráð- herrans. Skattar á veiðikvóta höfðu lauslega verið ræddir í ríkisfjár- málanefnd. í stað þess að þróa umræðuna milli viðkomandi ráð- herra var „hugmyndinni" kastað út í fjölmiðlaumræðuna, en það varð til þess að sjávarútvegsráð- herra „drap“ málið í fréttatíma sjónvarps. Áf sama toga vom hróp og köll um síbrotamenn í ríkiskerf- inu án þess að aðgerðir fylgdu í kjölfarið. Aðförin að Landakoti og Pósti og síma vom dæmi um slíkt. Mér sýndist bægslagangurinn oft stafa af lélegri útkomu Alþýðu- flokksins í skoðanakönnunum, en formaður flokksins er ákaflega við- kvæmur fyrir slíkum fyrirbrigðum. Allt Jóni að kenna Nýi fjármáiaráðherrann reynir að koma sem flestum syndum yfír á gamla ráðherrann. Allt sem miður hefur farið er Jóni að kenna. Ég treysti Jóni Baldvin til að veija hendur sínar í þeim efnum. Meiri áhyggjur hafa menn af þvi, hvemig ríkisstjómin ætlar að taka á efna- hagsmálunum — ekki sízt ríkis- fjármálunum. Ríkisstjómin hefur þegar ákveðið að greiða úr ríkissjóði vel á annan milljarð til að falsa gengið og greiða verðbólguna niður um stundarsakir. Áherzlan verður lögð á nýja skatta fremur en að spara og draga úr útgjöldum ríkisins. Slíkar aðgerðir em ekki góðs viti um þau tök, sem verða á ríkisfjármálunum og öðrum þáttum efnahagsmála á næstunni. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjómar- innar segir að ríkisútgjöld á næsta ári verði „ekki hækkuð að raungildi frá því sem er á þessu ári“. Það ber væntanlega að skilja á þann veg að útgjöld á næsta ári verði ekki meiri en útgjöld samkvæmt fjárlögum ársins í ár. Þetta er eðli- legt markmið í Ijósi þeirra erfíð- leika, sem nú steðja að atvinnulíf- inu. Þetta markmið útheimtir það hins vegar að ríkisstjómin hafí döngun í sér til að takast á við ríkis- fjármálin og draga úr ríkisumsvif- um í takt við samdráttinn í atvinnu- lífinu. Minnkandi tekjum verður að svara með samdrætti í útgjöldum. Sömu kröfur verður að gera til ríkis- sjóðs og gerðar era til fyrirtækja og heimila. Fyrsta próf ríkisstjómarinnar verður í næstu viku, þegar fjárlaga- fmmvarpið verður lagt fram á Al- þingi. Núverandi fjármálaráðherra gaf fyrirrennara sínum núll í ein- kunn. Nú er að sjá hvort hann verð- ur hærri á sínu fyrsta prófi. Höfiindur er einn afþingmönnum Sj&lfstæðisfiokksins í Reykjavík ogfyrrv. iðnaðarráðherra. RANGFÆRSLUR AD YFIRtÖGDU RÁBll raðhena ter núll! HRIKALEG MISTÖkI . I STJÓRN RíkisfjArmAla | Millfarðamistök Greinarterdfrá Ólafi Rt Alþýðubandalagsins vegna mujmiub i fc THkisfjámiálum f lagnari Grtmssyniformannt ^ 11 niðurstaðnaInýrriþjóðhagsspá 'tlr ÓUt/u •tyrrar þjóðhatsxpðr. tuúouiuim ífSEassa*-.* Jón Baldvin Hannibalsson kallaði Þjóðhagsspána „rangfierslur að yfírlögðu ráði“, þegar hún birtist í júlí sl. Allt fram í síðasta mánuð taldi Jón hallann á ríkissjóði verða innan við 700 milljónir króna. Ólafiir Ragnar felldi þann dóm, að Jón hefði gert hrikaleg mistök i stjóm ríkisfjármála. Ný ríkissfjóm hefúr ákveðið að auka enn á hallann á þessu ári. Ólafúr skrifar allt á reikning Jóns. En hvert verður framhaldið? Eðlisfræði í vísindaskáldskap Raunvísindi Egill Egilsson Vísindaskáldsagan (e. science fíction) hefur vafalaust orðið til að glæða áhuga almennings í vísindum almennt. Þó er hann í sjálfu sér aðeins að litlu leyti upp- fræðandi um þessi efni, því að hann er of ónákvæmur og fer oft rangt með staðreyndir. Dæmi um þetta: Einhver fyrsta fræga vísindaskáldsagan er Ferð- in til Tunglsins eftir Jules Veme. Sagan er frá 1865, þegar öll eðlis- fræði sem hið ímyndaða geimskot snerist um, var vel þekkt. Geim- ferðin hófst með skoti úr 300 m löngu fallbyssuhlaupi. Sé ekki reiknað með núningi loftsins er hraðinn sem til þarf um 11 km/s. Til að ná þessum hraða á 300 m vegalengd þarf að auka hraðann tuttugu þúsund sinnum örar en þegar hlutur fellur. Geimfarinn hvflir þá á „gólfi“ geimfarsins með tuttugu þúsund sinnum þunga sínum. Skyldu menn oft hafa flast kyrfílegar út en sá geimfari? Á hinn bóginn má ætla að áhuginn sem lesturinn kann að vekja kunni að verða til að menn afli sér frekari þekkingar, eða séu opnari fyrir henni. Þannig er a.m.k. almennt talið meðal manna sem hugsa um þessi mál, að vísindaskáldsagan sé mikilvæg að því leyti, að 'nún verði til að miðla þekkingu um raunvísindi til leik- manna. Með breyttri tækni í áranna rás hefur vísindaskáldsagan sjálf vitaskuld breytt sinni „skálduðu" tækni. Hún reynir að vera á und- an raunveralegri tækni samtíma síns. Hún gengur út frá henni en reynir að ganga lengra. Þrátt fyr- ir þetta kemur í ljós að spásagnar- andi vísindaskáldsögunnar er lítill. Aðeins fátt eitt sem sagan hefur sagt fyrir um hefur komið á dag- inn. Eitt sem má telja fram þar að lútandi er, að eldflaugar óðu uppi í vísindaskáldsögunni áður en þær urðu algengar í raun- vemnni. Annað sem sagan sagði fyrir um er vélmenni, sem em að verða að raunveruleika þessi árin. Aðeins fátt eitt annað má tíunda um spásögn vísindaskáldsögunn- ar. Þannig má frekar segja að sag- an sé „á hlið“ við samtíma sinn hvað varðar vísindi og tækni. Dæmi um þetta er hin fræga Tímavél H.G. Wells. Sú vél er til þess gerð að komast aftur í tímann. Sagan er frá því um 1900. Aðeins fimm ámm síðar kemur afstæðiskenningin fram með það að tíminn líði ekki eins fyrir öllum mönnum. Aðeins gerist þetta á annan hátt en H.G. Wells yrkir um. Kenning Einsteins gefur okk- ur fráleitt kost á að ferðast aftur í tímann. Hins vegar geta t.d. tveir menn elst mismikið ef þeir ferðast á mismunandi vegu. í heild má segja að afstæðis- kenningin hafí orðið til að örva mjög visindaskáldskap. Það orkar skemmtilega fáránlega að hægt sé að senda geimfara í geimferð, hann snúi aftur eftir eitt ár (mælt á tímakvarða sjálfs hans) en á meðan hafí liðið þijátíu Sr hjá jarðarbúum. En sem stendur er gmndvallarlega ekkert því til fyr- irstöðu að slíkt geti gerst. Aðeins stendur tækni nútímans á of lágu stigi. En verið er að vinna að því að slíkt verði gerlegt og það mið- ar áfram! Vísindaskáldsagan og íslenskir lesendur Alltaf er erfítt að segja til um hvað sé mikið og hvað lítið þegar íslenska þjóðin á í hlut. Höfðatöiu- reglan er vandmeðfarin. Hér á landi hefur verið gefið út vemlegt magn af þýddum, erlendum vísindaskáldskap allt frá því snemma á öldinni, en innlendur vísindaskáldskapur er mér vitan- lega ekki til. Ifyrir utan það em þau ókjör sem þjóðin hefur lesið á erlendum málum. En þessi skáldskapur er ein leið leikmanns- ins til að nálgast hin dulúðugu raunvísindi. Með þá fullyrðingu í huga sem heyrist i fjölmiðlum, að bóklestur manna sé að breytast æ meir í átt til sjálfsmenntunar og fræðandi efnis, er ekki ólíklegt að gildi vísindaskáldskapar vaxi á komandi tfmum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.