Morgunblaðið - 29.10.1988, Page 11

Morgunblaðið - 29.10.1988, Page 11
11 Tvö nútímaverk voru á efnis- skránni og bæði eftir japanska tón- höfunda. í því fyrra, eftir Maki Tshii og sem höfundurinn kallar Black Intention, mátti heyra skyggnst inn í frumstætt og myrkt eðli mannsins, sem brýst í gegnum hina siðvæddu bælingu og birtist í dýrslegu öskri og þörf fyrir að beija frá sér. Þetta sérkennilega og áhrifamikla verk var meistaralega flutt, ekki síst þar sem Laurin lék af ótrúlegri leikni á tvær blokk- flautur. Seinna verkið var ekki síður mik- ill tóngaldur, en það er eftir Ryohei Hirose og nefnist Meditation. Þessi tónræna íhugun byggir á alda- gamalli japanskri tónlistarhefð og þar gat að heyra göldróttan flutning og ekki ofsagt, að kalla Dan Laurin blokkflautusnilling. P.S. Smá villa slæddist inn í umsögn undirritaðs um píanóleik Anders Kilstrom, þar sem orðið „skýrri" umturnaðist í „stærri". Setningin sem um er að ræða átti að vera „... er var einstaklega fal- legur í skýrri útfærslu hans“. Það var hins vegar vegna ófyrirgefan- legrar gleymsku, að ekki var getið um verk Jouni Kaipainen, skemmti- legt verk, sem Kilström lék af sömu natni og þau sem tilgreind voru í umræddri umsögn. Árstíðaskiptin: Náttúru- skoðun í Alviðru Frá undirbúningsnefnd að stofnun samtaka til að auka kynningu á íslenskri náttúru: í athugun er að stofna samtök til að auka kynningu á íslenskri náttúru. Sem liður í undirbúningi þess verður efnt til nokkurra kynn- inga með fjölbreytilegu sniði. Eitt af fyrstu verkefnum er að kynna almenningi þar hvemig gróðurinn hefur búið sig undir komu vetrarins og reyndar einnig næsta vors. í Alviðru í Ölfusi er landgræðslu- og náttúruvemdarstofnun í eigu Landvemdar og Ámessýslu. Þang- að verður kynningarferð sunnudag- inn 30. okt. kl. 13—17. Þar eru ákjósanleg skilyrði til náttúmskoð- unar allan ársins hring. Á sunnu- daginn verður þar fólk til að leið- beina almenningi um svæðið og hjálpa því við að komast l tengsl við náttúruna, til að skynja og skilja hvemig ástatt er hjá gróðrinum á þessum tíma. Sumir halda að nú sé allur gróður dauður en það er nú öðm nær. Að vísu hafa plöntum- ar hægt um sig nú, em í eins kon- ar dvala, en við nánari aðgæslu má sjá hve hyggilega þær hafa búið sig undir að lifa af veturinn og að taka til óspilltra málanna þegar vorar. Alviðra er næsti bær vestan við brúna yfír Sogið við Þrastarlund. Húsið verður opnað kl. 13. Farin verður u.þ.b. 2. tíma létt gönguferð í Öndverðames, sem er kjarri vaxið hraun handan við Sogið. Þar er hægt að finna skjól til að stansa hvernig sem viðrar. Einnig verður hugað að ýmsu í tijágarðinum við húsið og í gróinni hlíð Ingólfsfjalls þar rétt ofan við. Jafnt fullorðnir sem börn fara í leiki sem hafa það að markmiði að tengjast sem best móður náttúm. I húsinu verður boðið upp á kaffi með fróðleiksmol- um! Kynning þessi er fyrir fólk á öll- um aldri, jafnt börn sem fullorðna. Fólk þarf sjálft að koma sér á stað- inn. Mikilvægt er að allir komi vel klæddir. Við setjum okkur það mark að öllum geti liðið vel úti hvernig sem viðrar, enda er eitt markmið okkar að við mennirnir læmm að laga okkur að árstíðum og veðráttu ekki síður en aðrar lífvemr. ________________MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 Neskirlqa: Veislukaffi og basar Glerlistaverk í kapellu til sýnis Árlegt veislukafiB og basar verður í Neskirkju á morgun sunnu- dag. Kvenfélagskonur setja upp hlaðborðið alkunna, svo sem þær hafa gert um áratugaskeið. Statt og stöðugt vinna þær að því sem þakkarverðast er í söfhuðinum, að styðja starfið í hvívetna og má til dæmis geta um þjónustuna við aldraða, sem nú er fjóra daga í viku hverri. Þá prýða þær húsið sem áður sem flestir sjái sér fært að vitja með ýmsum gjöfum og er þar helst kirkjunnar sinnar á morgun en bas- að nefna það nýjasta sem er gler- arinn, kaffisalan og sýning gler- listaverk, fyrir ofan altarið í kapellu skreytingar hefst að lokinni guðs- kirkjunnar, unnið af Leifi Breið- þjónustu, sem byrjar klukkan tvö, fjörð. Það verður til sýnis á morgun en þá flytur stólræðu Baldur Jóns- og mun listamaðurinn verða á son formaður sóknamefndar. staðnum og skýra verk sitt fyrir þá er þess óska. Vænti ég þess að Guðmundur Óskar Ólafsson t»ú sparar a.m.k. 120.000kr ef §9ú hikar ckki Við rýmum til fyrir árgerð 1989 og lækkum svo um munar verðið á nokkrum Citroén AX, árgerð 1988. Nú kosta þeir aðeins frá 319.000 kr. komnir á götuna. Áætlað verð á árgerð 1989 er frá kr. 439.000, svo ávinningurinn er mikill. Greiðslukjör: Staðgreiðsla eða lánamöguleikartil allt að 12 mánaða á eftirstöðvum. Líttu inn um helgina og kynnstu Citroén AX. Við höfum opið í Lágmúlanum á laugardag og sunnudag kl. 13 -17. Heitt á könnunni! Söluaðilar: Bílatorg, Nóatúni 2, Reykjavík Bifreiðaverkstæði Gunnars Jóhannssonar, Óseyri 6, Akureyri Benedikt Jónmundsson, Shellstöðinni, Akranesi Vélsmiðjan Þór, Suðurgötu 9, ísafirði. ÞETTA ER TILBOÐ SEM VARLA VERÐUR ENDURTEKIÐ G/obus? Lágmúla 5, sími 681555 (Fréttatilkynning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.