Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 Sljórnvöld hafa öll gögn um ráðhúsið - segir forseti borgarsljórnar MAGNÚS L. Sveinsson, forseti borgarstjómar Reykjavíkur, hefiir svarað bréfi er Stefán Valgeirsson alþingismaður sendi borgar- stjóm Reykjavíkur vegna þingsályktunartiOögu er hann flutti um ráðhús Reykjavíkur. Fer svarbréf forseta borgarstjómar hér á eftir: „Ég hef móttekið bréf yðar til borgarstjómar Reykjavíkur dags. 25. þ.m. um tillögu er þér hafíð flutt á Alþingi, sem miðar m.a. að því „að stöðva framkvæmdir við ráðgert ráðhús" í Reykjavík, eins og nánar er lýst í bréfínu, og vil af því tilefni taka fram eftirfar- andi: Öll gögn er varða deiliskipulag kvosarinnar og byggingu ráðhúss Reykjavíkur hafa verið send fé- lagsmálaráðuneytinu í sambandi við úrlausn kærumála, sem ráðu- neytið hefur úrskurðarvald um lögum samkvæmt. Þá hafa forset- ar Alþingis Q'allað um grenndar- rétt reglum samkvæmt og er bréf þeirra og umsögn raunar prentuð sem fylgiskjal II með tillögu yðar til þingsályktunar. Ég leyfi mér að minna yður á 76. grein stjómarskrárinnar, sem þér hafíð unnið eið að sem al- þingismaður, en greinin fjallar um rétt sveitarfélaganna til að ráða sjálf málefnum sínum. Reyk- víkingar hafa kosið sér borgar- stjóm sem samkvæmt stjómar- skránni og öðmm lögum settum af Alþingi fer með málefni borg- arbúa. Bygging einstakra húsa í borginni fellur að sjálfsögðu þar undir. Ef þér emð annarrar skoð- unar vil ég minna yður á 60. gr. stjómarskrárinnar þar sem segir: „Dómendur skera úr öllum ágrein- ingi um embættismörk yfírvalda." Ég mun ekki beita mér fyrir því að bréfí yðar verði frekar svar- að en hér að framan greinir." Morgunblaðið/Emilía Með því að hafa bílastæðin á ská í stað þess að þau liggi sam- hliða götunni hefúr tekist að flölga stæðum í Austurstræti úr 15 í 22. Stæðum í miðborginni hefúr fjölgað um 78 undanfar- ið með þessum hætti. Bílastiuðum fjölgar í míðborginni BÍLASTÆÐUM í miðborg Reykjavíkur hefúr nú verið fjölg- að um 82. Af þeim hafa 78 mynd- ast vegna breytinga á legu stæða. í stað þess að stæðin liggi sam- hliða götunni eru þau á ská. Að sögn Inga Ú. Magnússonar, gatnamálastjóra, hefur stæðum þegar verið breytt við nokkrar göt- ur miðbæjarins. „Við Klapparstíg, milli Lindargötu og Hverfisgötu, hefur stæðum fjölgað úr 7 í 15, á Laugavegi milli Barónsstígs og Frakkastígs hefur þeim fjölgað úr 37 í 51 og tvö ný stæði hafa verið gerð neðst á Laugavegi og neðst í Bankastræti. í Austurstræti norð- anverðu hefúr stæðum einnig verið breytt þannig að þau eru nú 22 í stað 15 áður og á Njálsgötu fjölg- aði stæðum úr 83 í 132. Einnig verða settir upp tíu stöðumælar við Frakkastíg sið vestanverðu milli Laugavegar og Hverfísgötu. Þá er nú unnið að frekari fjölgun stöðu- reita í miðborginni," sagði gatna- málastjóri. VEÐURHORFUR í DAG, 29. OKTÓBER YFIRLIT í 6ÆR: Um 600 km suðsuðvestur af Vestmannaeyjum er 1.033 mb hæð sem þokast austsuðaustur, en 1.018 mb lægð á Grænlandshafi hreyfist austnorðaustur og nálgast Jan Mayen síðdegis á morgun. Veöur fer hlýnandi í bili en kólnar lítið eitt norðanlands á morgun. SPÁ: Á morgun verður vestan- og suðvestankaldi um sunnanvert landið, en norðvestangola eða kaldi um landið norðanvert. Éi verða við norðurströndina, en dálitil súld eða rigning á vestur- og suðvest- urlandi. Vægt frost norðanlands, en 2 til 4 stiga hiti syðra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG: Norðlæg átt og él norðanlands og líklega vægt frost. Vestiæg átt um sunnanvert landið fram eftir degi, dá- iítil súld og frostlaust, en heldur kólnandi. HORFUR Á MÁNUDAG: Norðlæg átt og frost víða um land, a.m.k. að næturlagi. Dálftil él við norður- og austurströndina, en léttir til sunnanlands og vestan. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl voftur Akureyri +2 skýjaö Reykjavík 0 snjókoma Bergen 6 skýjað Helsinki 7 skýjað Kaupmannah. 12 skýjað Narssarssuaq 1 skýjaö Nuuk 3 rigning Osló 4 rigning Stokkhólmur 11 skýjað Pórahöfn 0 snjóél Algarve 23 skýjað Amsterdam 14 lóttskýjað Barceiona 22 lóttskýjað Chicago 1 léttskýjað Feneyjar 15 þokumóða Frankfurt 16 skýjað Glasgow 8 skýjað Hamborg 13 skýjað Las Palmas 23 skýjað London 16 skýjað Los Angeles 18 mi8tur Luxemborg 14 jxikumóða Madnd 19 láttskýjað Malaga 23 skýjað Mallorca 25 tóttskýjað Montreal 6 skýjað New York 10 alskýjað Paris 13 rigning Róm 19 þokumóða San Diego 17 alskýjað Winnipeg +9 skýjað Þorsteinn Olafeson ráð- inn eínahagsráðunautur ÞORSTEINN Ólafason, viðskipta- fræðingur, hefúr verið skipaður ráðunautur forsætisráðherra í efiiahags- og atvinnumálum frá og með 1. nóvember. Þorsteinn er fæddur 2. mars 1945, lauk stúdentsprófí frá M.R. árið 1965 og kandídatsprófi frá viðskiptadeild Háskóla íslands 1970. Hann var fulltrúi og síðar deildar- stjóri tolla- og eignadeildar fjármála- ráðuneytisins frá 1970 til 1976, er hann gerðist framkvæmdastjóri Kísiliðrjunnar hf. Hann var aðstoðar- maður iðnaðarráðherra 1978-’79, fulltrúi forstjóra Sambands íslenskra samvinnufélaga frá 1980 og fram- kvæmdastjóri Þróunardeildar Sam- bandsins frá árinu 1984. Hann hefur gegnt starfí framkvæmdastjóra Samvinusjóðs íslands frá 1. júlí 1987. Þorsteinn hefur setið í ýmsum nefnd- um á vegum hins opinbera og í stjómum fjölmargra atvinnufyrir- tækja í ýmsum greinum um langt árabil. Hann hefur verið formaður Þorsteinn Ólafsson Vinnumálasambands samvinnufé- laganna frá 1985. Þorsteinn er kvæntur Ásthildi S. Rafnar og eiga þau 3 böm. Sýni tekin úr selum hérlendis: Notuð við rannsóknir á selafárinu í Evrópu IJNDANFARNA viku hefúr dr. Gttnter Heideman frá háskólanum f Kiel dvalið hérlendis við að safúa sýnum úr útsel og landsel. Sýnin verða notuð við rannsóknir á sela- fárinu f norðanverðri Evrópu. Nú þegar hafa fúndist um 17 þúsund dauðir selir á þessum slóðum. Sýn- Bíl stolið meðan eigandinn synti BÍL var stolið af stæði við sundlaug Breiðholts í gær- morgun, milli klukkan 7.30 og 8.15. Eigandi hans hafði brugð- ið sér f sund og þegar hann kom upp úr lauginni uppgöt- vaði hann að bfllyklunum hafði verið stolið úr jakkavasa hans, en fötin héngu á snaga f bún- ingsklefa. Eigandinn tilkynnti þjófnaðinn strax til lögreglunnar í Reykjavfk. Bifreiðin er af gerðinni Audi 100, árgerð 1984, ljósgræn að lit. Skráningamúmer er R-52500. Þeir sem kynnu að hafa orðið varir við bílinn eru beðnir um að láta lögregluna vita. in hér voru tekin úr útsel í Breiða- firði og landsel f Hornafirði. Dr. Karl Skímisson við tilrauna- stöð háskólans í meinafræði á Keld- um hefur aðstoðað dr. Giinter en þeir eru gamlir samstarfsmenn. Karl segir að nauðsynlegt sé að hafa sýni úr heilbirgðum selum til saman- burðar við rannsóknimar á selafár- inu. Munu sýnin sem tekin vom hér verða send sérfræðingum í Þýska- landi. Dr. Karl segir að dr. Gunter úti- loki ekki þann möguleika að selafár- ið geti borist hingað til lands. Hins- vegar er ekki vitað til þess að selir frá norðanverðri Evrópu komi hing- að. Veiran sem veldur selafárinu í norðanverðri Evrópu er skyld veim sem veldur hundafári. Ekki er þó útilokað að aðrir þættir til dæmis mengun eigi þátt í þessu selafári. Enn sem komið er mun lítið vera vitað um smitleiðir veimnnar. Dr. Karl segir að fyrir utan rann- sóknir eins og vefjafræði og mengun verði reynt að komast að því hvort selir hérlendis hafí til að bera mót- efni gegn veimnni. Hann segir að niðurstöður úr rannsóknum á sýnun- um héðan muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir nokkrar vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.