Morgunblaðið - 29.10.1988, Side 18

Morgunblaðið - 29.10.1988, Side 18
18____________;______MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988_ „Ellefu hundruð manna kór er orðínn náttúruafl“ Fjallað um fyrirhugaðan samsöng 22 íslenskra kóra í Langholtskirkju og Laugardalshöll Morgunblaðið/Sverrir Stjórn Landssambands blandaðra kóra. F.v. Björgvin Valdimarsson, Sigríður J. Pétursdóttir, Sólveig Ólafsdóttir, Garðar Cortes formaður, Jón Stefánsson og Sigurbjörg Hjörleifsdóttir. Það er orðið kvöldsett og Langholtskirkja eyðileg og dimm þegar ég kem þangað til þess að eiga spjall við stjórn Landssam- bands blandaðra kóra sem nú hefur í mörgu að snúast við und- irbúning söngleika sem til stend- ur að efha til föstudaginn 4. og laugardaginn 5. nóvember nk. Ég heyri þó álengdar daufan óm af mannsröddum en get ekki átt- að mig á hvaðan hljóðið kemur. En til hægri fyrir enda kirkju- skipsins liggja tröppur niður í herbergi og þar finn ég fram- kvæmdastjóra söngleikanna, Sig- urbjörgu Hjörleifsdóttur. Hún segir mér að hinir fímm stjórnar- félagamir séu önnum kafnir við að sitja fyrir á ljósmynd og hverfúr að því búnu fram til að láta vita af mér. Meðan ég bíð virði ég fyrir mér fjórar grínagt- ugar teikningar af séra Sigurði Hauki Guðjónssyni og tvær álíka af Jóni Stefánssyni organista Langholtskirkju. Gluggi er upp við loft á herberginu og í honum stendur nóvemberkaktus sem er að búa sig undir að blómstra. Það blómstrar hér sem sé ýmis- legt fleira en sönglífið. Smátt og smátt fara sexmenningarnir að tínast inn og samtalið hefst. FVam kemur að það var Jakob Tryggvason þáverandi söngstjóri IOGT sem hóf máls á því á félags- fundi í júní árið 1938 að þörf væri að stofna landssamband með blönd- uðum kórum og kvennakórum er þá störfuðu hér á landi og lagði til að söngfélag IOGT gengist fyrir þessu máli. Þetta var samþykkt og skipuð nefnd til að að vinna að framkvæmd málsins. 7. desember sama ár var sambandið stofnað og voru fimm eftirtaldir kórar stofn- kórar: Kantötukór Akureyrar, Söngfélag IOGT, Vestmannakórinn í Vestmannaeyjum, kór Róberts Abrahams á Akureyri og Sunnukór- inn á ísafirði. Sá síðasttaldi er sá eini sem enn er starfandi og hann tekur þátt í söngleikunum núna. Fimm kórar að auki koma frá lands- byggðinni, Jöklakórinn sem er sam- steypa þriggja kóra af Snæfells- nesi. Kóramir slógu sér saman í tónleikaferð til ísraels fyrir tveimur árum og notuðu þá þetta nafn og sameinaðir koma þeir til söngleik- anna í ár. Þá mæta til leiks Kirkju- kór Akraness, Samkór Selfoss, Ar- neskórinn úr Gnúpveijahreppi, Kór Fjölbrautaskólans á Suðurlandi og Kór Landakirkju í Vestmannaeyj- um. Engir kórar koma frá Austur- Iandi og Norðurlandi. Fjórtán kórar af höfuðborgarsvæðinu taka þátt í söngleikunum. Í þessum kómm er fólk á öllum aldri en í Landssam- bandi blandaðra kóra em nú 36 kórar. Söngleikar eins og þeir sem nú em fyrirhugaðir vom haldnir á 30 ára afmæli sambandsins árið 1968 og á 40 ára afmælinu 1978. Kóramir 22 sem syngja í Lang- holtskirkju og í Laugardalshöll em með sér dagskrár, sumir í kirkjunni og aðrir í Laugardalshölinni en á laugardeginum munu allir kóramir syngja saman og verður það 1.100 manna blandaður kór sem þá lætur í sér heyra. í skrifum eftir Jón Ásgeirsson frá sambærilegum tónleikum árið 1978 segir hann samsönginn vera „einn áhrifamesta söng sem undir- ritaður hefur heyrt“. Þama kveður Garðar Cortes mikið sagt því Jón sé alla jafna ekki stórorður. „Það er stórkostleg lífsreynsla að taka þátt í svona söngveislu," segir Garðar. „Bæði það að standa meðal hópsins og syngja og eins það að hlusta." Jón Stefánsson tekur orðið og segir: „Ellefu hundmð manna kór er orðinn náttúmafl." Þeim stjómarfélögum kemur saman um að um þessar mundir sé mikill áhugi meðal fólks að taka þátt íkórstarfi. „Við getum valið um,“ segir Björgvin Valdimarsson og Jón 'segir að 50 manns hafi sótt um að komast í Langholtskórinn síðast þegar auglýst var eftir rödd- um þannig að hægt hafi verið að velja þær raddir úr sem best hent- uðu. Garðar lagði áherslu á að á síðustu ámm hefði mun meira feng- ist í kórstarf af fólki sem kann sitt- hvað fyrir sér í nótnalestri og hefur fengið raddþjálfun. Þetta em allir sammála um að létti söngstjómm mikið starfíð og að auki verði mun betri hljómur í söng kóranna. Sigríður Pétursdóttir gat þess að Landssamband blandaðra kóra stæði, auk söngleika sem fyrr hefur verið rætt um, fyrir námskeiðum og haldi kóramót á þriggja ára fresti. Þá séu fengnir kennarar og fólki hóað saman til náms og skrafs. Þessar samkomur ganga undir nafninu ísklang. Nafngiftin er mnnin frá Nordklang sem em sam- komur norrænna kórasamtaka sem einnig halda samkomur á þriggja ára fresti. Þangað mega koma 1.000 þátttakendur frá öllum Norð- urlöndunum. „Við íslendingar höf- um 50 manna kvóta en það hafa aldrei farið svo margir héðan, 16 fóru þegar flest var,“ segir Sigríður. Á söngleikunum sem senn verða haldnir verður m.a. fmmflutt verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson fyrir kór og lúðrasveit. Það er Lúðra- sveitin Svanur sem leikur með í þessu verki og nokkmm öðmm. Fimmtíu manna hljómsveit leikur undir söng kóranna í Laugardals- hðU. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Ný frímerki 3. nóvember nk. ÍSLAND 24 oo ÍSLAND 2000 Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Fyrir nokkmm dögum hækkuðu almenn póstburðargjöld hér innan- lands og til Norðurlanda um eina krónu, þ._ e. úr 18 krónum í 19 krónur. Áður en það gerðist, var hið eina 18 króna frímerki, sem út kom í júní síðastliðnum, að mestu þrotið í pósthúsum landsins. Og engin 19 króna frímerki vom til, þegar hækkunin átti sér stað á dögunum. Ur því verður hins vegar bætt á fímmtudag í næstu viku, því að þá koma út tvö frímerki með því verðgildi. Eins kemur þá út 24 króna frímerki, og það bætir úr brýnni þörf fyrir það verðgildi. Áhugi var mikill á skiptifúndi safiiara í Prag. Síðustu íslenzku frimerki þessa árs. i i > i ) > > > > > > > > > Heilbrig'ði allra árið 2000 Árið 1988 hefur verið helgað fræðslu- og kynningarstarfsemi um heilbrigði, heilbrigðar lífsvenjur og forvamarstarf undir kjörorðinu: HEILBRIGÐI ALLRA - ALLT FTRIR HEILBRIGÐI. Er þetta gert af því tilefni, að á þessu ári em 40 ár liðin, síðan Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin tók til starfa. Með henni hófst þá alheimsátak og samstarf til að vemda og efla heilbrigði manna. Samkvæmt stofnskrá stofnunarinnar felst í orðinu heil- brigði það að vera laus við sjúkdóma og heilsubrest. Markmið hennar er því andleg og félagsleg vellíðan allra manna. Aðildarríki Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar em 166, og vilja þau minnast þessara tímamóta í sögu hennar með samhentu átaki stjóm- valda og margs konar stofnana og félaga og eins einstaklinga til þess að örva framfarir í heilbrigðismál- um. Er það gert undir kjörorðinu HEILBRIGÐI ALLRA ÁRIÐ 2000. Bent er á, að í heilbrigði felist bæði efnahagslegt gildi og félags- legt réttlæti. Póst- og símamálastofnunin gef- ur af þessu tilefni út sérstakt frímerki, þar sem fyrrgreint kjörorð um heilbrigði allra árið 2000 stend- ur skýmm stöfum. Jafnframt er merki Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar sett í merkið. Myndefni merk- isins er vel valið, þar sem móðir heldur á ungu bami sínu og horfir á það með blíðum og ástúðlegum augum. Það hlýtur einnig að vera göfugt hlutverk hverra foreldra að vernda böm sín sem bezt og gæta heilbrigði þeirra á alla lund í válynd- um heimi. Verðgildi þessa merkis er 19 krónur, sem er almennt burð- argjald undir einfalt bréf hér á landi og eins til Norðurlanda. Að mínum dómi er sjálfsagt að velja einmitt þess konar burðargjald á þau frímerki, sem flytja eiga einhvem ákveðinn boðskap til almennings. Á þann hátt nær útgáfa slíks merkis tilgangi sínum, þar sem það hlýtur að koma fyrir augu fjölmargra á almennum póstsendingum. Tryggvi T. Tryggvason hefur teiknað þetta frímerki, og á ég von á, að það þyki bæði sérstætt og fallegt meðal íslenzkra frímerkja. Frímerkið er prentað hjá Courvoisi- er S.A. í Sviss með þeirri prentað- ferð, sem kölluð hefur verið rasta- djúpþrykk. Eins og ég hef svo oft nefnt áður, er ég enn þeirrar skoð- unar, að stálstunguprentun hefði átt hér betur við og merkið hefði fyrir bragðið orðið enn fallegra. Jólafrímerki ársins 1988 Síðustu frímerki íslenzku póst- stjómarinnar á þessu ári verða tvö jólafrímerki. Eins og frímerkjasafn- arar vita, hefur um mörg ár einum listamanni verið falið það verk hveiju sinni að teikna og túlka myndefni jólafrímerkjanna eftir sínu höfði. Ekki hefur það alltaf gengið hljóðalaust fyrir sig og á stundum orðið vanþakklátt verk. Ég álít sjálfur eðlilegt og hef rætt það áður í þessum þáttum, að hér hafi listamenn þeir, sem leitað er til*með öllu óbundnar hendur. Við það eykst ijölbreytni jólafrímerkj- anna, enda hljóta þau ævinlega að bera svipmót þeirra listamanna, sem fengnir eru til verksins. Að þessu sinni fékk Kjartan Guð- jónsson, listmálari og “grafiker", þetta hlutverk á hendur. Ekki segir margt um myndefni þessara merkja í tilkynningu póststjórnarinnar, enda hygg ég þau skýri sig nokk- um veginn sjálf. Ég ætla þó, að eftirfarandi orð séu að mestu skýr- ing listamannsins, þar sem segir svo: „Að þessu sinni sýna jólafrí- merkin fiskimenn að störfum á höf- um úti. Lærisveinar Krists voru fískimenn og íslenzkir sjómenn hafa um mörg jól þurft að vera við störf á hafí úti, fjarri ástvinum sínum." Ekki verður annað sagt en þetta þema, ef nota má það orð í þessu sambandi, fari einmitt vel á jóla- frímerkjum. Kjartan Guðjónsson er svo kunnur listmálari, að þess ger- ist ekki þörf að kynna hann nánar hér í þættinum. Hann kenndi um aldarfjórðung við Myndlista- og handíðaskóla Islands. Hann er vel kunnur fyrir margar grafískar teikningar, t. d. með myndefni úr íslenzkum fomsögum og þjóðsög- um. Þá hefur hann myndskreytt fjölda bóka. Engu skal hér spáð um, hveijar undirtektir eða viðtökur þessi nýju jólafrímerki fá hjá frímerkjasöfnur- um og öðrum. Sjálfum finnst mér þau hin eftirtektarverðustu, enda mjög frábrugðin fyrri jólafrímerkj- um okkar. Hins vegar álít ég, að .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.