Morgunblaðið - 29.10.1988, Page 53

Morgunblaðið - 29.10.1988, Page 53
ss ssei HaaöTHO .es íuioAaHAOUA.1 .íítgajsmuohom MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 53 Hundahald: MÆTUM Á KJÖRSTAÐ Til Velvakanda. Það hefur komíð fram í fjölmiðl- um um kosningar um hundahald í Reykjavík að þátttaka hefur verið dræm fram til þessa. Líklegt má telja að þeir fáu sem að kosið hafa fram til þessa séu frekar úr hópi hundahaldssinna, enda hafa þeir með sér skipulögð samtök en hinir ekki. Einnig hefur komið fram í viðtölum Stöðvar 2 við kjósendur á kjörstað fyrstu dagana að þeir voru allir úr þessum hópi já-manna enda áttu þeir allir hund, einn eða fleiri. Ég tel ekki rétt af þeim þorra borg- arbúa sem eru á móti hundahaldi að sniðganga kosningamar með þessum hætti, þótt þeir hafi til þess ærna ástæðu þar sem látið hefur verið uppi af stjórnendum borgar- innar að ekki verði farið eftir niður- stöðunum, heldur verði þær hafðar til hliðsjónar. Ég vil því skora á alla borgarbúa að mæta á kjörstað Sjómenn Á neyðarstundu er ekki tími til lesturs. Kynnið ykkur því í tíma hvar neyðarmerki og björgunar- tæki em geymd. Lærið meðferð þeirra. og láta í ljós afstöðu sína í kjörklef- anum. Þá langar mig til að fá svar við þeirri spumingu hvort heimilt sé að hafa hunda lausa utanhúss. Ástæða fyrirspumar minnar er þes?i: Ágætur nágranni minn á falleg- an og góðan hund. Hundurinn er langtímum saman út dag hvem og alltaf ótjóðraður, eigandinn notar aldrei á hann band. Hundurinn fer hér fijáls ferða sinna um allt ná- grennið og gerir stykki sín í næstu görðum. Hundur þessi mætir við grillið hjá manni fyristur gesta og er þá óboðinn. Ekki hættir maður sér lengur inn án þess að taka með sér kjöt sem bíður grillunar. Hund- urinn hefur komist í sláturgerð hjá fólki hér nærri en allir þekkja að vambir og fleira til sláturgerðar er gjaman haft utandyra til kælingar meðan unnið er að sláturgerðinni. Enginn kemur sér hins vegar til að kvarta undan þessu, með því fínnst fólki að það sé að styggja góða nágranna . Hundaeigendur ættu að taka þetta til athugunar. Maður lætur sig hafa ýmislegt til að halda friðinn við nábúa sína en það rétt- lætir ekki að þeir gangi á rétt manns. Lesandi HEILRÆÐI Þessir hringdu . . , Tillitsleysi við hjólreiðamenn Hjólreiðamaður hringdi: „Að undanförnu hefur verið ijallað um það í Velvakanda hversu lítið tillit ökumenn sína gangandi vegfarendum. Ég vil taka undir það en ennþá verra er að vera hjólandi í bænum. Það er beinlínis hættulegt að hjóla á götunum og verður maður að þræða gangstéttir eftir föngum. Margir ökumenn sýna hjólreiða- fólki að vísu fulla tillitsemi en svo eru aðrir sem aka eins og maður sé alls ekki á veginum. Það vant- ar mikið uppá að réttur hjólreiða- manna sé virtur og að mínu áliti þarf að gera átak í málum þeirra. Það eru bílarnir sem slysunum valda en ekki hjólin." Góður sjónvarpsþáttur N.N. hringdi: „Ég vil þakka Ríkissjónvarpinu fyrir þáttinn „Á því herrans ári“ sem fluttur var þriðjudagskvöldið 25. október. Þetta var ágæt sýn- >ng og finnst mér að peningum, sem nota á til íslenskrar dagskrár- gerðar, vel varið í þætti af þessu tagi. Áfram með smérið!“ Drasl á KR svæðinu Vesturbæingur hringdi: „Fyrir nokkru var skrifað í Velvakanda um drasl á íþrótta- svæði Þróttheima. Ég vil kvarta undan drasli sem safnast hefur upp hér á KR svæðinu í Vestur- bænum. Þarna eru ónýt mörk, trönur, fiskinet og fleira. Þetta dót setur mjög leiðinlegan svip á umhverfið. Eg vil mælast til þess að þarna verið tekið til hendinni sem fyrst.“ BMXhjól Svart og gyllt BMX drengjahjól var tekið við Miðtún 40 í Reykjavík fyrir nokkru. Þeir sem orðið hafa varir við hjólið eru vin- samlegast beðnir að hringja í síma 26548. Góð grein um hundahald Gerður hringdi: „Mér er í minni stundin þá marbendill hló. Blíð var baugahrundin þá bóndinn kom af sjó. Kyssti hún laufalundinn en lymskan undir bjó. En sinn saklausan hundinn sverðabaldur sló. Þegar ég las í ágæta grein í Morg- unblaðinu eftir Kristinn Snæland ákvað ég að fara á kjörstað og kjósa á móti hundahaldi. Það nær engri átt hvernig farið er með blessaðar skepnunar." Pantid jólagjafirnar núna Full búð af vörum Opið frá kl. 9-6, laugardag kl. 10-12. pöntunarlistinn, Hólshrauni 2, Hafnarfirði. Sími52866. VIÐEHARSTOFA Veitingasalur Viðeyjarstofu er opinn á föstudögum og laugardögum íveturfrákl. 18.00-23.30. Borðapantanir í símum 91-681045 og 91-28470. Upplýsingarum veisluhald ísíma 28470 og ráðstefnuhald í síma 680573 Jólasveinami em komni í glugga • til að minna á að styttist tii jóla! Þaðer nikkað og rólað - og allt er á fleygiferð í gluggunum okkar! Verið tímanlega á ferðinni: Öruggt: Við göngum frá og sendum jólapakkana um allan heim. Allar sendingar eru fulltryggðar yður að kostnaðarlausu. !■■■ Látið Rammagerðina ganga frá jólasendingunum til vina og ættingja erlendis. FLUGPÓSTUR PAR AVION a\lan heim^ RAflMAGERDIN HAFNARSTRÆTI 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.