Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 2
 2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 Garðar að Landsbanka GARÐAR Sigurðsson, fyrrverandi alþingismaður, var á íostudag ráð- inn í starf eftirlitsmanns afurða- lána við Landsbankann að sögn Sverris Hermannssonar banka- stjóra. Garðar Sigurðsson hóf störf við bankann fyrir nokkrum dögum, og áður en umsóknarfrestur vegna nefndrar stöðu rann út. Sverrir Her- mannsson sagði að sér hefði verið talin trú um að ekki þyrfti að aug- lýsa stöðuna. Ætlunin hefði þá verið að fá Garðar í hana. „En annað kom á daginn, staðan var auglýst og menn áttu jafna möguleika. Niður- staðan varð að Garðar skyldi ráð- inn,“ sagði Sverrir. Víðtæk leit á Öræfajökli Björgunarmenn við Öræfajökul fundu eftir hádegi í gær í Hval- vörðugili dýnu sem talið er að tilheyri Bretanum William Steven Reader sem lagði á Hvannadals- hnjúk á mánudag. Á annað hundr- að manna tók þátt í leit að mann- inum í gær og eftir að dýnan fannst leitaði þorri þeirra á svæði uppaf gilinu en án árangurs síðast þegar fréttist. AÞyrlur fluttu skíðamenn upp á jökulinn í birtingu í gærmorgun og einnig var leitað á snjóbílum. Bæri leitin ekki árangur var áætlað ieitarmenn kæmu til byggða um klukkan 17 og að þá yrði ákveðið hvort skipulagðri leit yrði haldið áfram í dag, að sögn Guðbrands Jóhannssonar leitarstjóra. Verðlagsráð: Forsætisráð- herra spurðnr um tileftii yfir- lýsingarinnar VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins hefur samþykkt að inna forsætis- ráðherra skriflega eftir því hvert tilefni yfirlýsingar hans um að oddamaður í yfirnefnd ráðsins sé ekki _ fulltrúi ríkisstjórnarinnar þar. I yfirlýsingu sinni segir for- sætisráðherra hana til komna af gefhu tilefhi, en skýrir það ekki frekar. Verðlagsráðið kemur saman til fundar eftir helgi, en innan þess eru töluvert skiptar skoðanir um mögulegar leiðir til ákvörðunar fisk- verðs. Stofnun aflamiðlunar, sem reyndar var ákveðin fyrir mörgum mánuðum, en er ekki orðin að veru- leika enn, ræður þar nokkru. Fundur hjá sáttasemjara Samninganefndir ASÍ, VMSS og VSÍ koma saman til formlegs fund- ar hjá sáttasemjara klukkan 14 í dag í fyrsta skipti í meira en viku. Þess er vænst að viðræður komist nú á skrið og síðar í vikunni verði tjóst hvort samningar takist sem hafi það að höfuðmarkmiði að halda verðbólgu í lágmarki eins og rætt hefur verið um síðustu 2 mánuði. Forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar hafa undanfarnar vikur kynnt umbjóðendum sínum þær hug- myndir sem ræddar hafa verið og munu þær hafa hlotið góðar undir- tektir. Full samstaða er innan for- ystu verkalýðshreyfingarinnar um að reyna til þrautar að ná samning- um á þessum grundvelli, takist sam- komulag við vinnuveitendur um tryggingu slíks samnings. Morgunblaðið/Arni Sæberg Hluthafafundur Stöðvar 2 hófst um tíuleytið í gærmogun, en vegna þess hve sunnudagsblað Morgunblaðsins fer snemma í prentun stóð fundurinn enn, þegar vinnslu blaðsins lauk. Þessi mynd var tekin, þegar menn mættu til fundarins í gærmorgun. Á henni eru Harald- ur Haraldsson, Garðar Siggeirsson, Jón Ottar Ragnarsson og Jón Ólafsson. Stöð 2: Nýir eigendur vilja almenningshlutafélag STEFNA meirihluta eigenda Stöðvar 2 er að gera fyrirtækið að almenningshlutafélagi. Engar ákvarðanir liggja fyrir um hversu mikið hlutafé verður aukið umfram það sem nú er, en ný stjórn, sem kosin var á hluthafafundi Stöðvar 2 í gær, mun taka ákvarðanir um framkvæmd hlutafjáraukningar og hvenær af því getur orðið. annig mun öllum þeim, sem vilja stuðla að auknum fram- gangi, boðið upp á hlutabréfakaup í Stöð 2. Aðalfundur félagsins, sem væntanlega verður haldinn í febrúar eða mars tekur ákvörðun um hversu mikið hlutafé verður aukið og hve- nær af því verður að ný hlutabréf verði boðin á fijálsum markaði, en samkvæmt hluthafafundi 31. des- ember 1989, er nú heimild fyrir 500 milljóna króna hlutafé í fyrirtæk- inu,“ segir Haraldur Haraldsson, forstjóri Andra hf., formaður Félags ísienskra stórkaupmanna og einn hinna nýju eigenda í Stöð 2. Ranghermt var í frétt Morgun- blaðsins í gær, að Tryggingamið- stöðin væri aðili að sameignarfélag- inu Fjölmiðlun sf. Tryggingamið- stöðin hf. er hluthafi í Stöð 2, en ekki aðili að Fjölmiðlun sf. Sjá viðtal við Harald Haralds- son á bls 10 og 11. Áhorfendasal Þjóðleikhússins verður breytt: Byggingamefiid falið að hefja firam- kvæmdir fyrir 350 milljónir króna í undirbúningi að leigja sal af Háskólabíói SVAVAR Gestsson, menntamálaráðherra, fól í gær byggingarnefiid Þjóðleikhússins að hefja framkvæmdir á lagfæringum og breytingum á Þjóðleikhúsinu samkvæmt tillögum byggingarnefhdar. I tillögunum felst m.a. að halla á áhorfendasalnum verður breytt og einar svalir verði stað tveggja. Áætlaður kostnaður við framkvæmdir á þessu ári er 350 milljónir króna. Með breytingunum fækkar sætum í sal úr 659 í 495 auk þess sem kostur verður á því að bæta við 55 sætum í hljómsveitargryfju sem á að stækka. Aðalsviði Þjóðleikhússins verð- ur lokað i febrúarlok næstkomandi en ráðgert er að hefja sýningar að nýju í Þjóðleikhúsinu í lok desember á þessu ári. Sá verkþáttur sem byggingar- nefnd hefur gert tillögur um hljóðar upp á 540 milljónir króna og er ráðgert að ljúka honum í sumarlokun hússins árið 1991. Stærsti hluti fjárveitingar Alþingis fer í viðgerð á húsinu, lagnakerfi þess og öðru sem úr sér er gengið, en um það bil 12% fjárveitingarinn- ar fara í breytingar og lagfæringar á hljómsveitargryfju, framsviði, sal- argólfi og sölum. Acfalbreyting í sal varðar stækk- un hljómsveitargryfju, endurnýjun sviðsbúnaðar og hækkun salargólfs með einum svölum. Framkvæmdum vegna uppsetningar lyftu fyrir fatl- aða hefur verið frestað og er sú framkvæmd ekki inni í þessum verkþætti. „Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun því ég tel að þetta sé for- senda fyrir uppbyggingu Þjóðleik- hússins," sagði Gísli Alfreðsson, Þjóðleikhússtjóri. „Þetta er lengsta lokun sem hlýst af viðgerð hússins sem fram fer bæði baksviðs og annars staðar-en þær framkvæmdir geta állar farið fram í sumarlokun leikhússins án þess að starfsemi þess leggist nið- ur. Þarna verða gerðar verulegar lagfæringar á sviðsopi, hljómsveit- argryfju og ljósabúnaði en þessar breytingar tel ég einna mikilvæg- astar í þessum framkvæmdum. At- hyglin hefur beinst mest að breyt- ingu á halla í salnum en ég tel að aðrir þættir framkvæmdanna, sem eru mun mikilvægari fyrir leik- húsið, hafi ekki hlotið nægilega umfjöllun. Ég er viss um að Guðjón Samúelsson hefði ekki viljað láta friða galla þessa húss,“ sagði Gísli Alfreðsson. Gísli sagði að lokunin hefði engin áhrif á störf leikara við Þjóðleik- húsið. Verið er að ganga frá samn- ingi við Háskólabíó um leigu á stærsta salnum af þremur sem þar eru í byggingu undir leiklistarstarf- semi. Þá eru í undirbúningi tvö stór verkefni sem sett verða upp á aðal- sviði Þjóðleikhússins þegar það opn- ar á ný um næstu jól. Iðnaðarbankinn: Arði úthlutað til hluthafa IÐNAÐARBANKINN var rekinn með hagnaði árið 1989 og er ráð- gert að hagnaðurinn skiptist á milli hluthafa, að sögn Brynjólfs Bjarnasonar, fyrrum formanns bankaráðs Iðnaðarbankans. Hann sagði rétt að Iðnaðarbank- inn ætti eigið fé umfram þann hlut sem hann leggi til við stofnun íslandsbanka en ekki verður upplýst hver sú upphæð er fyrr en á hluthafa- fundi í lok apríl. „Það á eftir að meta bankann inn í samstarfið við hina bankana þijá en Iðnaðarbank- inn, er stærsti bankinn í því sam- starfi,“ sagði Brynjólfur. Að éta sig gegnum kjötQallið HVERS vegna var ársgamalt kindakjöt selt í verslunum fyrir jólin þegar sláturtíð var nýlokið og nóg til af nýju kjöti? essi spurning hefur heyrst undanfarin ár og svo virðist sem margir hafi fengið það á til- finninguna að eingöngu sé gam- alt kjöt á boðstólum í búðum. Og kindakjöt er dýrt og þegar aðeins munar 12 krónum á smásölukíló- verði ársgam- als kjöts og nýs, er von að fólk kaupi eitt- hvað annað, jafnvel þótt ársgamalt kindakjöt þurfi ekki að vera verra en nýtt. Það hefur hlaðist upp kjötfjall, vegna þess að neyslan hefur sífellt verið að minnka en framleiðslan ekki dregist saman í sama mæli. Á milli 2.000 og 3.000 tonn af kjöti eru til á hveiju hausti þegar s slátrun hefst og afurðastöðvar reyna að koma því kjöti á markað- inn áður en sala þess nýja hefst fyrir alvöru. Til samanburðar er gert ráð fyrir því að 9.700 tonn hafi fallið til við síðustu slátrun. Það virðist vera sjálfsögð krafa nútímaneytenda að á boðstólum sé alltaf nýtt hráefni, en í þessu tilfelli er það ekki svo einfalt. Ríkið hefur gert samning við bændasamtökin um að ábyrgjast fullt afurðaverð til bænda árlega fyrir ákveðna framleiðslu. Ríkið hefur þannig í raun keypt það kjöt sem ekki er étið á árinu og á því kjötfjal- lið. Og þessi eign er býsna kostnaðarsöm fyrir ríkið sem greiðir vexti af afurðalánum og kostnað við að geyma kjötið í frystigeymslum afurðastöðva. Því er raunar haldið fram að til að tryggja framboð þurfi um„ 1.000 tonn að vera til á lager þegar slátrun hefst. En aðrir telja að óskastaðan sé sú að það verði kjötlaust í ágúst svo hægt sé að byija að slátra ,þá. Én hvers vegna er ekki reynt að losna við þetta umframkjöt í eitt skipti fyrir öll, til dæmis með því að selja það til útlanda, í stað þess að velta því sífellt áfram með tilheyrandi kostnaði og óþægind- um? Svarið er að það kostar meiri peninga en ríkið er tilbúið að greiða á einu bretti, nú á tímum krafna um samdrátt í ríkisútgjöld- um. Þegar kindakjöt er selt til útlanda fæst aðeins fyrir það hluti af því verði sem ríkið greiðir bændum, eða 15-35%. Mismunur- inn er svonefndar útflutnings- bætur sem er ekki vinsæll fjár- lagaliður. Að auki svíður íslend- ingum að borga kindakjöt ofan í útlendinga. Það má spyija hvort ekki sé hægt að losna við kindakjötið með því að senda það til bágstaddra landa í stað beinna fjárframlaga. Þetta mun hafa verið rætt, en komið í ljós að er illframkvæman- legt. Afríkulönd hafa ekki aðstöðu til að taka við kindakjöti og dreifa því, nema það sé þurrkað eða nið- ursoðið og það kostar peninga. Og einnig eru þjóðir mishrifnar af þessari vöru. Þannig var Pól- veijum boðið kindakjöt sunnan úr Evrópu í haust en þeir frábáðu sér slíkt. Þá verður að reyna að losna við kjötið hér innanlands. En ef við eigum að éta meira kindakjöt þarf að lækka verðið, og það kost- ar peninga. Ríkið hefur raunar sett gamalt kindakjöt á útsölur og þannig grynnkað á birgðunum, þótt mörgum þyki verðið hafi ekki verið lækkað nóg. Bent hefur verið á, að hægt sé að lækka út- söluverðið verulega með því að selja kjötið beint frá sláturhúsun- um og losna þannig við millijiða- kostnað, en þá missir smásölu- verslunin spón úr aski sínum. Er þá ekki hægt að henda umframkjötinu? Það er viður- kennt að í sumum tilfellum sé ódýrast að henda kjötinu strax og það fellur til við slátrun, til dæmis feitu ærkjöti sem enginn vill og er fleygt fyrir refi eftir árið. En að öðru leyti sé það frá- leitt. Og landbúnaðarkerfið hefur varla jafnað sig enn eftir reynsl- una af því þegar rúmum hundrað tonnum af nær ónýtu kjöti var hent á haugana fyrir 2-3 árum. íslendingar sætta sig hreinlega ekki við að mat sé hent, og við- brögð almennings við þessu voru slík að það verður ekki reynt aft- ur í bráð. Við verðum því væntanlega að éta okkur smátt og smátt gegnum kjötfjallið, hvernig sem það svo gengur. Rfkið stefnir raunar að því að minnka það talsvert á þessu ári, með niðurgreiðslum og út- flutningi, þannig að um 1.500 tonn verði eftir í haust. BAKSVIÐ Gudmundur Sv. Hermannsson i ) ]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.