Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 33 Kveðjuorð: Magnús Magnússon blikksmíðameistari Fæddur 26. nóvember 1928 Dáinn 23. desember 1989 Kallið kom í morgunsárið á Þor- láksmessu. Sigrún, uppeldissystir okkar, hringdi í mig á Þorláks- messumorgun og tilkynnti mér að Magnús hefði þá farið yfír móðuna miklu um það leyti sem hið gamla tímatal skipti dögum. Fráfall Magnúsar kom mér ekki á óvart. Á síðasta ári heimsóttu þau hjónin Margrét og Magnús okkur Áslaugu á Akureyri. Þá virtist vera hlé á milli stríða. Magnús var að vanda hlýr í viðmóti og gerði hið minnsta úr veikindum sínum. Ekki renndi mig grun í það að þetta yrði okkar síðasti fundur. Ég var, satt að segja, farinn að vonast til að framundan væri hlé á baráttunni við manninn með ljáinn. Magnús gekk með sjúkdóm sem sjaldan sleppir taki á nokkrum þeim, sem settir eru undir þá sök að komast í snertingu við hann. Því miður var ég ekki sannspár. Magnús var karlmenni í lund og búinn þeirri skapgerð að mæta lífinu með æðruleysi á hverju sem gekk og bera ekki sig eða sitt á torg. Hann var dulur maður að eðlisfari, þrátt fyrir að vera mann- blendinn og opinn þegar aðrir þurftu til hans að leita. Hann var haukur í horni margra og hjálpsam- ur, svo að eftir var tekið. Leiðir okkar frændanna lágu saman á Brúsastöðum í Þingvalla- sveit. Á Brúsastöðum bjó Jón Guð- mundsson frá Hörgsholti í Hruna- mannahreppi, föðurbróðir Magnús- ar og móðurbróðir minn, ásamt konu sinni Sigríði Guðnadóttur frá Laxárdal í Gnúpveijahreppi. Þau hjón tóku fimm börn í fóstur. Sig- rún var elst í hópnum. Hún var systkinabarn við okkur Magnús. Bæði Sigríður og Haraldur höfðu ílenst á Brúsastöðum, en voru óskyld okkur. Sigrún var tekin þeg- ar móðir hennar, Guðrún, systir Jóns, bjó við langvarandi veikindi. Magnús kom nokkru seinna, eftir fráfall móður hans, Jakobínu, sem var ein þeirra á þessum árum sem hvíti dauðinn felldi í blóma lífsins. Síðastur kom ég í þennan hóp. Ég hafði verið sendur í sveit þá um sumarið eftir gullbrúðkaup afa okk- ar og ömmu í Hörgsholti. Um haustið lést móðir mín af bams- burði frá okkur sex ungum systkin- um. Svo fór að ég ílentist á Brúna- stöðum. Hér myndaðist nýr systkinahóp- ur undir handleiðslu Sigríðar, fóst- urmóður okkar, sem var í senn mikil móðir og óvenjuleg kona um framkvæmdasemi og mannúðar- störf. Því miður nutum við ekki hennar ástríkis og leiðsagnar til fullorðinsára. Eftir það nutum við leiðsagnar Sigrúnar frænku okkar og uppeldissýstur, sem hélt uppi merki Sigríðar, fósturmóður okkar, og Brúsastaðaheimiiis, svo lengi sem þess var kostur. Við frændurnir vorum fæddir á sama árinu. Ég um mitt ár en hann í skammdeginu. Við urðum snemma leikbræður og höfðum mikið saman að sælda, vorum fermingarbræður og fylgdumst saman í skólagöngu þeirra tíma. Snemma á þessum árum varð Magnús fyrir óheppni af mínum völdum sem rekja má til óaðgæslu minnar. Ég hafði lengi samviskubit af þessum sökum gagnvart Magnúsi. Við þetta urðum við enn nánari en áður. Aldrei galt ég þessa í samskiptum okkar. Sú vinátta sem þarna myndaðist kom okkur báðum að liði, þegar annar hvor okkar átti um sárt að binda. Báðir fórum við til náms með sinn hvorum hætti og tileinkuðum okkur ólík lífsviðhorf. Enn naut ég Magnúsar og frændsemister.gsla við hann. Magnús eldri, faðir Magn- úsar yngra, hafði gifst Bjarnheiði Brynjólfsdóttur frá Neskaupstað. Þau ráku matsölu í Hafnarstræti 18 um árabil. Þar naut ég skjóls, sem mér hálfheilsulausum á þessum árum var mikils virði. Ekki var gerður munur á okkur frændunum hjá þeim Magnúsi og Bjamheiði, þótt þau hefðu engar skyldur við mig. Á þessum árum bjuggum við Magnús saman á Bræðraborgar- stígnum. Þetta var sá tími sem við þurftum mikið að sækja hvor til annars. Skýjaborgir æskudrauma falla og við blasir lífið, sem oft er ranghverfa lífsmarkmiða ungra manna. Það tók mikið á Magnús að verða fyrir vinnuslysi á þessum árum. Tímunum saman gat hann ekki stundað sitt erfiða starf vegna af- leiðinga slyssins, sem hafði bæði líkamleg og andleg áhrif með stöð- ugri vanlíðan. Með kaldri ró og fá- gætri þolinmæði vann hann sig frá þessum vanda og leitaði nýrra leiða. Brátt kom í ljós að honum var sýnt um að gera verkteikningar og vinna að áætlanagerð og útreikn- ingi verka. Má vera að hér hafi verið kveikjan að samstarfi þeirra vinnufélaga, sem síðar stofnuðu blikksmiðjuna Vog. Eitt er þó víst að hæfileikar hans nýttust vel við teikningar og áætlanagerð. Sann- orðir menn segja mér að hann hafi verið á þessu sviði burðarás fyrir- tækis þeirra félaga. Svo hagaði til fyrir fáum árum að ég þurfti að vera í Reykjavík nokkurn tíma vegna veikinda. Á þeim tíma kynntumst við Magnús að nýju, því að lengi höfðu vegir okkar ekki mæst. Þá trúði hann mér fyrir því að illa horfði hjá Vogi. Ég bar upp við hann þá tillögu að hann gerðist fjármálastjóri og hús- bóndi í Vogi. Það aftók hann. Ég er þess viss að hefði svo orðið raun- in má svo vera að merkið væri ekki fallið í dag. Að sfanda yfir moldum Magnús- ar Magnússonar vekur margar til- finningar. Magnús var einn þeirra örfáu manna sem ég trúði betur fyrir fyrir mínum hlut en sjálfum mér. Minningin um valmennið, sem skilaði miklum skerf í starfí sínu og leggur ætt vorri mikinn hlut mannvænlegs fólks og fyllir mig þakklæti og friði. Ég vil um leið minnast þeirra Magnúsar, föður hans, og Bjarn- heiðar, sem ekki gat vegna sjúk- leika staðið yfír moldum stjúpsonar- ins, Þórdísar systur Bjarnheiðar, sem tóku mig sem bróður Magnús- ar, þakka samfylgdina. Ég votta þeim systrum Bjarn- heiði og Þórdísi, ennfremur Eddu systur Magnúsar, fyllstu hluttekn- ingu mína. Margréti og ættboga þeirra hjóna votta ég samúð mína og heilla á komandi tímum. Þeirra “verður að erfa landið. Með Magnúsi er fallinn maður sem mér verður aldrei bættur. Ég veit að svo er um okkur öll sem kynntumst honum. Áskell Einarsson Minningar- og afmælis- greinar Það eru eindregin tilmæli ritstjóra Morgunblaðsins til þeirra, sem rita minningar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifaðar um sama ein- stakling. Vilji höfundur vitna í áður birt ljóð eða sálma verða ekki tekin meira en tvö erindi. Frumort ljóð eða kveðja í bundnu máli eru ekki birtar. •Almennt verður ekki birtur lengri texti en sem svarar einni blaðsíðu eða fimm dálkum í blaðinu ásamt mynd um hvem einstakling. Ef meira mál berst verður það látið bíða næsta eða næstu daga. HLJÓMPLÖTU OG GEISLADISKA ERLENDAR hljOmplötur GLJESILEGT ORVAL AF NÝJUM, ELDRI OG GÖMLUM HLJÚMPLÖTUM 30%-95% AFSLÁTTUR ERLENDIR 6EISLADISKAR GÍFURLEGT MAGN AF GÓDUM GEISLADISKUM MED MIKLUM AFSLJETTI EDA: 15%-70% AFSLÁTTUR KOMIÐ GERIÐ GÖÐ MÚSÍKKAUP ÍSLENSKT EFNI VIÐ BJÓÐUM ÞÉR AÐ EI6NAST MARGAR GÓÐAR ÍSLENSKAR PLÖTUR OG KASSETTUR ALLT AÐ 95% AFSLÁTTUR HAGKAUP SKEIFUNNI HAGKAUP KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.