Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 10
í MOROUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 10 „Menn mega alveg halda að ég sé ríkur,“ segir athafna- maðurinn Haraldur Har- aldsson, sem nú sest í stjórn Stöðvar 2, teflir á tvær hætt- ur á Alaskamiðum og hyggs reisa löndunarstöð Pó eftir Jóhönnu Ingvorsdóttur/mynd: Ragnar Axelsson. HANN ER SKÁTI. Og eins og skátum er innprentað er hann sagður bæði bóngóður og raungóður. „Ef maður þarf til dæmis að veggfóðra heima hjá sér,“ segir einn af vinum Haraldar Haraldssonar, „er hann fyrstur á staðinn til að hjálpa. Því nenna ekki allir, skal ég segjaþér. Hann er heiðarlegur og honum er 100% treystandi. Hann hefur unnið sig upp í það sem hann er og á og hefur fengið sína menntun úr iífsins skóla. Hann hefúr þó alltafhaft munninn fyrir neðan nefið og er alveg laus við feimni. Hann þarf að hafa orðið og gæti vissulega verið yfírþyrmandi ef maður þyrfti að umgangast hann daglega,“ segir einn margra félaga Haraldar Haraldssonar, forstjóra Andra hf. Haraldur Haraldsson hefúr verið umsvifamikill á sviði viðskipta undanfarin tíu ár og hefúr nafti hans nánast daglega verið á síðum dagblaðanna að und- anförnu vegna frétta af sölu hlutafjár í Kreditkortum hf, sem hann stoftiaði fyrir tíu árum, kaupa á nýju hlutafé I Stöð 2 og vegna íslenska úthafsútgerð- arfélagsins, sem á verksmiðjuskipið Andra I. Hann hefúr starfað mikið að útflutningi fiskimjöls, náð hagstæðum samningum við Pólveija og er með hugmyndir um að reisa löndunarstöð í Póllandi í samvinnu Pólveija. Þá er hann aðalstoftiandi Alpan á Eyrarbakka sem flytur úttil 17 landa fyrir um það bil 200 milljónir á ári. Eitt sinn skáti... Haraldur er Reykvíkingur í húð og hár, fæddur 13. nóvember árið 1944, ólst upp í Holtunum til ellefu ára aldurs, fluttist þá í Rauðalækinn og hóf sinn búskap ásamt konu sinni Þóru Andreu Ólafsdóttur árið 1966 á Reynimelnum. Vindasamt veðurfar Vesturbæjarins átti ekki við hann svo hann hefur verið að smá mjaka sér austar og er nú búsettur í einbýlishúsahverfi upp við Rauðavatn. Þau hjónin eiga þijá syni, 15, 20 og 24 ára sem allir eru í foreldrahúsum. Haraldur þarf ekki að halda langa tölu um skólagöngu þegar hann er spurður út í hana. „Ég er gagnfræðingur frá hinum þekkta Gaggó Vest og dvaldi um níu mánaða skeið á Verslunarskóla í Englandi. Skóli er bara grunnur. Svo er mönnum í sjálfsvald sett hvað þeir setja ofan á grunn- inn. Undirstaðan í mínu lífi er skátastarfið. Þar öðlað- ist ég félagslegan þroska og þar lærði ég að sætta mig við að mínar skoðanir réðu lekki eingöngu. Heildin ræð- ur. Ég hef því miður ekkiljgetað gefið skátahreyfing- unni næga krafta, en ég á jvíst að heita formaður fjár- málaráðs Bandalags íslenskra skát^.“ Hlutdeild í Andra i i • i i ■ i Haraldur hóf að starfa serii sölumáður á hinúm fijálsa vinnumarkaði árið 1963. Ólafur Guðnason og Steingrím- ur Helgason í G. Einarsson og Co. voru fyrstu vinnu- veitendurnir, en það fyrirtæki flutti inn barnafatnað frá Tékkóslóvakíu og síðar komst Haraldur að því að Steingrímur hafði lært sína lexíu hjá Hjálmari, afa Haraldar. Næst lá leiðin til Andrésar Guðnasonar, sem þá hafði nýlega yfirtekið heildverslun Páls Ólafssonar og Co. Hann réði sig sem sölumann í vefnaðarvörunni og minnist þess að hafa selt í þúsundametratali mosa- grænt efni í stretsbuxurnar vinsælu sem þá voru í tísku. Ur vefnaðarvörunni fór Haraldur til Eggerts Gíslason- ar, sem nú er nýlátinn, en hann rak Islenska verslunar- félagið. „Þessir menn voru allir sómamenn og ég lærði mikið á því að umgangast þá.“ Árið 1970 bauð Ólafur Huxley Ólafsson, þáverandi framkvæmdastjóri Andra hf., Haraldi hlutdeild í fyrirtækinu sem hann og þáði. „Ólafur sá um útflutninginn og ég átti að sjá um inn- flutninginn því það var einmitt það sem ég þá kunni. Hjá Andra hf. kynntist ég Gunnari Þór Ólafssyni og á síðustu 20 árum höfum við gert margt skemmtilegt saman, bæði í viðskiptalífinu og í einkalífinu.“ Gunnar Þór er eigandi Miðness í Sandgerði ásamt þremur bræðrum sínum. Hann var framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar hf. í Keflavík þar til henni var lokað 1986 auk þess sem Gunnar Þór er stofnandi Andra hf. og átti sinn hlut í fyrirtækinu þangað til Haraldur keypti hann út fyrir þremur árum. Gunnar Þór er sá maður, sem unnið hefur hvað nánast með Haraldi. Gunnar segir um vin sinn Harald Haraldsson: „Haraldur meinar vel, en svona atorkumiklir, sterkir og ákveðnir menn hljóta að hafa galla. Hann heldur samt í sína gömlu félaga og er ávallt að vinna nýja. Ég hef sjálfur eign- ast fjölda vina og kunningja í gegnum Halla. Atorkan er mikil. Hann er alltaf að. Hann er greindur og lærir tungumál á mettíma." „Okkur Gunnari gekk vel að vinna saman. Hann er mjög yfirvegaður og klár hagfræðingur. Ég vildi aftur á móti ýta hlutunum áfram þannigþað myndaðist ákveð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.