Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 ATVINNUAUGIYSINGAR Stýrimenn ath.! Stýrimann vantar á 160 tonna línu- og neta- bát frá Rifi. Upplýsingar í símum 93-66746 og 93-66850. ------------------------------------ Bflamálari Óskum eftir að ráða bílamálara. Upplýsingar í síma 674888. Einar J. Skúlason hf. óskar að ráða starfsfólk í eftirtaldar stöður: 1. Deildarstjóri þjónustudeildar Fyrirtækið leggur mikla áherslu á góða þjón- ustu við viðskiptavini sína. Deildarstjórinn gegnir þar lykilhlutverki. Verkefni þjónustudeildar eru á sviði tölvu- tækni og spanna vélbúnað, kerfishugbúnað og notendahugbúnað. Fengist er við alhliða þjónustu, svo sem ráð- gjöf, uppsetningu á vélbúnaði og hugbún- aði, handbókagerð og kennslu. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi reynslu í stjórnun og menntun á sviði tölvutækni og hugbúnaðar. Hann sé stjórnsamur og reglu- samur, hafi þjónustulund og örugga fram- komu. / í boði eru góð laun, starfsöryggi, gott vinnu- umhverfi og þátttaka í stefnumótun vaxandi fyrirtækis með ungu og áhugasömu starfs- fólki. 2. Sérfræðing í þjónustudeild Starfið felst í aðhæfingu kerfishugbúnaðar og notendahugbúnaðar einmenningstölva og netkerfa ásamt tæknilegri aðstoð við við- skiptavini og starfsfólk þjónustudeildar. Umsækjandi skal hafa góða þekkingu á stýri- kerfum, vélbúnaði og tölvusamskiptum. Hann þarf einnig að hafa reynslu í forritun. Æskilegt er að umsækjandi sé tölvunarfræð- ingur eða tölvuverkfræðingur. í boði eru góð laun og einstök aðstaða til að fylgjast stöðugt með þróun tölvutækn- innar. 3. Tölvunarfræðingur í hugbúnaðardeild Verkefni hugbúnaðardeildar eru fjölbreytt. M.a. er unnið með fjórðukynslóðarmál, gagnagrunna og netkerfi. Fengist er við kerf- isforritun, notendaforritun og ráðgjöf. Umsækjandi þarf að hafa starfsreynslu og faglegan metnað. Hann þarf að eiga auðvelt með að vinna með öðrum og einnig að geta unnið sjálfstætt. Þekking á UNIX stýrikerfinu og forritunarmálinu C er áskilin. í boði eru góð laun, góð vinnuaðstaða, reynd- ir vinnu- félagar og krefjandi starf. Upplýsingar um störfin gefur Olgeir Krist- jónsson í síma 686933. Umsókn skal skilað á skrifstofu vora í lokuðu umslagi, merkt: „Umsókn", fyrir 3. febrúar. Allar upplýsingar verður farið með sem trúnað- armál. EinarJ. Skúlason hf., Grensásvegi 10, 108 Reykjavík. Frá Háskóla Islands Fulltrúa vantar í 50% starf í bókhaldsdeild Háskólans. Starfið felst í að útbúa reikninga og fylgjast með greiðslum þeirra. Starfið er laust nú þegar. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Háskóla íslands, Suðurgötu, merktar: „Starfsmanna- og launa- mál, (starfsumsókn)“, fyrir 26. janúar nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstof- unni í aðalbyggingu 1. hæð. Hárgreiðsla Hárgreiðsldsvein vantar vinnu strax. Útskrif- aðist í nóv. ’88. Ég er tvítug og er við eftir hádegi alla daga í síma 51028. RIKISSPITALAR Hjúkrunarfræðingar Á geðdeild Landspítala á deild 13, móttöku- deild að Kleppi og deild 27 Hátúni 10 eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga. Um er að ræða heilar stöður í vaktavinnu, hlutastöður koma til greina. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Guðnadótt- ir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 602600 og 602649. Þroskaþjálfar Á Kópavogshæli eru lausar tvær stöður deildarstjóra á deild 7 og 8. Um er að ræða fullorðinsdeildir. Óskað er eftir þroskaþjálf- um með skipulags- og stjórnunarreynslu. Nánari upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri og yfirþroskaþjálfi í síma 602700. Aðstoðarmaður Á svæfingadeild Landspítalans vantar sér- hæfðan aðstoðarmann. Starfið felur í sér þrif á svæfingatækjum o.fl. Laust nú þegar. Nánari upplýsingar veitir Bergdís Kristjáns- dóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 601300 eða 601306. Fulltrúi Fulltrúi óskast til starfa við launadeild Ríkisspítala. Um er að ræða fullt starf við launavinnslu. Æskileg menntun stúdentspróf eða sam- bærileg menntun. Umsóknir sendist til starfsmannahalds Ríkisspítala, Rauðarárstíg 31, Reykjavík fyrir 28. janúar n.k. Verkstjóri með fiskmatsréttindi og tölvukunnáttu óskast til starfa hjá stóru fyrirtæki sem fyrst. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. janúar merktar: „Fiskur - 981“. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Frá og með 1. september nk. eru lausar stöður leiðandi sellóleikara og aðstoðarleiðandi sellóleikara Hæfnispróf fer fram þahn 23. mars nk. kl. 14.00. Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingum um hæfnisprófsverkefni liggja frammi á skrif- stofu hljómsveitarinnar í Gimli við Lækjar- götu alla virka daga frá kl. 9-17. Skriflegum umsóknum ber að skila í síðasta lagi 23. febrúar nk.'Eftir það verða þær ekki teknar til greina. Sinfóníuhljómsveit íslands. „Au pair“ - Noregur „Au pair“ óskast sem fyrst á íslenskt-norskt heimili skammt frá Kristiansand í 4 mánuði Upplýsingar í síma 91-36654 eftir kl. 18.00. Barnaumönnun - heimilishjálp Okkur vantar barngóða manneskju 4 morgna í viku (þri-fös), til að annast 15 mánaða gaml- an son okkar og sinna heimilisstörfum. Nánari upplýsingar í síma 11829, Ingibjörg og Smári. Húsvörður Húsvörð vantar í 60 íbúða blokk í Kópavogi frá 1. mars nk. Launin eru frítt húsnæði. Umsókn merkt: „E 9 - 704“ sendist auglýs- ingadeild Mbl. í síðasta lagi 26. janúar nk. Heimilisaðstoð Heiðarleg og vönduð manneskja óskast til að þrífa lítið einbýlishús á góðum stað í Austurbænum tvisvar í viku, 2-3 tíma í senn. Mjög lítil umgengni er í húsinu. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „Heimilisaðstoð - 7612“ fyrir kl. 17.00 24. jan. Öllum umsóknum svarað. Offsetprentari strax Óskum að ráða hressan og duglegan offset- prentara. Frábærvinnuaðstaða, skemmtileg- ir vinnufélagar og laun í lagi. Upplýsingar í síma 678833 milli kl. 17 og 19 næstu daga. Prenthúsið, Faxafeni 12. Símavarsla - móttaka Ameríska sendiráðið óskar að ráða starfs- kraft við símavörslu og móttöku. Góð ensku- og íslenskukunnátta áskilin. Umsóknareyðublöð fást í sendiráðinu, Lauf- ásvegi 21, 101 Reykjavík. Umsóknum skal skilað í sendiráðið í síðasta lagi fimmtudaginn 25. janúar. Viðskiptafræðingar - viðskiptafræðinemar Starfskraftur óskast til starfa við bókhald, framtalsgerð, ársreikningagerð, endurskoð- un o.fl. á endurskoðunarskrifstofu. Til greina kemur hálft eða heilt starf eftir samkomulagi. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf ekki seinna en 15. febrúar. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 26. janúar merktar: „Endurskoðun - 7196". Sölumannsstarf Innflutnings- og sölufyrirtæki óskar eftir góð- um sölumanni með góða þekkingu á heimil- is-, hljómtækjum og handverkfærum. Góðir framtíðarmöguleikar. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Sölufyrirtæki - 982“ fyrir 25. jan- úar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.