Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 35
H ara í Tungu til að kenna og leið- beina barnahópnum, bæði móður- systkinunum mínum og öðrum börnum þar á bæ. Taldi móðir mín að heimiliskennslan hefði orðið þeim systkinum mjög notadrjúg. Amma var afar fróðieiksfús og taldi að hvers konar þekking væri besta veganesti til að bera með sér á lífsbrautinni og hvatti mjög til þess að börnin fengju að sinna náminu sem best. Þessi skóli ásamt góðri almennri skynsemi og skarpri at- hyglisgáfu varð Sigurbjörgu styrk- ur grunnur til að byggja á líf sitt síðar. Afi og amma fluttust 1925 í Búðakauptún með þremur dætrum sínum: Láru móður minni, Sigur- björgu og Unni sem var yngst Tungusystkina, fædd 1911. Á Búð- um kynntist Sigurbjörg Kjartani Ólafssyni frá Ormsstöðum í Breið- dal. Felldu þau hugi saman og voru gefin saman í hjónaband í október 1927. Kjartan vann við iðn sína í Reykjavík en hann var rakari og rak árum saman eigin rakarastofu í Austurstræti. Settust þau hjón að í Reykjavík og bjuggu þar æ síðan, lengst í eigin húsi á Hólavallagötu 11 sem þau létu byggja og áttu sjálf heima á efri hæð. Kjartan Ól- afsson muna eflaust margir eldri Reykvíkingar. Hann var glæsi- menni, íþróttamaður góður á yngri árum, gleðimaður og góður söng- maður og söng bassa í Karlakór KFUM, síðar Fóstbræðrum. Setti hann sinn svip á borgina. Kjartan lést 1962. Þau hjón eignuðust tvo syni, Ólaf, f. 1928 og Þorvald, f. 1937. Heimilið á Hólavallagötunni var einstaklega notalegt og fallegt. Hjónin voru samhent um að gera heimiiið vistlegt enda bæði einstak- lega snyrtileg og smekkleg. Þar ríkti röð og regla, alltaf nægur tími til alls og öll störf léku í höndum húsfreyjunnar. Ekki réðu þau hjón- in yfir digrum sjóðum en voru ávallt reiðubúin að opna heimili sitt fyrir fjölskyldu og vinum og hjálpa þar sem hjálpar var þörf. Margt skyldmenna og tengdafólks hjón- anna bjó á Austurlandi og víðar utan Reykjavíkur og var þá gott að mega leita fyrirgreiðslu til Sigur- bjargar og þeirra allra á Hólavalla- götunni og ekkert töldu þau eftir sér. Raunar má segja að þar væri allra greiðastaður og þjónustumið- stöð. Engan hef ég þekkt ósporlat- ari en Sigurbjörgu frænku mína ef gera þurfti greiða og úrræðagóð var hún með afbrigðum. Synir Kjartans og Sigurbjargar eru báðir kvæntir. Ólafur sem er stórkaupmaður í Reykjavík kvænt- ist Villu Maríu Einarsdóttur og eru synir þeirra Kjartan, kvæntur og á fjögur börn, og Einar, kvæntur og síðustu árin en var þó alltaf heima og sá um sig sjálf. Hún var síðustu ár viðloðandi dagdeild öldrunar- deildar Landspítalans í Hátúni. Hún fylgdist afar vel með allt fram til hins síðasta. í starfi sínu var Guðrún vel látin bæði af starfsfólki og sjúklingum. Hún var orðvör og vönduð kona fremur hlédræg og vildi aldrei láta á sér bera. Hún gat verið hrjúf á yfírborði en var raungóð og hjálp- söm þeim sem áttu bágt. Miðgang- ur fæðingardeildarinnar mun vera sá staður á landinu sem hefur sinnt flestum konum og börnum þeirra í sængurlegu. Álagið var oft mjög afar mikið og í mörg horn að líta. Eftir að Guðrún kom til starfa á sængurkvennagangi bjó hún árum sajjian í herbergi á 2. hæð í hliðar- álmu fæðingardeildar, slíkt þótti eðlilegt á þeim tíma en örugglega hefur oft verið erfitt að halda einka- lífi og atvinnu aðskildu við slíkar kringumstæður. Hún fylgdist vel með og tók oft á sig aukavinnu og þar hafa tímar ekki ávallt verið taldir. Þótt Guðrún virtist hæglát og fremur dul á yfírborðinu hafði hún glöggt auga fyrir broslegum atvikum. Eldra starfsfólk kvenna- deildar Landspítalans minnist henn- ar með virðingu og þakklæti fyrir samfylgdina á liðnum áratugum. Við vottum systrum hennar og öðrum ættingjum samúð okkar. Blessuð sé minning hennar. Gunnlaugur Snædal MORGUNBLAÐIÐ — MIM NIIVGAR guNNGOAóUK 21. JANUAR 1990 35 á tvö börn. Þorvaldur, yngri sonur- inn, er rakarameistari í Reykjavík og rekur rakarastofu þá er Kjartan rak lengstum. Kona Þorvaldar er Hulda Long og eiga þau tvö börn, Kjartan Þór og Sigurbjörgu Ey- rúnu. Heimili Olafs hefur frá upp- hafí verið á Hólavallagötu 11. Vakti Sigurbjörg yfír velferð fjölskyld- unnar og lét sér mjög annt um barnabörnin og síðar barnabarna- börnin. Mann sinn missti Sigurbjörg 1962 og fór úr því að vinna utan heimilis. Hóf hún störf í þvottahúsi Elliheimilisins Grundar og var fljótt falin mikil ábyrgð. Hún varð fyrir slæmu slysi á hægri handlegg 1977 og varð Iítt vinnufær eftir það. Læknar reyndu árangurslaust að bjarga hægri hendinni en svo fór að taka varð hana af og var Sigur- björg með gervihönd síðustu æviár sín. Það var henni mikii hjálp og styrkur eftir slysið að búa í nábýli við íjölskyldu sína og geta leitað til hennar ef með þurfti. Sigurbjörg tók þessu slæma áfalli með æðru- leysi enda sá þáttur ríkur í skap- höfn Tungusystkina. Þrátt fyrir handarmissinn gat hún sinnt störf- um sem gæslukona á Þjóminjasafn- inu allmörg ár í ígripum. Kom hún sér vel þar sem annars staðar og leysti starf sitt með prýði. Sigurbjörg fékk herbergi á Litlu-Grund 1984 og dvaldist þar æ síðan. Hún var ern eins og hún átti kyn til en síðsumars 1989 var hún lögð á sjúkrahús og síðan á hjúkrunardeild Elliheimilisins Grundar þar sem hún naut hinnar bestu umönnunar uns yfir lauk. Sigurbjörg var mjög náin móður minni þótt á þeim væri nær sex ára aldursmunur og höfðu þær mikið samband meðan báðar lifðu. Ekki voru þær ætíð á sama máli og hljóp stundum kapp í kinn en allt var það í góðu. Er móðir mín fluttist ekkja með mig, tveggja ára gamla einka- dóttur sína frá Hrísey til Reykjavík- ur og síðar Hafnarfjarðar, var Sig- urbjörg henni mikil hjálparhella og alla tíð stóð heimili þeirra Kjartans okkur mæðgunum opið. Sjálf naut ég jafnan hlýju og elskusemi frá þeim hjónum báðum og þau ár sem ég sótti nám í menntaskóla og fyrstu háskólaár mín var ég þar nánast fastagestur og þá marga máltíðina. Eftir að ég stofnaði fjöl- skyldu náði elskusemin jafnt til hennar og sýndi Sigurbjörg okkur hjónunum og börnum okkar og þeirra fjölskyldum einstaka ræktar- semi alla tíð. Öll fjölskylda Sigurbjargar kveð- ur hana með innilegu þakklæti. Þórdís Þorvaldsdóttir Við kveðjum Sigurbjörgu föður- systur. Hún var ein af 12 börnum, sem upp komust, en 14 voru böm þeirra afa og ömmu í Tungu. Samheldni og hjálpsemi þessa stóra hóps var mikil og fórum við systkinin ekki varhluta af um- hyggju og ástúð frændfólks okkar. Sigurbjörg giftist Kjartani Ólafs- syni rakara og áttu þau fallegt heimilí í Reykjavík. Þar stóðu allar dyr opnar, hvenær sem þörf var á. Austur í Tungu var búist til suð- urferðar. Strandferðaskipin voru farartækin, ferðin tók a.m.k. þijú dægur. Sjóveikir ferðalangar hugs- uðu með tilhlökkun og eftirvænt- ingu til komunnar á Hólavallagötu og enginn varð fyrir vonbrigðum. Þar var bækistöð okkar og greitt fyrir okkur á allan hátt, hvort sem um lengri eða skemmri tíma var að ræða. Það var ekki bara elskuleg frænka okkar, maður hennar lét ekki sitt eftir liggja að gera dvölina ánægjulega. Og þegar heim var haldið var okkur fylgt niður í skip. Minningarnar streyma fram í hug- ann og nú viljum við þakka allt hið góða, sem við nutum hjá Sigur- björgu og Kjartani. Við sendum nánustu aðstandend- um samúðarkveðjur. Börn Gunnars og Önnu t Sambýlismaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, JÓN PÁLSSON, Sogavegi 130, Reykjavík, er lést í Borgarspítalanum þann 12. janúar síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 24. janúar kl. 13.30. Auróra Cody, Elín og Þóra Jónsdætur, foreldrar og systkini. t Útför föður okkar, tengdaföður og afa, KJARTANS PÉTURSSONAR vélstjóra, Hraunbæ 84, verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 23. janúar kl. 13.30. Edda Kjartansdóttir, Stefanía Kjartansdóttir, Birgir Ágústsson og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖGNI TORFASON, Álakvísl 98, Reykjavík, sem lést þann 12. janúar verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni 23. janúar kl. 10.30. Guðbjörg Guðbjartsdóttir, Hildigunnur Högnadóttir, Hans Georg Bæringsson, Yngvi Högnason, Kristfn Guömundsdóttir, Aðalheiður Högnadóttir, Guðmundur Einarsson og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför sonar okkar, THORDAR JOHNSEN. Fyrir hönd sona, systkina og annarra vandamanna, Dóra og Rögnvaldur Johnsen. t Sendum öllum þeim þakkir er sýndu okkur hluttekningu og sam- úð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, MONU G. SIGURÐSSONAR ANDERSSONAR, Hjallabraut 7, Hafnarfirði. Stefán S. Sigurðsson, Róbert F. Sigurðsson, tengdadætur og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ESTHERAR JÓHANNESDÓTTUR, vistheimilinu Garðvangi, Garði. Sérstakar þakkirfærum við starfsfólki á vistheimilinu Garðvangi. Kjartan Jensson, Ásta Kristín Þorleifsdóttir, Sveinn Jensson, Jóna Guðrún Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður, afa og langafa, SVEINBJÖRNS HELGASONAR vélstjóra frá Húsavík, Keldulandi 13. Guð blessi ykkur öll. Rannveig L. Sveinbjörnsd., Pétur Bjarnason, Sveinbjörn Fjölnir, Þóra Birna, Fjóla, Olga Björk og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allara þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför fósturmóður minnar, ömmu og fóstursystur okkar, GUÐRÚNAR J. E. JÓNSDÓTTUR, Engjavegi 3, ísafirði. Guð blessi ykkur öll. Guðrún J. Kristjánsdóttir, Jóhannes Gunnarsson, Kristján Jóhannesson, Helgi Jóhannesson, Jón G. ívarsson, Guðrún Sigurgeirsdóttir, Sigríður ívarsdóttir, Guðjón Magnússon. LÍKKISTUVINNUSTOFA EYVINDAR 0m ARNASONAR PP LAUFÁSVEGI 52, RVK.^pjjft SÍMAR: 13485, 39723 (A KVC ÖLLVERKSTÓROGSMÁ! NÝSMÍÐI ♦ INNRÉTTINGAR ♦ VIÐHALD OG VIÐGERDIR ♦ GLUGGA- OG HURÐASMÍÐI Gerum tilboð í öll verk ef þess er óskað. VÖNDUÐ VINNA - RAUNHÆFIR REIKNINGAR! NEYÐARÞJÓNUSTA AL-VIRKIS HF ALLAN SÓLARHRINGINN í SÍMA 985-22663 AL-VIRKI hf. AL-VIRKI hf. • Byggingaverktakar Grófinni 18c • 230 Keflavik Pósthólf 54 ■ Sími 92-14111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.