Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 37
87 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR sunnudagur 21. JANUAR 1990 Páll Ölafsson bóndi - Minning Fráfall dauðveiks manns kemur manni ekki í opna skjöldu - og þó. Allt í einu gerir maður sér það ljóst að viðkomandi er endanlega horfinn. Dauði er oft líkn þeim sjúka, en þó er eins og eitthvað ískalt hafi tekið sér bólfestu í huga manns. Þannig varð mér við er ég frétti um lát frænda míns og vinar, Páls Ólafssonar frá Starrastöðum, en það stóð ekki lengi, minningarnar um Pál hlýjuðu og bræddu klakann. Páll fæddist á Starrastöðum í Tungusveit þann.15. maí 1910 og þar háði hann sitt lífsstarf. Foreldrar hans voru Ólafur Sveins- son föðurbróðir minn kenndur við Bjarnastaðahlíð í Vesturdal og konu hans, Margrétar Eyjólfsdóttur. Páll var yngstur systkina og eini sonur- inn. Ólafur vann jörð sinni vel, end- urnýjaði hús og ræktaði tún og mætti orða svo að Ólafur og Mar- grét hafi verið gestgjafar sveitar sinnar. Þannig hagaði til að mestan hluta ársins var ekki ökufært lengra en að Starrastöðum svo það reyndi mjög á gestrisni og hjálpsemi Starra- staðabænda að taka á móti fólki og varningi, færa kornmat í hús og veita gestum beina og gistingu, og þannig var það þar til að vegur var lagður fram í dali og Svartá brúuð. Páll kvæntist eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Kristjánsdóttur, 13. nóvember 1937. Þau hjón ávöxtuðu sína talentu vel eða fimmfölduðu hana, þar sem eru synir þeirra fimm, allir komnir vel til manns. Yngsti sonurinn, Eyjólfur, er þriðji ættliður- inn, sem byggir Starrastaði og varð- veitir þar ásamt konu sinni þá hlýju og hjálpsemi sem þar hefur alltaf ríkt. Páll og Guðrún héldu áfram upp- byggingu Starrastaða, enda hafa Eyjólfur og hans kona snúið sér að öðrum endurbótum. Það yrði allt of langt mál að tíunda allt það sem Páll og Guðrún gerðu fyrir sveitina sína og sveitunga, en allt er það á þann veg að hver mað- ur gat verið fullsæmdur af. Ef ég hefði mátt óska Páli Ólafs- syni einhvers, hefði ég óskað þess að hann hefði mátt yfirgefa okkur starfandi á bújörð sinni, þar sem hann ól allan sinn aldur. „Sælla er að gefa en þiggja“ eru þau orð er leita á huga minn er ég minnist míns góða frænda og vinar Páls Ólafssonar, er miðlaði ekki ein- göngu veraldlegum hlutum heldur líka andlegum með glaðværð sinni í umgengni sinni við náungann. En öll fljót renna til sjávar, Páll var kappsamur og ætlaði sér lítt af og alltaf biðu störfín, árin liðu og heilsan bilaði og þau hjón fluttu til Sauðárkróks og síðustu tvö árin dvaldi Páll á sjúkrahúsi á Sauðár- króki, þar til yfir lauk 12. janúar 1990. Eg og fjölskylda mín þökkum Páli samfylgdina gegnum lífið og vottum ástvinum hans dýpstu samúð. Hjaiti Stefánsson frá írafelli Dagbjört Eiríks- dóttir — Kveðjuorð Mig langar með örfáum orðum að minnast Dagbjartar Eiríksdóttur eða Döggu eins og hún var alltaf kölluð. Ég var svo heppin að starfa með Döggu' fyrstu ár mín á-barnageð- deild Landspítalans, en það voru jafnframt hennar síðustu ár þar. Dagga var ekki kona margra orða, en öllum sem henni kynntust var ljóst að hún bjó yfir óvenjulegu næmi er böm voru annars vegar. Skilningur hennar á börnunum og sú hlýja og alúð sem hún sýndi starfi sínu voru einstök. Upp f hugann koma ótal myndir úr samstarfi okkar frá liðnum árum. Þetta eru sterkar og hlýjar myndir, eins og Dagga var. Hún skilur eftir sig merkilegt starf í þágu barna á íslandi, þó færi hljótt. Það er gott að hafa kynnst slíkri manneskju. Rósa Steinsdóttir + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför manns míns, ÁRMANNS SIGURÐSSONAR járnsmiðs. Ragna Þ. Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ANTONU GUNNARSTEIN. Axel Einarsson, Elísabet Axelsdóttir, Rakel María Axelsdóttir, Kristrún Axelson, NilsAxelson, Einar Axelson og barnabarnabörn. Lögmannsstofa m Hef opnað lögmannsstofu á Laugavegi 18a, 5. hæð, sími 91-11003. Símatími frá kl. 11.00-15.00. Jón Sigfús Sigurjónsson, hdl. Þ.ÞORCBlMSSOW&CO E30í3QODj0. gólfflísar - kverklistar ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 steinsteypu. Léttir meðfærilegir \ . viðhaldslitlir. ^Av»lll fyrlrliflaandl. Góð varahlutaþjónusta. í Þ. ÞORGRlMSSON & CO Ármúlo 29. *rmi 38640 FTKIUIGEJlKSt EáfttlmaU • IffB WQPfM - BflM STETreun IIUITtUI - SIEUUfil - VnCH Iralellsli. iítSMA -46.5 — -54.8 í*- 39Æ wjíí IGNISR14 Kælir: 130 Itr. Frystir: 10 Itr. Samtals: 140 Itr. 59.5 IGNIS ARF 843 Kælir.210ltr. Frystir. 55 Itr. Samtals: 265 Itr. 55 IGNIS ARL008 Kælir: 162 Itr. Frystir: 78 Itr. Samtals: 240 Itr. Kælir 196 Itr. Frystir 24 Itr. Samtals: 220 Itr. -----59.5 — 41 IGNIS ARF 842 Kælir 307 Itr. Frystir 30 Itr (**) Samtals: 337 Itr. Kælir 245 Itr. Frystir 65 Itr. Samtals: 310 Itr. Kælir: 161 Itr. Frystir: 116 Itr. Samtals: 277 Itr. Kælir 270 Itr. Frystir. 120 Itr. Samtais: 390 Itr. 39 ELDHÚSVIRUR $ með eða án kolsíu P 2ja hraða mótor ^ tvö innbyggð Ijós % útdraganlegur skermur IGIMIS S 25 Frystir: 245 Itr. Mál: 81 x 86,5 x 66 IGNISS17 Frystir: 165 Itr. Mál: 60 x 86,5x66 8.999,- Umboösmenn um land allt:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.