Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANUAR 1990 Einmana og stolt smáþjóð: munu Albanar ríghalda í stalínisma? Útlagakonungur Albaníu hvetur til uppreisnargegn stalínistum eftir Guðm. Halldórsson EFTIR BREYTINGARNAR í austurhluta álfunnar að undanförnu er Albanía síðasta virki stalínismans í Evrópu. Hvergi annars stað- ar er eins strangt eftirlit með venjulegum borgurum. Kúgunin er jafnvel meiri en í Rúmeníu Ceausescus og landinu er Iíkt við risa- stórt fangelsi. Hundrað þúsund manns eru í haldi vegna sljórn- málaskoðana að sögn mannréttindafrömuða í Grikklandi. Nemend- ur njósna uin foreldra og leynilögregla skipar vegfarendum að lúskra á fiingum á götum úti. Trúarbrögð eru bönnuð og fáir mega eiga bíla. Albanía er lokað land. Valdhafarnir hafa fylgt harðri einangrunarstefnu og sárafáar ríkisstjórnir hafa stjórnmálasamband við landið. Þangað fara fáir aðrir en þeir sem vilja fylgjast með knatt- spyrnulandsleikjum og fábreytilegt líf landsmanna kemur útlendingum alltaf jafnspánskt fyrir sjónir. Alb- anar hafa forðazt samband við aðrar þjóðir síðan þeir rufu tengslin við Rússa 1961 og hafa staðið einir og óstuddir frá því þeir sögðu skilið við Kínveija 1978. Þijátíu árum áður höfðu þeir snúið baki við Júgóslövum vegha áforma þeirra um að innlima landið. Albanar lifa í skugga arfsins frá Enver Hoxha, sem ríkti sem ein-* valdur í 41 ár þar til hann lézt 1985 og var dýrkaður meira en Stalín og Ceausescu. Um jólin kom út 68. bindi af ræðum Hoxha og valdamikil ekkja hans, Nexhmie, hefur eftirlit með því að í engu sé vikið frá kenningum hans. Kastazt hefur í kekki með henni og arftaka Hoxha, Ramiz Alia forseta, og togstreita þeirra er eitt af því fáa, sem bendir til þess að einhvetjar breytingar kunni að vera í vændum. Forsetinn hefur hafnað umbótaviðleitninni annars staðar í Austur-Evrópu og sagt að Albanar muni hér eftir sem hingað til standa dyggan vörð um ósvikinn kommún- isma. Blóðbaðispáð í síðasta mánuði voru mótmæla- aðgerðir barðar niður í næststærstu borginni, Shkodur (Skútarí) í Norð- ur-Albaníu. Slíkt hafði ekki gerzt síðan kommúnistar tóku völdin 1944. Fyrir rúmri viku hermdu frétt- ir frá Júgóslavíu að lýst hafi verið yfir neyðarástandi í bænum eftir óspektir. Frá því var einnig skýrt að opinberar aftökur hefðu farið fram og hert hefði verið á öryggis- ráðstöfunum í höfuðborginni, Tir- ana. Fréttirnar fengust ekki stað- festar, en herinn og leynilögreglan, Sigurími, eru í viðbragðsstöðu. Óvissan hefur aukið vonir Leka I, sonar Zogs fyrrum konungs, um að stjóm kommúnista í Albaníu verði steypt af stóli og konungdæmið end- urreist. Aðrir telja vonir hans fárán- legar, þar sem konungsstjómin hafi aldrei náð að festa rætur í Albaníu á- árunum milli heimsstyijaldanna. En stjórnarandstaðan er óskipulögð og Leka kveðst hafa öflugan hóp stuðningsmanna i landinu, hvað sem hæft er í því. Útlagakonungurinn hvatti þjóðina til þess í nýársávarpi að „gera upp- reisn gegn óguðlegri harðstjóm" stalínista. Hann sagði að útlaga- stjórn Albana í París mundi bráðlega hefja útvarpssendingar til Albaníu til undirbúnings uppreisninni og hét þjóðinni því að hún fengi sjálf að ráða framtíð sinni þegar hann kæmi heim. Seinna sagði Leka I að blóðsút- hellingar kynnu að reynast nauðsyn- legar til að koma á breytingum í Albaníu. Hann spáði því að breyting yrði í Albaníu strax á þessu ári og sagði að eina leiðin til að koma í veg fyrir álíka blóðbað og í Rúmeníu væri að einhver tæki að sér hlutverk dómara í landinu. Grískur mannrétt- indafrömuður sagði um horfurnar: „Ég held að ef uppreisn verði gerð í Albaníu verði ennþá meira blóðbað þar en í Rúmeníu." Þegar Leka hafði gef ið yfirlýsing- ar sínar brá hann sér í nokkurra vikna ferð til albanskra útlaga og annarra stuðningsmanna í Evrópu og Bandaríkjunum til að skipuleggja uppreisnina. * Leka var aðeins þriggja daga gamall þegar Zog konungur og Ger- aldína drottning flúðu með hann yfir fjöllin til Grikklands eftir innrás Itala í Albaníu í apríl 1939. Zog I var höfðingi ættf lokks í norðurhluta landsins og hafði brotizt til valda 1922 og tekið sér konungsnafnbót sex árum síðar. Fjölskyldan dvaldist í Henley við ána Thames á Englandi á stríðsárunum. Konungdæmið var lagt niður 1948 og Zog og fámenn hirð hans bjuggu í níu ár í Egyptalandi og síðan í Cannes í Frakklandi. Kon- ungurinn Iózt í Suresnes, útborg Parísar, 9. apríl 1961. Aðgerðaleysi á illa við Leka sem hefur dreymt um að frelsa Albaníu frá blautu barnsbeini. Eftir dauða föður síns var hann lýstur „arnar- sona“ (Albana) á Hotel Bristol í París. Að loknu námi í herskólanum í Sandhurst á Englandi kom hann á fót fámennum einkaher og árið 1962 fluttist hann til Spánar, þar sem hann fékkst við almannatengsl og sölu vinnuvéla til Miðausturlanda og fleiri landa. Hann settist að í hálfgerðri höll skammt frá Madrid, þar sem hann varð nágranni Francos þjóðarleið- toga, og breytti bústað sínum í virki. Hann hafði 16 vopnaða og einkenn- isklædda lífverði og kom sér upp vopnabúri, því að hann óttaðist leigumorðingja albönsku leynilög- reglunnar. Leka varð kunnur í samkvæmislíf- inu og kynntist Ronald Reagan, Frank Sinatra og fleiri þekktum Bandaríkjamönnum. Hann vakti at- hygli af því að hann var yfir tveir metrar á hæð og alltaf vopnaður skammbyssu og rýtingi að gömlum albönskum sið. í október 1975 kvæntist hann 34 ára dóttur bónda í Nýju Suður- Wales í Ástralíu, Susan Cullen- Ward, sem hafði verið gift áður. Um 1.000 manns mættu í brúðkaups- veizluna í Illecas skammt frá Madrid og strangar öryggisráðstafanir voru gerðar vegna sprengjuhótana. Helm- ingur gestanna vom albanskir útlag- ar. Elísabet II Englandsdrottning og Juan Carlos ríkisarfi mættu ekki, en sendu heillaóskir. Margir fulltrúar útlægra konungsætta Rússlands, Egyptalands, Ítalíu, Búlgaríu og Rúmeníu komu til brúðkaupsins. Strandhögg í Albaníu Leka I tók sér titilinn „yfirhers- höfðingi Frelsisráðs Albaníu". í júní 1976 tilkynnti hann á blaðamanna- fundi í New York að hann hefði sent strandhöggssveitir til Albaníu,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.