Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 HVAD Á B YKMI) GYLFIÞ. GÍSLASON KR4TAR Gylfí Þ. Gíslason Ljósmynd/Sigurður Jónsson Gylfí Þ. Gíslason Morgunblaðið/Bjarni Gylfí Þ. Gíslason GYLFIÞ. er fastur fyrir og fylg- inn sér en þó lipur maður og úrræðagóður. Hann er krati. Um hvern er verið að tala? Sá Gylfi sem elstur er á íslandi fæddist árið 1917. Hann heitir fullu nafni Gylfi Þorsteinsson Gísla- son, fyrrum menntamálaráðherra og forystumaður íslenskra jafnað- armanna. Gylfi er yfirleitt kunnur landsmönnum sem Gylfi Þ. Gísla- son. — En fjórir íslendingar eru þekktir sem Gylfi Þ. Gíslason, þar af eru þrír búsettir hér á landi. þeir heita fullu nafni Gylfi Þór Gíslason. Gylfi Þ. Gíslason er fertugur íþróttakennari á Selfossi. í samtali við Morgunblaðið sagðist hann eitt sinn hafa goldið fyrir nafnið; í knattspyrnuleik innti dómarinn hann eftir nafni og líkaði ekki svar- ið (eða nafnið) og vísaði þessum kjaftfora leikmanni af velli fyrir útúrsnúninga ofan á agabrot. Gylfa Þ. iíkaði þó nafngiftin vel; hann hefði t.d. fengið góðar viðtökur er hann boðaði komu sína til Víkur í 3 Allir þeir, sem greitthafa iaun á árinu 1989, skulu skiia launamiðum vegna greiddra iauna á þar tiigerðum eyðu- biöðum til skattstjóra. Frestur tii að skíla launamiðum rennur út 22. janúar. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI s Mýrdal símleiðis, en þeir áttu þá von á ráðherranum. Gylfi íþrótta- kennari kvaðst ekki vera nefndur eftir stjórnmáiamanninum en að- spurður kvaðst hann vera „hægri krati“. Nú skal nefna til sögunnar Gylfa Þór Gíslason tækniskólanema sem er fæddur árið 1963. Gylfi þessi sagðist í samtali við Morgunblaðið vera nefndur eftir bát, miklu happa- fleyi. Ýmsir pólitískt- og sögulega sinnaðir teija það þó ákveðna vísbendingu að farkostur þessi var skráður í „kratavíginu, rauða bæn- um“; ísafirði. — Og síðast en ekki síst, Gylfi þessi er gjaldkeri Sam- bands ungra jafnaðarmanna og hefur þar að auki gegnt fleiri trún- aðarstöðum í þessari stjórnmála- hreyfingu. — Sú tilgáta hefur því verið viðruð að ekki sé með öllu útilokað að nafn eða nafnalíking geti haft áhrif á stjórnmálaskoðanir nafnbera. ÁGREININGUR Roy Rogers, ekki til fyrir- myndar. ROYOG LOIS „RÍSIÁGREININGUR um nafn, sker heimspekideild há- skólans úr,“ segir í íslensku nafnalögunum. U.þ.b. eitt skrif- legt erindi berst í hverjum mánuði til deildarinnar en aft- ur á móti er iðulega spurst fyrir símleiðis. Ðeildarráð heimspekideildar- innar er úrskurðaraðili en ráðgjafar nefndarinnar og um- sagnaraðilar eru þau Guðrún Kvaran og Svavar Sigurðsson. Guðrún tjáði Morgunblaðinu að litið væri til málfræðilegra atriðaj t.d. hvernig nafnið beygðist. I öðru lagi til merkingarlegra at- riða; hvort nafnið væri algjörlega erlent, án þegnréttar í íslenskri tungu. Síðast en ekki síst væri horft til þess hvort nafnið gæti orðið nafnberanum til ama síðar á lífsleiðinni. Guðrún var næsta treg til að nefna nokkur nöfn. Hún sagði að reynt væri að leysa málið með gætni og lipurð t.a.m. hefði fólki verið bent á að skíra sveinbam fremur Lúðvík en Lois og eitt sinn hefði foreldrum verið bent á að nafnið Roy væri ótækt I íslenskum hagskýrslum þótt aðdáun hefði vakið meðal ungra bíógesta fyrr á árum. Þess verður að geta að ekki er alltaf farið afdráttalaust eftir áliti heimspekideildar; í janúar- mánuði 1962 komst deildin _að þeirri niðurstöðu að nafnið íris félli ekki að lögum íslenskrar tungu og væri því ólöglegt. í þjóð- skránni 1982 heita hins vegar 466 konur íris að fyrsta nafni og 93 að því síðara. Ofáar þess- ara kvenna eru undir 27-28 ára aldri. Guðrún Kvaran tjáði blaða- manni að misbrestur hefði verið á því að kynna úrskurði deildar- innar nægjanlega. Guðrún sagði það ekki vera neina tryggingu fyrir samþykki að geta bent á eldri fordæmi. Hún fullvissaði blaðamann um að nafnið Helvítus yrði ekki sam- þykkt jafnvel þótt það fyndist í manntalinu 1703.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.