Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ VEROLD SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 ALDREIFLEIRUM KALAÐ í NÝÁRSGLEDINIMI TÖLFRÆÐI áramótanna hjá Reykvíkingum snýst gjarnan um ölvun, t.d.: „Mikið bar á ölv- un. Fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík fylltust strax upp úr miðnætti á nýja árinu .. Hér í New York telja menn morðin. Gleðilegt ár! Bang! Takk fyrir gamla. Ka-Pow!! Áramótin eru alltaf slæm, en núna keyrði um þverbak, eina ferðina enn: Á tæplega átta klukkustunda tímabili, milli kl. 19.45 á gamlárskvöld fram til kl. 3.30 á nýársnótt voru 13 morð framin í New Y ork, svona eins og til að innsigla enn eitt metið í tölu morða í borginni. Frá Hallgrimi Thorsteinssyni í NEW YORK Endanlegar tölur um fjölda morða hér 1989 liggja enn ekki fyrir en 30. nóvember sl. voru þau orðin 1.754 eða 27 fleiri en í fyrra og lögreglan býst við að metið frá 1988 verði slegið. Morðin urðu alls 1.896 árið 1988, eða rúmlega fímm á dag að jafn- aði. Bang! Bang! Bang! Alls voru framin níu morð á gamlársdag. Og á nýársdag, dag- inn sem rakarasonurinn David Dinkins tók við embætti sem fyrsti hörundsdökki borgarstjóri New York-borgar, voru 12 drepnir til viðbótar. Dinkins hefur lofað að sýna enn meiri hörku gegn glæp- um í borginni en fyrirrennarar hans. Morðin um áramótin voru með ýmsum hætti en flest tengdust þau ránum eða óljósum illdeilum. Feðgar, 56 og 28 ára, voru skotnir til bana þegar bófar réð- ust inn í búðina þeirra í Brooklyn á gamlárskvöld og létu greipar sópa... 29 ára maður í Queens lést eftir skotsár þegar hann var að elta ræningja sem höfðu rifið af honum hálskeðju. Þeir sneru sér við á undanhaldinu og skutu hann í bringuna ... Nakin kona fannst í sendiferðabíl í Queens, skorin á háls... 18 ára strákur fannst skotinn til bana upp á þaki einar borgarblokkarinnar í Brook- lyn ... Svörtum jeppa var ekið á ofsahraða á 22 ára stúlku sem lést samstundis. Ökumaðurinn stakk af... Farþegi í leigubíl lést þegar bíll sem lögreglan var að elta klessti inn í leigubílinn ... Einhver stökk út úr bfl á 153. stræti í Queens og skaut 26 ára mann í höfuðið og keyrði svo burt.. . Ka- Pow!! Svona er þetta. Ég var að koma upp úr neðanjarðarlest- inni af bíó milli jóla og nýárs þegar lestarstöð- in fylltist af lög- reglumönnum. Ég spurði einn óeinkennisklæddan hvað hefði gerst. Hann tuggði vindilinn sinn sallarólegur og svaraði mér eins og hann væri að segja mér hvað klukkan væri: „Oh ... some guy got shot...“ Er það nokkur furða að New York-búar setji eiturlyf og glæpi efst á lista yfir áhyggjuefni sín um þessar mundir. Hlutir eins og atvinnuleysi eða verðbólga falla í skuggann. The New York Times birti dá- litla samantekt um þróunina í borginni á þessum áratug. Handtökum, þar sem eiturlyf komu við sögu, fjölgaði úr 18.489 árið 1979 upp í 89.451 árið 1988. Þetta er næstum því fimmföldun. Alnæmistilfelli voru engin 1979. Árið 1988 voru þau orðin 5.203. Fjárframlög til að leysa hús- næðisvanda heimilislausra jukust úr átta milljónum dollara í 225 milljónir (hátt í 14 milljarða ísl. kr.) Störfum í framleiðslugreinum fækkaði úr 509.000 niður í 356.000, en störfum í fjármála-, trygginga- og fasteignagreinum ljölgaði úr 436.000 upp í 534.000. Lögfræðingum í borginni fjölg- aði úr 49.386 í 77.890. Hlutfall innflytjenda af íbúum New York fór úr 24% í um 30%. Hlutfall bama sem alast upp neðan við opinber fátækramörk í borginni hefur vaxið úr rúmlega 30% í tæp 40%. Með öðrum orð- um: Næstum 40% allra barna í New York alast upp í sárri fátækt. 2.300 böm komu í heiminn á St. Mary’s-spítalanum í Bedford- Stuyvesant-hverfinu í Brooklyn, einu fátækasta hverfi borgarinn- ar, árið 1988. Mæður 40% þessara barna, eða um 920 konur, voru háðar eiturlyfjuin, aðallega crack-kókaíni. Fjöldi þessara barna fékk líka alnæmisveirana í vöggugjöf frá mæðrum sínum, fyrir utan crack-fíknina. Þau böm lifa vart fram að fimm ára aldri. David Dinkins helgaði hina nýju borgarastjóm sína bömunum í New York við embættistökuna á nýársdag. Hann gætir þess að reka ekki fleyga milli hinna fjöl- mörgu kynþátta borgarinnar. Hann ætlar ekki að leysa upp „þetta yndislega mósaík fjöl- breytninnar" sem hann kallar svo. „Ég skal aldrei deila og drottna,“ sagði hann í ræðunni á nýársdag. „Ég heiti því að verða borgar- stjóri allra New York-búa.“ En Dinkins er jafnljóst að hann þarf að kveikja vonarneista með sínu fólki, blökkufólkinu sem rétt hangir í neðstu rimum þjóðfélags- ins, ef það liggur þá ekki hrein- lega í götunni fyrir neðan hann. „Eg stend hér frammi fyrir ykk- ur,“ sagði hann á nýársdag, „sem leiðtogi mestu stórborgar þessa mikla veldis, sem flutti forfeður mína hingað hlekkjaða og húð- strýkta í lestum þrælaskipa. Þessu ferðalagi okkra til frelsis og réttlætis er enn ekki lokið, en við erum svo sannarlega langt komin..." Fráfarandi borgarstjóri, Ed Koch, fékk í hendur skýrslu á nýliðnu ári frá sérfræðinganefnd sem fyallaði um New York árið 2000 (Bjartsýnisnefnd á la Her- mannsson). Skýrslan heitir New York á uppleið. Þó ekkert annað hafi gerst síðan hún var skrifuð annað en að nýr borgarstjóri hef- ur tekið við völdum og hann skip- að með sér svartan lögreglustjóra og spænskumælandi fræðslu- stjóra, þá virðist nýárssólin boða aukna bjartsýni meðal fólks, kannski bara vegna þess að fólki finnst vont hreinlega ekki geta versnað lengur. Hann var að minnsta kosti brattur 10 ára kínverski strákur- inn sem The New York Times tók viðtal við um áramótin: „Ég er bjartsýnn á allt. Ég hef auðvitað áhyggjur af glæpum og morðum og svoleiðis,“ sagði hann en klykkti svo út með: „Stórar borg- ir hafa stór vandamál." VEL LATIMIR EN BLAUTIR VIÐ ÍSLENDINGARteljum okkur ekkert meðalmennskufólk og köllum ekki allt ömmu okkar í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Við eigum sterkasta mann í heimi, áttum fegurstu stúlku heims og erum fremstir í flokki á öllum öðrum sviðum — þökk sé höfðatölunni skemmtilegu. Frá Þorsteíní Gunnarssyni í GAUTABORG Það er því ekki af svo litlu að gorta þegar maður lætur til- leiðast að hella úr viskubrunni sínum yfir einhverja útlendinga- ræfla. Og þegar maður lendir á spjalli við útlendinga og upp úr kafinu kemur að maður er frá ís- landi, eru viðbrögðin yfirleitt þau að viðmælandinn lítur á mann í forundran eins og maður sé síðasti móhíkaninn. En auðvitað fyllist maður ákveðnu stolti að geta sagst koma frá íslandi (og þó sérstaklega Eyjum), því fyrir mörgum útlend- ingum (og sérstaklega þó frá suð- rænum slóðum) er eyjan ísland fyrirheitna Iandið í norðri, eins og ung og óspillt jómfrú sem hefur ekki komist í tæri við áfjáða karl- menn. Þessi glansmynd er þó oft fljót að fölna þegar viðkomandi fær að heyra af verðlagi, verð- bólguvanda og siðleysi í efri stig- um þjóðfélagsins. Hins vegar hef ég einnig komist að því, eins og félagi minn sem er heimshornaflakkari mikill, að íslendingar hafa ekki þá stórgóðu ímynd víða erlendis sem maður kannski ætlaði. íslenskir ferða- menn í sumarleyfi erlendis eru nefnilega oft í miður góðu ásig- komulagi eru komnir hingað út til að sigra heiminn í ölæði. En það er nú önnur saga sem ekkert er við að segja. Islendingum þykir sopinn góður, við erum enn að læra á bjórinn og stöndum ennþá fast á því að áma af víni geri fleiri kraftaverk en kirkja full af dýrlingum. Svíar eru almennt mjög jákvæð- ir í garð íslendinga og eru ágæt- lega að sér um land og þjóð. Þeir eru með allt á hreinu um forsetann okkar, um óspillta náttúrufegurð, bjórinn, Hólmfríði og Lindu, Jón Pál, íslendingasögurnar, Bláa lón- ið, íslensk fljóð og eilífan efna- hagsvanda, svo eitthvað sé nefnt. Drykkfeldni íslendinga er sam- kvæmt mínum athugunum einnig vel þekkt af Svíum, þótt við föllum þar í skuggann af blessuðum Finn- HðSGANGAR okkar á milli ... ÞEIR sem tolla í tískunni í Bandaríkjunum eru komnir með víetnamskt ístrusvín á heimilið. Svínabóndi í Maryland fúllyrðir að eftirspurn hafi auk- ist verulega að undanförnu. Kostir ístrusvína fram yfir hunda og ketti eru að þau bíta hvorki póstinn né gelta að tunglinu og þau rispa hvorki húsgögn né hlamma sér í gluggakistur innan um brot- hætta muni. Þau glápa alsæl tímum saman á sjónvarpið, sendast eftir hlutum, kunna að synda og láta leiða sig í bandi. Og síðast en ekki síst þá er engin fyla af blessuðum ístru- belgjunum. _ ab. HÚSEIGANDI í Sviss hefur ákveðið að rukka reykinga- menn um hærri húsaleigu en hina sem ekki reykja. Flestir leigjenda hans reykja ekki en þeir sem gera það verða að borga 10 frönkum (390 ísl. kr.) meira á herbergi á mánuði en hinir heilögu. Rauður ösku- bakki er við inngöngudyr sam- býlishússins og spjald bendir á að það sé reykingalaust svæði. Leigjendur reyklausu íbúðanna lofa að láta enga reykja inni hjá sér. Vinir sem reykja verða að gera það úti á svölum ef þeir fá að koma í heimsókn. — ab. ■ Risavaxin hvít bísamsrotta gekk dag einn í nóvember ber- serksgang í borginni Abbeville í Norður-Frakklandi. Varðist hún hetjulega öllum tilraunum til handtöku og það var ekki fyrr en slökkviliðsmenn borgarinnar, klæddir hlífðarfötum úr leðri, réðust til atlögu, að tókst að handsama hana. Skepnan mæld- ist einn metri frá snoppu aftur á hala og vó sjö kíló. unum. Reyndar kemur það manni ekki á óvart að Svíum þyki íslend- ingar almennt nokkuð drykkfelld- ir, þótt hinir fyrrnefndu séu nú ekki barnanna bestir sjálfir. í sum- ar brá nefnilega fréttamaður sænska Ríkissjónvarpsins sér til Reykjavíkur til að athuga hver áhrif bjórsins hefðu orðið á íslandi. Hann heimsótti m.a. Gauk á Stöng og þar var það ekki fögur sjón sem blasti við. Þar var krökkt af maddömum í vægast sagt slæmu ásigkomulagi. Hann tók eina tali og spurði hver væri helsti kosturinn við að hafa loksins bjór á íslandi. Og stúlkan svaraði að bragði á skóladönskunni sinni: — Nú get ég líka verið full mánu- dag, þriðjudag, miðvikudag og fímmtudag. Ég sökk niður í sófann minn þegar þetta birtist fyrir alþjóð í fréttatíma sænska Ríkissjónvarps- ins. Aldrei áður hef ég skammast mín jafn mikið fyrir að vera Islend- ingur, nema kannski eftir söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva sl. vor. Þetta var martröð. Eða eins og málshátturinn segir: Sæmdin er lífinu dýrmætari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.