Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANUAR 1990 MORGUNBLAÐIÐ SUNNfflAgUR 21, JAjStýAR 1990 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjörar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölú 90 kr. eintakið. Olíumengun í sjó Aárunum 1985-1989 er talið, að rúmlega 800 þúsund lítrar af olíu hafi runn- ið út í umhverfið, aðallega í sjóinn. Rúmlega helmingur af þessu magni fór í snjóflóði, sem féll á olíugeymi á Seyðis- firði á árinu 1985. Verulegt magn fór einnig úr dönsku skipi, sem strandaði rétt fyrir utan Grindavík. Eitt þessara slysa er rakið beint til ástands olíubirgðastöðvar en þá fóru 75 þúsund lítrar af olíu. Þá eru úppi staðhæfingar um, að 1.500-1.600 tonnum af úr- gangsolíu sé hleypt úr skipum í sjóinn á ári hveiju, þótt búið sé að koma fyrir móttöku- stöðvum í landi fyrir þessa olíu. LÍÚ telur, að þessi tala geti ekki staðizt. Þessa daga berast okkur fréttir frá Austur-Evrópu og m.a. er rætt um óhugnanleg áhrif mengunar á umhverfið í þessum löndum. Þær fréttir og myndir af mengunarmyrkri í borg eins og Leipzig ættu að verða okkur hvatning til þess að stórauka mengunar- varnir hér á okkar landi. Þess vegna m.a. er ástæða til að staldra við fréttir um olíu- magn, sem í sjóinn fer. Fátt skiptir okkur íslendinga meiru en að halda sjónum hreinum. Það er ekki fyrr en á síðari árum, sem við höfum vaknað til vitundar um nauðsyn þess að gæta að okkur í umgengni við hafið. Magnús Jóhannesson, sigl- ingamálastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið sl. fimmtu- dag, að einungis um 30% olíu- birgðastöðva í landinu séu fyllilega í samræmi við gild- andi reglur en bætir því við, að sé miðað við olíumagn sé hlutfallið hærra. Forstjórar olíufélaganna segja, að unnið sé að því að setja upp varnar- þrær í kringum olíugeymana. Siglingamálastjóri segir, að setja megi meiri kraft í þær framkvæmdir. Þær kröfur hljóta að vera gerðar til olíufé- laganna, að þau hraði þessum framkvæmdum. Þetta eru öflug fyrirtæki, sem eiga að líta á það sem skyldu sína að standa vel að þessum málum. Jónas Haraldsson, skrif- stofustjóri hjá LÍU, kveðst ekki trúa tölum um að 1.500- 1.600 tonn af úrgangsolíu fari í sjóinn á ári hverju og telur undantekningu, ef þeirri olíu sé hleypt í sjóinn af ásetningi. Það er vel, ef svo er. Á hinn bóginn eru þessar áætluðu töl- ur byggðar á því annars vegar hvað mikil úrgangsolía fellur til á skipunum á einu ári og hins vegar hvað mikið berst í móttökustöðvar í landinu. Annaðhvort eru fyrrnefndu tölurnar rangar eða skýringu vantar á því hvað verður um afganginn af úrgangsolíunni. Aðalatriðið er þó, að um- ræður um þessi efni verði til þess að herða á framkvæmd- um og aðgerðum til þess að koma í veg fyrir að olía fari í sjóinn. Það snýr að yfirvöldum, olíufélögunum, útgerðum skipa og sjómönnunum sjálf- um. Skrifstofustjóri LÍÚ bend- ir réttilega á, að sorp frá skip- um hafi verið mikið vandamál. Hann sagði í viðtali við Morg- unblaðið í fyrradag: „Þar vit- um við upp á okkur skömm- ina, með plastið og það drasl allt, en það hefur lagast mjög verulega. Það er þó til bóta og sýnir, að þessi áróður í fjöl- miðlum á sínum tíma hafði greinilega sín áhrif. Mönnum blöskraði þetta og vissu upp á sig skömmina og voru fljótir að finna upp alls konar ráð til að taka sorpið í land, geyma það eða koma því fyrir á hrein- legan máta.“ Umræður um olíumengun í sjó þurfa að hafa sömu áhrif. Hér má ekki skapast austur- þýzkt ástand í mengunarmál- um. ÁÐUR EN LENGRA er haldið má geta þess að þeir menn einsog Tolstoj og Gandhí sem hafa haft hvað mest áhrif á friðsamlega samfélagsþróun nútím- ans nærðust á þeim jarðvegi sem Thoreau ræktaði í verkum sínum. Sá aldingarður mikilla og frumlegra hugmynda um mannlifið sem hann ræktaði með sjálfum sér minnir einna helzt á Eden áður en drottinn rak Adam og Evu útá akrana og bannaði þeim að koma nálægt því meistara- verki sem hann hafði þá nýverið skap- að handa þeim. Og í Walden fann Thoreau þennan aldingarð í raun- verulegu umhverfí, þarsem hann gat upplifað margar af hugmyndum Ro- usseaus um afturhvarf til náttúr- unnar og leitað eigin hugmyndum þeirrar fyllingar sem hann þráði. Leitar ekki hugurinn einmitt í slíkan veruleika nú þegar við stöndum í kjamorkuskóginum miðjum og hugsum til þess með hryllingi sem orðið getur? Það er því ekki tilviljun einber að menn einsog Thoreau eru kallaðir til vitnis um hlutverk manns- ins á jörðinni. Það er a.m.k. annað en eldflaugaskógur stórveldanna ger- ir ráð fyrir. Milli hans og ijúkandi rústa er einungis eitt andartak af hugsanlegum mistökum. Og ekkert nema dauðinn, tortímingin á næstu grösum. Svo einfalt er nú þetta, en jafn- framt svo miskunnarlaust. En þannig er maðurinn sjálfur; einfaldur og miskunnarlaus, þótt sumir telji eðli hans af guðlegum rótum. Og harla flókið. í UMFJÖLLUN UM ÞJÓÐ- • félagið góða er nú rétt að rifja upp nokkur atriði varðandi um- hverfisvernd sem ég hef áður gert að um- talsefni á Skógræktar- þingi, ráðstefnu Lífs og lands og í Morgun- blaðinu en vart er unnt að hugsa sér önnur málefni brýnni einsog nú er háttað í heiminum. í DÝRAGARÐI VESTUR í • Bandaríkjunum er stórt búr með þessari áletrun, Hér sjáið þið grimmasta dýr jarðar. Síðan er bent á hvar dýrið sé til sýnis í búrinu og þegar inn kemur blasir við stór speg- ill og gestirnir sjá sjálfa sig í speglin- um; geta sem sagt horfzt áhættu- laust í augu við grimmustu skepnu jarðar, hvortsem hún er fegurðardís, hrotti eða heilagur maður. Það er sturlungaaldarþáttur í samtímanum. Og við íslendingar förum ekki var- hluta af honum, þótt við séum löngu hættir að fækka mannfólkinu. TÆKNIUNDRIÐ Á BAKVIÐ • kjamorkuskóginn er ekki einungis svartur galdur, heldur einnig hvítur einsog verða vill. Ég horfði á geimskot á Canaveral- höfða 26. febrúar 1987. Klukkan var fimm mínútur gengin í sjö síðdegis. Það var albjart en lágskýjað. Delta- flaugin þaut allt í einu til himins og hvarf inní skýin. Það var ógleymanleg sjón. Mér þótti sem sívöl sól þyti til himins og hyrfí inní skýjaþykknið. Hægt og sígandi hvarf svo reykurinn inní grátt þykknið og að hálftíma liðnum var einsog ekkert hefði verið um að vera þarna á höfðanum, en það var nú eitthvað annað. Þarna hafði snilli mannsins í eldflaugarlíki horfið með gervihnött á braut um jörðu. Nýr áfangi í þeirri viðleitni mannsins að breyta hugmyndum sínum í veruleika og gera sér jörðina undirgefna. En þetta var sem betur fer hvítur galdur; ekkert mannslíf í veði. Nei engu lífi stóð hætta af þessu eftir- minnilega geimskoti. Það átti þvert á móti að koma í veg fyrir slys af völdum fellibylja og stórviðris sem unnt yrði að fylgjast með í tíma um gervihnöttinn. Þannig var þessi flaug græn og ilmandi grein í þessu mikla skóglendi nakinna og kræklóttra stofna sem eru tákngervingar dauða og tortím- ingar; eða: leið augans að eigin blindu. Enn er von til þess kjarnorkuskóg- inum verði breytt í heldur vinalegt ijóður þarsem hugmyndir mannsins um betri veröld taka á sig margvís- legar myndir furðulegustu afreka í tækni- og vísindum. En til þess þarf að grisja skóginn. Fella skuggaleg- ustu málmtrén, eyða ávöxtum þeirra, kjamaoddunum sem ætlað er að falla til jarðar við ragnarök. En hugsun verður ekki upprætt; þekking Iifir með okkur; einnig þekking og vísindi kjarnorkualdar. Við skulum ekki vera með nein látalæti, sízt af öllu ef þau gætu reynzt lífshættuleg. Vitundin um ógnarjafnvægi er þá aðhaldssamt helvíti; og hrollvekjandi áminning. Unz Eden rís aftur einsog í árdaga. ÉG ÞYKIST VITA AÐ • Thoreau hefði ekki fagnað þessum hvíta galdri og afgreitt hann einsog hver önnur óleyfileg eða harla siðlaus afskipti af náttúrunni. M. (meira næsta sunnudag) HELGI spjall -4- ISÍÐASTA REYKJAVÍKUR- bréfí var vikið að því, hve furðu- legt hefði verið að fylgjast með tilburðum ráðherra vegna Stöðv- ar 2 og hugmyndum þeirra um það, hvernig nota mætti opin- bert fé eða ábyrgð ríkisins til að hjálpa sjónvarpsstöðinni. Er þetta at- hugunarefni fyrir stjómmálafræðinga sem mæla gildi ákvarðana gjarnan eftir því hvenær sólarhrings þær eru teknar, hve margir ráðherrar eða aðrir háttsettir menn komu nærri þeim og við hvaða aðstæður. Stjórnmálafræðingar ættu að kynna sér framgöngu ráðherra í þessu máli ofan í kjölinn og bera saman við töku ákvarðana um ýmis önnur atriði og segja okkur, sem skortir fræðilegar forsendur til að fram- kvæma slíkt mat, hvar í stiganum málefni Stöðvar 2 hafi staðið í samanburði við önnur, sem hér eru á dagskrá. Umstang æðstu manna vegna Stöðvar 2 benti einna helst til þess að mikilvægir hagsmunir lands og þjóðar væru í húfi. Er líklegt að niðurstaða af hlutlægri rann- sókn stjómmálafræðinga yrði og á þann veg, ef þeir tækju aðeins mið af umbúnað- inum en létu efni málsins lönd og leið. Slíkt umbúðamat segir hins vegar aðeins hálfa söguna og er álíka mikils virði og meta gæði fjölmiðla eftir tölfræðilegum athugunum á tíðni ákveðinna frétta eða eftir því við hveija er talað. Mestu skiptir að lokum, hvert er efni málsins. Lee A. Iacocca, stjórnarformaður í Chrysler-bílasmiðjunum í Bandaríkjunum, flutti undir lok október ræðu á fundi útgef- enda og ritstjóra bandarískra tímarita. Þar rifjaði hann upp, að fyrir réttum 10 ámm urðu harðar deilur um ríkisábyrgð fyrir Chrysler. Fyrirtækið hafði þá tapað 1,7 milljarði dollara á einu ári og fór þess á leit við Bandaríkjastjórn, að hún gengi í ábyrgð vegna lána fyrirtækisins. Þá deildu menn um það, hvort það væri andbanda- rískt að kalla á ríkisstjómina til að hjálpa einu stærsta fyrirtæki landsins eða hvort líta ætti á dauða Chryslers sem staðfest- ingu á því, að einkafyrirtæki yrðu að standa á eigin fótum og leggja upp laup- ana, ef þau gætu það ekki. Á fundinum núna sagði Iaeocca, að Chrysler hefði ekki fengið eyri af opinberu fé til sín. Ríkis- stjómin hafi aðeins ábyrgst lán. Hins veg- ar hefði ríkissjóður grætt 350 milljónir dollara, af því að skuldabréfin hefðu verið greidd upp sjö árum fyrir gjalddaga. Sex hundruð þúsund Bandaríkjamenn hefðu haldið vinnu sinni og stjórnarformaðurinn minnti þessa áheyrendur sína á það, að bandarísk tímarit hefðu fengið 560 miltjón- ir dollara í auglýsingatekjur á síðustu 10 árum, frá fyrirtæki sem hefði orðið gjald- þrota án ríkisábyrgðarinnar. Hér er þetta rifjað upp til að minna á, að jafnvel þar sem vinna 600.000 manna var í húfi, þótti alls ekki sjálfsagt að veitt skyldi ríkisábyrgð. Bandaríkjastjórn sætti þungri gagnrýni og Chrysler lagði hart að sér til að losa ríkið undan ábyrgðinni eins fljótt og kostur væri. Menn gætu rétt ímyndað sér hvað sagt yrði í Bandaríkjun- um, ef ríkisstjórnin þar eða einstakir ráð- herrar væm á næturfundum til að ráðgast um það, hvort ríkið ætti að ganga í ábyrgð fyrir sjónvarpsstöð. lee a. iacocca nefndu erindi komst hann þannig að orði, að með ríkisábyrgðinni hefði verið tekin áhætta, sem stangaðist á við gamalgrónar bandarískar efnahagslegar hugsjónir, og árangurinn hefði orðið glæsilegur. Um svipað leyti hefðu verið teknar ýmsar aðr- ar ákvarðanir, sem hefðu fallið vel að venj- um og siðum viðskipta- og fjármálalífsins, og fyrir þær yrðu afkomendur þeirra sem að þeim stóðu að borga lengi eftir þeirra dag. Vísaði hann þar meðal annars til stór- lána, sem hefðu verið veitt til þriðjaheims- ríkja. Hann minnti á, að í upphafi níunda ára- Samdráttur í Banda- ríkjunum er að vonum ánægður með þann árangur sem náðst hefur í rekstri Chryslers. í fyrr- tugarins hefðu Bandaríkjamenn verið stærstu lánadrottnar í heimi, og átt um 100 milljarða hjá öðrum. Nú væru þeir orðnir stærsta skuldaþjóðin, þeir skulduðu útlendingum um hálfa billjón dollara. Á árinu 1980 hefði hlutur Bandaríkja- manna í bandarískum litasjónvarpsmark- aði verið um 60% en nú væri hann 10%. Hlutur þeirra í símatækjum hefði fallið úr 88% í 25% og í vélaverkfærum úr 79% í 35%. 1980 hefðu tveir af þremur stærstu bönkum heims verið bandarískir. Nú væri enginn bandarískur banki í hópi 20 stærstu bankanna, hins vegar væru þar 15 jap- anskir bankar. Hann sagði, að yrði sama þróun á loka- áratug aldarinnar væru vafalaust ýmsir sem vildu ekkert vera að bíða eftir 21. öldinni. Bandaríkjamenn myndu halda áfram að safna skuldum á sama tíma og samkeppnishæfni þeirra minnkaði. Hann taldi að Chrysler hefði verið í svipaðri stöðu á sínum tíma. Fyrirtáekið hefði sem betur fer getað leitað eftir aðstoð. En hvert gætu Bandaríkin snúið sér? Iacocca ræddi um muninn á viðhorfum Japana og Bandaríkjamanna. Hinir fyrr- nefndu hugsuðu langt fram í tímann en í Bandaríkjunum legðu menn mest upp úf skjótfengnum gróða. Nú væru þeir hetjur í Bandaríkjunum sem seldu bréf í fyrir- tækjum en ekki þeir sem byggðu þau upp — náðu í skjótan gróða, gættu að eigin hag, láttu hverjum degi nægja sína þján- ingu; og til fjandans með framtíðina! Þetta væru kjörorð dagsins. í ræðu sinni lagði Iacocca sérstaka áherslu á að gert yrði átak til að efla al- menna menntun í Bandaríkjunum. Benti hann sérstaklega á skýrslur er sýndu, að ólæsi væri hvergi meira en í Bandaríkjun- um, þegar litið væri til iðnrílq'anna. Chrysl- er verði 70% af auglýsingafé sínu til prent- miðla. Hann hefði mestar áhyggjur af því, að einn af hveijum fjórum Bandaríkja- mönnum gæti ekki lesið auglýsingarnar. Sveitarfélög fjárfestu mest í skólabygg- ingum. En hvers vegna væru þær lokaðar 180 daga á ári? Hvers vegna væri þeim lokað allt sumarið? Börnin væru ekki leng- ur heima við heyskap og akuryrkju. Þessi börn ættu eftir að keppa við japönsk böm, sem væru næstum allt árið í skóla, þar á meðal á laugardagsmorgnum. Hver skyldi vinna keppnina á næstu öld, þegar heila- orkan skipti öllu en vöðvar engu, jafnvel á verksmiðjugólfinu? Nú lægju námsmenn á sólarströndum á sumrin eða stunduðu körfubolta og fyrstu vikurnar eða mánuðirnir á haustin færu í að rifja allt það upp, sem þeir hefðu gleymt frá síðasta vori. Kennarar kvörtuðu undan lágum launum. Þeir ættu að fá meira borg- að. Þeir ættu að vinna allt árið og fyrir hærri laun. Ekkert starf væri mikilvægara en kennarastarfið. Hvers vegna ætti það að vera hlutastarf? Iacocca taldi, að unnt yrði að fá fólk til að borga meira til skóla- mála, ef gæði kennslunnar yrðu meiri. Hann sagðist ekki geta farið út á markað- inn og sagt: Sjáið, bílamir mínir versna ár frá ári, en ef þið vilduð aðeins borga hærra verð fyrir þessa árgerð, heiti ég ykkur því að þeir verða betri í framtíð- inni. Til að koma til móts við fólk í skólun- um yrði að verða gjörbreyting á rekstri þeirra. Undir lok ræðu sinnar sagði Iacocca: „Pólitískur friður virðist í sjónmáli, og Guði sé lof. fyrir það. En hins vegar sést hvergi votta fyrir efnahagslegum friði. Við stöndum andspænis þjóðum sem í öðru tilliti era vinir okkar en sem sýna okkur enga miskunn eða virðingu þegar við för- um út á vígvöllinn sem kenndur er við viðskipti." SÖMU. HUGSUN og fram kom í loka- orðunum hjá Iac- occa orðaði Carr- ington lávarður, fyrram utanríkis- ráðherra Breta og framkvæmdastjóri Atl- antshafsbandalagsins, þannig í nýlegum sjónvarpsþætti: Þverstæða okkar tíma er sú, að nú þegar breytingar verða í komm Samanburð- ur við Pól- land REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 20. janúar únistaríkjunum og gamlir múrar hrynja milli austurs og vesturs og eðlileg við- skipti og samskipti blómstra era tvær þjóð- ir öflugastar: Þjóðveijar og Japanir. Þeir sem urðu undir í síðari heimsstyij- öldinni fyrir 45 árum hafa risið úr rústun- um sem öflugustu efnahagsveldi samtím- ans. Lýsing Iacocca á efnahagslegri hnign- un Bandaríkjanna á síðustu 10 árum end- urspeglar uppgang Japans og Vestur- Þýskalands. Síðasta ár var eitthvert hag- stæðasta árið í sögu Vestur-Þýskalands frá stríðslokum. Þar heldur sú þróun áfram, að kaup hækkar en vörar lækka í verði. Ríkidæmi Japana er orðið svo mik- ið, að þeir reyna eftir öllum leiðum að koma fjármunum sínum fyrir erlendis. Þessar þjóðir hafa af dugnaði risið úr rústunum og komið ár sinni þannig fyrir borð með góðri framleiðslu og traustri efnahagsstjórn að ríkidæmi þeirra hefur vaxið ár frá ári. Atburðirnir í Austur-Evrópu sýna á hve skömmum tíma breytingar geta orðið á þjóðskipulagi og efnahagskerfum. Pólveij- ar ríða þar nú á vaðið, en frá og með 1. janúar síðastliðnum hófst þar leiftursókn í stjórn efnahagslífsins. Lækka á hallann á ríkissjóði um 6% af þjóðarframleiðslu, stofna til fijálsra utanríkisviðskipta með því að gjaldmiðillinn zloty verði rétt skráð- ur gagnvart vestrænum myntum, niður- greiðslum á neysluvarningi verður næstum hætt, verðlagshöft verða svo til úr sög- unni, sett verða lög til að styrkja einka- rekstur og lagður verður grannur að víðtækri einkavæðingu á ríkisfyrirtækjum. Fyrstu skrefin leiddu til þess að verðlag hækkar almennt um 45-50% í janúar. Hins vegar á að halda launum í skefjum, svo að gengisfelling og afnám niðurgreiðslna gufí ekki upp í launahækkunum. Talið er að með þessu rými kaupmáttur launa í Póllandi um 20% á árinu 1990 miðað við 1989. Segir breska vikuritið The Economist, að það sýni hugrekki að ganga þannig til verks. Hins vegar komi þetta kaupmáttarhran ekki fram með jafn mikl- um þunga sem lífskjaraskerðing og tölurn- ar sýni. Lífskjörin rými ekki eins harka- lega, sem meðal annars megi rekja til þess að vöruskortur minnki og verðbólgan eyði ekki eigum manna eins og áður. Engu að síður verði kröfur um launahækkanir miklar, og ríkisstjórnin verði að hafna þeim af festu. Geri hún það hjaðni verð- bólganhratt. í The Economist kemur fram, að í Bólivíu hafi með svipuðum aðgerðum tekið aðeins níu daga að koma jafnvægi á verðlagsvísitöluna eftir að 24.000% verð- bólga hafði geisað næstu 12 mánuði á undan. í Póllandi ætti að hafa skapast jafnvægi í verðlagsmálum næsta vor. Breska vikuritið telur að raunveralegur prófsteinn pólsku ríkisstjórnarinnar verði, þegar í ljós komi hvort seðlabankinn haldi fast við stefnu sína um þak á útlán, þótt verksmiðjum sé lokað og fólki sagt upp störfum. Bankinn hafi tekið til við að tak- marka útlán síðasta haust, þegar hann sagði að tapfyrirtæki yrðu látin ganga sér til húðar, enda væri það liður í nauðsyn- legri umbyltingu á atvinnurekstrinum. Fyrstu viðbrögð eru sögð lofa góðu: for- stjórar séu hræddir um að verksmiðjum þeirra verði lokað og stefni því að arð- bærum rekstri í fyrsta skipti í manna minn- um. Verði ekki staðið við yfirlýsingar um að stjórnvöld muni þola gjaldþrot fyrir- tækja, og staða pólsku stjómarinnar veik- ist svo mjög, að dauðvona fyrirtækjum sé haldið á lífi með nýjum lánum, festist fjár- munir ekki aðeins á röngum stað heldur verði engin stjórn á peningum í umferð. Menn þurfa ekki að vera hagfræðingar til að átta sig á því, að lýsing The Econom- ist á ástandinu í Póllandi hæfir vel því sem er að gerast hér á landi. Kaupmáttur launa skertist um 14% á síðasta ári og er talið að skerðingin verði að óbreyttu um 5% á þessu ári. Nú á eftir að koma í ljós, hvort samstaða næst um að kaupmáttarskerð- ingin í ár verði um 3%. Hafa aðilar vinnu- markaðarins ekki gefíð upp alla von um það. Með ýmsum aðgerðum hefur verið reynt að beina fjárfestingu í arðbærar framkvæmdir en því miður hefur það ekki Morgunblaðið/Þorkell gengið sem skyldi og millifærslukerfi ríkis- stjómar Steingríms Hermannssonar er stofnað til að spýta meira lánsfé í fyrir- tæki, sem gátu ekki lifað lengur á fram- færi bankanna einna. Með þessu hefúr íslenska ríkisstjórnin þegar fallið á prófi The Economist og einnig að því leyti, að hún hefur ekki gert nóg til að skera niður ríkisútgjöld, draga úr niðurgreiðslum og leyfa frelsi í viðskiptum með gjaldeyri. Fyrir okkur íslendinga er ekki síður lær- dómsríkt en þjóðirnar fyrir austan tjald að fylgjast með framkvæmd efnahagsmála í Póllandi. Leiftursóknin þar kann að skapa forsendur fyrir því að þjóðin rísi jafn hratt úr öskustónni og með jafn góðum árangri og Japanir og Þjóðveijar. Rústir kommún- ismans er ekki unnt að bera saman við neitt annað en stríðsrústir. Norðmenn og afvopnun á höfunum Á MEÐANJOHAN Jörgen Holst var vamarmálaráð- herra Noregs lét hann oft ljós sitt skína um flóknustu þætti varnar- og afvopnunarmála, enda er hann í hópi fremstu sérfræðinga í þeim efnum. Athygli vakti hvernig viðhorf hans til takmörkunar vígbúnaðar á höfunum þróuðust og hann varð sífellt varkárari í ummælum sínum um þau viðkvæmu mál. Nú er hann að nýju tekin við starfi for- stjóra hjá Norsk utenrikspolitisk institutt (NUPI) og helgar sig öryggismálum sem fræðimaður. Við starfi hans sem varnar- málaráðherra tók Per Ditlev-Simonsen úr Hægriflokknum. 13. desember sl. svaraði hann fyrirspurn í Stórþinginu um það, hvað norska stjórnin vildi gera til þess að fá Bandaríkjastjórn til að vera jákvæðari í afstöðu sinni til tafarlausra viðræðna um takmörkun vígbúnaðar á höfunum og af- vopnun á norðurslóðum. Varnarmálaráðherrann sagði að nú væru bjartari horfur í afvopnunarmálum en nokkru sinni fyrr og vísaði þar til CFE- viðræðnanna í Vín og fækkun í hefð- bundum herafla og START-viðræðnanna í Genf um langdræg kjarnorkuvopn. Á hinn bóginn væri ekki neinn viðræðuvett- vangur fyrir afvopnun og takmörkun vígbúnaðar á höfunum. Norðmenn hefðu talið, að til lengdar væri ekki unnt að úti- loka eina tegund vopna frá viðræðum um takmörkun vígbúnaðar. Hins vegar væri mikilvægt að trufla ekki þær viðræður sem nú færu fram með nýjum og flóknum efnis- þáttum. Um þessar mundir ætti að ein- beita sér að þessum viðræðum, þegar þær' hefðu skilað árangri væri auk þess auð- veldara en ella að setja markið hærra. í samningaviðræðum um flota yrðu allt önnur sjónarmið efst á baugi en þegar rætt væri um fækkun.venjulegs herafla í Evrópu. Takmörkun vígbúnaðar á höfun- um næði til heimsins alls vegna eðlis þeirra vopna, sem þar væru til umræðu. Þá yrði ákaflega erfitt að sannprófa að staðið yrði við slíka samninga og halda uppi eftirliti þeim til stuðnings. Þá minnti ráðherrann á ólíka hagsmuni Atlantshafbandalagsins (NATO) annars vegar og Varsjárbanda- lagsins hins vegar vegna landfræðilegra aðstæðna. Með flotastyrk væra sameigin- legar vamir Norður-Ameríku og Vestur- Evrópu treystar. Floti NATO-ríkjanna tengdi Noreg við varnarkerfi NATO, þess vegna þjónaði það ekki hagsmunum Norð- manna að vinna að því að flotinn ætti í erfiðleikum með að sinna skyldum sínum eða koma liðsauka á vettvang á hættutím- um. Minnti ráðherrann á hve mikla áherslu Sovétmenn hefðu lagt á að efla flota sinn á norðurslóðum. í lok máls síns sagði hann, að Norð- menn teldu nauðsynlegt að athuga nánar með hvaða hætti unnt væri að efla traust milli sjóheija einstakra landa. Um það mál ætti að ræða frekar á vettvangi NATO. Af þessu svari má ráða, að norska ríkis- stjórnin ætlar ekki að ýta sérstaklega á eftir því að viðræður hefjist um afvopnun á höfunum, þótt hún vilji að þær komi til sögunnar, þegar árangur hefur náðst i þeim viðræðum sem nú fara fram. Er þetta skynsamleg stefna sem hvetur til þess að menn leggi stund á heimavinnuna sína og átti sig á því, hvað þeir ætla að leggja til málanna, þegar rétta stundin rennur upp. „Fyrir okkur ís- lendinga er ekki síður lærdómsríkt en þjóðirnar fyrir austan Ijald að fylgjast með framkvæmd efiia- hagsmála í Pól- landi. Leiftur- sóknin þar kann að skapa forsend- ur fyrir því að þjóðin rísi jafn hratt úr ösku- stónni og með jafii góðum árangri og Japanir og Þjóð- veijar. Rústir kommúnismans er ekki unnt að bera saman við neitt annað en stríðsrústir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.