Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 j Tp| i er sunnudagnr 21. janúar, sem er 3. sd. eftir A Ux\.VJ þrettánda. 21. dagur ársins 1990. Agnesar- messa. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 1.58 og síðdegisflóð kl. 14.20. Sólarupprás í Rvík kl. 10.40 ogsólarlagkl. 16.39. Myrkur kl. 17.42. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.39 og tunglið er í suðri kl. 9.04. (Almanak Háskóla íslands.) Ef þú snýrð þér til hins almátka, auðmýkir þig, ef þú rekur ranglætið langt burtu frá tjaldi þínu. Biðjir þú til hans, bænheyrir hann þig, og heit þín munt þú greiða. (Job. 22,27.) ÁRNAÐ HEILLA O p' ára afmæli. í dag, ÖO sunnudaginn 21. jan- úar, er 85 ára Friðrikka Bjarnadóttir vistmaður á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún ætlar að taka á móti gestum í samkomuhúsinu Garðaholti í Garðabæ kl. 15-19 í dag, afmælisdaginn. PO áraafmæli. Á morgun, OU mánudaginn 22. þ.m., er sextug frú Kristín Ingi- björg Benediktsdóttir, Esjugrund 28, Kjalarnesi. Foreldrar hennar sem eru látnir voru Björg Einarsdóttir og Benedikt Jónsson. Maður hennar er Kristþór Borg Helgason skipasmíðameist- ari. Hún verður að heiman á afmælisdaginn. FRÉTTIR/ MANNAMÓT ÞENNAN dag árið 1895 fæddist Davíð skáld Stefáns- son frá Fagraskógi. Og þennan dag árið 1932 var Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis stofnaður. í DAG er Agnesarmessa. „Messa til minningar um róm- versku stúlkuna Agnesi, sem talið er að hafi dáið píslar- vættisdauða í Róm um 300 e. Kr.“, segir í Stjömu- fræði/Rímfræði. FRÍMERKI. í Lögbirtinga- blaðinu tiik. Póst og síma- málastofnunin að næsta frímerkjaútgáfa komi út í næsta mánuði. Verði útgáfu- dagur 15. febrúar. Þá koma út tvö frímerki að verðgildi 21 króna og 80 krónur. Sama dag kemur einnig út frí- merkja hefti með 16 frímerkj- um. Eru 8 að verðgildi 5 kr. og átta að verðgildi 21 króna. Myndefni frímerkjanna eru landvættimar fjórar í skjald- armerki íslands. SAKADÓMARAEMB^TT- IÐ. í tilk. í Lögbirtingi frá dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu segir að Júlíus Georgsson lögfræðingur, hafí verið skipaður aðalfull- trúi við sakadómaraembættið hér í Rvík. Hafí hann verið skipaður frá 1. nóv. á síðasta ári. FÉL. Snæfellinga og Hnapp- dæla í Reykjavík heldur árs- hátíð sína laugard. 10. febrú- ar nk. í Goðheimum, Sigtúni 3. SELJAKIRKJA. Bama- og æskulýðsstarf: Fundur hjá KFUK á morgun, mánudag, yngri stúlkur kl. 17.30 og eldri kl. 18.30. Fundur í Æskulýðsfélaginu Sela mánudagskvöld kl. 20. KROSSGATAN LÁRÉTT: — 1 hrósaði, 5 járni, 8 rándýr, 9 fingur, 11 staurs, 14 hleypt, 15 á, 16 peningar, 17 málmur, 19 tungls, 21 brosa lítið eitt, 22 afkvæmunum, 25 ber, 26 púka, 27 keyri. LÓÐRÉTT: — 2 heiðurs, 3 ganga upp og niður, 4 með fúkyrði, 5 fískurinn, 6 geisla- hjúpur, 7 virði, 9 breidd, 10 sjófuglinum, 12 síma, 13 urg- aði, 18 innyfli, 20 flan, 21 kvað, 23 aðgæta, 24 fmm- efni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 málfar, 5 svalt, 8 feiti, 9 aldan, 11 áttan, 14 gil, 15 megni, 16 móann, 17 róa, 19 naum, 21 Ástu, 22 nálgast, 25 kúa, 26 áar, 27 afa. LOÐRÉTT: — 2 áll, 3 afa, 4 rengir, 5 stálma, 6 vit, 7 lóa, 9 almanak, 10 dugguna, 12 trausta, 13 nunnuna, 18 ólga, 20 má, 21 ás, 23 lá, 24 ar. Það er aldeilis viðhöfii. Er Stöðin orðin svona rík? Nei, nei. Hún skuldar svona mikið. ÁRBÆJARKIRKJA. Æsku- lýðsfundur í kvöld, sunnudag, kl. 20. FELLA- og Hólakirkja. Æskulýðsfundur mánudags- kvöld. kl. 20.30. SELTJARNARNES- KIRKJA. Æskulýðsfundur mánudagskvöld kl. 20. FUGLAVERNDARFÉL. ís- lands heldur fræðslufund annað kvöld, mánudaginn 22. þ.m., í Odda, húsi hugvísinda- deildar Háskólans, stofu 101 kl. 20.30. „Fuglar hafs og nætur“ verður viðfangsefni fundarins. „Erpur Snær Hansen og Jóhann Óli Hilmarsson segja frá hinum leyndardómsfullu fuglum sæ- svölu og skrofu, sem þeir hafa rannsakað og munu segja frá ýmsu í senn skemmtilegu og fróðlegu. Fyrirlesaramir sýna myndir úr safni sínu, segir í frétta- tilk. frá Fuglaverndarfélag- inu. FÉL. eldri borgara. í dag, sunnudag, er opið hús kl. 14 í Goðheimum við Sigtún. Frjálst spil og tafl. Dansað verður kl. 20. ÍSLENSKA málfræðifélag- ið efnir til almenns fundar nk. þriðjudag í Odda, stofu 101, og hefst hann kl. 14. Fyrirlesari á fundinum verður Kjartan Ottósson og nefnir hann fyrirlesturinn: Breyting- ar á persónubreytingu mið- myndar: Málkerfisbreyting- ar í félagslegu samhengi. LÆKNINGALEYFI. í tilk. frá heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu í Lögbirt- ingabíaðinu segir að það hafi veitt þessum læknum leyfi til að stunda almennar lækning- ar hérlendis: cand.med. et chir. Hans Gunnari Erlends- syni, cand.med. et chir. Gunnari Kristni Guð- mundssyni og cand.med et chir. Guðmundi Sigþórs- syni. ITC-deildin Ýr heldur opinn fund annað kvöld kl. 20.3)3 í félagsheimili frímerkjasafn- ara í Síðumúla 17. Fræðsla fer fram um tillöguflutning í umsjá SólveigarÁgústsdóttur ritara landssamtakanna. Þær Kristín, s. 35149, eða Pálína gefa nánari uppl. KJALARNESHREPPUR. Hjá skipulagi Kjalarnes- hrepps, segir í tilk. í Lög- birtingi, frá sveitarstjóra hreppsins og skipulagsstjóra. Skipulagstillagan nær yfír alla núverandi byggð og fyrir- hugaða á tímabilinu 1990 til ársins 2010. Er tillagan til sýnis ásamt greinargerð í skrifstofu hreppsins í Fólk- vangi, fram til 28. febrúar nk. Athugasemdir, sem fram kunna að koma, skulu hafa borist í hreppsskrifstofu fyrir 14. mars næstkomandi, segir í tilk. ITC-deildin Kvistur heldur fund annað kvöld, mánudag kl. 20 í Holiday Inn veitinga- húsinu. Nánari uppl. gefur Þóra s. 627718. SAMTÖK um sorg og sorg- arviðbrögð hafa opið hús í safnaðarheimili Laugarnes- kirkju nk. þriðjudagskvöld 23. þ.m. kl. 20.30. Á sama tíma eru veittar uppl. og ráðgjöf í s. 34516. SKIPIN______________ REYK JAVÍKURHÖFN: Á morgun, mánudag, eru væntanleg að utan: Laxfoss, Dísarfell og Árfell. HAFNARFJARÐAR- HÖFN: í gær lagði togarinn Víðir af stað í söluferð. í kvöld fer Ljósafoss á strönd- ina og í dag er væntanlegt súrálsskip til Straumsvíkur. Það er búið að vera nokkuð lengi á leiðinni hingað vegna storma. ERLENDIS: 1606: Enska þingið dæmir rómversk-kaþólska menn í þungar sektir. 1769: Útgáfu „Bréfa Junius- ar“ hefst. 1772: Útgáfa „Bréfa Junius- ar“ hætt. 1793: Loðvík XVI Frakka- konungur hálshöggvinn. 1907: Bretar viðurkenna í fyrsta sinn tilveru leigubif- reiða. 1919: Þing Sinn Fein í Dyfl- inni samþykkir sjálfstæðis- yfírlýsingu. 1924: Fyrsta þing kínverskra kommúnista samþykkir þátt- töku kommúnista og fagnar sovézkum ráðunautum. 1924: Lenín, byltingarleið- togi, látinn. 1936: Játvarður VIII lýstur konungur Stóra-Bretlands. 1942: Afríkuher Rommels hefur nýja sókn í vestureyði- mörkinni. 1949: Chiang Kai-shek for- seti segir af sér í Kína eftir ófarir þjóðernissinna. 1950: George Örwell látinn. ÞETTA GERÐIST 21.janúar 1962: Búlgarskur herflug- maður brotlendir á Suður- Ítalíu og biður um hæli. 1970: Sala á frönskum Mirage-herþotum til Líbýu kunngerð — Byltingartilraun kæfð í fæðingu í írak og 12 líflátnir. 1976: Bretar og Frakkar taka hljóðfráa Concorde-þotu í notkun á leiðum frá London til Bahrain og frá París til Rio de Janeiro. HÉRLENDIS: 1231: Jón Snorrason murtur látinn. 1320: Árni biskup Helgason í Skálholti látinn. 1828: Kambránsmenn dæmd- ir. 1886: Bergur Thorberg landshöfðingi látinn. 1904: dr. Jón Þorkelsson lát- inn. 1944: Bréf Sveins Björnsson- ar til forseta Alþingis um kosningu þjóðfundar. 1895: D'avíð Stefánsson frá Fagraskógi fæddur. 1917: Jón úr Vör fæddur. ORÐABÓKIN Innprenta - innræta Snemma í. þessum mán- uði rakst ég á þessa máls- grein í dagblaði: „Ólafur er að reyna að innprenta fólki, að það séu „hinir róttæku", sem séu að láta undan síga í Austur-Evrópu." Hér staldraði ég við so. að inn- prenta. Heldur hefur verið amazt við því í rituðu máli, þar sem það er nær óbreytt danska so. at indprente, sem merkir að innræta e-m e-ð, brýna e-ð fyrir e-m, koma e-m á e-a skoðun. Ekki tók Blöndal það upp í orðabók sína og ekki komst það held- ur í Viðbæti þeirrar bókar 1963. Hins vegar er það í Orðabók Menningarsjóðs frá því ári án nokkurrar athugasemdar um erlendan uppruna. Vafalítið hefur so. að innprenta borizt inn í íslenzku með dönskum emb- ættismönnum fyrr á öldum. Elzta dæmið í OH er frá því fyrir miðja 18. öld og mörg önnur dæmi eru frá sömu öld og síðan. Henni bregður fyrir í ritum Halldórs Lax- ness á nokkrum stöðum, t.d.: „það er þetta sem verð- ur að innprenta okkar börn- um.“ No. innprentun kemur ekki fyrir í prentuðum ísl. orðabókum, en eitt dæmi er í OH frá síðustu árum 18. aldar. I stað so. að inn- prenta má að jafnaði nota so. að innræta og svo no. innræting, þegar það á við. - JAJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.